Dagur - 23.10.1930, Side 1

Dagur - 23.10.1930, Side 1
DAGUR (cemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XIII. ár. Akureyri, 23. Október 1930. 58. tbl. eTi í Iwmda 5)acp. Eins og kunnugt er, hefi eg nú um tveggja ára skeið starfað við Dag, sem annar ritstjóri blaðsins; nú hætti eg því starfi og flyt burtu héðan úr bænmn. Eg vil því nota tækifærið til, í þessu blaði, að votta öllum aðstandendum og vin- um blaðsins fjær og nær þakklæti fyrir þessi ár, sem eg hefi staðið í þjónnstu þess. Blaðinu áma eg hins bezta gengis í framtíðinni, og það er von mín og vissa, að sam- verkamaður minn, Ingimar Eydal, sem nú tekur aftur við því að fulhi, muni gera það svo úr garði, að allir megi vel við una. Eg vona að blaðinu megi auðnast að inna hlutverk sitt af hendi í hmu opin- bera lifi landsins æ betur og bet- ur, eftir því sem stundir liða. Hugheilar kveðjur sendi eg öll- um þeim, sem hafa auðsýnt mér samúð og hlýjan hug í starfi mínu við blaðið; en sérstaklega finn eg ástæðu til að þalcka samstarfs- manni minum við blaðið fyrir góða samvinnu, sömuleiðis stjórn útgáfufélagS Dags og síðast en ekki sizt Oddi Bjömssyni prent- smiðjustjóra og ölhi starfsfólki hans, sem unnið hefir að preribun blaðsins, fyrir þá lipurð og þann velvilja, sem jafnan hefir mætt mér í prentsmiðjunni. Akureyri 17. okt. 1930. áanumctsoon cBtc-ftfian. Eins og að ofam, greinir, er Frið- rik Á. Brekkan hættur ritstjórn Dags. Hann hefir lilotið kennara- stöðu við Gagnfræðaskóla Reykja- víkur og fór áleiðis suður með Drottningunni síðastl. sunnudag,. til þess að taka við starfi sinu þar. Fjölskylda hans flytur þó ekki suður i bráð. — Um leið og F. Á. B. hverfur frá ritstjóminni, flyt eg honum, fyrir hönd útgáfufé- lags Dags og eigi síður fyrir mina eigin hönd, beztu þakkir fyrir starf hans við blaðið tvö síðastl. ár. Samsta/rf okkar um þetta tveggja ára skeið hefir jafnan verið hið ánægjulegasta. óska eg, að honum megi sem bezt vegna i hinum nýja verkahring sínum. 3n<j.vmoí. átydof. Hið nýja barnaskóiahús var vígt til notkunar á laugardaginn var. Að vígsluathðfninni lokinni var skólinn settur af hinum nýja skólastjóra Snorra Sigfússyni. Mikið fjölmenni var viðstatt athöfn þessa. Athðfnin hófst með því, að bsej- arstjóri afhenti fyrir hönd bæjar- stjórnarinnar skólanefndinni skólann til umráða með ræðu. Var aðalefni úr ræðu hans sem hér segir: Laust eftir 1923 var farið að tala um nauðsyn byggingar nýs barna- skóla fyrir bæinn. Árið 1925 var byrjað að leggja fé til hliðar í bygg- ingarsjóð hins væntanlega skóla- húss, enda var þá búið að greiða gamla barnaskólann upp, svo að hann átti sig sjálfur. Byggingarsjóð- urinn var við byrjun þessa árs orð- inn um 73 þús. kr. Veturinn 1929 er samþykt að reisa nýjan skóla og 4. maf sama ár samþykt að hefja undirbúning verksins eftir teikning- um og lýsingum húsameistara rikis- ins og B. Oröndals verkfræðings. Skólahúsið er að stærð 22,31 m. að lengd og 18,76 m. á breidd auk forstofubyggingar. Húsið er tvær hæðir á kjallara, með háu risi. Pað er alt bygt úr steinsteypu. A neðri hæð eru 4 kenslustofur, tvær kenn- arastofur og áhaldastofa; á efri hæð 5 kennslustofur og auk þess áhalda- herbergi. Ábáðum þessum hæðum eru breiðir gangar eftir endilöngu húsinu og stofurnar til beggja hliða. Á rishæð er hátíða- og söngsal- ur, handavinnusalur, skólaeldhús, geymsla og gangur. í kjallara er íbúð umsjónarmanns, handavinnu- stofa, bað, geymsla, vanhús og gangur. Aðalverkið hafa framkvæmt bygg- ingameistararnir Einar Jóhannsson og Jón Ouðmundsson fyrir 186,200 kr. K. E. A. hefir séð um hita- og skolpveitur og kostaði það 16,780 kr. Vigfús Jónsson málari tók að sér málningu alla fyrir 9,850 kr.-, og Indriði Helgason raffræðingur hefir lagt raftaugarnar, sem kostaði 1,495 kr. Ólafur Ágústsson húsgagna- smiður hefir smlðað mikið af inn- anstokksmunum I skólann, svo sem 150 skólaborð og tilsvarandi stóla. Eru nú aðalútgjaldaupphæðirnar nefndar. En allur kostnaður, þegar alt er talið með, bæði utan húss og innan, nfemur sem næst 265 þúi. kr. Til framkvæmdar þessu verki var i febrúar 1929 tekið danskt lán að upphæð 100 þús. danskar krónur og þar að auki var hægt að greiða með reiðupeningum úr byggingar- sjóði 73 þús. ísh krónur. Vantaði þá 70—80 þús. kr. til að standast kostnaðinn, sem ekki hafa verið fengin föst lán fyrir. Gamli barnaskólinn var bygður fyrir 30 árum og kostaði um 8 þús kr. Hann var fyrir 120 börn. Mannfjöldi hér I bæ var þá um 1000. Byggingarkostnaður á hvert barn var þá um 70 kr. Þessi nýji skóli er fyrir 270 börn. íbúatala I bænum er nú alt að 4 þús. Byggingarkóstnaður á hvert barnernú alt að 1000 kr. F*ó mun þessi skóli vera mjög ódýr í sam- anburði við nýja barnaskólann I Reykjavík, sem sagt er að kosti um 2000 kr. á hvert barn. En ennþá vantar tilfinnanlega af byggingunni eins og hún var fyrir- huguð. Gert er ráð fyrir að húsið verði síðar lengt til suðurs um 14,65 m. og að sú viðbót verði með 8 — 10 kenslustofum. Og enn- fremur er eftir að byggja álmii austur frá norðurenda hússins að stærð 31,10x10,9 m. í þeirri álmu á að vera leikfimisalur, sundskáli, bað o. fl. Á þessari viðbót er brýn þörf, ekki aðeins skólans vegna, heldur og vegna almenns iþróttalífs í bænum. v Bæjarstjóri endaði ræðu sína á þessa leið: »Að svo mæltu afhendi eg fyrir hönd bæjarstjórnarinnar skólanefnd- inni skólann til umráða, með ósk um að þeir, sem við hann starfa og fyrir stofnuninni eiga að sjá, megi gera það með framfarahug ásamt skynsamlegri gætni og með velvilja og skilningi tii alls og allra þeirra, sem að skólanum koma og til hans þurfa að sækja«. F*á tók formaður skólanefndar- innar, Brynleifur Tobiasson, til máls og las upp svöhljóðandi símskeyti: »Beztu hamingjuóskir í tilefni af vígslu hins veglega skólahúss. Megi vígsla skólans halda áfram um ókomin ár með ágætu starfi skólastjóra, kennara og barna. Fræðslumálastjóri*. Að þvf loknu flutti hann vlgslu- ræðuna. Rœða Brynleifs Tobiassonar. Kæru samborgarar! Við komum hér saman I dag, til þess að fagna þvf, að nýtt skóla- hús er reist og fullgert, stærra, vandaðra og á allan hátt varanlegra Innilegt þakklæti votta eg öllum, er sýndu mér hluttekningu við andlát og jarðarför Magneu dóttur minnar. Akureyri 21; Október 1930. Kristján Helgason. og fullkomnara en þau hús voru, sem hingað til hafa verið notuð handa börnum Akureyrarbæjar sem kenslustofnanir. Petta veglega hús er sýnilegur vottur þeirrar ræktar, sem stjórn bæjarins vill láta leggja við uppeldi barnanna. Pað á að vera tákn þess, að bærinn vilji af alhug varðveita og ávaxta dýrmæt- asta fjársjóðinn, sem okkur er trúað fyrir, æskuiýðinn I bæjarfélaginu. Fyrirrennarar okkar í bænum þektu einnig sinn vitjunartíma í þessum efnum. Pað þykir hlýða, um leið og þessi nýi skóli, steini storkinn, er vígður til þess að vera hof æskunnar og háborg, að rifja upp í fáum dráttum sögu barna- skólans á Akureyri. Pað var árið 1865 eða fyrir rétt- um 65 árum, að mætur maður hér á staðnum, B. A. Steincke, danskur verzlunarstjóri danskrar verzlunar, stakk upp á því að reisa barnaskóla fyrir. bæinn, en þeirri uppástungu var ekki sint í bili. Fágætt var það, að útlendir forstjórar danskra sel- stöðuverzlana gerðust frumkvöðlar menningarmála á íslandi, en þessi merkismaður var Akureyrarbæ giftu- samleg undantekning, ásamt með Gudmann stórkaupmanni, sem gaf bænum spítala, en vafalaust átti Steincke einnig frumkvæðið að þeirri nauðsynja framkvæmd. Árið 1870 kom tillaga Steincke til framkvæmda. Barnaskóli var stofn- aður, og varð Jóhannes Halldórssön, kandidat í guðfræði, forstöðumaður hans og einkakennari. Var skólinn stofnaður að tilhlutun bæjarstjórnar, og fékk hann fyrst húsrúm í gömlu lyfjabúðinni inn á Akureyri og því næst í húsi Jóhannesar fyrir utan Búðargilslækinn, að norðvestan- verðu, þar' sem Magnús úrsmiður bjó fjöldamörg ár. Rætt var um að fá sérstakt barnaskólahús árið 1871 og kosin 5 manna nefnd til að at- huga það mál, en ekkert varð úr framkvæmdum f bráð. Loks keypti bærinn verzlunarhús J. G. Havsteen, arftaka elztu verzlunarinnar á Akur- eyri, og bjó þar út 3 stórar kenslu- stofur og vel bjartar. Pað var árið 1877. Voru þær skólastofur miklu bjartari og rúmbetri en I barnaskóP

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.