Dagur - 23.10.1930, Page 2
206
DAGUR
58. tbl.
• • § •• ••§ • •••• • «
Hfffiifffffflliifffflfifs
™* Emaileraðar vörur,
mislitar, af ýmsum tegundum og litum:
Katlar, Kaffikönnur, Fötur, Krakka-
diskar og könnur, saltskrín ofl.
Meira úrval í öllum eldhúsvarningi, en
nokkurstaðar annarstaðar.
Kaupfélag Eyfirðinga.
garnla búðin.
Biiiiiiiiiiiiiiiiiimiiai
M y njá a s t o f a n
Gránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
anum i Reykjavík, er þá hafði verið
settur á stofn fyrir 17 árum, og
þá var enn notaður.
Petta skólahús var notað handa
bænum, þangað til nýr barnaskóli
var reistur fyrir 30 árum.
Á Oddeyri var haldinn sérstakur
skóli frá árinu 1882 og fram undir
aldamót. Var í þann tíma rígur
nokkur á milli bæjarhlutanna. Pað
var þó flestra, ef ekki allra, manna
mál, að Jóhannes Halldórsson væri
starfi sínu ágætlega vaxinn, bæði
að mannkostum, þekkingu og fram-
úrskarandi lagni um aga og kenslu.
Undir aldamótinn þótti barna-
skólinn orðinn of lítill og óhentugur.
Var þá ráðist í að reisa nýtt hús
handa skólanum undir brekkunni,
fyrir sunnan og neðan Barð. Smíðin
hófst 1898, og skólahúsið var full-
gert haustið 1900 og vígt 19.
októbermánaðar af Klemenz Jóns-
syni, þáverandi bæjarfógeta. Pað
eru því nákvæmlega 30 ár liðin
í dag, frá því er flutt var i það
skólahús, sem nú samsvarar ekki
lengur kröfum tímans. Húsið er að
vísu traust, en var orðið altof þröngt
og í flestum greinum ófullnægjandi.
Pað var því eigi af fordild, heldur
af brýnni þörf, að vakið var máls
á því fyrir fimm árum í skólanefnd
af þáverandi forstöðumanni skólans,
að vinda yrði bráðan bug að því að
reisa nýtt skólahús. Skólanefnd félst
'á tillögu skólastjóra. Málinu var
haldið vakandi, fé lagt fram nokkur
ár í byggingarsjóð, lán trygt með
ábyrgð ríkisins, og ber að minnast
þess þakksamlega við þetta tækifæri,
teikningar fengnar hjá húsameistara
pg verkið loks hafið vorið 1929
með því að grafa fyrir grunni, en
smiðirnir tóku til starfa 13. júlí
síðastliðið ár.
Unnið hefir verið vel og vasklega
hér. Hátt ber húsið, vítt er til veggja,
bjart er inni, breiðir gangar, hátt
til lofts og vel séð fyrir hreinu og
hressandi lofti inn í skólastofurnar,
betur séð fyrir hollustu kennara og
nemenda en í flestum öðrum skól-
um á landi hér. Rúmt er kringum
skólann og í ráði hið fyrsta að fá
honum stóran leikvöll. Góð er út-
sýn hér af brekkubrún yfir þann
hluta bæjarins, sem nú er í örust-
um vexti. Fagurt er um að litast
héðan um hauður og haf. Fjarri
stendur skóiinn skarkala götuum-
ferðarinnar, en þó hér um bil
miðjum bænum. Erfitt kalla sumir
hér upp að ganga af alfaraleið, en
vel má minnast þess, að holt er
að temja meyjum og sveinum
snemma að vera brekkusækin, ekki
einungis í óeiginlegum, heldur einn-
ig í eiginlegum skilningi.
Bæjarstjórinn hefir þegar afhent
skólahús þetta skólanefnd, til stjórn-
ar og varðveizlu, fyrir hönd bæjar-
félagsins. Um leið og eg tek við
húsinu, í umboði skólanefndarinnar,
leyfi eg mér að þakka stjórnarvðld-
um bæjarins fyrir þessa prýðilegu
uppeldisstofnun, sem vandað er til,
eftir beztu föngum. Eg þakka kenslu-
málastjórninni og húsameistara rík-
isins fyrir margskonar hjálp og leið-
beiningar, smiðunum fyrir vandað
og traust smíði og verkamönnum
þeim, sem með orku sinna handa
hafa rísa látið þessa veglegu höll
og gert úr garði, eins og hún nú
er. Miklu átaki er lokið. Nýr, sterk-
ur þáttur er snúinn í framförum
Akureyrar. Með samhug og sam-
tökum borgaranna í bænum er verk-
ið til lykta leitt.
Nú mæna allra augu á yður, þér
kennendur vors gamla skóla í þessu
nýja rausnarranni. Skólastjóri og
kennarar taka hér við kenslu, stjórn
og varðveizlu barna í þessum nýju
sölum. Eg óska yður til hamingju
með þessi nýju salakynni. Fyrir
hönd skólanefndarinnar býð eg
hinn nýja skólastjóra velkominn til
starfa og alla kennara skólans, eldri
og yngri. Eg býð börnin, sem hér
eiga að læra og mannast, velkomin
i þetta nýja hús.
Við treystum því, að kennarar
skólans geri meira heldur en að
láta börnin læra lektíur í fræðibók-
um, og er þó öðru nær en gera
vilji eg lítið úr því. Pað er áríðandi,
að gera börnin hluttakandi f hald-
góðri þekkingu, leggja kapp á að
læra alt það vel, sem lesið er, en
fara heldur yfir minna. Pað verður
að kenna börnunum að nema, ekki
einungis fyrir skólann, heldur einn-
ig og sérstaklega fyrir lífið.—Börn-
in eiga að læra að gegna skyldum
sinum, og í þeim efnum má engin
grið gefa. Pað eru svik við börnin
• ♦•••
og það eru svik við þjóðfélagið að
taka vetlingatökum á því, þegar þau
flýja frá kalli skyldunnar. Kærulaus
kennari er átumein þjóðfélagsins.
Við þekkjum flesta kennara
skólans og að góðu einu. Suma
hina nýju þekkjum við lítið, en von-
um, að reynslan leiði í Ijós, að við
höfum borið gæfu til að velja góða
menn og konur, sem aldrei bregð-
ast sinni háleitu skyldu.
í þessum skólastofum er bjart,
hlýtt og rúmgott Kennið börnunum
að finna Drottins ástúðaryl í
sólargeislunum.
Úr öllum höfuðáttum leggur birt-
una inn í þennan skóla. Látið börn-
unum það vera lærdómsefni, og
kennið þeim að bregða birtu skyn-
seminnar yfir hvert mál, frá öllum
hliðum.
Traust og bjargfast stendur þetta
hús hér. Sjáið, hve mikilsvert það
er, að byggja líf sitt á því bjargi,
sem aldrei fær bifast. Munið, kenn-
endur, að innræta börnunum, hve
miklu það skiftir, að traustið geti
verið gagnkvæmt í mannlegu félagi:
Að eg geti óhultur og öruggur treyst
þér og að þú getir jafnöruggur treyst
mér. Temjið þörnunum ríka ábyrgð-
artilfinningu.
Verið þess minnugir, að það er
ástin á mönnunum, náttúrunni og
um fram alt á höfundi lífsins, sem
bregður birtu yfir alt.
Skólahús þetta er reist með ærn-
um kostnaði og með miklum erf-
iðismunum fyrir okkar iitla bæjar-
félag. En undir vernd og leiðsögn
góðra kennara eru miklir ávextir,
gulli betri, vísir í vaxandi mann-
gildi komandi kynslóðar.
Pér foreldrar og vandamenn barn
anna ! Undir ykkur er einnig komið,
og ekki að litlu leyti, að giftusamlega
takist til um starf þessa skóla. Ef heim-
ilin toga í á móti skólanum, fer allur
góður árangur skólastarfsins for-
görðum, en ef þau styðja með ráð-
um og dáð gott starf skólans, er
stýrt í gæfuhöfn.
Kæru börn! Petta hús er reist
handa ykkur. Allt er hér nýtt, fágað
og prýtt. Öllu þessuerykkur trúað
fyrir. Pessi skóli er ykkar heimili
að hálfu leyti um nokkurra ára
skeið æfinnar. Stjórn skólans og
allir vinir ykkar og vandamenn
vænta þess, að þið gangið vel um
hér, forðist að skemma það, sem
ykkur er fengið til varðveizlu. — Ver-
ið hlýðin kennurum ykkar og pruð
í framgöngu við þá og alla, innan
skóla og utan, og þið munuð afla
ykkur vináttu þeirra og hylli. Hjálp-
ið þið, sem eruð stálpuð, hinum
sem eru ung og veikburðas Takið
aldrei þátt í þeim Ijóta leik að nið-
ast á lítilmagnanum. — Segið jafn-
an satt, verið iðjusöm og góðviljuð
öllum; þá getið þið kvatt hvern
dag með góðri samvizku, og þið
verðið farsæl, bæði þessa heims og
annars.
Fyrir rúmum þrjátíu árum orti
eitt af góðskáldum okkar kvæði við
vígslu barnaskóla suður á landi. Eg
tek mér í munn eitt eiindi þess við
þetta tækifæri og bið ykkur öll að
biðja með mér hins sama:
»Hér, þar námsins fyrstu fræin
falla ! ungan hugarreit,
geisla, dögg og gróðrarblæinn,
Ouð, frá þínum himni veit«,
Með ósk um, að svo megi verða,
lýsi eg yfir þvi, fyrir hönd skóla-
nefndar Akureyrar, að hús þetta er
fullgert og vígt til þess að vera
barnaskóli Akureyrarkaupstaðar.
Að vígsluræðu B. T. lokinni flutti
skólastjóri Snorri Sigfússon skóla-
setningarræðu sína.
Á eftir hverri ræðu söng flokkur
skólameyja sálma undir stjórn Ás-
kels Snorrasonar söngkennara.
--------------o------
Mannfjöldi á Islandi
i árslok 1929.
Eftirfarandi yfirlit sýnir mann-
fjöldann á öllu landinu um síðustu
áramót. Er farið eftir manntali prest-
anna, nema í Reykjavík, Hafnarfirði
og Vestmannaeyjum eftir bæjar-
manntölunum þar. í Reykjavík tek-
ur lögreglustjóri * manntalið, en í
Hafnarfirði og Vestmannaeyjum
bæjarstjóri. Til samanburðar er sett-
ur mannfjöldinn næstu tvö ár á
undan og við aðalmanntalið 1920.
Kaupstaðir:
1920 1927 1928 1929'
Reykjavík . .-. 17679 24304 25217 26428
Hafnarfjörður . 2366 3158 3351 3412
ísafjörður . . . 1980 2189 2267 2333
Siglufjörður . . 1159 1668 1760 1900
Akureyri .... 2575 3156 3348 3613
Seyðisfjörður . 871 981 939 957
Nes í Norðfirði — — — 1103
Vestmannaeyjar 2426 3370 3331 3369
Samtals 29056 38826 40213 43115
Sýsiur:
Oullbringu- og
Kjósarsýsla. . . 4278 4372 4549 4763
Borgarfj.sýsla . 2479 2521 2517 2578
Mýrasýsla . . . 1880 1823 1805 1795
Snæfellsnessýsla 3889 3642 3638 3615
Dalasýsla . . . 1854 1764 1737 1691
Barðastr. sýsla . 3314 3261 3250 3231
ísafjarðarsýsla . 6327 5973 5861 5746
Strandasýsla . . 1776 1790 1815 1821
Húnavatnssýsla 4273 4101 4089 4019
Skagafj.sýsla. . 4357 4077 4067 3995
Eyjafjarðarsýsla 5001 5205 5226 5233
Þingeyjarsýsla s .5535 5590 5627 5653
N.-Múlasýsla . 2963 2966 2953 2909
Suður-Múlasýsla 5222 5676 5681 4500
Austur-
Skaftafellssýsla 1158 1120 1139 1151
Vestur-
Skaftafellssýsla 1818 1824 1824 1813
Rángárvallasýsla 3801 3648 3669 3642
Árnessýsla . . . 5709 5138 5152 5080
Samtals 65634 64491 64599 63235
Alt landið 94690 103317 104812 106350
Samkvæmt þessu hefir fólkinu á
landinu fjölgað síðastliðið ár um
1538 manns eða um 1,5' prc. og er
það mikil fjölgun, enda þótt hún
sé ekki alveg eins mikil og árin
1925-1927.
Samkvæmt manntalsskýslunum
hefur fólkinu í kaupstöðunum fjölg-
að um 2902 manns, en nokkuð af
þeirri fjölgun stafar af því, að Nes
í Norðfirði bættist við í tölu kaup-
staðanna árið 1929. Ef mannfjöld-
inn þar er talinn með kaupstöðum
líka 1928, þá hefur aukningin ekki
verið nema 1797 eða 4,3 prc., en í
sýslunum hefir fúlkinu fækkað um
259 manns (um 0,4 prc.), ef Nes í
Norðfirði er ekki talið með. Öll
mannfjölgunin lendir þannig á kaup-
stöðunum og þá aðallega í Reykja-
vík. Fólkinu þar hefur fjölgað síð-
astliðið ár um 1211 eðaum4,8prQ