Dagur - 06.11.1930, Page 2
214
DAGUR
60. tbl.
• • • • • • •
£ SKAUTAR,
mjög mikið
úrval
Q1 '2i* furu, hickory og ask,
OlYlUlj, fyrir börn og fullorðna.
Hjartanlegar þakkir fyrir samúð og vinarhug okkur auðsýndan
við andlát og útför eiginmanns og föður okkar, Halldórs Ein-
arssonar frá Skógum.
Guðný Björnsdóttir. Björn Halldórsson.
1.u sem komu með »Novu«, seldust
II, allir sama daginn og skipið kom.
Hýjar birgðir
koma með »Islandi«
24. þ. m.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Gamla búðin.
WMMmmmmmmm
Myndastofan
Oránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
vita mönnum, að pví aðeins eflir þessi
fræða-inntaka þroska þess, að það
geti »melt« hana sem kallað er, þ.
e. a. s. að hin andlegu liffæri geti
unnið úr þeim fróðleik, efni til
endurnýjunar sálu þess og vaxtar,
svo hún verði vitrari og starfhæfari.
— Allur þroski í heimi efnis og anda
er algjölega bundinn lögmáli lífs-
orkunnar og háður mætti hennar
til ummyndunar og eflingar. —
— Nú er það mála sannast, að
allmikiu fé og orku er eytt til þess
að hlynna að og efla þroska barna
og unglinga nú á dögum, og beina
honum rétta leið. Köllum vér það
uppéldi og iátum þá e. t. v. stund-
um heyra því hugtaki til öll áhrif,
sjálfráð og ósjálfráð, er menn sæta.
Hefir lengi verið um það deiit, hvort
meira megi sin til mótunar, upp-
eldið eða ætternið, og eru menn
sizt á eitt sáttir enn í dag. — Víst
er það alkunna, að mikiis er um
vert, að vera af góðu »bergi brot-
inn«, en þó munu nú flestir upp-
eldisfræðingar ásáttir um það, að
undir uppeldinu sé að langmestu
leyti komið, hvað úr hverju barni
verður. En sé það rétt, sem tæplega
verður á móti mælt, að framtíð ein-
staklinga og þjóða, alls mannkyns,'
sé háð svo mjög uppeldinu, þá er
augljóst hve geypilega þýðingar-
mikil uppeldismálin eru og öriaga-
rík. Peim ætti því alstaðar og ávalt
að skipa á hinn æðsta bekkinn, enda
eru þau í eðli sínu mál allra mála
og skyldi slíkt jafnan muna.
Að vísu hefir náttúran sjálf lagt
uppeldisskylduna foreldrunum á
herðar, og vafalaust er hún þar líka
náttúrlegust, en þó eru ýmsar á-
stæður því valdandi, að þá skyldu
er flestum foreldrum nú á dögum
um megn að rækja svo sem samtíð
krefst, og hefir því hið opinbera
vald hlaupið undir baggann og tek-
ið að sér að hafa meiri og minni
áhrif á uppeldi hvers barns, með
því að skylda það tii skólagöngu
um ákveðið árabil. í því augnámiði
rísa nú af grunni skólabyggingar í
tugatali í landi voru, og æskja menn
sér og vænta mikils árangurs af
kostnaði þeim og erfiði öllu. Pví
verður heldur ekki með rökum neit-
að, að mikið hefur áunnist síðan
skólaskyldan var í lög leidd, hvað
uppfræðslu alla snertir, enda
hefur fræðslustarfsemin verið mikil
í barnaskólunum. Hitt kynni að
mega draga í efa, að alhliða þroski
hafi þar eftir farið.
Peir, sem sniðu íslenzku barna-
skólunum stakkinn, með lögum og
reglugerðum, hafa sjáanlega haft
það fyrir augum, að barnaskólarnir
yrðu litlir lærðir skólar, einskonar
vasaútgáfa Lærðaskólans eða gagn-
fræðaskólanna. Pessvegna hafa þeir
frá upphafi verfð svo að segja fjötr-
aðir námsviðjum, með þung próf
stöðugt vofandi yfir höfðinu. Og
kennslubækurnar: samanþjappaður
fróðleikur, þur og strembinn, stagl-
samur og leiðinlega saman settur,
— eitur í barna beinum. Pað skal
þó játað, að kennslubækur hafa verið
samdar við barna hæfi í sumum
námsgreinum hin síðustu ár, til
mikils gagns og gleði, en illa hefir
sumstaðar gengið, að fá þær teknar
inn i skólana, og á einstöku stað
eru þær enn utan dyra. — Svona
hefir þetta verið og þannig gengið.
Yfirboðarar skólanna og aðstand-
endur velflestir hafa krafist mikils
náms, mikillar kunnáttu og fróðleiks
af börnunum, og kennararnir stað-
ið kófsveittir við hið ógurlega erfiði,
að troða miklum fróðleik í litla
kolla og með öllu óþroskaðar sálir.
Peir hafa orðið að horfa upp á þá
hrygðarstaðreynd, að sjá hvernig
langmestur hluti þessa erfiðis fór
að fOrgörðum, hvernig þeir, sem
miðlungi eða miður voru gefnir (og
þeir verða vanalega flestir), fölnuðu
upp í þessari vonlausu baráttu við
staglið, mistu allan áhuga á námi
og ánægju af skólavist og urðu
þeirri stund fegnastir er þeireygðu
hvergi bók eða blað nálægt sér.
Með þessu ber þó ekki að gera
lítið úr sjálfum fróðleiknum eða
fróðleiksþörfinni, heldur hinni mis-
skildu leið til að afla hans. Og sú
þunga ásökunaralda er nú risin á
hendur barnaskólunum, að fólkið
lesi minna en áður, hafi síður ánægju
af bókum og sé þollaust og vilja-
lítið við að afla sér fróðleiks af sjálfs-
dáðum. Vitanlega kemur hér margt
til greina, sem barnaskólarnir eiga
enga sök á, en sárgrætilegt er samt
ef í ásökuninni skyldi felast eitthvert
sannleikskorn, — sem vonandi ekki
er. - Pað má vitanlega enginn láta
sér til hugar koma, hvaða ráðum
og aðferðum sem beitt yrði, að hægt
sé að gera öli börn bókhneigð og
námfús. Náttúran sjálf setur þar
allajafna allskýr takmörk. Hitt mætti
segja, að ákjósanlegt væri að barna-
skólarnir og aðstandendur ailir skiidu
til hlýtar hve afaráríðandi það er að
laða börn til náms, glæða námsþrána
og láta þau fara vel með bækur,
sem fræðandi, skemtilega vini. —
Hið mikla nám í barnaskólunum
hefur ekki, því miður, borið hinn
ákjósanlega, uppeldislega árangur.
Til þess hefir verið of mikið f börn-
in borið af þurru námi, til ofmikils
mælst af skilningi þeirra og minni.
Pau hafa því ekki getað tileinkað
sér nema iítinn hluta þess, og síðan
engan botn fundið i öllu skólastarf-
inu. Hitt hefir verið ofmjög látið
sitja á haka, að æfa saman hug og
hönd barnanna, glæða tilfinninga-
og viljalíf þeirra, viljafestu og þraut-
seigju við það, sem þau skildu og
fengu fang á, því það er mála sann-
ast, að viljinn dregur jafnan hálft
hlassið. Hann skyldi því glæða og
efla til allra góðra hluta. — Eitt af
góðskáldum vorum, St. O. St. kveð-
ur svo:
Á lifandi dauða hvað einkenni er
í auðveldum hendingum sagt get eg þér:
Að kólna’ ekkí í frosti né klökkna við yl
— að kunna ekki Iengur að hlakkatil.
M. ö. o.: Sá sem ekki finnnr til
andiegrar hlýju og unaðar eða leitar
efíir því, óg sá sem ekkert tilhlökk-
unarefnið á í sál sinni, hann er and-
lega dauður að dómi skáidsins. Til-
finningaleysið, kuldinn og kæruleys-
ið leyða af sér siðspjöll og frið-
spjöll og koma öllu á kaldan kiaka.
Hófleg rækt tifinningalífsins skyldi
því hvergi á haka sitja í neinum
skóla, allra sízt í barnaskóla, þar
sem svo Iengi býr að fyrstu gerð.
»Pví sjálft hugvitið, pekkingin hjaðnar
sem blekking, sé hjarlað ei með sem
undir slær«. Við höfum vissulega
lagt ekki svo litla rækt við höfuðiö,
en hjartanu má ei gleyma.
(Frh.).
------o-------.
Simskeyti.
(Frá FB)
Rvík. 3. nóv.
Ægir kom í gær með togarann
Surprise, sem var tekinn að land-
helgisveiðum. Málið var tekið til
rannsóknar í dag.
Moskva: Ráðstjórnin hefir hafið
rannsókn yfir fjölda manna vegna
ásakana um sviksamlega vörusölu.
55 menn bíða dóms og fá vafaiaust
þunga refsingu, þar sem ráðstjórn-
in telur hina seku til gagnbyltingar-
manna.
Rvík 4. nóv.
Rio dejaneiro: Vargas hefir tekið
við forstöðunni til bráðabirgða.
Washington: Kosningar til þjóð-
þingsins fara fram i Bandaríkjunum
f dag. Kosningabaráttan er harðari
en nokkru sinni áður, síðan heims-
styrjöldinni lauk.
Surprise fékk 12,500 kr; sekt og
afli og veiðarfæri gert upptækt.
Skipstjórinn áfrýjaði dómnum.
Sjð Sauðnaut komu með Lyru í
dag. Fimm þeirra voru flutt austur
að Ounnarsholti, en tvö í Skorradal.
Aflasala eftirtaldra skipa hefir ver-
ið sem hér segir, talið í sterlings-
pundum: Pemberton 946, Tryggvi
914, Baldur 833, Maí 630, Skalla-
grímur 789' Ver 668, Andri 824.
Fyrsta nóvember voru skrásettir
atvinnulausir í Reykjavík 95 menn.
Rvík. 5. nóv.
Bráðabirgðaúrslit kosninganna í
Bandaríkjunum benda á stórkost-
legan kosningasigur Demokrata;
hafa þeir sennilega fengið meiri-
hluta i fulftrúadeildinni.
Samkvæmt tilkynningu frá út-
yarpsstjóra má gera ráð fyrir, að
útvarpsstöðin taki til starfa um næstu
mánaðamót, en ef engar sérstakar
hindranir komi fyrir, fái útvarpsnot-
endur að heyra til stöðvarinnar um
miðbik þessa mánaðar.
--------o-------
Stórblaðið »Manitoba Free Press«
í Vinnipeg, sendi tíðindakonu, Vest-
ur-tslenska, er Alla Johnson heitir,
á Alþingishátíðina sl. sumar, frá-
sögnina birti blaðið 2. ágúst sl. og
fara hér á eftir smákaflar ílauslegri
þýðingu:
íMannfjöldi sá er kominn var
saman á Pingvöllum dagana 26. — 27,
og 28. júní, varð ekki tölum talinn,
en eftir ágizkunum hefir hann num-
ið frá 30 — 40 þúsundum. Aldrei
síðan á hinum fornu Iýðveldisdög-
um munu vellirnir hafa verið vett-
vangur jafn stórkostlegs gleðskap-
ar og veizludýrðar, og aldrei í sög-
unni hefir þvílíkur mannfjöldi ver-
ið þar saman kominn. -
Vagga lýðveldisins forna, á Ping-
völlum, er rúmgóð og víð; þess
var líka full þörf, þvf í þetta skifti
mátti með sanni segja að staðurinn
væri bókstaflega talað, sængurstað-
ur tuga þúsunda. — —
Tjaldborg hafði relst verið á Völl-
unum, og í henni hafðist mefri hluti
gestanna við. Frá suðri tif norðurs
náði tjaldborg þessi yfir 2 mílur
vegar, enskar.
í tjaldborginni var sérstakur part-
ur ætlaður til viðskifta og athafna-
lífs þá þrjá daga sem hátíðin stóð.
Par voru veitingahús, banki, póst-
hús, símastöð og bifreiðastöð, auk
ýmissa fleiri smærri búða. Par var
einnig reistur pallur, þar sem söng-
flokkar sungu, íþróttamenn og fim-
leikaflokkar léku iistir sínar; og
sömuleiðis var þar dansað.
Eins og nærri má geta hafði all-
ur þessi umbúnaður kostað mikln