Dagur - 27.11.1930, Blaðsíða 1
D AOUR
Kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirö-
inga.
• •• •• •
XIII. ár
•í
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsimi 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
Akureyri, 27. Nóvember 1930.
63. tbl.
Úfnir í skapi.
íhaldsblöðin eru auðsjáanlega
heldur úfin í skapi um þessar
mundir. Ofsi þeirra beinist nú að-
allega að fjármálaráðherranum, en
dómsmálaraðherranum sýnast þau
hafa gleymt í sviþinn.
Ekki þarf mikla skarpskyggni til
þess að ráða í ástæðuna fyrir ofsa-
reiði þessara málgagna í garð fjár-
málaráðherrans. Pau hafa i lengstu
lög vonað að landstjórninni myndi
ekki takast að nota 12 milj. kr,
lánsheimildina, sízt með þeim kjör-
um, sem nú eru kunn orðin, þau
hafa vonað, að rógsiðja þeirra um
lánstraustsleysi landsins og sökkv-
andi skuldafen islenzka ríkisins
myndi bera þann árangur, að lán-
taka með viðunanlegum kjörum
reyndist ókleif. Að vísu mun hafa
slegið fölskva á þessar lítt drengí-
iegu vonir eftir útkomu Jóns Þor-
lákssonar og eftir að hann rétti
Morgunblaðinu hinn eftirminnilega
snoppung, sem áður hefir verið
getið hér i blaðinu, þar sem hann
lét Mbl. eta ofan í sig allan róginn
um lánstraust iandsins. En vonirnar
munu þó ekki hafa brostið til fulls
fyr en fregnin kom um, að lánið
væri tekið með þeim kjörum, sem
nú eru kunn orðin. En þar sem
lántaka þessi heyrir sérstaklega
undir fjármálaráðherra, láta hinir
vonsviknu menn reiði sína koma
niður á honum.
Blöð íhaldsflokksins eru við og
við að minnast á 12 milj. kr. lán-
tökuna; einstaklega lúpuleg og
óupplitsdjörf stama þau því fram,
að meiri ljómi hafi nú verið yfir
enska láninu hans Magnúsar síns
Ouðmundssonar 1921 heldur en
þessari síðustu lántöku. Raunveru-
legir vextir af enska láninu 1921
voru allt að 10%, en af þessu láni
líklega tæplega ö%, þegar allt er
reiknað. Ekki er það nú beinlínis
aðgengilegt fyrir íhaldsblöðin að
færa almenningi reikningslegar sann-
anir fyrir því, að talan 10 sé lægri
en talan 6; það er þó ennþá fjær
öllu viti en að segja að 5 sinnum
19 séu 85, eins og Jón Porl. hélt
fram hér um árið. Sannast þar, að
J, P. er meiri reikningsmaður en
sumir aðrir flokksbræður hans.
Við samanburð lánanna 1921 og
1930 gleyma menn því heldurekki,
að í fyrra skiftið voru tolltekjur
landsins settar að veði fyrir láninu
eins og hvert skuldabréf þess sannar,
en fyrir síðara láninu er engin
trygging sett í tekjustofnum ríkisins
né öðru. Hve mikill Ijómi stafar af
veðsetning tollteknanna er almenn-
ingi örðið sæmilega Ijóst.
Eitt er það, sem íhaldsblöðin
forðast að minnast á í samahburði
lánanna, og það er þetta:
Lán Magn. Guðm. var tekið til
30 ára. En ef það yrði greitt upp
fyr en lánstíminn væri útrunninn,
var íslenzka rikið skuldbundið til
að greiða eftirstöðvarnar af láninu
með 3% álagningu. Það á með
öðrum orðum að refsa fslendingum
fyrir það að borga skuld sína fyr
en hún fellur öll í gjalddaga.
Nýtekið lán er aftur á móti tekið
til 40 ára, það er afborgunarlaust
fyrstu 5 árin, en að 10 árum liðn-
um má endurgreiða það ailt með
nafnverði eða án þess að um nokkra
álagning sé að ræða.
Þegar alls þessa er gætt, hlýtur
hverjum manni að liggja í augum
uppi að mikinn ijóma leggur af 12
milj. kr. láninu, þegar það er borið
saman við hina illræmdu lántöku M.
O. 1921. Sá Ijómi sker ritstjóra
íhaldsblaðanna illa í augun. Þess
vegna eru þeir úfnir í skapi og ill-
yrtir i garð fjármálaráðherrans,
------o------
,Verkamaðurinn‘ og S. I. S.
í síðasta blaði var frá því skýrt
í fréttaklausu, að Samb. ísl. sam-
vinnufélaga hefði ákveðið að láta
gærurotunarverksmiðju sína hér í
bæ starfa í vetur, en hefði ekki séð
sér fært að greiðít meira en 200 kr.
mánaðarkaup, ef það ætti að sleppa
skaðlaust.
Sambandið hafði því um tvo vegi
að velja, annaðhvort að senda gær-
urnar óunnar út úr landinu, eða þá
að láta vinna þær hér innaniands.
Sambandinu mátti i rauninni alveg
á sama standa hvor leiðin væri
farin að því leyti, að engin hagnað-
arvon var að því fyrir það, að
gærurnar væru unnar hér, en þó
valdi það þá leið eingöngu með
það fyrir augum að réftara væri að
gefa fslenzkum verkamönnum kost
á að njóta arðsins af vinnunni,
heldur en að hann flyttist út úr
iandinu.
Nú er það komið í ljós, að ein-
hverjir af forkólfum Verkamannafé-
lags Akureyrar ná ekki upp i nef
sér af reiði yfir því, að S. í. S.
skyldi stofna til þessa atvinnufyrir-
tækis hér í bænum. Þeir gera þá
kröfu til Sambandsins, að það skaði
sig sjálf á þessari starfsemi með
því að borga hærra kaup en fyrir-
tækið þolir. Kemur þetta Ijóst fram
í >Verkamanninum« síðastl. laugar-
dag, þar sem Sambandinu eru valin
ýms hrakyrði, svo sem það, >að S.
í. S. sé nú orðið eitt af illræmdustu
atvinnurekendum landsins, sem
leggi sig niður við að níðast á
örfáum fátækum verkamönnum*
o. s. frv.
Svo að blað verkamanna telur
Samb. ísl. samvinnufél. iliræmdann
niðino fyrir það eitt að hafa stuðlað
að því að nokkur þúsund króna
vinnulaun héldust kyr í landinu og
rynnu til fátækra verkamanna á Ak-
ureyri. Annað hefir það ekki til
saka unnið, því þó Verkam. sé að
flagga með því, að S. í. S. hafi
>brotið« kauptaxta verkamanna, þá
er það ekki annað en þvættingur.
Eða hvenær hefir S. í. S. undirgeng-
ist það að borga kauptaxta verka-
manna? Vitanlega aldrei, og úr því
svo er, hefir það ekkert brotið.
Eins og frá var skýrt í síðasta
blaði Dags, hefir það komið i Ijós,
að nokkrir þeirra, er þykjast bera
hag fátækra verkamanna fyrir brjósti,
hafa reynt að æsa þá til að stöðva
vinnuna í umræddri verksmiðju með
ofbeldi. Þessu hefir þó ekki orðið
framgengt enn. En það er víst alveg
reiðilaust af hálfu Sambandsins þó
að þetta yrði framkvæmt. Það hefir
eins og áður er sagt enga hagnað-
arvon af því að vinnunni sé haldið
áfram, býst aðeins við að sleppa
skaðlaust með því kaupgjaldi, sem
núergreitt. Stöðvun vinnunnarhefði
þvf það eitt í för með sér að svifta
nokkra fátæka verkamenn atvinnu
yfir harðasta tíma ársins. Allir rétt-
sýnir menn hljóta að telja slikt of-
beldisverk mjög vafasaman velgern-
ing í garð fátækra verkamanna.
>Verkamaðurinn« skopastað því,
að >Dag dreymi« um það, að S.
í. S. >gleypi landið í framtíðinni*.
Þetta, að »gleypa landið« á auðvit-
að skiljast svo að Dagur vænti þess,
að allir landsmenn verði í kaupfé-
lögum, er tímar líða. Sýnilega er
það Vm. ömurleg tilhugsun ef
>draumur Dags« skyldi rætast.
------o-----
Eyðsluskuldir.
>íslendingur« heldur þvi fram, að
lánið, sem nú er tekið hjá Hambros
bank, komi að Iitlum notum, því
>lánið gengur að miklu leyti upp í
eyðslu núverandi stjórnar«, segir
blaðið. Með »eyðslu< á hið hátt-
virta íhaldsmálgagn auðvitað við
það, að fénu sé varið til einskis-
verðra hluta. Nú er það vitanlegt
til hvers Iánsfénu verður varið. Mikill
hluti þess gengur til Búnaðarbank-
ans, allmikið einnig til Landsbankans
og nokkuð til síldarverksmiðju ríkis-
ins á Siglufirði. Þessar þrjár stofn-
anir eiga að njóta lánsfjárins og
standa jafnframt straum af því.
Allar þessar stofnanir starfa i þágu
og til stuðnings atvinnuvegum lands-
ins. Hvað meinar þá íhaldsblaðið
með því, að féð gangi til >eyðslu
núverandi stjórnar?* Það hlýtur að
eiga að skiljast svo, að núverandi
stjórn styðji atvinnuvegi landsins
með fjárframlögum. Sú viðurkenning
er góð út af fyrir sig. En íeyðslu-
hjali »ísl.« felst meira en þetta. f
þvi felst einnig það, að fjárframlög
til stuðnings og eflingar atvinnu-
vegunum sé illa varið, sé eytt til
ónýtis, sé eytt í gagnslausa hluti.
Sé þetta ekki íhaldshugsunarháttur,
kristalstær ihaldslífsskoðun, þá er
ekkert íhald til í heiminum.
Ekki situr það vel á blöðum
íhaldsins að tala um eyðsluskuldir,
því þar hitta þeir sína eigin menn.
Nálega allar þær skuldir, sem ríkið
verður nú að standa straum af, eru
eftirstöðvar af fjármálaóreiðu frá
þeim tímum, er Magnús Ouðmunds-
son var fjármálaráðherra. Og 12
miljón kr. lántakan nú er afleiðing
af fjármálasukki braskara fhalds-
flokksins, er sökktu 20 — 30 miljón-
um af fé bankanna, svo að þeirra
sáust-engar menjar.
-------o-------
Kjöt og kolkrabbi.
Eitt skærasta gáfnaljós »Verka-
mannsins«, er nefnist J. E. K., ræðir
um kjöt- og kolkrabbasölu Kaup-
félags Eyfirðinga og fer svofeldum
orðum um kjötsöluna:
»Kjötið hefir það félag selt hér í
bæinn, á hverju hausti, fyrir mikið
hærra verð en fáanlegt hefir verið
fyrir það á erlendum markaði*.
Einu hefir J. E. K. gleymt í Sam-
bandi við þessa fullyrðingu sína,
sem þó skiftir allmiklu. Hann hefir
alveg gleymt að færa rök fyrir stað-
hæfingu sinni.
Þar sem J, E. K. þykist vera ná-
kunnugur kjötverði á erlendum
og innlendum markaði, skal hér
með skorað á hann að skýra tafar-
laust frá eftirgreindum atriðum:
1. Hvað hefir kjöt það, sem K. E.
A. hefir haft til sölumeðferðar,
/