Dagur - 27.11.1930, Qupperneq 2
226
DAGTJR
63. tbl.
mmmrnmmrmfmm
m* *S
«• At r I rr i H *■
kvenna og barna. - Skóhlifar barna, unglinga,
kvenna og karla. — Gúmmískór af öllum stærðum mjó og
breið tá. - GúmmíSlÍ0Vél allar stærðir, barna og kvenstíg-
vél í svörtum, brúnum og »beige« lit.
Karlmanna-vinnuslígvél brún og svört, með gúmmí botnum.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Vefnaðarvörudeildin.
Myndastofan
Qránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10 — 6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
selst á erlendum markaði á und-
anförnum árum?
2. Hvað hefir söluverð kjötsins
verið hér í bæinn?
3. Hvaða verð hafa kjötframleið-
endur fengið fyrir þessa vöru í
reikninga sína?
4. Hvað mikill kostnaður legst á
hvert kílógr. af kjötinu?
5. Hve mikils virði telur J. E. K.
þau hlunnindi innlendra kaup-
enda að mega velja það bezta
úr kjötinu?
Ef J. E. K. er svo kunnugur
þessu máli, sem hann lætur, og
ráða má af fullyrðingu hans, ætti
honum að verða hægðarleikur að
svara skýrt og rétt ofangreindum
spurningum og sanna þann veg
mál sitt.
En skyldi nú fara svo að gáfna-
ljós »Verkamannsins« gæti engu
svarað, eða þá tómum þvættingi,
þá brennimerkir það sjálft sig í hóp
framhleypinna flóna, sem engir geta
tekið mark á.
Pá gerir J. E. K. sig að »hirting-
arvendi syndugs manns* og ber
það á K. E. A,, að það hsfi »arð-
rænt« sjómenn fyrir tveimur árum
með því að kaupa af þeim kolkrabba,
sem ella hefði orðið þeim með öllu
verðlaus, og greiða fyrir hann það
verð, sem sjómennirnir voru mjög
ánægðir með. »Arðránið« er þá í
því fólgið að bjarga miklu verðmæti
frá því að verða ónýtt og stuðla á þann
veg að því, að þeir, sem framleiddu
þessa vöru, fengju mjög há dag
laun fyrir vinnu sína. Félagið réðist
í kaup þessi í mikilli óvissu, en
svo fóru þó leikar, að það hagnað-
ist á kaupunum. Sá hagnaður er
auðsýnilega sár »fleinn í holdi«
þessa nýja postula »Verkamanns-
ins«.
Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar beitti »Verkamaðurinn« kol-
krabba þessum á kosningaöngul
sinn og vænti sér góðs fengs af.
Kosningaúrslitin sýndu, hvernig sú
beita reyndist. Er það .því fremur
ónærgætnislegt af J. E. K. að vera
að ýfa upp gömul sár frá kosninga-
ósigri »Verkamannsins« í vetur.
J. E. K, gerir ráð fyrir því, að
verkamenn þessa bæjar þoli ekki
öllu lengur kúgun Kaupfélags Ey-
firðinga, »því svo lengi má kúga,
að út brjótist eldur um síðir«, segir
hann. Hvað hann á við með útbroti
eldsins, er ekki gott að segja. Er
hann að minna verkamenn á það,
að þeir geti lagt eld að húsum K.
E. A. og brennt eignir þess? Að
vísu skiftir ekki miklu hvað hann
meinar með orðskvaldri sínu, því
lítill spámaður mun hann talinn í
föðurlandi sinu — ríkr verkamanna.
-------o------
Á víðavangi.
Stórbændur.
í »Verkamanninum« var Samband
íslenzkra samvinnufélaga nýlega kali-
að »söluhringur stórbænda«. Eins
og kunnugt er, myndast S. f. S. af
sameinuðum kaupfélögum í landinu,
en þau eru aftur að meira leyti
mynduð af þúsundum bænda víða
um land. Kunnugt er að fjöldinn
af þeim voru fátækir smábændur,
þegar þeir gerðust kaupfélagsmenn.
En nú eru þeir, eftir frásögn »Verka-
mannsins« orðnir að sfóriiænduni. Er
þetta fagur vitnisburður um starf-
semi kaupfélaganna og á Kaupfélag
Eyfirðinga að sjálfsögðu bróður-
partinn af þessu lofi í »Verkamann-
ihum«.
»islendingur«
hælir landstjórninni fyrir það, hvað
hún hafi góðan skilning á hljóm-
leikjum. Er þetta mælt í sambandi
við tal blaðsins um Hvanneyrarfjósið
og kýrnar þar. »ísl.« má hér úr
flokki tala. Eitt sinn lét góðkunnur
söngmaður til sín heyra hér á Ak-
ureyri, og lýsti ritstjóri »fsl.« því
þá yfir í blaði sínu, að hann hefði
orðið langhrifnastur af meðferð
söngmannsins á lagi, sem ekki var
sungið. Ef einhver auður bás er til
í Hvanneyrarfjósinu, ætti ritstjóri
»ísl.« að fá að sitja fyrir honum,
því geta má nærri að svo »musi-
kalskur« maður myndi kunna að
meta hljómleika Hvanneyrarkúnna.
árás á Hæsfarétt.
íhaldsblöðin halda því fram, að
bæjarfógetamálið hafi eingöngu
byggst á pólitískri ofsókn af hendi
dómsmálaráðherrans. Nú dæmdi
Hæstiréttur Jóh. Jóh. til að greiða
allan málskostnað. Samkvæmt frá-
sögn blaðanna hetir því rétturinn
úrskurðað, að sá, sem fyrir ofsókn-
um verður, eigi sjálfur að greiða
kostnað þann, sem ofsóknunum
eru samfara.
-----»—....
(Niðurl,).
Pað er sízt að undra að sýnis-
bækur enskra bókmenta eru að bæt-
ast í bókaflokk þann, sem prentað-
ur er með framburðarmerkjum
Craigies. Prófessor Potter hefir lát-
ið bók þá, er hann nefnir English
Verse for Foreign Students og er aiveg
nýprentuð, sigla f kjölfar hinnar. í
kvæðasafn þetta er tekið mikið úr
hinurft gömlu sígildu höfundum, en
einnig margt eftir nútíðarskáldin.
Pað er sérstaklega tilgangur Potters
með bók þessari að leggja nemend-
um upp í hendurnar valin ljóð, sem
til þess séu fallin að læra þau ut-
anbókar. Pað er skoðun hans (og
þess ber að gæta að hann byggir
á langri og viðtækri eigin reynslu),
að sá sem lærir að fara upphátt
með skáldskap á erlendu máli með
tilhlýðilegri athygli á þýðingarblæ-
brigðum orðanna, muni varðveita
málið sem lifandi tungu, jafnvel þó
að langir tímar líði svo, að hann
fái ekkert tækifæri til að nota það,
þar sem á hinn bóginn sá, sem að-
eins les það og talar, muni eftir
skamman tíma vera farinn að segja
frá því, að eitt sinn hafi hann talað
málið liðugt, en nú sé alt gleymt
og grafið. »Meðan nemandinn getur
farið með utanbókar tuttugu af
Ijóðunum í þessari bók«, segirPotter,
»þarf hann ekki að óttast að hætta
sé á því, að enska hans ryðgi«.
Óvíða mundi meiri þörf á að geta
»geymt« málið á þennan hátt en í
afskekktu sveitunum á íslandi.
Eftir tilmælum bæði kennara og
nemenda víðsvegar um heim hefir
Potter einnig samið orðabók, sem
nýlega er komin út og sem sýnir
framburðinn með merkjum Craigies.
Hún er byggð á hinni svo-kölluðu
Pocket Oxford Dictionary eftir F. o. og
H. W. Fowler, en sú bók er, eins
og menn vita, unnin upp úr stóru
Oxford-orðabókinni. Yfir höfuð hef-
ir höfundurinn stuðst við allar hin-
ar frægu bækur af þeirri »orðabók-
arætt*. (The Concise Oxford Dicfionary, fl
Oictionary of Modern English og The King’s
English.) í þessari orðabók sinni, sem
hann kaiiar English Vocabulary for For-
eign Students, hefir hann lagt aðalá-
herzmna á það, að vera í senn Ijós
og nákvæmur, og hann hefir ekki
létið neitt ógert til þess að gera er-
lendum nemendum sem hægast fyrir,
enda mun bókin vafalaust reynast
þeim mjög gagnleg fyrstu námsárin.
Orðin eru aðallega valin eftir þörf-
um þeirra, sem nota þær bækur,
sem hér um ræðir. Skýr ngarnar eru
á ensku, en stundum einnig á þýzku
og frönsku, auk þess sem notaðar
eru til skýringar setningar og tals-
hættir þegar svo þykir henta. En
sjálfsagður hlutur er það, að þegar
nemandinn er kominn svo langt,
að hann geti fyrir alvöru farið að
lesa enskar bækur, á hann að hafa
Hérmeð tilkinnist vinum og
vandamönnum, að systursonur
minn, Karl M. Árdal, andaðist
26. þ. m.
Jarðarförin er ákveðin laugar-
daginn 6. des. og hefst með
húskveðju á heimili hins látna,
Aðalstræti 24.
Akureyri 27. nóv. 1930.
Steinþór P. Árdal.
aðrahvora Oxford orðabókina, Pocket
eða Concise, við hendina.
Textar þeir, er eg mun nota í
morguntímunum, verða þannig Eng-
lish Reading Made Easy og Kennslubók í
ensku, en í kvöldtímunum verður
Everyday English for Foreign Students lögð
til grundvallar. f báðum tilfellum
verður farið út fyrir svið kennslu-
bókanna, bæði með stuttum við-
ræðum og á þann hátt að lesnir
verða kaflar eftir enska og ameríska
höfunda. Verður sá lestur að nokkru
leyti upp úr English Verse for Foreign
Students og mun tilkynt fyrirfram,
þegar þörf þykir, hvað lesið verði.
Ánægja sú og gagn, sém áheyr-
endur kunna að hafa af útvarps-
tímunum í ensku i vetur, verður að
býsna miklu leyti undir því komið,
hvað þeir leggja sjálfir til þessarar
merkilegu fræðslutilraunar íslenzkra
stjórnarvalda. Eg er þess fulltrúa,
að hver sá, er leggur fram samvinnu
sína með því að nota af alúð þau
hjálpaitæki, sem eg hefi sagt frá
hér að ofan, muni ekki að árangurs-
lausu hlusta i enskutímunum.
Kjaerstine Mathiesen.
-------o------
S íms keyti.
(Frá FB.)
Rvík 23. nóv.
Verklýðsráðstefna hefir staðið hér
yfir i fjóra daga og lauk henni í
gær. Á ráðstefnunni kom fram til-
laga um að stofna verklýðssamband,
er væri óháð öllum pólitiskum
flokkum. Tillaga þessi var felld með
39 fulltrúaatkvæðum gegn 13 atkv.
- Önnur tillaga kom fram, sem
lýsti megnri óánægju yfir ritstjórn
og útgáfu Verklýðsblaðsins, er svo
nefnist. Sú tillaga var samþykkt
með 38 atkvæðum gegn 13 atkv.
Helsingfors: Prír menn hafa ver-
ið dæmdir í þriggja ára fangelsi
fyrir brottnám kommúnistaþing-
manna í júli í sumar. Auk þess hafa
ellefu aðrir verið dæmdir til mis-
munandi Iangrar fangelsisvistar.
Rvík 26. nóv.
Innflutt í október fyrir 4.044.490.
00 kr. þar aftilRvíkur 3.014.487 kr.
Félag botnvörpuskipaeigenda hef-
ir ákveðið að gangast fyrir stofnun
sambands meðal atvianurekenda um
land allt i þeim tilgangi að auka
samvinnuna og félagsþroska at-
vinnurekenda og tryggja vinnufrið-
inn.
Sambandsþing Alþýðuflokksins
hófst í gær.
Hamborg: Eimskipið Luisa Lean-
harelt strandaði við strönd Pýska-
lands. Skipshöfnin, sem var 30
manns, fórst öll.