Dagur - 27.11.1930, Qupperneq 5
63. tbl.
DAGUB
220
Telið í taumana.
Eftir þvi sertv stundir hafa liðið
óg Bolsar orðið þess varir, meir og
og meir, að ofbeldisstefna þeirra
ætti örðugt uppdráttar á íslandi,
hafa þeir lagt mikið kapp á, að ná
tökum á ungum og óþroskuðum
mönnum, til fylgis við stefnu sína.
Hafa þeir fært sig upp á markið,
smátt og smátt, í þeim efnum og
á síðasta ári varð það sérstaklega
öllum Ijóst, að þeir höfðu kosið
æskulýð þjóðarinnar, í ýmsum skól-
um iandsins, sér að herfangi, ef
unní yrði. Munu menn minnast, að
barnungur nemandi i Mentaskólan-
um hér, varð þeim svo að bráð,
á síðastliðnu vori, að menntagöngu-
þráður sá, er hann hafði kosið sér,
hlaut að slitna og um ýms önnur
sár er að binda, meðal æskulýðs
þjóðarinnar, sem Bolsar hafa valdið-
Enginn andstæðingur Jónasar
dóms- og kennslumálaráðherra Jóns-
sonar, hefir reynt að neita því, að
hann sé einhver víðsýnasti og frjáls-
lyndasti tslendingur, sem nú er uppi.
Enginn neitar, að hann ann per-
sónulegri þroskun hvers einstak-
lings, framþróun á öllum sviðum,
Og allir íslendingar hljóta að viður-
kenna — svæsnustu andstæðingar
kennslumálaráðherrans jafnt og ein-
drægnustu fylgismenn hans — að
engum er annara, engum er meir
hjartfólgið áhugamál en honum, að
hið opinbera búi svo í haginn fyrir
æskulýð íslands, sem bezt má verða,
veiti honum það uppeldi, sem frek-
ast má krefjast, að frjálsu og vakn-
andi þjóðfélagi sé samboðið.
Svo ramt kvað að ýmsum pólit-
iskurn æsingaróðri í skólum lands-
ins síðastliðinn vetur, að Jónas
Jónsson fann óumflýaniega nauð-
syn til þess, að gefa út íyrirmæli
(1. október síðastl.) um afskifti nem-
anda af stjórnmálum. Hann hefir
vafalaust litið á, eins og einhver
gáfaðasti og víðsýnasti stjórnmála-
maður í Skandinaviu gerði og komst
að orði, fyrir 3—4 árum, þegar sið-
ustu Bolsarnir f föðurlandi þess
manns voru að hverfa, að baráttan
við Bolsévismann væri stríð Við Stríö-
ið. Kennslumálaráðherra íslands hef-
ir auðvitað ekki dottið í hug nokk-
ur skoðanakúgun við nemendur,
eins og oddvitar Bolsa reyna að fá
menn til að trúa, að hann hafi
framið með reglugerðinni. Ekkert
nema umhyggjan fyrir nemendum,
hefir frekar en áður, fyr og síðar,
stýrt þar gerðum hans. Umhyggj-
an fyrir því, að þeir fengju að njóta
fræðslunnar í friði, unz hlutlaus,
þroskuð dómgreind þeirra og á-
byrgðartilfinning gagnvart ættjörðu
og þjóð, segði þeim til, hvar þeir
ættu að skipa sér í sveit, á vígvelli
þjóðmálanna.
* *
*
Fjöldi borgaraAkureyrarbæjarstóð
undrandi, er það spurðist, að ungl-
ingar úr flokki nemenda í Mennta-
skólanum, hefðu verið að hvetja
friðsama verkamenn í bænum til
þess að leggja niður vinnu hinn 1.
maí síðastliðinn. Menn spurðu: Hve
langt á ósóminn að ganga áður en
stjórnarvöld landsins finna ástæðu
til að taka i taumana? Hve lengi á
að þola ábyrgðarlausum æsinga-
seggjum að trufla námsfrið nem-
enda í skólum ríkisins og teyma þá
út á brautir öfga og ójafnaðar? —
Um sama leyti komu og út smá-
pistlar (í flugblaðinu »1. Maí«) eftir
unglinga í Menntaskólanum, sem
voru með þeim rithætti að yfirtók.
Reyndi Sigurður Ouðmundsson
skólameistari mjög að telja um fyrir
þeim nemendum er mest gerðust
ódælir á þessum svæðum og leiddi
þeim oft fyrir sjónir á hvaða glap-
stigu þeir væru að komast. En það
kom fyrir ekki og fór svo að lok-
um að einn þeirra nemenda er
Iengst gengu, Eggerf Porbjarnarson
að nafni, efnilegur námsmaður,nokk-
uð innan við tvítugs aldur, átti eigi
afturhvæmt i skólann, vegna þess
að hann vildi engum reglum hlýta,
sem krafist var i þessum efuum.
Varð þá Ijóst að alvara var á ferð-
um og að þungt yrði tekið á þeim^
sem héldu uppteknum hætti og
engum vinsamleguui bendingum
vildu taka. Leið svo og beið. Skóla
var slitið. Skólahátíðin tók hug
manna og dró allan að sér. Og
öfgaspor nemenda í Menntaskólan-
um gleymdust í annriki sumarsins.
Eftir að Menntaskólinn hafði starf-
að um hríð í haust, birtist í mál-
gagni Bolsa, >Réttur€, grein eftir
nemanda í Menntaskólanum, Ásgeir
Blöndal Magnússon að nafni. Hann
er að sögn skólameistara, efnilegur
piltur, hefir lagt sérstaka alúð við
þá námsgrein, sem skólameistara er
hugþekkust og mun meðal annars
af þeirri orsök hafa notið umhyggju
Sigurðar Ouðmundssonar i fylsta
lagi. Ásgeir var kominn í 6. bekk
og átti því að Ijúka stúdentsprófi i
vor. 1 þessari »Réttar«-grein, sem
heitir: »Hreyfing íslenzkrar öreiga-
æsku«, er m. a. ráðist mjög á trú-
arbrögðin (svo sem Bolsa er siður)
og skólana i hinu ríkjandi þjpðfélags-
skipulagi og kemst Ásgeir t. d. svo
að orði:
».. .Byltingin er fyrir hendi.
Öreigaæska, vinn þú djarft og
örugt. Fjelög ungra jafnaöar-
manna hefja baráttu sína gegn
up'peldi og fræðslu borgaranna.
Baráttuformin verða mismun-
andi. En óhjákvæmilega hljóta
þau að skapa andstöðu og uw
reist í fræðslu- og uppeldis-
stofnunum borgaranna.
Innan skólans og annara fé-
laga þár sem ungir öreigar eru
saman komnir, skipuleggur F.
. U. J. starfshópa öreiga, sem eru
þjálfaðir í anda stjettabarátt-
unnar. Þessir starfshópar verða
einskonar forlið öreiganna i
skólanum, og berst fyrir rjetti
þeirra gegn kenningum borgar-
anna á öllum sviðum uppfræðsl-
unnar, þessir starfshópar berj-
ast gegn myndugleika aðstöðu
kennarans og verja rjett hvers
einstaks öreiga gegn honum.. .«
í fyrirmælum þeim, er kennslu-
málaráðherra gaf út 1. október
síðastliðinn, um afskifti nemenda
í skólum -ríkisins, af pólitískum
málum, segir meðal annars á
þessa leið:
»Nemendur mega ekki hafa
300 fíRA WMOFÓNPLÖTIJR
söngur, fiðla, orkesfrar, dans o. fl. verða seldar, frá 1. desem-
ber þ. á. að telja, meðan endast, fyrir
aðeins krónur 3.00—3.25 stk.
áður kr. 4.00 og 4.50 stk. — Þetta er einstætt tækifæri til að
eignast góðar plötur fyrir lágt verð. — Altaf mest úrval af
allskonar plötum fyrirliggjandi.
HLJÓÐFÆRAHÚS AKUREYRAR
KR. HALLDÓRSSON. DÓRST. THORDACÍUS.
nokkur afskifti af stjómmálum
út á við, hvorki i ræðu né riti,
né taka þátt í deilum um hags-
munabaráttu félaga eð& stétta
í landinu, meðan þeir em nem-
endur í skólanunu.
Dagur hefir fullar og góðar
heimildir fyrir því, að Sigurði
Guðmundssyni skólameistara var
það ekki ljúft verk, að taka skjól-
stæðing sinn, Ásgeir Magnússon,
»til bæna« út af þessari grein
hans, en hjá því varð ekki komizt.
Leitaði skólameistari mjög að
þeirri úrlausn málsins, sem skól-
inn mætti við una, án þess að
þurfa að beita þyngstu hegningu
við Ásgeir, þeirri, að víkja honum
úr skólanum. En þar strandaði
allt á Ásgeiri sjálfum. Þykir rétt-
ast, að birta héf, eftir fundarbók
Menntaskólans, skýrslu, sem
skólameistari hefir látið blaðinu í
té, eftir beiðni þess. Gerðist sá
þáttur málsins. í viðurvist svo
margra votta, að ekki verður vé-
fengt að rétt sé farið með:
Sunnudaginn 16. nóv. 1930, kl. 11%
f. h., mættum við undirritaðir á skrif-
stofu skólameistara Menntaskólans á
Akureyri og vorum vottar að samtali
hans við nemandann Ásgeir Blöndal
Magnússon í VI. bekk.
Skólameistari skýrði frá því, að Ás-
geir hefði brotið í bága við fyrirskipun
stjórnarráðsins í bréfi dags. 1. okt. þ.
á., með grein þeirri, er hann nýlega hef-
ir birt í tímiritinu »Rjettur«. Gerði
hann Ásgeiri eftirfarandi tilboð:
1. Að hann lýsti yfir því, að greinin
hefði verið skrifuð, áður en honum hefði
verið kunn fyrirmæli kennslumálaráðu-
neytisins um afskifti nemenda af
stjórnmálum, og að hann myndi eigi
hafa skrifað hana ella. Væri þá réttur
lians til skóla og heimavistar að öllu ó-
skertur og formannsstörfum í F. U. J.
mætti hann gegna, eftir sem áður, svo
fremi það starfaði ekki að opinberri út-
breiðslu í ræðu eða riti.
2. Að hann segði sig úr skóla. Mætti
hann þá að sjálfsögðu taka. utanskóla
stúdentspróf í vor, og heimilt væri hon-
um borðliajd í heimavist eftir sem áður.
Sagðist skólameistari ella bera upp
tillögu á kennarafundi um ,að Ásgeiri
yrði vísað úr skóla. Mætti gera fáð fyr-
ir, að það yrði samþykkt, og eigi yrði
um það sagt, hvort honum yrði leyfð
próftaka í vor. Yrði slíkt algerlega und-
ir úrskurði stjórnarráðs komið. Bauð
skólameistari nemendanum svarfrest til
þriðjudagskvelds. Ásgeir kvaðst eigi.
þurfa frest. Sagðist hvorugan kostinn
taka. Skólameistari spurði, hvers vegna
hann gerði það. Ásgeir kvaðst sann-
færður um, að hann gerði rétt. Skóla-
meistari spurði hvi haxm vildi eigi segja
sig úr skóla. Kvaðst Ásgeir líta svo á,
að hann með því viðurkenndi réttmæti
fyrirskipunarinnar. Léti hann líka vísa
sér á brott vegna málsins. Endurtók
hann, að hann þyrfti engan frest í mál-
inu, en þakkaði skólameistara velvilja
þann, er hann hefði sýnt sér í því.
Sagði skólameistari, að tilboð sitt stæði
enn til þriðjudagskvelds, en Ásgeir
kr að það óþarft og var þar með sam-
talinu lokið.
Menntaskólanum á Ak. 16. nóv. 1930
Brynjólfur Sveinsson.
Brynleifur Tobiasson.
Páll Hállgrímsson
(umsjónarmaður skóla).
Gunncu)- Hallgrímsson
(fyrv. umsjónarmaður skóla).
Friðrik Einarsson
(umsjónarmaður á heimavistum).
Jón Magnússon
(umsjónarmaður 6. bekkjar),
Ármann Halldórsson
(form. Málfundafélags skólans).
Þessi fundargerð þarf ekki skýr-
inga við, en næst gerðist það í
málinu, að kennarafutidur í
Menntaskólanum tók það til með-
ferðar 18. þ. m. Voru allir kenn-
arar skólans mættir og samþykkti
fundurinn í einu hljóði að víkja
námssveininum Ásgeiri Blöndal
Magnússyni úr skóla, þegar í stað,
af þeim ástæðum, sem segir hér
að framan. Var þess ennfremur
getið, að skólameistari hefði á^síð-
astliðnu vori áminnt Ásgeir um,
að rita ekki oftar greinar með
sama brag og hann hefði ritað í
blaðið »1. maí«, en Ásgeir svaraðí
á þá leið, að hann gæti ekki tekið
slíka áminningu til greina.
Þegar skólameistari las upp fyr-
ir nemendum í haust fyrirmæli
kennslumálaráðuneytisins, sem
getið er hér á undan, lýsti hann
yfir, að hann óskaði eftir, að þeir,
sem ekki ætluðu sér að hlýðnast
því, ef einhver eða einhverjir
væru, færu þá þegar úr skóla.
Kvaðst hann skilja það svo, að all-
ir, sem kyrrir sætu í skóla, éftir
upplestur bréfsins, ætluðu sér að
hlýða þar í öllu, orðum og athöfn-
um.
Enginn fór. —
Allir s'em þekkja til þess, hve
Sigurði Guðmundssyni skólameist-
ara er frábærilega hughaldið um
hag og velgengni hvers einstaks
nemanda Menntaskólans, liljóta
að viðurkenna þann skörungshátt,
er hann hefir sýnt í stjórn sinni
og hina sterku réttlætistilfinningu
sem ráðið hefir gerðum hans. f
raun réttri er hann fyrstur
manna hér nyrðra, til þess að
hefjast handa gegn öfgum og