Dagur - 27.11.1930, Blaðsíða 6
230
DAGUR
63. tbl.
stjórnleysiskenningum bolsa. is-
lendingar munu kunna að meta
það, er stundir líða. Þeim er all-
flestum ljóst, að með lögum skal
land byggja, en ekki með ólögum
eyða. — Sannindi þeirra orða
verða ávallt ný og i fullu gildi.
örlög unglinganna, sem hafa
orðið bolsum að bráð, eru hvei’j-
um alvarlega hugsandi manni
harmsefni. Þeir hafa sennilega
báðir, Eggert í vor sem leið og
Ásgeir í haust, hegðað sér eins og
þeir gerðu, í þeirri trú, að þeir
væru að verða píslarvottar fyrir
gott og þarft málefni. Æskan er
oft auðtrúa, því þyngri er ábyrgð-
arhluti þeirra manna, sem leiða
hana á refilstigu.
{ Menntaskólanum ríkir nú full-
komin ró og reglusemi, svo kunn-
ugir fullyrða að í bezta lagi sé.
Nokkrir ætla að »andrúmsloftið«
í skólanum og samvinna og samúð
' meðal kennara og nemenda, og
nemenda innbyrðis, hafi aldrei
verið á hærra stigi en nú og ber
það glæsilegan vott um siðferði-
legan og sálarlegan þroska nem-
endanna eftir öll herhlaup bols-
anna í þeirra garð. — Dagur hef-
ir mikla ánægju af að geta flutt
fjarverandi foreldrum og vanda-
mönnum nemenda í Menntaskóla
Norðurlands þær fréttir, með
fullri vissu.
Yfirlýsing.
Ut af greinum í »Verkamannin-
um«, 96. og 97. tbl,, lýsi eg yfir
þvf, er hér fer á eftir:
1. Pað eru alger ósannindi, að
ég hafi nokkurn tíma farið fram á
það við hinn brottvikna nemanda,
Ásgeir Blöndal Magnússon, að hann
birti ósanna yfirlýsing um, hvenær
hann hefði ritað »Réttar«-grein sína.
Slikf er ég boðinn og búinn að
staðfesta með eiði, ef beðizt verður.
En eg þóttist hafa nokkra ástæðu*
til að ætla, að hann hefði, ef til vill,
samið ritgerð sína, áður en bannið
á stjórnmálaframkomu út á við var
nemöndum birt. Seinni hluta sep-
tembermánaðar bjó Ásgeir í skól-
anum. Mér hafði borizt til eyrna, að
hann hefði þann tima fengizt við
ritstörf. Eg tók það berum orðum
fram i eintali við Á. M., að eg
ætlaðist ekki til, að hann segði ósatt.
En hitt má til sanns vegar færa, að
ég hafi gert honum boðið um yfir-
lýsing þessa, eftir það hann kvaðst
ekki geta gefið hana. Ég átti tvisvar
tal við Ásgeir um greinina, fyrst
einslega, síðan í votta viðurvist.
Endurtók ég boð mín, svo að vott-
arnir heyrðu og gætu vitnað, hverja
kosti ég hefði gert honum. Datt
mér ekki í hug né ætlaðist til, að
Ásgeir breytti svörum sfnum né
ráði, þótt þeir væri við. Hitt eitt
var ætlun mín, að það færi nú aftur
fram í vitna návist, er við Ásgeir
höfðum áður einir um talað.
2. Enn eru það fullkomin ósann-
indi, að amazt hafi verið við því,
að skólanemar hefðu skoðanir á
landsmálum. F*eir mega — eftir því
sem ég hefi skilið og skýrt fyrir-
mæli dómsmálaráðherra — vera í
stjórnmálafélögum, jafnvel vera þar
í stjórn, ef þeir beita sér ekki út á
við. Öðru máli gegnir, að af menn-
ingar- og uppeldisástæðum hefi ég
brýnt fyrir nemöndum, ráðið þeim
fastlega, að hrapa hér ekki að álykt-
un né vali á stjórnmálatrú, með því
að skipulag mannfélags vors væri
eitt hið mesta vandamál og örðug-
asta viðfangsefni mannlegs anda.
Það væri ungum sveinum andlega
óholt, að játast undir stjórnmála-
stefnu eða stjórnmálatrú, er þeir
bæri lítt eður alls ekki skynbragð
á. Auk þess væri hætt við, að
stjórnmálaframkoma út á við vendi
unga menn á að ræða um rök, er
þá brysti þekking á og skilning.
Opinber stjórnmálabarátta þeirra
ungra lokaði hugskotsaugum þeirra,
varnaði því, að þeim yxi þar hlut-
lægt (»objectivt«) viðhorf, og þeir
rannsökuðu þetta mikilsvarðanda
efni eftir »sjónarmiði óháðra vits-
muna«, eins og Halldór Kiljan
Laxness í öðru sambandi einhver-
staðar að orði kemst.
3. ósannindi eru þau, að slakað hafi
verið á kröfum á »öðrum sviðum*
en um stjórnmálaframkomu. Ákvæði
um óreglu hefir verið hert, einmitt
í sama ráðherrabréfinu, sem bann-
aði nemöndum afskifti af stjórnmál-
um út á við. Eftirlit hefir og verið auk-
ið þar, sem samkennurum mínum
og nemöndum er gerla kunnugt.
4. ósannindi eru, að piltar hafi
í seinni tíð ekki orðið að hverfa úr
skóla sökum drykkjuskapar. Til
sönnunar slíku eru næg skilríki, ef
krafizt verður.
5. ósannindin eru þau, að »yfir-
heyrslur« vaxi, nema ef það er kall-
að >yfirheyrslur«, að eg á stundum
eintal við pilta um sjálfra þeirra hag
og líðan, reglusemi og ástundun,
eða eg spyr umsjónarmenn og aðra
nemendur, hvort bryddi á óreglu í
skólanum. Eg hefi opinberlega skýrt
nemöndum frá þessari stjórnarvenju
minni. Síðan eg kom hingað, hefir
— að því er mig minnir — aldrei
farið fram neitt, er að réttu máli
kallað verður »yfirheyrsla« eða »rétt-
arhöld«, nema 2 — 3 sinnum fyrir
nokkrum árum. Þá bólaði á óráð-
vendni í skólanum. Nemendur sjálf
ir skýrðu mér frá gripdeildum þess-
um og beiddust aðgerða minna.
Sökum félítilla skólasveina og eigi
sízt vegna hinna seku sjálfra freist-
aði eg að koma upp um þá. Taldi
eg þeim hollast, að sekt þeirra væri
nú þegar leidd í ljós eins hljóð-
lega og kostur væri á. AFskiftaleysi
væri hér næstum því dauðasök.
Búast mætti við, að ástriða þeirra
magnaðist, unz »réttvísin« Ijóstraði
upp lesti þeirra, og ógæfan væri
skollin á. Er mér engin launung á,
að eg skýrði það piltum, að þögn
og hylming gæti orðið sekum félög-
um þeirra og skólabræðrum hinn
örlögþrungnasti ógreiði, bakað þeim
hið mesta aúðnuleysi, er aldrei yrði
þeim bætt. Létu þeir sér það vel
skiljast. í skóla sem í þjóðfélagi
verður hvinnsku ekki upp komið
án rannsóknar og eftirgrennslunar.
Má hver lá mér þessa afstöðu mína
sem vill. Mig iðrar einskis og mun
haga mér þannig eftirleiðis, er svip-
að stendur á.
Ef til vill kalla einhverir það
»yfirheyrslur«, að eg ráðgast oft
um það við umsjónarmenn mína
og göða drengi í nemendasveit,
hvað nú sé hentast til bragðs að
taka í ýmsu, er ráða þarf fram úr
eða lagfæra. Hafa mér ráð þessara
ungu vina minna og samverka-
manna jafnan vel gefizt. Treysti ég
þvi, að svo muni þau enn reynast,
eftirleiðis sem hingað til.*
6. ósannindi eru þau, að eg hafi
í ræðu fiutt »afbakaðar« frásagnir
af samþykktum »kommúnista« á
Siglufirði. Eg las samþykktirnar öll-
um skólalýð, eins og þær eru prent-
aðar í »Rauða fánanum« 10. tbl. þ.
á. A þeim lestri sannaði eg nem-
öndum, að eg hefdi rétt mál flutt.
Furðulegt er, að greinarhöfundur
í »Verkamanninum« hefir ekki rétt
eftir mér svar mitt við fyrirspurn
Ásgeirs Magnússonar. Eg sagði:
»Annars er það eg, sem hefi orð-
ið hér«. Hitt sagði eg aldrei: »Hér
hefi eg einn orðið«. Allir áheyrend-
ur eru vitni. Er auðskilinn munur
á slíku, þótt ekki hafi öllum »kom-
munistum« vel gengið að skilja slikt.
Sjónarmið mitt í máli þessu er
uppeldilegt, siðferðilegt, menning-
arlegt, skólalegt. Heilbrigður andi,
nauðsynlegur agi og lestrarnæði
fara forgðrðum, ef skóli fyllist póli-
tískum æsingi og stjórnmálastríði
meðal nemenda.
Eg læt mér f léttu rúmi liggja
ályktanir og andmæli, níð og sví-
virðingar um mig. Satt er satt og
rétt er rétt, þó að þúsundir eða
tugir þúsunda andmæli þvi eður
æpi að því. Hér veltur ómælilega
minna á lýðhylli, lofstfr og »virð-
ingu« heldur en á hinu eina nauð-
synlega, að rétt sé stýrt og rétt sé
stefnt.
Menntaskólanum á Akureyri,
26. nóv. 1930.
Sigurður Guðmundsson.
-------o--------
»GjÉ eru yður gÉar«.
»S. í. S. er versti og haettu-
Iegasti kaupkúgari landsins,
næst ríkinu«, —-----
»K. E. A., sem ereinn lang-
stærsti anginu af S. í. S., ætti
að vera orðið þekt til fulln-
ustu fyrir viðskifti þess við
bæjarbúa<. —------
Pannig farast J. E. K. orð í Verka-
manninum 22. nóv. s. I.
Höf. er sýnilega í slæmu skapi,
sem gæti stafað af því, að hann
hafi verið einn í förinni frægu, sem
nokkrfr æsingamenn fóru upp að
gærurotunarverksmiðju nýlega, en
sem varð árangurslaus, að öðru
leyti en því, að baka pílagrímunum
álitshnekkir í augum sjálfra sfn. Peir
hafa fundið til þess að það var
engin sigurför, og nú brýzt gremja
þeirra út í þessu hrópi um S. í. S.
og K. E. A. Oreinarhöfundurinn
mjög góðan hefi
eg til sölu.
JÓN BflLDVINSSON.
tur,
á þriðja vetur, til sölu.
Tækifæriskaup.
JÓN BALDVINSSON.
Haustþing
Umdæmisstúkunnar nr: 5 hefst í
Skjaldborg á Akureyri föstudaginn
28. þ. rm, kl. 8 síðd. Umdæmis-
stúkustig verður þá veitt.
Laugardaginn 29., kl. 8 sfðd.,
verður Iþingið oþnað öllum templ-
urum. Frú Estrid F. Brekkan flytur
erindi. Er þess vænzt, að templarar
fjölmenni og að sem flestir, þeir
sem hafa rétt til þess, taki um-
dæmisstúkustigið.
getur þess, að S. í. S. hafi neitað
að semja við Verkamannafélagið o.
s. frv., er helzt að skilja að honum
finnist það ósvifni af S. f. S., að
það skuli ekki vilja viðurkenna
Verkamannafelagið, sem þann aðila,
er einn hafi óskoraðan rétt tif að
hlutast til um málefni þess. Líklega
verða þeir margir, sem ekki liggja
S. í. S. á hálsi, þó það ekki selji
þeim mönnum sjálfdæmi, sem fara
með þvíiíkum ójafnaði, og er mál
komið að ekki sé samsinnt öllum
hófleysum slíkra manna, eða gold-
in þögn við hrópi þeirra um ein-
staklinga og félög.
Um þá menn, er á Gærurotun-
inni vinna, og sem eru meðlimir
Verkamannafélagsins, lætur J. E. K.
þess tilgetið, að þeir múni »hafa
verið keyptir til þess að verða verk-
færi atvinnurekendanna til að þrýsta
niður kaupinu i bænum«/ Eru í
þessum ummælum faldar svívirði-
legustu aðdróttanir til S. í. S. og
verkamannanna. En jafnframt verð-
ur greinarhöf, þar svo ber að hatri
og íhugunarleysi, að furðu gegnir,
og mætti ske að hann ætti eftir að
reyna, hversu sigurvænleg slfk vopn
eru.
Sú bardagaaðferð, sem nú um
skeið hefur verið notuð af sam-
herjum J E. K. gagnvart S. f. S.
hér á Akureyri, er þannig vaxin,
að allir skynsamir menn hafa and-
styggð á henni, til hvaða flokks
sem þeir annars teljast. Aðeins ó-
bilgjarnir æsingamenn, sem allt vilja
leggja í rústir, leggja blessun sína
og velþóknun yfir hana;
____________________________Hamar.
Drengur á Oddeyri datt niður um ís
hér á Pollinum á sunnudaginn var og
munaði litlu að hann drukknaði. Með
miklu snarræði tókst ungum manni hér
í bæ, Jóni Kristjánssyni, að bjarga hon-
um, en mjög var drengurinn þrekaður,
er að landi kom, og er mælt að hann
hafi fengið lungnabólgu eftir svaðilför
þessa. Er aldrei um of brýnt fyrir böm-
um og unglingum að fara varlega, þeg-
ar um veikan ís er að ræða. Ætti þetta
atvik að verða til leiðbeiningar fram-
vegis.
* Fyrir 5—7 árum grennslaðist ég ofurlítið
eftir, hver valdið hefði spellum i kennslu-
stund og hlutaðeigandi kennari Uærði.
Slíkt var, ef til vill, óþarfi. í fyrra vetur var
leitað vitna pilta um óréttmætan áburð
á éinn kennara skólans, og nokkrir þeirra,
ðsamt nokkrum burtskráðum nemöndum,
gátu einir vitni um borið. Kem ég ekki
auga ð, að I sliku sé nokkuð ískyggilegt
né athugavert.
Sett Ijósmóöir hér í bænum er ungfrú
Jórunn Bjarnadóttir frá Geitabergi,
systir Bjama læknis. Hún er nýlega
sezt að hér í bænum.
Sigurbjörn hét maðurinn, sem getið
var um í síðasta blaði að horfið hefði
af Flateyri, en ekki Herbjörn eins og
þar atóð.