Dagur - 04.12.1930, Blaðsíða 3

Dagur - 04.12.1930, Blaðsíða 3
64. tbl. DAGUR 233 •♦ • • • Verdlækkun. Allt sem eftir er af: Kvenvetrarkápum, Karlm. vetrarfrökkum selst með ÍO TIL 40°lo AFSLÆTTI. íinnfremur seljum við ca.: 30 sett Karlm.föt með 25 TIL 50°l„ AFSLÆTTI. Notið tœkifœrið. Brauns Verzlun. PÁLL SIGrURGrBlRSSON. visinda, bókmenta og lista, að mót- mæla opinberlega slíkum aðförum, sem brjóta í bága við jafnvel ein- fö'dustu grundvallarregiur mannlegs samfélags*. Aftaka prófessors Karatygins hefir sérstaklega vakið undrun og gremju í Þýzkalnndi. Hann var meðai hinna fremstu af mentamönnum Rússlands, umbótamaður og hugsjónamaður. Hann var um tíma í Berlín fyrir nokkrum árum, og vann þá ósleiti- lega að því að eyða tortryggni og vantrausti lærðra manna þýzkra á núverandi stjórnendum Rússlands. Hann var ekki kommúnisti sjálfur, en gerði sér samt miklar vonir um umbætur undir hinu nýja skipulagi, vann að því að kynna það utanlands og vekja samúð með hinum stór- tæku endurbótatilraunum. Pessi glæsilega gáfaði og flekklausi maður vann yfir höfuð allt sem hann gat fyrir hið nýja Rússland. Enginn hefði trúað þvf, þeirra manna sem hlustuðu á hann tala um framtiðarvonir Rússlands i Ber- lín fyrir nokkrum árum, að einmitt hann yrði fáum árum síðar tekinn af lífi i Rússlandi, að boði yfirvalda og án rannsóknar. Er eigi að furða þó að slík fregn hafi vakið óhug mikinn í Rýzkalandi og komið af stað alvarlegum mótmælum. ------o------ Ritfregn. Stanley Melax; Einbúar. Fjórar sögur. Reykja- vík 1930. Sagan af Sigmundi Greipssyni lýsir sjómanni. Hann er ósiðblendinn, og lítt við alþýðuskap. Einsetumaður hefir hanu verið í 30 ár. Ekkert sótt til annara og heldur ekki látið neitt af hendi rakna við náunga sinn. Einn dag kemur hann á fund, þar sem verið er að ráðstafa þurfa- lingum og vekur undrun almennings með því að bjóðast til að taka til umsjár, 3 munaðarlaus börn, án endurgjalds. Pá dettur ofanyfir alla, og sumum flýgur f hug að kariinn sé orðinn geggjaður; auðvitað verður hrepps- nefndin happi feginn og þyggur boðið. Sigmundur eiur börnin upp, en á banabeði sínum segir hann prestinum frá atvikunum sem til þess lágu að hann tók börnin. Höf. hafói þarna allgott sögu- efni, en honum verður minna úr þvf en efni stóðu til. Sagan vekur hvorki samúð eða andúð lesandans, er bragðdauf og fer inn um annað eyrað en út um hitt: Rétllætisgyðjan er öllu heldur æfin- týri en saga. Hún er óþarflega orð- mörg, og með nokkrum»losarabrag*. En boðskapur sá er hún flytur, er þrátt fyrir búninginn, siðferðilegs eðlis og getur átt erindi til allra sem beina vilja huganum að alvöru- hliðum lifsins. Skáldið bregður upp mynd af íslenzku kauptúni, sem fyrir aldar- fjórðung átti barnakennara sem var hugsjónamaður. Hann fékk þvi til leiðar komið að bæjarbúar reistu Réttlætisgyðjunni líkneski, á fögrum grasflöt í bænum. Líkneskið átti að minna þá á að þeir vildu lifa fyrir einhverja hngsjón. En er tímar fiðu fór þeim að finnast nálægð líknesk- isins þvingandi, eins og hugsjón- in sem það rninnti á vildi undiroka þá, og þeir ekki væru frjálsir að þjóna hinu innsta eðli sínu. Pegar svo erlent miljónafélag sendir er- indreka sinn á fund bæjarstjórnar þess erindis, að fá ióð undir þorsk- hausaverksmiðju; þá fer réttlætisgyðj- an og þorskhausaverksmiðjan að vega salt f hugum bæjarmanna, og þegar oddviti bæjarstjórnar lýsir yfir úr- skurði fundar þess, er gerði út um hvort skifta skyldi á Réttlætisgyðj- unni og þorskhausaverksmiðjunni, og kveður þannig að orði: »Að þar sem þeir hafi ekki enn náð því marki, að teljast réttlátir menn, þá beri þeim að keypa að því með meiri einbeittni en áður«. Pá ærist lýðurinn og hrópar: »Við viljum það ekki! Burt með líkneskið. Verk- smiðjan skal koma í staðinn». Og hann rédst á Hkneskið með grjót- kasti, bareflum og öllu sem til náð- ist, molaði það mélinu smærra og traðkaði bölvandi á rústunum. Pegar þeir sáu sótsvartann reik verksmiðjunnar stólpa sig upp í loftið þar sem líkneskið áður hafði staöið, voru þeir ánægðir. Peir höfðu fengið það sem þeir þráðu og óskuðu. Peir höfðu verzlað með hugsjónina og fengið þorskhausa- verksmíðju í staðinn. Hún var við þeirra hæfi. Hugmynd höf. er góð og missir ekki marks, þrátt fyrir gallaðan bún- ing. Heimspekingurinn er bezta sagan í bókinni. Lýsingin á Hjálmari gamla er góð. Hann hefir alla sína æfi verið að glíma við ófrjófa og bölsýna heimspeki, í henni hefir hann stirðn- að og steingjörfst og aldrei komið auga á neitt í lífinu nema fallvalt- leikann og hörmungarnar. Virt á hans mælikvarða, er lífið fyrirtæki sem aldrei hefir svartð reksturs- kostnaði. »AIlt var hégómi og eftfr- sókn eftir vindi*. Með þá skoðun að undirstöðu, flýtur Hjájmar gamli, eftir æfilangt heimspekigrúsk, að feigðar ósi. En þá kemur fyrir atvik, honum að ó- vörum, sem hefir nokkur áhrif á hann. En þá er það helzti seint, því hann er þá á banasænginni. En hann verður þá að minsta kosti upptekinn af að hugsa um það og velta gátum lífsins fyrir sér á ný. Tveir Kirtlar heitir síðasta sagan, hún er aö flestu leyti fáskrúðug og miss- ir marks hjá lesandanum, og ætti höf. að varast að senda slíka frum- drætti að sögum, fyrir augu almenn- ings- , f. H. 8. Nýja lánið. Eins og áður hefir verið frá skýrt, eru vextir af láni því, sem ríkis- stjórnin hetir tekið hjá Hambros Bank, 5 V2°/o og útboðsgengi skuldabréfanna 96V20,o. Kostnaður við lántökuna er 4%, en þar af er helmingur, eða 2%, stimpilgjald til enska ríkisins, sem greiða verður af lán- um, er fara úr landi. Hin 2°/o eru ómaks- laun bankans við lántökuna, kostnaður við útboð, auglýsingar o. fl. Raunverulegir vextir af láninu eru því rúralega 6%, eða nákvæmlega reiknað 6.18%. Jarðskjálftar miklir urðu í Japan nýlega. Fórust þar 200 manns og 300 hús hrundu. Skógabræður. Dauðsföllin eru tíð. Svo ört ber- ast þær fréttir að, að fytir getur komið, að maður í bili átti sig ekki á, hverjir eru farnir og hverjir dveljast hér enn. Og einatt er »dimma fetið* fljótt og óvænt stigið. Mér kom á óvart, þegar eg frétti lát Hannesar frá Skógum, þessa karlmannlega, svipmikla, drengilega manns. Eg hafði ekkert heyrt um vanheilsu hans. Hannes var vei gefinn maður. Gáfaður og bókhneigður og karl- menni hið mesta. Hann horfðist ó- skelfdur f augu við hættur og opinn dauða. Pað mun hafa komið fyrir oftar en einu sinni á hans mörgu sjóferðum, að hann bjargaði heilli skipshöfn með snarræði og hug- dirfð. Pví miður brestur mig kunn- ugleik til þess að skýra frá þeim atburðum, en eg vildi óska, að ein- hverjir af félögum Hannesar og samherjum í stríðinu við Ægi, vildu skrífa um hann og hreystiverk hans. Hannes var ósíngjarn maður með afbrigðum. Mæ t er, að sá sé kom- inn langt áleiðis á braut þroskans, sem gleymir sjálfum sér vegna ann- ara. Tafarlaust myndi Hannes lagt hafa líf sitt i sölurnar til bjargar náunga sínum. Og við mörg atvik mun þess hafa gætt, að hann tók ekki mikið tillit til sjálfs sín. Eg lít svo á, að Hannes hafi, fyrir margra hulta sakir, verið merkilegur maður. Pað varð stutt á milli þeirra bræðranna Hannesar og Halldórs. Mér var kunnugt um, að heilsa Hall- dórs hafði verið veil undanfarið, en ekki kom mér til hugar í sumar, þegar hann var að heyja í námunda við okkur hjónin, að henn yrði kall- aður burt löngu áður en snert yrði á heyfengnum. Halldór var hinn mætasti maður. Voru þeir bræður Hannes og hann mikið líkir, bæði að skapgerð og útliti. Halldór var vel greindur og svo grandvar í allri breytni, að til fyrirmyndar var. Árin líða. Hrukkúr koma og grá hár. Jafnaldrar og góðvinir æsku- áranna hverfa sýnum. Innan stund- ar kemur röðin að mér og þér, Pað skiftir því litlu, hvort pyngjan er þung eða létt, húsgögnin íburðar- Jólatré, grenitré og tilbúin lítil tré. jölatrésskraut, mikið úrval. Verðið það lægsta í bænum. Kaupið meðan úrvalið er mest. Gler- og járnvörudeildin. Áietruð bollapör margskonar áletranir, nýkomin. Xaupfélag Eyfirðinga. Gler- og járnvörudeildin. SKÍÐI af ýmsum stærðum, fyrir börn og fullorðna. Sleðarnir sem hvert barn vill eignast, Nýkomið. Kaupfélag Eyfirðinga. Gler- og járnvörudeildin. mikil eða fátækleg, fötin eftir nýj- ustu tízku eða fórn og snjáð. Ann- að er það, sem máli skiftir. Pað er að leitast við að gera líf sitt að fögru listaverki, þar sem vel er vandað til alls — hugsana, orða, athafna. Pað eru meðmæli, sem tekin eru til greina, þegar flutt er í nýju vistina, Guðrún Jóhannsdóltir. frá Ásláksstööuro, Látin er fyrir nokkru Lilja Stefánsdóttir húsfreyja að Melgerði í Eyjafirði, eigin- kona Sigurðar Stefánssonar bónda þar, Hún dó úr berklaveiki. Ulvarpsstöðin. Gert var ráð fyrir að stöðin yrði opnuð um síðustu mánaðamót; en vegna ófyrirsjáanlegra atvika við próf- un hennar, var ákveðið að fresta opnun hennar að minnsta kosti um viku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.