Dagur - 11.12.1930, Page 2

Dagur - 11.12.1930, Page 2
136 DAGUS 65. tbl. • • •-•••• » > • • • • • • • • •-•••- Mififfifffffiiififfiflll "* GLERVARA *“ NÝKOMIN. Vatnsglös margar teg. venjul. og á fæti. Skálar ýmsar stærðir og gerðir. Smádiskar fl. tegundir. Tertuföt. Smájöt (asiettur). Citronpressur. Vatnsflöskur. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. liiiliiiiliiiiiilliiiiiSl að þínum dómi, að hann hvetur nemendur sína til lyga og falsvott- orða. >Oefðu vottorð — satt eða logið — það gerir ekkert.* Bara vottorð, vottorð. En Asgeir vildi ekki Ijúga, og fyrir vikið var hann dæmdur óhæfur til skólavístar*, eru orðrétt ummæli þín< Eg eyði ekki rökum á staðlaus gifuryrði þín. Púsundir manna um endilangt Island þekkja Sigurð Ouðmundsson. Hann á nemendur í nærfellt hverri íslenzkri sveit og víðar. Hann er torrægðari en þig grunar. En fleipur þitt veldur því, að eg legg fyrir þig spurningu nokkra. Fyrir 10 árum lét hér af starfi í nágrenninu einn hinn snjallasti kennimaður i ísienzkri prestastétt. Hann skildi við góða kirkjusókn og glæsilegt safnaðarlíf. Við tók ungur prestur, ötull og framgjarn. Hann hóf að gegna köllun sinni og prédika gleðiboðskapinn öllum lýð. Jafnframt reit hann siðfágandi sögur og fékkst við rannsóknir fornra helgirita. Starfið var mikið, dugnaðurinn frábær. Ekkert skorti,— nema andann. En sá skortur reynd- ist undarlega óþægilegur, er frá liðu stundir; Söfnuðirnir fengu þá firru, að þykjast ekkert erindi eiga til kirkju. Pá fækkar á bekkjunum með hverju ári. í sumar kvaddi hann einu sinni til messu í glæsilegustu sveitakirkju landsins í mjög þéttbyili sókn. Einn maður kom. — Presturinn. Líkt mun ástandið í hinum sóknunum. Presturinn situr á góðri bújörð, hirðir launin og sendir mjólkina i samlagið. En söfnuðurinn mun nokkurn- vegin sammála um, að andleg áhrifa- slóð hans liggi niður hjarnið, sem svo margir pokaprestar hafa skriplað á undanfarnar aldir. Pessi saga er að gerast i nágrenni þínu og mun þér þaulkunn. Hvern- ig stendur á því, að þú, hinn mikli vandlætari, skulir hlifa þessum lélega verkamanni í vingarði Drottins? Hversvegna lætur þú ekki blóðuga byltingasvipu réttlætisins dynja á honum i dálkum Verkamannsins? Ertu ekki jafn réttvís og þú ert harðdæminn? Eða telur þú, að út- valdir þjónar guðs á jörðunni eigi að hafa einkaleyfi til dáðlausrar embættisrækslu? Eg ræð þér mannúðarráð. Oefðu hnignunarferli þessa vesalings veika bróður meiri gaum en áður. Reyndu ekki að siðbæta hann með lélega skrifuðum langlokum i Verkamanninum, en helgaðu honum öðru hvoru eina af þínum mörgu vökunóttum. Biddu fyrir honum í prestslegum bænum þínum, og reyndu að temja honum drengskap og sannleiksást. Mætti þá svo enn fara, að hann reyndist sæmilega nýtur starfsmaður. Pað hafa margir orðið, þótt eigi væru miklu andlegu atgjörvi gæddir. IV. Pú segir að á blómatimum skól- ans hafi honum verið stjórnað af »miklum mönnum, víðsynum og frjálslyndum, er skildu æskumenn- ina«. Petta er dagsanna. Pvi aðeins er skóli góður, að honum sé stjórn- að af slikum mönnum. Pá segir þú, að ekki séu allir menn miklir. Sumir séu meira að segja litlir og gangi illa að stjórna. Qrípi þeir þá til ýmissa ráða, er ósamboðin séu góðum skólamönnum. Aftur hefir þú lög að mæla. Sumir menn eru mjög litlir og ekki vaxnir starfi sínu. Er ekki undarlegt, þótt þú hafir ærið oft komið auga á þau sann- indi, sr. Ounnar. Um hitt munu nokkuð skiftar skoðanir jafnan, hverjir séu miklir og hverjir litlir. Pú hefir nú á skömmum tíma kveðið upp dóm þinn í Verkamann- inum um tvo skólastjóra hér á Akureyri. Annan hefir þú talið starfinu vel vaxinn og því mikilmenni, sam- kvæmt áðurgreindri skilgreiningu þinni á góðum skólastjóra. Hinum hefir þú niðrað svo sem þú frekast varst maður til, talið hann óhæfan til starfsins, sökum ellilúa og lítil- mennsku. Mikilmennið er Steinþór Ouðmundsson, litilmennið Sigurður Ouðmundsson. Eg deili ekki enn við dómarann, en illa þykir mér þú neyta dómvísi þinnar í eigin þágu. Vi| eg enn gefa þér ráð, er þér mætti að gagni koma, ef þig skortir eigi mann- dóm til. Steinþóri Guðmundssyni gekk illa skólastjórnin. Pá neytti hann »persónuvaldsins«, er þú telur Sig- Oúðmundsson skorta, og braut nemendur sína til hlýðni með bar- smíð og eýrnatogun. Mikilmennin eiga að vera öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni. Um það munum við á einu máli, sr. Gunnar, þótt annað beri á milli. Pér gengur illa prestsstarfið. Kirkjurnar standa auðar. Hví tekur þú eigi mikilmennið Steinþór Ouðmundsson þér til fyr- irmyndar, og leiðir sóknarbörn þín á eyrunum í kirkjurnar? Hvi agar þú þau ekki með hártogunum og hýðingum, er þau skella skolleyrum við kenningum þínum? Eg skil þig ekki, sr. Qunnar. Trúir þú, guðsmaður, en sýnir ekki trú þfna í verkinu? Leynist kannske í vitund þinni einhver efa- hnoðri um mikilmennsku Steinþórs Ouðmundssonar? Eða telurþúekki heppilegt að stjótna eyfirzkum bændum á sama hátt og skoðana- bróðir þinn sícólanum hér neðra? Ertu kannske hræddur um, að þeir geri óþægilega uppreisn, og »per- sónuvaldc þitt þrjóti? Pú ert órökvís, sr. Ounnar. Óvilj- andi ertu vini þínum, Steinþóri Ouðmundssyni, kölkuð gröf, fögur að utan, en að innan full af dauðra manna beinum. Pú dáir hann í orði, en brestur þrótt til að ryðja hug- sjónum hans um stjórnarfar braut í verki. Eigi er ólíklegt, að ein af bænum aumingja Steinþórs þessa dagana sé: »Ouð forði mér fyrir vinum mínum«. V. Tilneyddur sendi eg þér þessar línur, sr. Ounnar. Eg hefi ekki troðið við þig illsakar og myndi ekki gera það að raunalausu. En nú hefir þú gengið í flokk þeirra andlegu ómenna, er um nokkra hrið hafa svívirt og rógborið stofn- un þá, er eg starfa við, hefi unnið í og ann meir en öðrum. Eg hefi talið rétt að svara þér fremur en öðrum< Pú skrifar undir nafni, er flesta hina brestur karlmennsku til. Pú ert kunnur um Norðurland, a. m. k., af skáldsögum þínum, léleg- um að vísu, en nokkuð lesnum. Pér ætti öðrum fremur, sökum starfs þfns, að vera ófallin þáttaka í rógi óhlutvandra lýðskrumara, eða flytja mikilsverða málavöxtu rangt. Pú hefir átt óheppilegan hlut í illu máli. Máttu þvi sjálfum þér um kenna, ef þér sviður undan ráðningunni. Verð eg þó enn að herða hana nokkuð. Pú segir, að kunnugir menn telji Jarðarför Ingibjargar Þorláks- dóttur, sem andaðist á sjúkra- húsi Akureyrar þriðjud. 2. des. s. 1. fer fram frá sjúkrahúsinu laugard. 13. des. kl. 12 »7a. Aðstandendur. Sieotafélagið a Akureyri hélt sérstakan aukafund um skóla- málið svokallaða, föstudaginn 4< nóv. s. I. Á fundinum var samþykkt í einu hljóöi eftirfarandi tillaga: »Stúdentafélagið á Akureyri lætur í Ijós samúð sína með framkomu Sigurðar skólameistara Guðmunds- sonar gagnvart piltinum Ásgeiri Blöndal Magnússyni, er hann, í samráði við kennara skólans og með samþykki þeirra allra, vék hon- um burt úr skólanum, fyrir brot á reglum skólans, og telur þær á- rásir, er skólameistari hefir orðið fyrir út af þessu máli, algerlega óréttmætarc. Mikili meiri hluti félagsmanna, þeirra er staddir eru í bæuum, voru á fundi. ekki >alveg vonlaust , að uppreisn verði í Mentaskólanum á Akureyri. Eg verð að hrella þig með þvf, að þetta er »alveg vonlaust*. Nem- endur skólans eru mun þroskaðri en þið ætlið. Peir verða ykkur aldrei að æsingafiflum. Péreróhættað halda starfi þínu áfram enn um stund, sr< Gunnar. Pú munt áreiðanlega oft koma einn til kirkju, og félagi þinn, Jón Guðmann, mun áreiðan- lega hirða ágóðann af mörgum »sleikipinnanum« i næði, áður en þið verðið kvaddir tii forystu i upp- reisninni i Mentaskólanum. VI. Að endingu vil eg ráða þér vin- arráð. Pú talar digurbarklega um opna glugga og svarrandi súg, er leikið hafi um Menntaskólann fyrir nokkrum árum. Pú seilist langt yfir skammt. Athugaðu gaumgæfilega, hve ott þurfti að opna gluggana i Grundarkirkju fyrir 10 árum, og hversu súgurinn svarrar um þánú. Rannsakaðu til hlýtar, áður en þú skrifar næstu grein i Verkamann- inn, hvort þú ert aflögufær að ráðum og kröftum frá vel ræktu skyldu- starfi þinu. Minnztu, næst, er þú bendir boga og leggur ör á streng, orða stafn- búans fræga: »Skjót annan veg, konungur, þannig sem meiri er þörfint. Brynj. Sveinsson. Sparið ekkigottljós það hlífir augunum IsTLf-ÓXV fxccfv b&tuSv. * Letvirbreyting min. Br. Sv,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.