Dagur - 22.01.1931, Blaðsíða 2

Dagur - 22.01.1931, Blaðsíða 2
10 ÐA.GUB 3. fbl. Innilegt þakklæti fyrir. auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, Ásgríms Péturssonar. Kona hins látna. fjj Járnvörur 3 K NÝKOMNAR. g® Mikið úrval af öllum tegundum járnvöru. Jjg Sn T résmíðaverkfæri tm af öllum tegundum, tii húsa-, skipa- og verkstæðissmíða. Sn Kaupfélag Eyfirðinga. »S MN* Járn- og glervörudeildin. mmmmmmmmm venjulega verð á fiski í Reykjavík. —Að sumrinu er ekki talin mikil þðrf fyrir þriðja skipið til landhelg- isgæzlu. Er þá ætlunin að láta Þór ganga til síldveiða hér fyrir norðan, sildin síðan lðgð inn í verksmiðjuna á Siglufirði og unnið úr henni fóð- urmjöl fyrir bændur. Verð þess fóðurmjöls ætti að geta orðið selt með vægu verði, enda er það til- gangurinn. Gætu bændur landsins á þenna hátt hagnast beinlinis af starfi Pórs. jafnframt því sem hann innti af hendi björgunarstarf á ver- tíðinni. Sýnir þessi framkvæmdaráð- stöfun landsstjórnarinnar meiri hug- kvæmni í garð bænda, en þeir áttu að venjast hjá fhaldsstjórninni sál- ugu. Búast má við að þessi ráð stöfum til sem fyllstra nota af starfi björgunarskipsins fyrir sem flesta hlaupi illa í taugarnar á sumum í- haldsmönnum. Skipherra á Pór verður Eiríkur Kristófersson, sem áður var I. stýri- maður og síðar skipstjóri á gamla Pór. Hefir hann starfað við land- helgisgæzlu síðan 1924 og er sagð- ur prýðilega dugandi maður. ------o------- Sims keyti. (Frá FB) Rvík, 18. jan. Fulltrúafundur kolamanna i Car- diff hefir fallizt á samkomulagstil- iögu í iaunadeilunni í Suður-W ales með 169 atkv. gégn 72. Vinna hefst á mánudag. Vinnustöðvun heldur áfram f brezka bómuliariðnaðinum. 200 þús. manns hættu vinnu á laugardaginn. Hásetinn, sem stal úr póstpok- anum á »Dronning Alexandrine*, er dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Skips- drengurinn, sem var við þjófnað- inn riðinn, sleppur sennilega við hegningu, gegn því, að hann verði hafður undir eftirliti. Rvfk 20. jan. Oslo: Samkvæmt nýbirtum skýrsl- um er íbúatala Noregs 3,809,078. Genf: Stofnun viðskiftabandalags samkvæmt hugmynd Briands er nú rædd í Bandalaginu. Samþykkt hef- ir verið að setja málið í nefnd til athugunar. Tillaga er fram komin um að bjóða Tyrklandi, Rússlandi og fslandi þátttöku í viðskiftabanda- laginu. Tillagan er rædd f þinginu \ dag. Skipsbátinn af togaranum Apríl rak fyrir Hrúteyju inn á Breiðdals- vík; fanst hann á réttum kili, báðir borðstokkar brotnir og sprungin borð úr botninum á bátnum. í bátnum voru vörpusiitur og kaðal- spottar. Nánari upplýsingar vænt- anlegar. ----o---- Fréttir. Fjármálaráðherrann er að undirbúa löggjöf um breytingu á bókhaldi ríkis- ins og stofnana þess. Samkvæmt því á að taka upp tvöfalda bókfærslu og færa hana í sama horf og er í öðrum ná- grannalöndum. Frumvarp þessu við- víkjandi verður lagt fyrir næsta þing. Sigurðw Skagfield söngvari er ný- lega kominn til Canada og ætlar að syngja. þar í byggðum íslendinga. Kaupdeila hefir verið á Fáskrúðsfirði að undanförnu. Lagarfoss fór þaðan ó- afgreiddur fyrir nokkrum dögum. Eldur kom upp i húsinu Hafnarstræti 66 hér í bænum á fimmtudaginn var. Kviknaði út frá miðstöðvarofni j kjall- aranum. Slökkviliðinu tókst bráðlega að slökkva eldinn, en þó varð suðurendi hússins fyrir miklum skemmdum. Þar býr Pétur H. Lárusson kaupmaður. Húsgögn skemmdust og allmikið við flutning. Aðrar íbúðir í húsinu sakaði ekki. 25 ára afmæli Ungmennafélags Ak- ureyrar var hátíðlegt haldið á laugai-- dagskvöldið var. Þar var mikið fjöl- menni saman komið. Ræður héldu Jakob Frímannsson, Lárus Rist, Steindór Steindórsson, sr. Friðrik Rafnar, Gunnl. Tr. Jónsson, Kristján Sigurðs- son kennari og Erlingur Friðjónsson. Stefán Kristjánsson frá Glæsibæ flutti kvæði, er hann hafði orkt. Félaginu bárust mörg heillaóskaskeyti þenna dag. Þakkarskeyti sendi félagið tveimur fjarverandi stofnendum sínum, Jóhann- esi Jósefssyni og Þórhalli Bjarnarsyni og auk þess Jónasi Jónssyni dómsmála- ráðherra. Allt fór hið bezta fram á af- mælisfagnaði þessum. U. M. F. A. er enn í blóma og telur 160 meðlimi. Við þetta tækifæri minntist Jónas Jónsson dómsmálaráðherra ungmenna- félaga Islands með ræðu, sem var varp- að út þetta kvöld. Um U. M. F. A. gat hann þess, að alda sú, sem það hefði vakið, hefði ekki brotriað á »Súlum«, heldur breiðst út um allt iand. Sams- konar félög hefðu risið upp víðsvegar um landið, sem síðan hefðu svo myndað með sér Landssamband. Það hefði orð- ið sjstarfandi máttur í félagslífinu í landinu, einn áhrifamesti skóli í þjóð- rækni og brautryðjandi í íþróttalífi landsmanna, sem hefði eflt og stælt þúsundir einstaklinga. Hann kvað Ak- ureyri vera merkilegan bæ. Þar hefði Góð-templarreglan fæðst og ungmenna- félagshreyfingin átt upptök sín. Þar hefði Ræktunarfélag Norðurlands verið stofnað, sem hefði breitt út nútíma- ræktun lands og þar hefði samvinnu- hreyfingin fengið byr undir báða vængi. Loks árnaði ráðherrann ung- mennafélögunum þeirra heilla, að þau mættu í framtíðinni verða aflgjafi frjálsrar menningarþjóðar á Islandi. Jón Steffensen, sonur Valdemars Steffensens læknis, er settur læknir á HVammstanga f stað Jónasa-r Sveins- sonar, er dvelur erlendis um þessar mundir. Jón er talinn mjög efnilegt læknisefni. Samningar milli sjómanna og eigenda línuveiðara fyrir sunnan eiga örðugt uppdráttar. Eigendur hafa gert sjó- mönnum þrjú tilboð, en ekki hefir enn samandregið með aðilum þessum. Leikfélag Reykjavíkur hefir sýnt leik, er nefnist »Þrír skálkar« og er nú að sýna leikinn »Dómar«. Eru blaðadómar misjafnir um meðferð leikenda í þeim síðarnefnda. Leiktjöld Freymóðs hljóta mikið lof. Erindi um sálræn efni flutti Einar H. Kvaran skáld á sunnudaginn og var því útvarpað. Nýlega flutti frú Að- albjörg Sigurðardóttir einnig útvarps- erindi um hæli fyrir vandræðabörn eða börn frá vandræðaheimilum. Hefir hún kynnt sér slík hæli í Danmörku. Niður- staðan af starfsemi þeirra virðist vera þessi: Það mega vera léleg heimili til þess að árangurinn af að hafa börnin þar verði ekki betri en á barnahælunum og það jafnvel þó ágætir menn standi fyrir þeim. Kvennadeilur. Á Siglufirði komu ný- lega upp deilur í verkakvennafélagi þar, sem nefnist »Ósk«. Lauk svo, að 38 sögðu sig úr félaginu og stofnuðu annað nýtt, er nefnist verkakvennafé- lag Siglufjarðar. Þær, sem eftir sitja f gamla félaginu, munu hneigjast að stefnu kommúnista. • Prófessorsnafnhót hefir konungur sæmt þá Guðmund G. Bárðarson nátt- úrufræðing og sr. Bjarna Þorsteinsson á Siglufirði. Um hinn síðarnefnda ritar kunnugur maður nýlega: »Allir fullvita Islendingar þekkja verk hans. Sönglög hans eru sungin og spiluð um land allt, í hátíðasölum og lágum hreysum og sálmalög hans hljóma frá flestum kirkjum landsins við hverja messugjörð og helgiathöfn. — Hann er frumkvöðull þess og brautryðjandi, að nú er að vaxa upp skilnirigur á dýrmæti þjóðlaganna og- braganna íslenzku, og er þjóðlaga- safn hans hið fyrsta vei-ulega verk í þá átt og allt stórmerkilegt, enda heimild- arrit um þær greinir«. U. M. F. A. heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 27. þ. m. kl. 8% e. h. í Skjaldborg. Fjármálahneyksli hefir komið upp í borginni Prag. Hlutafélag með ríkisá- byrgð lenti þar í fjárþröng, og er talið að ríkið verði að greiða fyrir einkafyr- irtæki þetta háar upphæðir í mörg ár. Mál þetta er að vísu lítt rannsakað enn, en talið mjög saurugt. Einn ráð- herranna er við málið riðinn. Mac Donald forsætisráðherra Breta ber fram ný kosningalög fyrir enska þingið. Kosningafyrirkomulagið er orð- ið mjög úrelt í Bretlandi. Eru þar hvarvetna einmenningskjördæmi og ræð- ur einfaldur meirihluti úrslitum. Frjálslyndi flokkurinn tekur hinum nýju kosningalögum dauflega og vill fá hreinar hlutfallskosningar. Aukakosning fór nýlega fram í Bris- tol-kjördæmi á Englandi. Jafnaðarmenn unnu stórsigur og fengu yfir 19 þús. atkv., en íhaldsmenn og Frjálslyndir til samans fæp 12 þús. Látin er hér í bæ húsfrú Stefanía Stefánsdóttir, kona Hinriks Pétursson- ar smiðs, öldruð sæmdarkona. Blaðið Skutull á ísafirði hefir að undanförnu hneigst mjög til fylgis við kommúnista. Um áramótin varð breyt- ing á þessu og náðu þá hægfara jafn- aðarmenn tangarhaldi á blaðinu. Á- byrgðarmaður þess er Finnur Jónsson póstmeistari. Landssmiðjan nefnist ríkisstofnun ein í Reykjavík. Hlutverk hennar er að annast viðgerðir á skipum ríkisins, smíða vita, brýr o. fl. Þriggja manna stjórn er yfir Landssmiðjunni, og er Pálmi Loftsson útgerðarstjóri formaður stjórnarinnar. Stöðuga atvinnu veitir Landssmiðjan 40 til 50 manns. Fram- kvæmdarstjóri smiðjunnar heitir Ás- geir Sigurðsson. Tungwnálakennsla Útvarpsins verður frá byrjun næstu viku frá kl. 8 til kl. 8 og 20 mín. á kvöldin. Áður hefir hún verið fyrir kl. 8. Er þessi breyting ger eftir ósk og til hagræðis verzlunarfólki, sem ekki losnar frá vinnu fyr en kl. 7 á kvöldin. Hákon Noregskonungur flutti eftir venju ræðu við setningu Stórþingsins. Skýrði hann þar frá ýmsum undirbún- ingi til ráðstafana gagnvart kreppu þeirri, sem gengur yfir Noreg, eins og önnur lönd. iFossarnir'í tveir, Goðafoss og Detti- foss, voru hér um síðustu helgi. Kom Goðafoss að austan og frá útlöndum og var á leið til Rvíkur. Dettifoss kom að vestan og frá Rvík og fór héðan austur um og út. —-----o..—...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.