Dagur - 22.01.1931, Blaðsíða 1

Dagur - 22.01.1931, Blaðsíða 1
D AGUR (cemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þðr, Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við éra- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XIV •ár- ■ Akureyri, 22. Janúar 1931. # » # ■# ••• • Nýi Þór. Pess hefir áður verið getið hér i blaðinu, að Pálmi Loftsson útgerð- arstjóri ríkisskipanna hefði fyrir hönd landstjórnarinnar fest kaup á þýsku skipi, sem kom til Reykjavfkur í byrjun desember í vetur. Eins og kunnugt er strandaði gamli Pór á Húnaflóa síðla árs 1929. Var hann íyrsta björgunar- og strandvarnarskipið, er íslendingar eignuðust. Kom hann að miklum notum, þó ganglítill væri og kola frekur og yrði því nokkuð dýr í rekstri. Skipið, sem Pálmi Loftssön keypti, átti að vera bjðrgunarskip fyrst og fremst og taka þannig við hlutverki gamla Pórs. Skipið er þýzkur togari, byggður til að stunda veiðar norður í Hvítahafi og hét áður Senator Scháfer. En ríkisstjórnin hefir ákveð- ið, að það skuli framvegis bera sama nafn og hið gamla björgunar- skip Vestmannaeyja. í daglegu tali er það nefnt >nýi Pór«. Nýi Pór var byggður árið 1922 og tiltölulega lítið notaður. Hann kostaði 8000 sterlingspund eða um 180 þús. kr., og fylgdu 150 smá- lestir af kolum með i kaupinu. Er kaupverðið um helming þess verðs, er nýtt skip af sömu stærð og gerð hefði kostað. Breytingar þær, sem gera verður á skipinu, til þess að það verði vel nothæft björgunarskip, er áætlað að kosti 12 þús. kr. Kolaeyðsla skipsins er tiltölulega mjög lítil. Pað eyðir nálægt 5 smá- lestum af kolum á sólarhring með 10 milna hraða á vöku. Til saman- burðar má geta þess að Óðinn eyðir 14 smálestum á sólarhring og gamii Pór eyddi um 8 smál., og var þó vélin í honum um 100 hest- öflum kraftminni en í nýkeypta skipinu. Ætti það því að verða mjög ódýrt í rekstri. Lfm sömu mundir og nýi Pór var keyptur, var skip, sem byggt var á sama tíma, eftir sömu teikningu og í sömu skipa- smiðju, selt til Ameríku fyrir 9000 pund sterl. eða rúmum 20 þús. kr. meira en Pór. Danskur skipafræðingur frá firm- anu Brorson & Overgaard, er verið hefir f ráðum með um byggingu skipa Eimskipafélagsins, aðstoðaði P. L. við kaupin á skipinu. Er firma þetta víðþekkt og álit eins af fær- ustu starfsmönnum þess mjög mikils virði. Skipafræðingur þessi hefir vottað það, að >skipið sé vel og sterklega byggt og vel við haldið að öllu leyti bæði innanborðs og utan«. Ennfremur að vélin og ket- illinn og allt, sem þeim tilheyrði, hafi verið »i góðu lagi«, og að >skipið virðist vera gott sjóskip«. Endar sérfræðingur þessi álit sitt á þessa leið: >Með tilliti til þess, hve skipið er í góðu standi og með tilliti til ofannefndra ívilnana verður að telja verðið: 8000 £, mjög hagkvæmt fyrir kaupendur«. Pegar á þann hátt var fengin full trygging fyrir gæðum skipsins, að það var traust og gott sjóskip, kolaspart, ketill og vél í bezta lagi, en á hinn bóginn helmingi ódýrara en nýtt skip af sömu gerð, ákvað P. L. að festa kaup á því. Jafnframt ákvað hann að sigla því sjálfur heim og mannaði það bæði íslend- ingum og Pjóðverjum. Við þetta sparaðist nokkur fjárhæð, því skip- stjórar voru ekki fáanlegir nema fyrir mjög hátt kaup. Á leiðinni til Reykjavíkur hreppti Pór eitthvert hið mesta fárviðri, er komið hefir hér við land á síðari árum. í þessu of- viðri og ósjó varð hið hryggilega slys fyrir sunnan Iand, er lengi mun í minnum haft. Flestir þeir togarar, sem staddir voru á óveðurssvæðinu, og menn hafa haft spurnir af, skemmdust meira og minna af völdum hinna æðandi náttúruafla. Eitt stórt farþegaskip, Lyra, brotn- aði mikið og var hætt komið. En úr þessum hildarleik sigldi Pálmi Loftsson björgunarskipinu nýja, Pór, heilu í höfn 2. des. síðastl. Var þá fengin örugg vissa um það, að álit þeirra, P. L. og danska sérfræðings- ins, um að Pór væri hið bezta sjó- skip, var hárrétt. Nú víkur sögunni til Morgun- blaðsmanna. — Pegar rætt var um kaup á strandferðaskipi fyrir fáum árum, fullyrti annar ritstj. Mbl., Jón Kjartansson, að það kostaði ekki minna en 800 þús. kr. Síðan notaði Mbl. hina háu tölu, sem J. K. haföi búið til, sem vopn á móti málinu. Nú fóru svo leikar, að Páimi Lofts- son keypti Súðina fyrir óverulegt brot af þeirri upphæð, er Mbl. hafði hampað, og beið það því hina mestu hneisu i þessu máli. Síðan eru Morgunblaðsmenn í illu skapi sem von er til og fullir af hefndar- hug til Pálma Loftssonar. Ekki var Pór fyr orðinn landfastur í Reykjavík, en Mbl.menn sendu vélstjóra einn um borð í ákveðnum tilgangi. Hver sá tilgangur var, kom brátt í Ijós. í Mbl. birtist hver róg- greinin á fætur annari um nýja björg- unarskipið. Sú ástríða sýnist drottna í sálarlífi Mbl.manna að ofsækja og níða allt, er til framfara og farsældar horfir, en verja og halda hlífiskildi yfir hverskonar spillingu í þjóðiíf- inu. Kom hið fyrnefnda meðal ann- ars í Ijós i dómum blaðsins um Pór. Honum var í fyrsta lagi fundið það til foráttu, að hann væri ófær til björgunarstarfa, því hann gæti ekki bjargað sjálfum sér í vondu veðri, og í öðru lagi hefði hann verið ó- hæfilega dýr. í hverri línu gægðist fram persónuleg óvild til mannsins, sem staðið hafði fyrir skipskaupun- um, og er augljóst að penna Mbl.- ritaranna stýrir frekar persónulegt hatur á P. L, heldur en umhyggja fyrir björgunarmálinu. Pað verður ekki sagt að aðalmálgagn íhalds- flokksins færist neitt smáræði í fang, þegar það hyggst að færa lesendum sínum heim santiinn um það, að einmitt paö skipiö, sem komst óskemmt úr Ofl/iörinu í höín, þegar önnur skip, og þar á meðal stórt farþegaskip, koma stórskemmd, sé í raun 08 veru ósjófær manndrápsbolli. Siik rökfærsla er svo snauð af viii, að hún hæfir ekki öðrum en lægstu tegundinni af mannverum þeim, sem rita i Ihalds- blöðin. Að sjálfsögðu stánda Mbl.menn ekki jafnhraklega að vígi, þegar um kaupverð skipsins er að ræða. Um það má vitanlega deila. Pó er margt, sem á það bendir, að verð skipsins hafi fremur verið lágt en hátt. Má þar fyrst nefna ummæli danska sér- fræðingsins hér að framan, þar sem hann felur verðið »mjög hagkvæmt fyrir kaupendur*. Flestir munu líta svo á, að hann beri fullt svo gott skyn á slíka hluti eins og fjólufeður Morgunblaðsins. Dómurslíksmanns hlýtur að vera óvilhallur, og engin ástæða til að ætla, að þessi útlendi sérfræðingur hafi nokkra tilhneig- ingu eða löngun til þess að striða Morgunblaðsfólkinu. Pegar Mbl.menn ætla af göflum að ganga yfir verðinu á Pór, er ekki úr vegi að minnast fyrri skipa- kaupa, sem þeir sjálfir hafa verið við riðnir. Eitt sinn keypti landið skip að félaginu Kveldúlfi. Pað var gamalt flutningaskip, sem nefndist Borg. Féiagið hafði haft eignarhald á því lítinn tíma og neytti góðrar aðstöðu til þess að selja landinu það fyrir 300 þús. kr. hærra verð en gefið hafði verið fyrir það. Varð landið þannig að greiða á aðra milj. kr. fyrir þetta gamla skip. Verður áðurnefnd upphæð að teljast nokkuð rífleg áiagning Súðin og Pór bæði til samans kostuðu svipað og þessari álagningu nam. Nú hafa 3. tbl. sumir þeir sömu íhaldsmenn, er við fyrnefnda skipssölu voru riðnir, lát- ið mjög dólgslega yfir því, að Súðin og Pór skyldu vera keypt, af því að hvorugt skipið hafi verið nýtt. En um Borg er það að segja, að hún reyndist óhæf til flutninga hér við land og dæmd óhæf til strand- ferða, Varð því niðurstaðan loks sú, að Borg var seld úr Iandi fyrir um tíunda partinn af því, sem Kveldúlfur hafði fengið fyrir hana hjá landinu. Pettageturnú kallast ráðsmennska í lagi! Svona viðskifti líka fhalds- broddunum vel, þegar þeir hafa einhvern hagnað at sjálfir. íhaldsmenn þykjast vera hneyksl- aðir yfir því að nýi Pór sé 8 ára gamall. Sjálfir keyptu þeir gamla Pór hátt á þritugsaldri árið 1926 fyrir 80 þús. kr. landsfjár og kost- uðu til aðgerða á honum annari eins upphæð, og var hann þá orðinn nálega eins dýr og nýi Pór, þó að hann væri 20 árum eldri og miklu kolafrekari og lítt fær til strand- gæzlu. Svo ólmir eru Mbl.menn f rógs- málum sínum um Pór, að þeir full- yrða að eik sé fura, kopar sé stál og 90 smálestir af kolum séu 35 smálestir. Hafa þessi öfugmæli f- haldsmanna verið sönnuð með vott- orðum skoðunarmanna. Hvað veldur öllu þessu vitfirrings- lega rugli Morgunblaðsins? Ekkert annað en óstjórnleg löngun blaðs- ins til þess að ófrægja og afflytja öll verk og ráðstafanir landstjórnar- innar og allra þeirra, er í hennar þjónustu starfa. En öll þessi mikla skriffinska blaðsins og áreynslan, er henni fylgir, sýnist vera alveg ó- þörf. f stað hennar gæti í eitt skifti fyrir öll komið ein yfirlýsing Morg- unblaðsins um það, að blaðið og fylgihnettir þess bæru og ætluðu í framtíðinni að bera fjandsamlegan hug til allra verka og ráðstafana stjórnarinnar, hvort sem verkin væru góð eða ill. Hlutverk Pórs er fyrst og fremst björgunarstarfsemi. Búist er við að skipið verði aðallega á Faxaflóa og Breiðafirði frá því á haustin og fram yfir nýjár, en síðan fyrir sunn- an land fram á vor. En jafnframt því að aðstoða báta og gæta landhelg- innar er gert ráð fyrir að skipið stundi veiðar í hjáverkum sfnum og þegar það hefir ekki annað að gera og hefir þvf komið til athugunar, að Pór selji afla sinn Reykjavíkur- búum og bændum, er til næst, við því verði, sem yrði lægra en hið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.