Dagur - 22.01.1931, Blaðsíða 4

Dagur - 22.01.1931, Blaðsíða 4
12 ÐAGUE 3. tbl. Aðalfundur Akureyrardeildar Kaupfélags Eyfirðinga, verður haldinn í Nýja- Bíó í kvöld og hefst kl. 81/2 e. m. Fyrir fundinum liggur viðauki við reglugerð deildarinnar. Fastlega skorað á deildarmenn að sækja fundinn. DeildarstjórnirL Vizka reynsinnnar. (Niðurl.). þeir ætla sér að nota hugann til að hjálpa manninum úti í illviðrinu, eða lina þjáningar hundsins, sem flækist um hungraður og hrjáður af öllum. Ef þér gerið ekkert til hjálpar þegar þannig stendur á, hvað gagna þá helgisiðir yðar og hugleiðingar? Eg veit ekki hvers vegna þér ættuð að vera að hug- leiða, ef þér getið ekki miðlað öðr- um af yðar litla skilningi. Ef eg mætti ráða yður til ein- hvers, þá lærið að beita athyglinni meðan þér eruð ungir. Athugið skýið sem svífur um himinhvolfið, hvernig það varpar skugga sínum, hvar hann iendir, og hver nýtur forsælunnar, sem hann veitir fyrir brennandi geislum sólarinnar. At- hugið hin gullnu kveldský, sem senda geislaglit sitt á einmana fugl, sem flýgur heim í náttstað. Lítið á smáfuglinn, sem setzt á greinina og hyggur að, hvar hann muni nú fá næstu máltíð, hvernig hann gef- ur gætur hverju frækorni og hverj- um ormi. Athugið mennina, hvern- ig þeir ganga, haga sér, kjæðast, tsla, hvernig þeir borða, hvernig þeir læra, því allt hefir sína þýðingu fyrir yður, ef þér á annað borð kunnið að athuga. Pannig hefi eg fundtð sannleikann og sameinast honum, þannig hefi eg sigrað. Eg hefi lært að nota hvert einasta smá- atvik. Pegar þér borðið vínber, kingið þér safanum en fleygið hýð- inu. Hýðið er gagnslaust og þér fleygið þvf, það skrælnar upp í sól- skininu og hverfur, en safinn veitir næringu. Pannig ættuð þér að gleyma atvikinu en muna lexíuna, sem það flutti. Lexían mun auka yður orku til að læra aðra nýja af öðrum atvikum, þannig safnast reynslan, sem að síðustu gerir lífið heilt og fullkomið. Ef þér eruð vitrir — ekki fyrir bókalestur, eða tilbeiðslu táknmynda við ölturu musteranna, þó að allt þetta geti haft sína þýðingu —heldur hafið öðlazt þá vizku, sem er ávöxtur af reynslu, er vaxin upp af skiln- ingi, af sorg og gleði, þá getið þér gengið allar götur með hvaða manni sem er. Eg þekki mann á Englandi, sem var vanur að koma drukkinn heim á hverju kvðldi. Einn dag í viku drakk hann aldrei, af þvf að barnið hans kom heim úr skólanum þann dag. Líklega getið þér ekki skilið hve mikla fórn hann færði með þessu, þar sem hann var vanur að vera drukkinn öll önnur kvöld. Elska hans til barnsins og sá litli skilningur, sem hann hafði öðlazt, gaf honum orku til að yfirvinna hina sterku löngun í vínið. En hvað gerum við, sem lesum i Hávamálum Indialands (Bhagavad-Oita) oft á dag, sem hugleiðum og höfum um hönd helgisiði, sem við hyggjum að muni ráða fram úr vandamálum lífsins? Við erum sennilega grimm- úðugri við börn okkar og eigin- konur, heldur en þessi drykkjumað- ur. Pó þér lesið bókmenntir veraldarinnar, sökkvið yður niður i hugleiðslu, tilbiðjið við hvert altari og færið blómafórnir, þá er þetta allt til einskis, ef þér kunnið ekki að koma ástúðlega fram við aðra menn og elska þá af öllu hjarta.— Lærið að hafa opin augun. Hvert lauf, sem fellur frá trjánum, hefir sína þýðingu, hver fugl, sem flýgur um geiminn, getur miðlað yður af gleði sinni, mýkt sinni og orku. Hvert smáatvik daglega lífsins getur kennt yður sína lexíu. Ef þér lærið af lífinu á þennan hátt, þurfið þér engin drottinvöld til að stinga yður svefnþorn, engar fræðisetningar til að fjötra og kúga líf yðar, engin trúarbrögð til að flækja yður í, engin ölturu með öllum þeirra tákn- myndum og guðum, sem gera si- felldar kröfur til yðar. Pá verðið þér sjálfir hin heilaga mynd og hið heilaga musteri. Pess vegna ættuð þér að beita athygli og læra af reynslunni, sem ein gefur skiln- ing. Petta er sá máttur, sem eg vildi gefa yður, ef nokkuð væri til, sem nefna mætti gjafir, eg vildi geta opnað hugi yðar og hjörtu. Pessa daga, sem eg hefi dvalið í Benares, hefi eg verið að veita at- hygli, hvernig fólk hlustar á hina ýmsu ræðumenn, þar á meðal á sjálfan mig, og eg hefi tekið eftir því, hversu lítið það skilur í raun og veru, ekki aðeins sýna spurn- ingar þess skilningsleysið, heldur einnig framkoman öll. Hér er ekki verið að tala um djúpan skilning, heldur um það eitt að draga úr lífsflækjunum, af þvf að sannleikur- inn er alltaf einfaldur. Sannleikur- inn veitist aðeins þeim manni, sem orðinn er einfaldur og blátt áfram, vegna þess að hann skilur. Sann- leikurinn nær aðeins til þeirra, sem lært hafa að nota skilning sinn til að veita öðrum lið, og til að upp- ræta misskilning úr hugum þeirra og hjörtum. Sannleikurinn kemur aðeins til þeirra, sem ganga veg lífsins með skilningi. Pegar eg kem hér aftur næsta ár, vildi eg óska að þér hefðuð öðlazt svo skýran skilning, að þér væruð orðnir sannir félagar mínir. Eg vildi óska að djúpið milli mfn og yðar yrði brúað, djúp skilnings- leysis og vanmáttar að sýna skiln- ing yðar í daglegu lifi. Á meðan þér eruð ung, er hinn rétti timi til að læra einfaldleik og hreinlyndi; Jörðin SKÓGAR á Þelamörk er laus til ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við eigandann, Svanfríði Bjarnadóttur Hafnarstræti 35, Akureyri. SI ö k k v i I i ð s s t j ó r i: Eggert St. Melstað, Oddagötu 3, sími 115. Varaslökkviliðsstjðri: Gunnar Guðlaugsson, Lundargötu 10. sími 257. Ytirflokkstjóri: Flokksstjóri í innbænum: Gísli Magnússon, Jón Norðfjörð, Strandgötu 15, sími 25 Lækjargötu 3, simi 67. Aörir ilokkstjórar: Halldór Ásgeirsson, Brekkugötu 2, Aðalsteinn Jónatansson, Hafnarstræti 107 B, Friðrik Hjaltalín, Orundargötu 6, Tryggvi Jónatansson, Strand- götu 39 og Svanberg Sigurgeirsson, Pórunnarstræti. Brunaboöar: í innbænum: Sigurður Jónsson, Aðalstræti 20. Eðvarð Sigurgeirsson, Spitalaveg 15. I útbænum: Rudolf Brun, Hriseyjargötu 5. Karl Magnússón, Oilsbakkaveg 1. Menn eru ámintir um, að tilkynna símastöðinni og slökkviliðinu, ef eldsvoða ber að höndum og festa upp þessa auglýsingu sér til minnis. Slökkviliðsstjórinn á Akureyri 12. jan. 1931. Eggert St. Melstað. ALFA-LAVAL 1878—1928. í 50 ár hafa ALFA-LAVAL skilvindur verið beztu og vönd- uðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. ALFA-LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf verið á undan öðrum verksmiðjum með ný- ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna. Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir 3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir það að A L F A-L A V A L verði framvegis öll- um öðrum skilvindum fremri að gerð og gæðum. Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar til mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélar, skilvindur, strokka, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband isl. samvinnufélaga. A meðan þér eruð ung, verðið þér að gæta yðar og verja fyrir hjátrú, kreddum og kennivaldstrú. Lærið í æsku að vaxa eins og hinn tign- arlegi pálmaviður og verða tignar- legir, hreinir og beinir. Hinn eini sannleikur, hið eina takmark er að vaxa frá öllum flækjunum til hins æðsta einfaldleika. Pegar þú hefir öðazt einfaldleik, þá fæðist hinn rétti skilningur á sannleikanum, en þá fyrst náið þér þessum einfald- leik og sanna skilningi, þegar þér hafið lært að meta réttilega hvert einasta atvik, sem gerist i návist yðar, þanpig að þér lærið lexíuna sem það flytur, en gleymið atburð- inum sjálfum. Hin dýrðlega fulb komnun er yður í sjálfsvald sett. Kærleikur yðar hreinsast í yðar eig- in hjörtum, og í yðar eigin huga þróast yðar sérstaka einstaklings- eðli. Pá getið þér notfært yður ailt sem við ber á lífsleið yðar og byggt hús yðar á svo traustum grundvelli, að það endist um alla eflifð. f slíkri byggingu er sann- eikurinn hornsteinninn. Bam á Reykjanesi viö ísafjarftar- djúp féll í sjóftandi pott og beift bana af. Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6. Prentsmiðja Odda Bjömisonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.