Dagur - 22.01.1931, Blaðsíða 3

Dagur - 22.01.1931, Blaðsíða 3
3. tblc DAGUR 11 Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. Síldareinkasalan. Um þessar mundir ber talsvert á óánægju með Síldareinkasölu íslands, og afkomu hennar á síðustu vertíð. Eru raddirnar háværastar hjá þeim mönnum, sem þykjast mundu hafa getað gert betur en Einkasalan gerði í sumar og haust; enda gera nú- verandi krepputímar sitt til að menn vilja skella orsökum af áhyggjum sínum yfir á aðra; svo er nú einu sinni eðli meiri hluta mannkynsins, þó ekki sé nema sjálfum sér til hugfróunar. Heyrast jafnvel margar raddir um það, að gefa verði sildarútflutninginn frjálsan með öllu, og er þessi grein rituð ef ske kynni að hún gæti lagt lítinn skerf í að sporna við að slík fásinna kæmi fyrir. Hér skal ekki farið út í aðgagn- rýna út í æsar gerðir og ráðstafanir Síldareinkasölunnar. Mistök hafa þar sjálfsagt einhver orðið, enda mun fátt geta komist hjá barnasjúkdóm- um á uppvaxtarárum; og þó svo heppilega eða manni liggur við að segja óheppilega skyldi vilja til fyrir einhverjum, að engir slíkfr sjúkdóm- ar komi í byrjun, þá munu þeir leggjast þeim mun miklu þyngra og alvarlegar á, þegar fullorðinsárin koma. Pað má segja, að sama sagan gerist á ýmsum stöðum á sama tíma, með mismunandi endalokum. Pví virðist ekki vera úr vegi, að segja hér sögu norsku sildareinka- salanna beggja; af henni má gera samanburði og læra, þó hinsvegar sé athyglisvert, að sala þeirra einka- sala nær mest yfir ferska síld, sem miklum mun er erfiðari viðureignar en salta síldin. Sagariorsku sildareinkasalanna. Verzlunarsaga Noregs sýnir, að þar hafa aftur og aftur komið kreppu- tímar eins og annarsstaðar; en jafn- framt sýnir hún, að þótt engin kreppa hafi verið á öðrum sviðum, þá hafa t. d. hin ýmsu sildarverzl- unarhús víðsvegar á strönd Noregs orðið hart úti. Og með sanni má segja, að þessar kreppur hafa með vissu bili ára riðið að fullu norsku síldarfirmunum — að vísu með undantekningum —, firmun hafa orðið gjaldþrota eða komist að grafarbakkanum. Og svona hefir þetta haldið áfram þangað til í hitteð- fyrra. Bæði f saltsíld og ísaðri síld var innbyrðis háð harðvítug sam- keppni með gegndarlausri ofhleðslu hinna erlendu markaða, svo að út- flytjendafirmun höfðu jafnaðarlega litinn eða engan ágóða, voru jafnvel langt hinumegin við núllið. Afleið- ingarnar urðu altaf þær, að sjálfir fiskimennirnir fengu að súpa sorann í næsta skifti, verðið til þeirra féll von úr viti. Pó var það öllum ljóst, að einmitt i þessari atvinnugrein þurftu ekki að verða töp, því við Noreg er gnægð af sildarolíuverk- smiðjum með stærðar þróm, sem hæglega geta tekið við allri þeirri ‘ síld, sem á iand berst, umfram það, sem fyrirsjáanlegt er, að hægt sé að selja með hagnaði, sem ísaða sild eða saltsild. Allir sáu, að hér vantaði aðeins skipulag, og síðan að unnið væri ákveðið eítir hinu setta skipulagi. En frá hálfu útflytjendanna var ekkert gert til að koma hlutunum í skorður og bæta úr eymdarástand- inu sem rfkti. Pá lögðu fiskimenn- irnir sjálfir hönd á stýrið. Storsild- laget var stofnað í Mðrefylki og siðar kom Stor- og Vaarsildlaget fyrir hin suðlægari fylki. Með dug- andi stjórn og með frábærilega virð- ingarverðri fcamheldni gátu þessi félög knúið fram skipulag á síldar- sölunni árin 1928 og 1929, og árangurinn varð sá, að verðið til fiskimannanna hækkaði mikið. Samt ætlaði sundurlyndið að grafa hér gröf, en þá lét verzlunarráðuneytið norska það boð út ganga, að ef einhver skoraðist úr Ieik, myndi sá hinn sami ekki njóta góðs af ríkis- ábyrgðinni fyrir sildarsölunni til Rússlands, og þetta hreif, Prátt fyrir það, að útlitið á sild- arverzlunarsviðinu væri mjög gott og fyrir frjálsri samvinnu hið á- kjósanlegasta, þá virtist þó öllu ætla að sigla í strand haustið 1929. Svo var máf með vexti, að þeir sem höfðu snurpinætur, þeir sem höfðu kastnætur og þeir sem höfðu rek- net, gátu ekki komið sér saman um, hvernig verðleggja ætti síldina, því að þessi nefnd veiðarfæri út- heimtu mismunandi verðlag. Peir sem veiddu samkvæmt reynslunni vöru þá sem bezt var af þessum þremur, heimtuðu ýms forréttindi, svo að tiltölulega fámenn en öílug mótstaða gerði vart við sig i Hauga sundsfylkinu, og þar var mjög ró- ið undir og því fast fylgt fram, að Rogalandsfiskimennirnir segðu sig úr lögum við Stor- og Vaarsild- laget. Pegar allar tilraunir tíl að koma á sættum reyndust árangurs- lausar, og þegar yfirgnæfandi meiri- hluti tuga þúsunda stldveiðimanna á vesturströnd Noregs voru stað- ráðnir um að halda hinni frjálsu og góðu samvinnu, sem þá var komin á, til streitu, gat norska ríkisstjórnin ekki setið lengur hjá. Henni þótti ekki einungis verjandi að grípa í taumana, heldur áleit hún það skyldu sína. í ríkisráði 29. des. 1929 var ákveðið að neyta þess valds, sem norska stjórnarskrá- in heimilar, og gefa út bráðabirgðar- reglugerð, en samkvæmt henni var bannað að flytja út ferska stórsíld eða vorsild, nema því aðeins að sildin væri keypt í þvt augnamiði gegnum sjómannafélag, er fengið hefði lög sín viðurkennd af verzl- unarráðuneytinu. Jafnframt viður- kenndi verzunarráðuneytið lög áð- urnefndra fiskimannafélaga, Stor- sildlaget og Stor- og Vaarsildlaget. Á þessari bráðabirgðareglugerð sem grundvelli, voru síðan lög sam- þykkt f báðum þingdeildum, með fárra atkvæða meirihluta. Um árangurinn í Noregi af þess- um lögum er bezt að láta- tölurnar tala (eftir skýrslu í nóvember 1930): Á síðustu vertfð veiddust í Aale- ILNAVARA NÝKOMIN. Ullartau, tvíbreið og hálfönnur breidd. Morgunkjólatau. Tvisttau allskonar. SængurveradregiII, hvítur og misl. Flónel, einlit og mislit. Náttfataléreft í stóru úrvali. Gardínutau. Rúmteppi, einlit og mislit. Flauel, slétt og riflað. Náttkjólar. Náttföt á börn og fullorðna. Borðdúkar, borðdúkadregill, serviettur. Golftreyjur, drengjapeysur, karlmannapeysur seldar mjög lágu verði meðan birgðir endast. Eldri alullar-kjólatau seld með gjaf-verði: 5°lo afsláttur gelo af ðllum vörum yep greiðslu um leið. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. sundsfylki 737.000 hektolítrar stór- síid eða 37 prc. meir en árið undan. Meöaíverfl varð norskar kr. 4.90 pr. hl., þar sem aftur á móti meðalverð vertíðarinnar á undan varð kr 3.52 pr. hl. í Kristiansundsfylkinu veidd- ust 156.000 hl. stórsíld eða 60 prc. meir en vertíöina á undan og meðalverðið varð hér n. kr. 4.93, en áður n. kr. 3.73 pr. hl. 1 syðri fylkjunum veidd- ust 1930 815.561 hl. stórsíid óg 2 892.440 hl. vorsíld (en 1929 1.871.805 hl. stórsíld og 761.926 hl. vorsíld). Meðalverðið varð n. kr. 4.10 í staðinn fyrir n. kr. 3.90 pr. hl. Pegar maður lítur yfir ofan- greindar tölur verður maður jafn- framt að hafa hugfast að sfldveiðin 1930 varð ineiri en nokkru sinni fyr. Pað ár er mesta aflaár í sögu Noregs. Svo veiður maður að veita því athygli, að veiðin 1930 var mik^ð til hin ódýrari vorsíld, en árið áður var þetta öfugt. Og að síðustu máekki gleyma því, að 1930 var bundið miklum erfiðleikum að selja hina verðmætari vöru, ísuðu síldina. Pegar nú þess er gætt, að tekist hefir með svo erfiðri aðstöðu, sem hér var, að ýta meðalverðinu fyrir þessa miklu veiði svo mikið upp á við, sem raun varð á, samanborið við árin á undan, þá hlýtur hverj- um hugsandi manni að verða Ijóst, að tilraun sú, sem Norðmenn hófu 1930 með síldarlögunum hefir ekki einungis kveðið niður allar argvítugustu hrakspár mótstöömannanna, heldur hinsveg- ar farið langt fram úr björtustu vonum fylgismanna sinna Ingólfur Gs. Espholin. (Framh.). Dánarfregn. Þórhildur Guðvarðardóttir frá Hvammi í Arnarnesshreppi andaðist á Heilsuhælinu i Kristnesi aðfaranótt þess 2o. þ. m. — Hin látna var rúmlega þrítug að aldri og var gift Arnaldi Guttorms- syni frá Ósi. Kosningar til bæja- og sveitastjórna lóru fram í Finnlandi i des. s. I. Kommúnistar töpuðu öllum sínum sætum. Influenza, illkynjuð, gengur nú í Bretlandi. 200 manns hafa dáið úr veik- inni á hálfum mánuði. Stúlka óskar eftir góðri for- miðdagsvist. Upplýsingar í síma 13. Kalksandsteinn tilbúinn úr alíslenzkum efnum, sem ég safnaði síðastl. sumar og sendi til Þýska- lands síðastl. haust, er nú til sýnis hjá Sig- mundi úrsmið hér í bænum og einnig hjá mér undirrituðum. Hans verður getið nán- ar síðar. 21/i 1931. Frimann B. Arngrimsson. IVTIo'nn sem eru ' Jarð' IVICéllll, ræktarfélagi Ak- ureyrar eru aðvaraðir að panta í tíma útlendan áburð og grasfræ í Kaupfélagi Eyfirðinga. STJÓRNIN. hp(r mpnn á Akureyri, sem Vilja Hull lllullll panta sér jarðyrkju- verkfæri, geta snúið sér til Jarð- ræktarfélags Akureyrar fyrir 10: febr. n. k. Jón J. Jónatansson formaður. Bezta og ódýrasta ersúkkulaðiduftiðí kilos pökkum ca 90 aura, eða blokk-sukkulaðe á kr. 4.20 pr. kilo, Kaupfélag Eyfirdinga Nýlenduvörubúðin. Nýir ávextir. Epli. Vínber. Appelsínur. Sítrónur 10 au. stk. Nýlenduvörubúðin,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.