Dagur


Dagur - 05.02.1931, Qupperneq 2

Dagur - 05.02.1931, Qupperneq 2
18 DfAGUR 5. tbl. BflfHiWIWIffflHHfti Gl.er leir OB postulínsÉllf Nýkomið mikið úrval af: Þvottastellum, Matarstellum, Áletruðum bollapörum, Postulíns- bollapör, könnur, diskar, kökuföt, alt í mjög fjölbreyttu úrvalii Kaupfélag EyfirfMnga. Qler-og járnvörudeildin. Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Gaðr. Funch-Rasmussen. skjóli bjarkanna í skóginum, ástar- óðinn til náttúrunnar og vorsins, blindur, sjáandi, bjartsýnn, og sáttur við örlögin. En kvæðið er svona: »Þung var þessi ganga, þrautin nú er unnin, grýtta leiðin langa loks á enda runnin. Dagsins dvína sorgir, dansa menn og leika, inn í bjarka borgir blindur einn eg reika, Sé eg fjallið fríða fyrir andans sjónum, skóg í skjóli hlíða skreyttan laufakrónum. Hlæja grund og hóiar hýr í grænum skrúða. Qlaðir geislar sólar glitra í döggvar úða. Leikur nú í lyndi lífið blindum manni. Alt mér veitti yndi inni í bjarka ranni. Skógar-skuggar svala, skærir geisiar ylja, ljúfar lindir hjala, ljóð sín fuglar þylja. Leikur lauf í blænum, ljóssins drekkur veigar. Ilm úr grösum grænum gamall þulur teigar. Lífsins Iangri þreytu lækning vorið gefur, er að hjarta heitu höndum mig það vefur. Man eg minnar æfi margan kaldan vetur, hér er alt við hæfi, hvergi leið mér betur. Allar æfistundir eiga vil eg heima viði vænum undir, vor og sumar dreyma«. Hjá skáldinu Páli firdal átti vorið siðasta leikinn. Maðurlnn. (Úr ræðu K. J.) Við erum hér saman komin á þessari stundu til að hnýta blómsveig. Og þann blómsveig ætlum við ekki að leggja á neina gröf. Nei, við ætlum honum einmitt að eiga stað hér í skólanum. Hann er bundinn úr blómum minninganna um Pál Jóns- son Árdal, og við vonum, að þau blóm megi lengi lifa. Blómsveig þenna ætlum við í kringum mynd- ina af honum, sem við ætlum að afhjupa hér í dag og gefa skólanum. Aðal kunnleikur minn á Páli er frá þeim 15 árum, sem við vorum starfs- félagar við þenna skóla og frá sama tíma einnig húsfélagar eða nágrann- ar. Eg á margar minningar og góð- ar um Pál frá þessum árum, en ég hefi aðeins stutta stund til að dvelja við þær hér og verð því að draga þær nokkuð saman. Pað má segja um Pál, að það var gott með honum að vera. Hann var fróður, ræðinn og skemmtinn. Hann skorti aldrei umræðuefni, og hann kryddaði samtalið með smá- sögum, sem hann kunni ógrynnin öll af. Hann hafði mjög glöggt auga fyrir hið skoplega við hluti, menn og málefni og notaði það óspart öðrum til gamans, en aldrei neinum til meins. Og ekki skemmdi, þegar hann kastaði vísum af munni fram. Og þær voru stundum ekki lengi að koma. Og tilefnið þurfti ekki ætíð að vera mikið. Slíkar vís ur voru sjaldnast skrifaðar, og sjálf- ur gleymdi hann þeim oftast fljótt, enda höfðu þær náð tilgangi sinum jafnskjótt og þær voru kveðnar, þeim að vekja hlátur eða þá við- kvæmni, allt eftir þeirri stefnu sem umræðurnar beindust í. Oft var gestkvæmt hjá Páli, mönnum fannst þangað hvíld og hressingu að sækja, svo og margskónar fróðleik. En þó Páll væri gleðimaður og kynni frá mörgu hlægilegu að segja, var hann þó ekki síður glöggur á hitt, sem vakti viðkvæmni og meðaumkv- un. Hann fann sárt til með þeim, sem sátu skuggamegin i lífinu, bæði mönnum og málleysingjum, eins og sjá má glögg dæmi víða í kvæð- um hans, Páll var bjartsýnn og trúði fast- lega á sigur hins góða. Hann var tilfinningamaður og viðkvæmur í lund, eins og skáldum er títt, og þráði mjög samúð og skilning með- bræðra sinna. Ekkert mun honum hafa sviðið jafn sárt og skilnings- leysið. f Ijóðum sínum kveður Páll mik- ið til æskunnar, og í kvæðinu: »Leiktu kát«, er hann ritaði í vísna- bók litlu stúlkunnar, finnst mér hann hafa lagt börnunum heilræð- in. Peirra hlutverk er fyrst og fremst að: vekja hlátur, gaman, gleði, að glæða hjartans bezta yl. En þó er það ekki nóg. Pau' eiga líka að græða sár, er svíða og blæða, sjá ráð við því illa, þerra tár þeirra sem þrautir mæða og veita lið þjáð- um og smáðum. Pau eiga að vera Ijós á végum sinna. Og þar kemur einmitt fram hið innsta eðli Páls. Hann þráði einmitt að verða Ijósið, sem öllum lýsti og alla gæti vermt. Páll mun í æsku hafa átt marga drauma og stóra, sem aldrei rætt- ust að fullu, enda er sá enginn hugsjónamaður, sem ekki á aðra drauma en þá, sem geta rætzt. Páll var starfsins maður og lagði á margt gjörva hönd, en eins og þegar er búið að taka fram, varð aðalstarf hans i lífinu vegagerð — vegagerð í eiginlegum og óeigin- legum skilningi. En á meðan hann lagði þannig vegi fyrir aðra, var hann alltaf að leggja sína eigin lífs- braut, og hún varð því sléttari og breiðari, þvi lengur sem hann vann, og þvi má segja um Pál, að hann var alltaf að sigra. Hann var að sigrast á ójöfnunum á lífsbrautinni sinni og brúa torfærurnar. Pung raun varð Páli að missa Ijós augna sinna, en dásamlega sigraðist hann einnig á þeirri þraut. Mér kemur í hug erindi úr Ijóð- um, er Páll orti eitt sinn eftir vin sinn látinn, mér finnst hann mundi hafa viljað taka sér það aftur í munn, þá er hann kvaddi sjálfur. Hann segir: >Qott er að lifa og góðrar að njóta auðnu, og ástar allra manna. En fegurst að deyja með frið í hjarta sáttur við sjálfan sig og drottinn«. Pannig kváddi Páll Árdal okkur: sáttur við alla menn, sjálfan sig og drottinn. Á undan og eftir ræðunum sungu börnin kvæði eftir Pál Árdal. Að lokum fórust skólastjóra Snorra Sigfússyni svo orð: »Um leið og eg nú í þakkarhug votta minningu Páls J. Árdal virð- ingu skólans, svipti eg hulunni af svip kennarans og skáldsins og af- hendi skólanum að gjöf þessa mynd. Gefendur eru kennarar skól- ans, er nú bjóða hinn góða skóla- mann velkominn í þetta nýja heim- ili. Mætti mynd Páls Árdals og minning ávalt verða til þess, að að minna okkur á þetta erindi hans og blása í það lífsanda: Meira fjör ef mannast viljum, meira táp í hverri þraut. Meiri vilja, margt að reyna, meiri festu á sannieiksbraut. Meiri trú á mátt hins góða, meiri von og andans bái. Meiri kærleik, mannúð hreinni. Meira ljós í hverja sál. Pá skal þess getið að við kenn- arar höfum lagt drög til sjóðstofn- unar við skólann í minningu Páls. Verður tilgangur hans sá að hjálpa kaupstaðarbörnunum til að kynnast náttúrufegurð landsins eftir föngum, og væntum vér að margur verði til að styrkja þann sjóð.< Minningarathöfn þessi fór mjög vel fram, og var hátíðlegur blær yfir henni. »Drottningin« kom hingað á mánu- dagskvöldið og fór aftur seinni partinn á þriðjudaginn. Með henni fóru margir farþegar, þar á meðal báðir fram- kvæmdastjórar Síldareinkasölunnar á- leiðis til útianda, í síldarsöluerindum. Enn fremur fór með skipinu til Reykja- víkur Ólafur Jónsson framkvæmdastj, Ræktunarfélags Norðurlands. B æ k u r. Örlög nefnast smásögur, sem ný- lega eru út komnar og prentaðar í Reykjavík. Höfundurinn er ungur Pingeyingur, Indriði að nafni Indrióa- son, sonur skáldsins á Ytra-Fjalli í Aðaldal. Sögurnar eru sex talsins. Sú fyrsta þeirra nefnist »Tóbakspípan< og segir frá því, er ung kona hljóp frá bónda sínum, af því að hún komst að þeirri niðurstöðu, að hann elskaði pípuna sína meira en kon- una sína. Samt sá hún sig um hönd og hvarf til manns síns aftur, sem þá var búinn að fórna pípunni hennar vegna. Sagan endar á þessa leið: . — — »Morguninn eftir lá hún vakandi í rúmi sinu, eftir að hann var farinn, — og var að hugsa um hvert hún ætti að fara til þess að fá sér reglulega fallega pípu. Hún átti að vera sem allra líkust hinni, en með svolítið lengri legg, og með flatari haus, og svo átti hún að — — — —«. Önnur sagan heitir »Örlög«. ís- lendingur einn í Kaupmannahöfn kynnist þar íslenzkri stúlku. Pau fella hugi saman. En svo verða þau að skilja, því stúlkan hverfur heim til íslands og gengur þar í skylduhjónaband. Löngu síðar ber fundum þeirra saman, gamla elsk- hugans frá Kaupmannahöfn og meðbiðils hans, sem þá er orðinn ekkjumaður. Urðu þeir samskipa. Kemur það þá í ljós, að hin látna kona hefir þráð og elskað sinn forna unnusta fram í andlátið. Hann stígur þá í kyrþey út yfir öldustokk- inn og hverfur í djúpið. Sjötta og síðasta sagan nefnist »Sigur«. Hún skýrir frá kapphlaupi ráðsmanns og kaupamanns um að ná ástum heimasætunnar. Ráðsmað- urinn ber að lokum sigur úr býtum. En sá sigur endar með því, að hann hrindir henni fram á bergbrún, hún missir jafnvægið og fellur niður fyrir þverhnípið. Hinar þrjár sögurnar eru allar smávægilegar og verður ekki skýrt frá efni þeirra hér. í sögum þessum úir og grúir af þankastrikum og punktaeyðum. Petta óprýðir bókina. Að öllu sam- anlögðu eru sögurnar ekki leiðin- legar, og það getur vel verið að það togni svo úr höfundinum, að hann verði dágott söguskáld. Pó er það ekki verulega líklegt eftir þessu frumsmíði hans að dæma. Skýrsla um héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði 1929-1930 hefir Degi borizt, — Á þessu skólaári voru 29 nemendur í skólanum, 9 í eldri deild, en 20 í yngri deild. Pær breytingar höfðu orðið í skólanum, að síra Sigtryggur Guðlaugsson lét af rekstri hans og stjórn, sem hann hafði haft á hendi í 24 ár, en ríkið og héraðið tók við skólanum samkv. nýju héraðslögunum. Jafnframt tók við skólastjórninni Björn Guðmunds- son frá Næfranesi, sem lengi hefir verið kennari við skólann. — Um skólastai fið farast prófdómendum meðal annars svo orð. »Frábær ástundun virtist okkur einkenna nám og skólalíf nemend- anna. Sambúð kennara og némenda

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.