Dagur - 05.02.1931, Síða 4

Dagur - 05.02.1931, Síða 4
20 DAGUB 5. tbl. Fréttir. a. Geysissönffur. Söngfélagið Geysir hélt samsöng í Nýja-Bíó síðastl. föstudags- kvöld. Allir textarnir voru íslenzkir og er það sízt að lasta. Almannarómur var, að félaginu hefði aldrei tekizt eins vel og í þetta sinn og er þá mikið sagt, því Geysir hefir áður átt miklum vinsældum að fagna og það að maklegleikum. Söngflokkui-inn er sýnilega að taka sífeldum framförum. Var söngurinn í þetta skifti söngstjór- anum og söngflokknum til mikils sóma. Aðsókn var svo mikil, að margir urðu að standa. Flokkurinn endurtók söngskemtim sína á laugardagskvöldið í Samkomu- húsinu, og var aðsókn enn hin bezta, og söngurinn sízt síðri en fyrra kvöldið. Flest lögin varð Geysir að endurtaka- Ný lög voru hér á ferðinni, sem ekki hafa áður heyrzt á þessum slóðum, svo sem úr Alþingishátíðarljóðum Davíðs Stefánssonar. Vonandi getur Geysir sem oftast lát- ið til sín heyra, því það er óblandin á- nægja að hlusta á söng hans. . Dánardægur. Á föstudagsmorguninn var andaðist hér á spítalanum ungfrú Inger Bjarkan eftir þunga legu. Bana- meinið talið blóðeitrun út frá innvortis meinsemd. — Inger var dóttir Böðvars Bjarkans lögmanns og konu hans frú Kristínar. Hún var aðeins 23 ára göm- ul, gáfuð og glæsileg stúlka. Þó það sé gömul saga, að dauðinn svifti burt efn- isfólki í blóma lífsins, þá er hún ávalt jafnný og sár fyrir aðstandendur. — »Fyrst deyr í haga rauðust rós«, kvað Jónas. Bruni á Borðeyri. Að morgni hins 28. f. m. brann hús Verzlunarfélags Hrút- firðinga á Borðeyri til kaldra kola, Nokkru af vörum og helztu verzlunar- bókum tókst að bjarga. Eignir félags- ins voru vátryggðar, en verzlunarstjór- inn, sem bjó á efri hæð hússins, missti allt sitt óvátryggt. Þriggja ára dreng- ur, sonur verzlunarstjórans, var hætt kominn. Fullvíst er, að skipið Ulv, sem getið var í síðasta blaði, hefir farizt. Hefir rekið úr skipinu á Þaralátursfjörum á Ströndum. Þeir fjórir íslendingar, sem voru með skipinu, voru þessir: Ólafur Guðmundsson fiskimatsmaður úr Rvík, er hafði umsjón með farminum, Hregg- viður Þorsteinsson kaupmaður á Siglu- firði, Aage Larsen, bróðir Gunnars Larsen bókhaldara hjá Kaupfél. Eyf. og Jón Kristjánsson vélstjóri sonarson- ur síra Jóns heitins Þorsteinssonar á Möðruvöllum. Tveir hinir síðastnefndu eiga mæður hér í bænum, báðir ó- kvæntir. Skipið var leiguskip Kveldúlfsfélags- ins. Flugfélag fslands hélt aðalfund sinn 31. f. m. Gaf þá formaður félagsins skýrslu og kvað fjárhaginn þröngan. Flugvélar félagsins kvað hann hafa flogið 62000 km. síðasta sumar með á 9. hundrað Islendinga. Reglulegar flugferðir beggja flug- vélanna er ætlast til að byrji 1. maí. 1 stjórn voru kosnir: Alexander Jó- hannesson, Magnús Blöndal, Pétur Halldórsson og Magnús Torfason; 6. maður í stjórninni er Pálmi Loftsson, sem fer með umboð ríkisins fyrir hluta- fé þess. Landsmálafundir hafa verið haldnir á ýmsum stöðum að undanförnu. 1 Borgarnesi var einn slíkur fundur haldinn 30. f. m., stóð hann yfir í 12 tíma, frá kl. 3 e. h. til kl. 3 e. miðn. Helztu ræðumenn voru: þingmaður kjördæmisins, Bjarni Ásgeirss., og Gísli Guðmundsson ritstjóri, en af stjórnar- andstæðingum Pétur Ottesen. Aðalum- ræðuefnið voru fjármálin og fram- kvæmdir í landbúnaðarmálum. I Ólafsvík var annar fundur nýlega. Þar var dómsmálaráðherra mættur, en þingmaður kjördæmisins, Halldór Steinsson, lét ekki sjá sig. Á þeim fundi var samþykkt traustsyfirlýsing til stjórnarinnar mótatkvæðalaust. Þingmálafundur á Hvammstanga lýsti ánægju sinni yfir fjármálastjórn- inni með yfirgnæfandi meiri hluta at- kvæða. Á landsmálafundi í Norður-lsafjarð- arsýslu, þar sem mættir voru kjömir fulltrúar, kom fram vantraustsyfirlýs- ing á stjómina, en var felld með rök- studdri dagskrá. Ólafur Thors hélt nýlega fund í Sand- gerði og annan í Keflavík. 1 Sandgerði talaði Ólafur á annan klukkutíma, en litlar umræður urðu og engin tillaga samþykkt. Á Keflavíkurfundinum voru mættir um 300 manns. Var þar borin fram vantraustsyfirlýsing á stjórnina og samþykkt mótatkvæðalaust. Skrásetning atvinnulausra manna fór nýlega fram í Reykjavík. Alls létu skrá sig 530 menn. Þrátt fyrir atvinnuleys- ið hafa menn ekki leitað á náðir bæj- arins venju fremur svo heitið geti, en þó eru kjör verkamanna^talin með erf- iðara móti. Landsspítalinn. Um síðustu helgi hofðu 74 sjúklingar verið teknir inn á spítalann, frá því að hann tók til starfa, og voru þá 52 sjúklingar á spítalanum. Spítalinn starfar í 5 deild- um. Togari frá Hull strandaði fyrir fá- um dögum við Leirhöfn á Melrakka- sléttu. Skrúfa skipsins' er brotin. Menntaskólinn í Reykjavík. 1 einum bekk skólans gaus upp óánægja yfir því, að piltum hafði verið fyrirskipað að gera franska stíla. Neituðu ein- hverjir þeirra að leysa það verk af hendi. Endaði 'með því að bekknum var vísað úr skóla um stundarsakir. Upp úr þessu varð allsherjar verkfall meðal skólapilta einn til tvo daga. En brátt lauk verkfallinu og sættir komust á eins og sjá má á skeyti hér í blaðinu. Verkamamiafélag Akureyrar á aldar- fjórðungsafmæli á morgun. Er það elzta verklýðsfélag á Norðurlandi. Fé- lagar þess stofna til afmælisfagnaðar. 5>Alþýðumaðurinn« getur þess í sam- bandi við 25 ára afmæli félagsins, »að hagur verkafólks muni hvergi eins jafngóður í nokkrum bæ í landinu, eins og hér á Akureyrk. Mun þetta rétt vera og er vel farið. Samskot til ekkju Arngríms Jónsson- ar: M. S. 10 kr. Þ. S. 5 kr. N. N. 10 kr. Alls 25 kr. Ofanrituð upphæð er afhent Degi. Hverjir vilja, bæta við? Hinn 28. jan. síðastl. framkvæmdi notarius publicus á Akureyri útdrátt á skuldabréfum samkvæmt skilmálum um 6°/o lán bæjarsjóðs Akureyrar til raforku fyrir bæinn. Þessi bréf voru dregin út: Litra A. nr. 91, 96, 106, 113, 133, 136. Litra B. nr. 61, 66, 72, 80, 127. Litra C. nr. 20, 32, 33, 62,70. Skuldabréf þessi verða greidd gegn afhendingu þeirra 1. júlí n, k. á skrifstofu bæjarins. Bæjarstjórinn á Akureyri, 31. janúar 1931. Jón Sveinsson. ¥ Frá og með föstudeginum 6. þ. m. verður útbú Búnaðarbankans á Akureyxi opið daglega frá kl. 2—4 e. h. Akureyri 4. febrúar 1931. Bernh. Stefánsson. ALFA-LAVAL 1878—1928. í 50 ár hafa ALFA-LAVAL skilvindur verið beztu og vönd- uðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. ALFA-LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf verið á undan öðrum verksmiðjum með ný- ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna. Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir 3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir það að A L F A-L A V A L verði framvegis öll- um öðrum skilvindum fremri að gerð og gæðum. Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar til mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélar, skilvindur, strokka, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband isl. samvinnufélaga. Simskeyti. (Frá FB.) Rvík 3. febr. Afarmikill iandskjálfti gekk yfir Nýja-Sjáland á þriðjudagsmorguninn og stóð yfir í tvær stundir. Borg- irnar Napier og Oisborne eru eyði- iagðar að kalla. Óvíst, hve margir hafa farizt. , Sættir hafa komizt á í Mennta- skólanum og deilunni þar lokið. Hafa nemendur lofað að beita ekki samtökum gegn kennslu eða reglu- gerð, nema þeir yrðu órétti beittir. — Kennarafundur áleit fjarstæðu, að kennarar beiti nemendur órétti, en þar sem nemendur hafi lofað að fullnægja settum skilyrðum, ákvað kennarafundur að telja málið útkljáð. í skólahúsið í Reykholtí er 'búið að leiða vatn úr hvernum Skriflu eftir farvegi þeim, er Snorri Sturluson lét gera fyrir 700 árum. Stendur sá far- yegur óhaggaður exm. mitt er: Hamarskorið hægra, tvístýft fr. vinstra Isak Sigurgeirsson Hóli Kelduhverfi. Pólitur nýkominn. öler og járnvörudeildo Fundur í U. M. F. A. verður haldinn á venjulegum stað og tíma þriðjudag- inn 10. febr; kl. 8% e. h. Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 5. Prentsmiðja Odds Bjönuwomaf.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.