Dagur - 19.02.1931, Blaðsíða 1
D A G U R
Semur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
*on í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. dos.
XIV
Tj
Akureyri, 19. Febrúar. 1931.
7. tbl.
Afreksmenn.
Stórstígari framfarir hafa orðið
með þjóð vorri á síðustu þremur
árum en nokkru sinni fyr í sögu
Iandsins. Stórfelldar samgöngubætur
á landi og með ströndum fram hafa
verið framkvæmdar á þessum árum.
fá má nefna verkfærakaupasjóðinn,
mikla verðlækkun á útlendum áburði
og umbætur á jarðræktarlögunum
og margt fleira, sem miðar að efl-
ingu landbúnaðarins. íhaldsmenn
börðust meira og minna harðvítug-
lega gegn sumum þessum umbót-
um, sérstakiega sóttu þeir róðurinn
fast bæði á Alþingi og í blöðum
sínum í þvi skyni að koma áburð-
arlögunum fyrir kattarnef. Peir sendu
Árna frá Múla út í sveitir á fund
bænda til þess að reyna að sann-
færa þá um, að þessi lög yrðu þeim
til hins mesta tjóns og skapraunar.
Nú heíir reynslan talað og gert Á.
J. og aðra svartliða thaldsins ómerka
orða sinna um þetta mál eins og
viða annarsstaðar.
Pá hafa bændaskólarnir mjög verið
bættir og að þeim hlynnt betur en
áður var, alþýðuskólar og húsmæðra-
skólar settir á stofn f sveitum lands-
ins gegn þrálátri baráttu íhaldsmanna,
sem samkvæmt eðli sinu hafa ekki
aukna alþýðumenntun í hávegum,
en leggja hinsvegar mikia áherslu
á að offylla Menntaskólann i Reykja-
vík af börnum »heldri borgara« höf-
uðstaðarins, svo að heilsutjón hefir
hlotist af.
Á meðan íhaldið réð stefnu þjóð-
arskútunnar, rann svo að segja allt
rekstursfé bankanna til sjávarútvegar
og verslunarreksturs. En ekki var
séð betur fyrir tryggingum en það,
að 30 miljónir lánsfjárins fuku út
í veður og vind. íhaldið fylgdi dyggi-
lega þeirri fjármálakenningu Björns
Kristjánssonar, að bændum landsins
væri ekki lánandi nokkur króna vegna
samábyrgðar kaupfélaganna. Nú hef-
ir verið brugðið út af þessari iífs-
reglu B. Kr. Með stofnun Búnaðar- _
bankans er ný stefna hafin, sem á
að beina peningastraumnum til
framfara landbúnaðarins.
Pá eru og lánveitingar og fjár-
styrkir tii stofnunar frystihúsa og
mjólkurbúa ein kvíslin í hinum nýja
framsóknarstraumi í þjóðlífi íslend-
inga.
Pannig mætti lengi áfram halda
upptalningu margvíslegra ogmerki-
Iegra umbóta og framfara, er átt
hafa sér stað, síðan Framsókn tók
við völdunum í iandinu.
Ræktun lýðs og lands er stefna
Framsóknarflokksins og núverandi
ríkisstjórnar.
Stjórnarfrufnvörp þau, sem Iögð
eru fyrir nýhafið Alþingi, sýna það
Ijóslega að stefnuninni er haldið ó-
hikað fram. Því til sönnunar má
benda á, að fyrir þinginu liggur nú
frumvarp til heildarlöggjafar um bú-
fjárræktina og annað um innflutning
á ensku holdafjárkyni til einblend-
ingsræktar, og er mikil arðávon að
hvoru fyrir sig.
Auðvitað kosta allar þessar miklu
framkvæmdir ærið fé.
En svo er fyrír að þakka að á
þessu kjörtímabili hefir ríkissjóður
átt að búa við allverulegan tekju-
afgang.
Penna tekjuafgang, ásamt erlendu
lánsfé, hefir Framsóknarstjórnin not-
að til þess að bæta landið og gera
það byggilegra en áður var.
Jón Porláksson og Magnús Guð-
mundsson fóru nokkuð öðruvísi að.
J. P notaði góðærið til þess að
koma á gengishækkun og lamaði
með því atvinnuvegina, svo að þeir
bera þess seint bætur. Báðir tóku
þessir íhaldsherrar stórfelld erlend
lán, en meiri hluti þeirra gekk ekki
til þess að bæta landið, en i þess
stað runnu peningarnir út í sandinn.
Loks skila þessir menn ríkissjóðn-
um með nálega tveggja miljóna kr.
tekjuhalla.
Svo segja íhaldsblöðin : Blessaðir
kjósendur, lofið þið Jóni Porlákssyni
og Magnúsi Guðmundssyni að
komast til valda aftur, svo að þeir
geti rétt við fjárhaginnl
Afreksmenn geta menn verið á
tvennan hátt. Menn geta afrekað
miklu við að rifa niður, en aðrir
afreka miklu við að byggja upp. í-
haldsmenn voru afreksmenn á fyr-
nefnda sviðinu. Peir skildu við allt
í rústum. — Peir, sém skipa nú-
verandi stjórn, eru afreksmenn í því
að byggja og bæta landið.
En ntstjórum Ihsldsblaðanna er
það ekki nóg að Framsóknar-ráð-
herrarnir sáu afreksmenn á þessu
sviði; með skrifum sínum gera þeir
ráðherrana að ofurmennum. Peir
eigna þeim hin ótrúlegustu krafta-
verk. Blaóamenn íhaldsins telja að
Tryggvi Pórhallsson hafi skapað
heimskreppuna, sem nú gengur yfir.
Pó er sköpunarmáttur dómsmála-
ráðherrans enn meiri. Hann skapaði
samábyrgðina f kaupfélögunum,
nokkru áður en hann fæddist! Pað
vita allir, að sú samábyrgð er nokkru
eldri en Jónas Jónsson. Pá segir
Morgunblaðið, að J. J. hafi einnig
skapað sósíalismann; og kommún-
ismann á hann að hafa búið til i
nokkrum kennslustundum í Sam-
vinnuskólanum! Slíkir menn, sem
láta þessi stórvirki eftir sig, þó ill
kunni að vera, geta ekki talist
mennskir menn, þeir hljóta að vera
yfirnáttúrlegar verur í augum Mbl.
----o---
„Reisupassinn“.
Pað er farinn að verða allmikill
þytur í yngri og eldri »sjálfstæðis-
mönnum< nú upp á síðkastið, og
nú hafa ungir »sjálfstæðismenn«
Iagt undir sig síðasta tölublað ís-
lendiogs til að ná með boðskap
sinn út til þjóðarinnar, og virðist
þeim vera mikið niðri fyrir, eins og
títt er um unglinga, sem halda að
þeir hafi eitthvað mikið að segja.
Petta tölublað »ísl.« verður ekki
sérstaklega gjört að umtalsefni hér,
en þó er þar ein smágrein, sem
mig langar til að taka upp og hljóð-
ar svo:
»SjáIfstæðisfIokkurinn er frjáls-
lyndasti, víðsýnasti og framgjarnasti
Stjórnmálaflokkur ís!ands«. Skyldi
nokkur geta varist brosi sem þetta
les? og ósjálfrátt datt mér í hug
hinn þjóðkunni >reisupassi< Sölva
Helgasonar, þar sem allar mögu-
legar dyggðir og mannlegir kostir
voru upp taldir. Sölvi Helgason
var að visu að sumu leyti vel gef-
inn, en eitt skorti hann algjöilega,
og það var sjálfsþekkingin. Hið
sama er nú að gjörast með hina
yngri grein »sjálfstæðismanna«.
Saga hins hamingjulausa umrenn-
ings er nú að endurtaka sig. En
heilbrigð skynsemi tekur ekki lengi
gilda slfka »reisupassa< og óneit-
anlega er það einkennilegt fyrir-
brigði, að íslenzk æska skuli skipa
sér í þjónustu þeirra afturhaldsafla,
sem bera uppi íhaldsflokkinn ís-
lenzka, sem kallar sig »sjálfstæðis-
flokk«.
Pað var mikið brosað um land
allt þegar »heili heilanna* og aðrir
minni heilar hurfu að þvi ráði, að
skíra íhaldsflokkinn upp og kalla
hann »sjálfstæðisf!okk«, til að gjöra
hann aðgengilegri fyrir þá, sem
ekkert skyn bera á þjóðmálastefnur.
En þetta hefir reynst talsvert feng-
sæl snara. Óþroskaðir unglingar,
sem halda að hér séu einhverjar
göfugar hugsjónir á bak við, hafa
þyrpst saman, myndað félög og
verið hinir háværustu: Slíkt fyrir-
brigði er alveg óskýranlegt með
öðru en barnalegri fáfræði á eðli
íhalds- og afturhaldsflokka, svo og
á hinum lifrænu straumum; þjóð-
málanna.
Pað er einkenni allrar heilbrigðrar
æsku um heim allan, að skipa sér
i hina frjálslyndari og viðsýnari
umbótaflokka, og eg trúi því, að
þessir ungu »sjálfstæðismenn« viti
ekki hvað þeir eru að gjðra, þegar
þeir eru að eggja æskuna til fylgis
við íhaldsöfl þjóðiífsins. Eg býst
við að með stofnun þessara félaga
út um land, bæði eldri og yngri
»sjálfstæðismanna«, eigi að hnekkja
þeim öflum, sem bera Framsóknar-
flökkinn uppi, og ósagt skal látið
hvernig það tekst, en þó svo verði,
er það aðeins í bili. Sölva Helga-
syni tókst um stund að fleyta sér
áfram á hinum þjóðkunna »reisu-
passa«, en sú stund kom brátt, að
Sölvi fékk greiða ferð í aðra átt en
hann hafði ætlað: Og eitt er víst,
að hin lífrænu umbótaöfl, sem eru
höfuðstyrkleikiFramsóknarflokksins,
verða ekki heft. Framsóknarflokkur-
inn sem slikur getur orðið í minni
hluta á Alþingi um eitthvert skeið,
en þau öfl í þjóðarsálinni, sem táða
stefnu hans, munu halda áfram að
starfa og sigra. Pað er hægt að
loka sig inni í myrkrinu um stund,
en Ijósið er altaf fyrir utan þratt
fyrir það. Og svo mikið traust ber
eg til hins sanna eðlis æskunnar,
að jafnvel ungir »sjálfstæðismenn«
sjái það síðar, að hlutverk þeirra
er að hjálpa hinum gróandi öflum
til að sigra, þótt þeir skipi sér nú
i þjónustu gagnstæðra afla, af þekk-
ingarleysi eða fáfræði.
Sjálfstæðismálið verður vonandi
aldrei neitt ágreiningsefni með þess-
ari þjóð, þessvegna er óþarfi að
stofna sérstakan stjórnmálaflokk til
að halda vörð um það, nafn flokks-
ins verður þvf aðeins fjöður í hatti
hans, og hann verður sami ihalds-
flokkurinn áfram, en óneitanlega
lætur það ilia í eyrum. þeirra, sem
treysta á framgirni og frjálslyndi
æskunnar, að heyra talað um unga '
ihaldsmenn og félög ungra íhalds-
manna í hverjum bæ og hverju
þorpi þessa lands, það er þess-
vegna enginn þytur vorsins, er um
þessar mundtr blæs ftá hinum ungu
>sjálfstæðismönnum«.
10. febrúar 1931.
Vésíeinn.
I iarðaríör inger sái. Bjarkan fór fram í
fyrradag, að viðstöddu miklu fjölmenni. —
Inger sál, var unnusta Pórsteins Sigvalda-
sonar verzlunarstjóra i »París« hér f bæ.