Dagur - 19.02.1931, Blaðsíða 4

Dagur - 19.02.1931, Blaðsíða 4
28 7. tbl. Ti I sö I u eru ”/20 partar úr jörðinni Hólar í Eyjafirði og lausir til ábúðar frá 14. maí næstkomandi. — Þessi jarðarpartur gefur af sér ca 260 hesta af töðu og 400—500 hesta af útheyi. — Landflæmi er óþrjótandi til ræktunar. — Stór afréttur fylgir. Lysthafendur snúi sér til Jóns Jónssonar, Hafnarstræti 103 Akureyri, er gefur allar nánari upplýsingar, eða til undirritaðs eiganda jarðarinnar. Hólum »6/2 1931. ÓSKAR KRISTJÁNSSON. Nýkomið. Barnaskófatnaður, Karlmannaskófatnaður, Kvenskófatnaður, nokkrar teg. mjög ódýrar. Ennfremur: Skóhlífar, Gámmískór og Gúmmístígvél, við allra hæfi. 5°|0 afsláttur gegn staðgreiðslu. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. Fréttir. Afspyrnurok skall á í Vestmannaeyjum 14. þ, m. Nokkra báta vantaði að, og lagði björgunarskipið Þór ut þeim til hjálpar. Hepnaðist honum að koma öllum bátunum klaklaust tii Iands með aðstoð tveggja enskra botnvörpunga. — Tveir véi- bátar sukku í ofviðrinu þar á höfninni. IVÖ linUSkíp hraktl f land í Hafnarfirði í ofviðrinu nú nýlega og skemmdust mikið, Siysfarir. Fyrra miðvikudag slasaðist verkamaður í Reykjavík við uppskipun kola við höfnina. Féll hann niður í Iest á skípi og handleggsbrotnaði og meiddist eitthvað meira. Framsóknarfélag er nýstofnað á Seyðis- firði. Stofnendur voru 25, en gert ráð fyrir mikilll fjölgun, Á pingmálafundi í Borgarnesi 30. jan. s.l. voru meðal annars eftirfarandi tillögur samþykktar: »Um leið og fundurinn Iýsir ánægju sinni yfir stefnu undanfarandi þinga um afgreiðslu fjárlaganna, skorar hann á næsta þing að halda áfram sömu reglu um tekju- hallalaus fjárlög, enda þótt það verði til þess að draga úr verklegum framkvæmd- um í bilit. Samþ. með 74 atkv. gegn 35. iFundurinn þakkar þingi og stjórn und- anfarandi ára hinar mikht framfarir á ýms- um sviðum, einkum þó í landbúnaðar- málum«, Samþ. með 73 atkv. gegn 2. >Fundurinn þakkar þingi og stjórn stór- kostlegar framkvæmdir í alþýðuskólamál- um þjóðarinnarc. Samþ. með 68 samhlj. atkv. >Um leið og fundurinn þakkar rikis- stjórninnl röggsamlega meðferð Hnífsdals- málsins, minnist hann sérstaklega Halldórs Júlíussonar sýslumanns fyrir skarplega rannsókn og ýtarlegan undirbúning máls- ins.< Samþ. með 68 samhlj. atkv. > Að gefnu tilefni lýsir fundurinn megnri óbeit á, að nokkur stjórnmálaflokkur eða landsmálablöð haldi verndarhendi yfir og afsaki hjáflokksmönnum sínum vaxtatöku embættismanna af fé ekkna og munaðar- Ieysingja, sjóðþurðir og grunsamleg gjald- þrot, atkvæðafölsun við kosningar, óreglu í embættisrekstri og yfirleitt aðra óreiðu og ósóma, sem fyrir kemur í þjóðfélaginu. Samþ. með 59 atkv. gegn 8. Horsteinn Dorsteinsson, Brekkugötu 43, sér um útgáfu blaðsins Alþýðumaðurinn i fjarveru Erlings Friðjónssonar. »AlpýðumadurÍnn«c, er út kom á þriðju- daginn, skýrir frá því, að á Verklýðssam- bandsþinginu, sem nýlega var haldið hér í bænum, hafi komið fram >háværar raddir um, að kommúnistum væri hollara að ganga til kosninganna í vor með íhaldinu, en að binda trúis við Alþýðuf!okkinn«, Karlmannsúr fundið á götum bæjarins. Oeymt hjá Kristni Stefánssyni Strandgötu 35. Kornvörur. Með e.s. Goðafoss 27. þessa mán- aðar, er væntanlegt: Hafragrjón, Hveiti, Oerhveiti, Maismjöl, Hænsnafóður. Ennfremur með næstu skipum: Rúgmjöl, Fóðurblanda. — Verðlækkun enn — g e g n greiðslu um leið. Sendið pantanir — Símí 234. Akuréyri 17. febrúar 1931, Simskeyti. (Frá FB.) Rvík 15. febrúar. Prír botnvörpungar fóru frájVest- mannaeyjum í síðustu viku á leið til Englands fullfermdir nýjum fiski! Samningar hafa tekizt milli út- gerðarmanna linuveiðara og háseta. Kjörin eru svipuð og í fyrra, nema að síldarhluti háseta verður 35% í stað 33»/3% í fyrra. Kaup aðstoðar- manna við vélgæzlu lækkar um 40 kr. á mánuði. Einnig eru sett ákvæði I samningana um lágmarksverð á netjafiski. Madrid: Spanska stjórnin er fallin. Yantraustsyfirlýsing á núverandi lands- ijórn var nýlega samþykkt á þingmála- fundi í Vestmannaeyjum. Vantraustið var samþykkt með sameinuðum atkvæðum íhaldsmanna og kommúnista. Mikill minni- hlutl fundarmanna greiddi atkvæðl, Pað miðar alltaf í áttina að gera sláttuvélarnar fullkomnari og þægi- legri í notkun. Af þeim vélum sem hingað flytjast eru það einkum vélarnar sem hafa haft forgöngu um endur- bætur og gæði. Sérkenni Herkulesvélanna er fyrst og fremst hið valda sænska efni, sem óvíða á sinn líka, og mest hefir stutt að því að gera sænskan véliðnað frægan og vin- sælan. Skátannhjól og vönduð leg valda því að Herkúles er öllum vélum hljóð- gengari og um ieið létt í drætti. Arvika-Verken var lengi vel eina verksmiðjan sem smíðaði vélar með skátannahjólum, og nú eru fleiri og fleiri verksmiðjur farnar að stæla þessa endurbóh Munurinu á skátannahjólum og venju- legum tannhjðlum. Aðalhjóiin á Herkúles eru úr smiða- Síáli og geta ekki brotnað á hverju sem gengur, þótt ekið sé yfir grjót og torfærur. Herkúlesvélarnar eru alltaf seldar með fullkomnum drag- tækjum, sem eru gerð við hæfi fs- lenzkra hesta. Munurinnn á aðalhjólum úr smíðastáli og steyptum hjólum. Síðastliðið ár var lyftan á vélunum endurbætt og er nú framúrskarandi létt og þæg í notkun. Fótlyftunni er svo vel fyrir komið, að sláttu- maðurinn getur, óþægindalaust, haft fótinn á lyftunni, og verið viðbú- inn að hjálpa vélinni yfir misjöfn- ur sem fyrir verða. Á komanda vori verða Herkúles sláttuvél- arnar ennpá endurbættar. Pær verða út- búnar með algerlega sjálfvirkri hlaupa- Stelpu. Hlaupastelpan en tengd við Ijáinn með einu handtaki. Það þarf ekki að skrúfa neina ró >mátulega fast<. Ljánaglinn getur aldrei bilað, þvi hann fyrirfinnst enginn. Fingurnir á greiðunni verða líka af nýrri gerð, ofurlítið bognari en verið hefir, en ekki svo mikið að það spilli slætti á hörðu og snöggu landi. Pessir nýju fingur, númer 7405 eru smiðaðir samkvæmt ítariegum at- hugunum á nothæfi mismunandi fingra á íslenzkum túnum og engjum. Peir, sem ætla að fá sér sláttu- vélar fyrir sumarið, ættu að athuga kosti Herkúlesvélanna og kynna sér endurbæturnar. Túnin stækka, kaupafólkið er dýrt og lítt fáanlegt. Hvað er þá til bjarga, við heyskapinn, betra en góð sláttuvél. Island kom hingað 13. þ. m. og fór héðan aflíðandi hádegi daginn eftir. Með skipinu tóku sér far til Rvíkur; Þingmað- ur bæjarins Erlingur Friðjónsson, Jón Krist- jánsson útgerðarmaður, Axel Kristjánsson kaupm., Ounnl. Tr. Jónsson og Halldór Friðjónsson yfirsildarmatsmaður. Ætlar hinn síðastnefndi að ferðast til útlanda, til þess að kynna sér verkunaraðferðir og mai á síld. Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6. Prentsmiöja Odda Bjönuscouur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.