Dagur - 19.02.1931, Blaðsíða 2
20
UAGUB
7. tbl.
Miðstöðvarvörur.
"WK
Höfum nú fyrirliggjandi allar tegundir af rörum ©f|l
svörtum og galvaniseruðum.
Ofnar »Classic« allar tegundir.
Tengistykki og kranar allar teg. og stærðir. j2||
Katlar og miðstöðvareldavéiar bestu teg-
undir sem fáanlegar eru. — •gg
Gerum tilboð í miðstöðvar, uppsettar eða efni. #4K
Allar upplýsingar fúslega látnar í té.
Pantanir afgreiddar um land allt.
Kaupfélag Eyfirðinga. *J|
llliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiip
Öllum þeim, sem hafa vottað okkur samúð og hluttekningu
við burtför Inger okkar, færum við innilegar hjartans þakkir.
Kristfn og Böðvar Bjarkan.
Þórsteinn Sigvaldason. Skúli Bjarkan.
My ndastof an
Oránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
(Lögð fyrir Alþingi 1931).
1. Frumv. til laga um búfjárrækt.
Frumv. þetta er í 5 köflum:
1. um nautgriparækt, 2. um kyn-
bætur hrossa, 3. um sauðfjár-
rækt, 4. um fóðubirgðafélög, 5.
um búfjártryggingarsjóð íslands;
2. Frumv. til 1. um tilbúinn áburð.
Er það framlenging heimildar
um greiðslu flutningsgjalds um
næstu 3 ár.
3. Frumv. til 1. um Brunabótafélag
íslands. Er það nær samhljóða
frumv. á síðasta þingi, sem þá
var afgreitt með rökstuddri dag-
skrá og siðan leitað álits og um-
sagnar sveitastjórna um það.
Meðal annars á að setja á stofn
þriggja manna fulltrúaráð til eft-
irlits um stjórn og rekstur fé-
lagsins og til að gæta hagsmuna
vátryggjenda.
4. Frumv. til I. um eignar- og notk-
unarrétt hveraorku. — Samhljóða
og á þingunum 1928 og 1929.
5. Frv. til 1. um breyting á vega-
lögum frá 1924. Fer fram á að
Jðkuldalsvegur verði tekinn í tölu
þjóðvega.
6. Tillaga til þingsál. um að ísland
sæki um upptöku í Pjóðabandal.
7. Frv. til stjórnarskipunarl. um
breyting á stjórnarskrá konungs-
rfkisins ísland. — Tvær breyt-
ingar er ætlast til að gerðar verði
% á stjórnarskránni, önnur su að
þingmðnnum verði fækkað nið-
ur í 36 með afnámi landkjör-
inna þingmanna, hin að færa
aldurstakmark til kosningaréttar
og kjörgengis niður í 21 ár.
8. Frv. til I. um samgöngubætur
óg fyrirhleðslu á vatnasvæði
Pverár og Markarfljóts.
9. Frv. til 1. um nýjan veg frá
Lækjarbotnum í Mosfellssveit
austur i Ölfus.
10. Frv. til laga um brúargerðir.
11. Frv. til I. um að heimila ríkis-
stjórninni að flytja inn sauðfé
til sláturfjárbóta. — Oert er ráð
fyrir innflutningi af bresku holda-
fjárkyni,
12. Frv. til I. um bókasöfn presta-
kalla. Frumv. stefnir meðal ann-
ars að því að koma í veg fyrir,
að prestar forpokist
13. Frv. til I. um utanfararstyrk presta
Samkv. frumv. eiga 5 prestar að
fá utanfararstyrk árlega með
vissum skilyrðum.
14. Frv. til I. um embættiskostnað
sóknarpresta og aukaverk þeirra.
— Er meðal annars ætlast til að
prestar fái greiddan ferða- og
skrifstofukostnað.
15. Frv. til I. um kirkjugarða. —
Viðhald og hirðing sumra þeirra
talið þjóðarskömm.
16. Frv. til I. um kirkjur. — Skylt
er að hafa kirkjur svo stórar að
þær rúmi f sætum að minsta
kosti */3 sóknarmanna.
17. Frv. til laga um bókhald. —
Ætlast er til að bókhald við
verslanir, banka o. fl. verði full-
komnað og samræmt.
18. Frv. til I. um veitingu prestakalla.
— Heimilt skal söfnuði að kalla
sér prest eða prestsefni til þjón-
ustu prestakallsins.
19. Frv. til 1. um samþykkt lands-
reikninga 1929.
20. Frv. til fjáraukal. fyrir árið 1929
Til viðbótar við gjöld, sem talin
eru í fjárl. 1929, eru veittar rúm-
ar 2 milj, kr.
21. Frv. til I. um ríkisbókhald og
endurskoðun. — Tilætlunin með
frv. er að gera gagngerða end-
urbót á bókhaldi og endurskoð-
un við allar ríkisstofnanir og að
allt verði bókfært eftir reglum
tvöfaldrar bókfærslu. Hefir öllu
þessu hingað til verið mjög á-
bótavant og reikningsskil ríkisins
því ekki verið viðunandi.
22. Frv. til I. um tekjuskatt og eigna-
skatt. — Er það langur lagabálkur.
23. Frv. til I. um bifreiðaskatt. — Er
hér um bensínskatt að ræða, sem
verja á til viðhalds og endur-
bóta akvega.
24. Frv. tíl I. um vitagjald o. fl.
25. Frv. til tolllaga.
26. Frv. um verðtoll.
27. Frv. um breyting á 1. frá 1921
um aukatekjur ríkissjóðs. —Auka-
tekjur þessar felast í gjaldi af
hverri smálest skipa fyrir að rita
á skjöl þeirra og skilriki.
28. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1932.
— Samkv. frv. er tekjuafgangur
rúmlega 162 þús. kr.
Frv. þetta er samið eftir nokkuð
öðrum reglum, að forminu til, en
fyrri fjárlagafrumvörp. Sú breyting
á formi frv. stendur í sambandi við
þær endurbætur á ríkisbókhaldinu
og ríkisreikningi fslands, sem sum-
part er búið að hrinda til fram-
kvæmda og sumpart standa yfir, en
ætlast er til að staðfestar verði í
fjárlögum, ásamt lögum um bók-
hald og endurskoðun ríkisins, sem
getið hefir verið hér að framan.
Um fleiri stjórnarfrumvörp en þau,
sem getið er hér að framan, er
blaðinu ekki kunnugt.
Að líkindum verður síðar tæki-
færi tii að minnast nánar á sum af
þessum frumvörpum hér í blaðinu.
-------o-------
„Gleiðgosinn."
Léikur þessi var sýndur í fyrsta
skifti á föstudagskvöldið var og
siðan nokkrum sinnum, venjulega
við heldur góða aðsókn.
Léikurinn gerist í þýskum smábæ
og er aðalefni hans kosningabarátta
milli Dittmar byggingameistara, er
býður sig fram af hendi stjórnar-
sinna, og tengdasonar hans, sem er
jafnaðarmaður. Oleiðgosinn, (Dr.
Winternitch) kemur mjög við sögu
og veitir frambjóðanda jafnaðar-
manna lið, enda ber hann sigur úr
býtum. Lína Sehwartz leikkona er
og mjög á ferðinni og spilar kven-
réttindakonu í þjónustn jafnaðar-
manna.
Leikendur eru 18 alls, og munu
flestir þeirra aldrei hafa komið á
leiksvið fyr og lítillar eða engrar
tilsagnar notið við undirbúning leiks-
ins, eru auk þess sumir óþroskaðir
unglingar. Pað mætti því teljast
kraftaverk, ef öll hlutverkir væru vel
af hendi leyst, enda fer því fjarri.
Prátt fyrir það, sem miður fer í
meðferð ýmsra leikenda, skemmta
menn sér vel við leikinn, því hann
er fullur af fjðri og fyndni. Pá fara
og sumir vel með hlutverk sín;
má þar einkum nefna Porkel Otte-
sen í hlutverki Dittmars og ung-
frú Elsu Friðfinnsson, sem sýnir
Línu Sehwartz. Er ánægja að horfa
á leik þeirra beggja. Skjöldur Hlíð-
ar leikur Stöger aðstoðarkennara.
Pað er þakklátt hlutverk, enda velt-
ast áhorfendur um af hlátri undir
þeim leik. Jón Norðfjörð sýnir sjálf-
ann »gleiðgosann«i Hann er tals-
vert vanur á leiksviði og ber leikur
hans þess að vísu glögg merki, en
satt að segja hefir honum stundum
tekist betur en í þetta skifti, vantar
þó ekki gleiðgosaháttinn í leik hans,
en skortir nokkuð »komik«.
Ekki afla leikhúsgestir sér nytsamra
lærdóma við að horfa á »Gleiðgos-
ann«, en þeir skemmta sér og hlæja,
og það er nokkurs um vert að geta
það. Pess vegna segi eg: Hafið
þökk fyrir skemmtunina, leikendur
góðir, X
Á við avangi.
Virðingin gengur niður á við.
Enginn af þjónustumönnum í-
haldsflokksins gekk eins langt í því
að níða og ofsækja rannsóknardóm-
arann i Hnífsdalsmálinu eins og
Sigurður Kristjánsson ritstjóri »Vest-
urlands* á ísafirði. Hann varði
atkvæðafalsarana i Hnífsdal af öllum
mætti og fullyrti að þeir væru al-
saklausir, en reyndi jafnframt að
beina sökinni að saklausum mönn-
um. Með dómi Hæstaréttar er S. K.
óbeinlínis brennimerktur ósanninda-
maður, er gerst hefir skjöldur og
hlif eins hins versta ósóma, sem
þekkst hefir á landi hér. Penna
mann sækir íhaldið út á landshorn
og gerir hann að yfirritstjóra aðal-
málgagns flokksins í Rvík og Iæri-
föður Valtýs Stefánssonar. Af þessu
er það sýnilegt, að virðingin gengur
niður á við í íhaldsflokknum.
Eitur og brjálæöi.
Sumarið 1929 gaf Morgunblaðið
það i skyn, að dómsmálaráðherrann
neytti eiturs og væri af þeim sökum
orðinn heilsulaus ræfill. Olafur
Thors hampaði þessu sama á mann-
fundi á Suðurlandi. Fyrir einu ári
gaus upp i sömu herbúðum að
ráðherrann væri orðinn brjálaður og
yrði því að vikja úr stjórninni eftir
12 klst. Nú er það á almennings
vitund, að Jónas Jónsson hefir heið-
inna manna heilsu, nema hvað hann
var lasinn af hálsveiki lítinn tíma i
fyrravetur, og að starfsþol hans er
líklega meira en nokkurs annars
manns, sem nú er uppi í iandinu.
Væri nú mikils um það vert, ef
blöð íhaldsins vildu skýra það fyrir
þjóðinni, hvernig það megi ske, að
heilsulaus ræfill vegna eiturnautnar,
og sem þar að auki er brjálaður,
geti afkastað jafnmikilli vinnu og
heill hópur íhaldsmanna, sem taldir
eru með réttu ráði. Væntanlega
stendur ekki á svarinu.
Súðin og Botnía.
íhaldsblöðin eru iðin við að ræða
um aldur »Súðarinnar« og vara fólk
við að ferðast með henni. Pví kyn-
legra var það þegar íhaldsmenn í
Reykjavík trúðu þessu gamla hrófi,
sem þeir kalla, fyrir jafndýrri og
þungri vöru eins og kroppnum af
Árna Jónssyni, sem þeir létu taka
sér far með skipinu frá Rvík til
Seyðisfjarðar á síðasta hausti, þegar
allra veðra var von. Pótti mörgum
það lítið nærgætnislegt við Árna.
Annað er og furðulegt í þessu
sambandi. Blöð íhaldsins minnast
aldrei á aldur Botníu eða vara fólk
við henni, og er hún þó mikið
eldri en Súðin. En Botnía er Ifka
danskt skip, og munu »Sjálfstæðis-
mennirnirt kunna að meta það.