Dagur - 22.04.1931, Qupperneq 3
17. tbl.
DAGUR
67
Tapast hefur upphlutsbelti S i m S k ey ti.
á götum bæjarins. Finnandi beðinn (Frá FB).
að skila þvf til Arna Jóhannssonar ------
í K. E. A., gegn fundarlaunum. Rvík 16 apríl.
" Formenn andstöðuflokka stjórn-
' "^erU" annnar> J°n Baldvinsson og Jón
L/ U T / salem«. K.F.A. Þorláksson, voru sendir á fund for-
"""""" sætisráðherra, til þess að skora á
hann að beiðast lausnar fyrir ráðu-
Æsingalundir i Reykjavik. neytið. Var síðan ákveðinn fundur
»Hinir sameinuöu< íhalds-jafnað- tj| þess að heyra svör forsætisráð-
armenn í höfuðstaðnum reyna að herrans. Voru þúsundir manna við
espa lýðinn með ófyrirleitnum blaða- þinghúsið, er Jón Þorláksson til-
skrifum og æsingar-fundarhöldum. kynnti svarið, sem var á þá leið, að
íhaldsmenn og jafnaðarmenn hrósa ráðherrann gæti ekki orðið við kröf-
hver öðrum á víxl og lýsa því yfir, unnj um ag biðjast lausnar. Einnig
að nú séu aðeins tveir stjórn- var tilkynnt, að forsætisráðherrahefði
málaflokkar á íslandi, annarsvegar sfmað kröfur andstöðuflokkanna til
Framsóknarflokkurinn, en hinsveg-
ar Framsóknarandstæðingar, þ. e.
íhaldsmenn.jafnaðarmennog komm-
únistar í einum og sama flokk.
Héðinn og Ólafur Thors haldast f
hendur, Ólafur Friðriksson og Egg-
ert Claessen daðra saman o. s. frv.
Þetta andstyggilega daður á flat-
sæng »hinna sameinuðuc vekur ó-
hug óg hrylling allra, sæmilega sið-
aðra manna í landinu.
Verkamenn í Reykjavík taka yfir-
leitt engan þátt í æsingunum og
mun flestum þeirra hrjósa hugur
við pólitisku liferni foringja sinna.
Ræfilsháttur Ihaldsmanna.
Eins óg skýrst er frá í skeytum
hér í blaðiriu, skoraði Jónas Jóns-
son ráðherra á íhaldsmenn að rök-
ræða ágreininginn um þingrofið
frammi fyrir þjóðinni. En svo var
ræfilsháttur Jóns Þorlákssonar og
fylgismanna hans mikill, að þeir
þorOu ekki að ganga til hólm-
göngu á þenna hátt og sýnir það
vel, hve trústerkir þeir eru á sigur-
vænleik málstaðar sins. Mælist
þessi bleyðiskapur Ihaldsins hvar-
vetna illa fyrir.
Ummæli danskra blaða.
Berlingske Tidende segja, að þing-
rofið strfði ekki á móti stjórnar-
skránni, því á íslandi gildi um þetta
efni sömu reglur og í Danmörku.
Stauning forsætisráðherra tekur í
sama streng í.Social Demokraten
og heldur því fram, að sérfræðing-
ar i ríkisrétti séu sammála um, að
ekkert stjórnarskrárbrot hafi átt sér
stað. Bendir hann á hliðstæð dæmi
í Danmörku og hafi enginn hafí
neitt við það að athuga.
Einar Arnórsson
hefir játað það í Morgunblaðinu,
að þing megi rjúfa þótt fjárlög hafi
hafi verið felld. Játning þessi er
fram komin út at fyrirspurn Tím-
ans um þetta efni. Þar með er E.
Á. horfinn frá því, að fjárlög þurfi
að samþykkja áður en þing er rofið.
Einkennilegur útbreiðsluíundur.
Frá Húsavik eru sögð þau tíð-
indi, að á sunnudaginn var héldu
kommúnistar útbreiðslufund þar og
buðu mönnum af öðrum stjórn-
málaflokkum á fundinn. Einn af
foringjum kommúnista á fundi þess-
um var Ásgeir Blöndal. Nokkrir
þeirra, er boðnir voru, báru fram
fyrirspurnir, en þeim var þá neitað
um svör. — Dálftið skrítinn út-
breiðslufundur!
konungs. Einnig hafði forsætisráð-
herra farið fram á, að andstöðu-
flokkarnir frestuðu ákvörðunum til
kl. 6. Frekari tilkynning frá ráðherra
þá væntanleg. Andstöðuflokkarnir
urðu við beiðninni, en takaákvarð-
anir í kvöld.
Að kvöldi sama dag.
Jörundur Brynjólfsson kom með
skilaboð frá forsætisráðherra þess
efnis, að dómsmálaráðherra ogfjár-
málaráðherra væru reiðubúnir að
beiðast lausnar, en sjálfur ætlaði
hann að halda stjórninni áfram með
aðstoð skrifstofustjóranna í stjórnar-
ráðínu. Þessa tilkynningu hafa and-
stððuflokkarnir að engu og erfrek-
ari tíðinda að vænta.
17. apríl.
Þingmenn sjálfstæðisflokksins
hafa sent konungi símskeyti og
skorað á hann að gefa út opið bref
um að skilja beri ákvæðið í opnu
bréfi frá 12. þ. m. svo, að þingrof-
ið verki frá þeim tíma, er afgreiðslu
fjárlaganna er lokið o. s. frv. —
Ennfremur ' að andstöðuflokkar
stjórnarinnar séu reiðubúnir að
mynda stjórn.
Fregnmiði Tímans í gær segir,
að Einar fjármálaráðherra og Jónas
dómsmálaráðherra munj biðjast
lausnar.
Síðar sama dag:
Konungur hefir svarað fyrirspurn
þingflokkanna á þá leið, að hann
hafi byggt þingrofið á 20. grein
stjórnarskrárinnar. Kveðst konungur
hafa simað forsætisráðherra og beð-
ið um skýringar og síðan síma
flokkunum nánara.
1S. april.
Svar konungs enn ókunnugt. —
Borgarafundur kl. 0 i kvöld.
Jónas dómsmálaráðherra hefir fyr-
ir hönd miðstjórnar Framsóknar-
flokksins birt áskorun til andstöðu-
flokkanna um að rökræða þingrofið
og að ræðunum verði útvarpað.
Jón Baldvinsson hefir tilkynnt, að
Alþýðuflokkurinn verði við þessari
áskorun um útvarpsrökræður, en
eftirfarandi tillaga samþykkt á sjálf-
stæðisflokksfundi:
Sjálfstæðisflokkurinn gerir ráð
fyrir að tækifæri verði eftir nokkra
daga að taka upp slíkar umræður
á Alþingi og væntir þess að þeim
verði þá útvarpað.
Rvík 21. apríl.
Jón Þorláksson tilkynnti í gær
frá þingsvðlunum, að forsætisráð-
herra hefði símað til konungs lausn-
arbeiðni fjármálaráðherra og dóms-
málaráðherra. Á fundi var samþykkt
Stört UPPBOÐ
verður haldið við- skrifstofu mína á Torfunefi, laugardaginn 25.
þ. m. kl. 1 e. h. og þar seldur allskonar búðarvarningur, svo
sem áteiknaðir dúkar og púðaborð, allskonar garn og silki til út-
saums, leggingabönd, blúndur, meíravara og m. m. fleira. Enn-
fremur notuð fótmaskína, vandaður bókaskápur og allmikið af
bókum, bæði útlendum og innlendum. Langur gjaldfrestur.
Akureyri 22. tpríl 1931.
Ingvar Suðjónsson.
að skora á forsætisráðherra að
biðjast einnig Iausnar. — Kröfu-
ganga að ráðherrabústsðnum.
Sreyting ú ráðuneyti
Tryggva Þórhallssonar.
Konungur hefir veitt Einari Árna-
syni og Jónasi Jónssyni lausn úr
ráðherrastöðunum. Jafnframter Sig-
urður Kristinsson forstjóri S. I. S
skipaður atvinnu- og samgöngu-
málaráðherra, en forsætisráðherra
Tryggva Þórhallssyni veitt forstaða
í þeim málum, sem heyra undir
dóms- kirkjumála- og fjármálaráðu-
neyti.
----0---
Lítill dráttur.
Eg veit ekki hvort ykkur, sem
lesið þessar línur, er eins farið Og
mér: Að elska fjöll og óbyggð ör-
æfi, næstum því framyfir allt. Ef til
vill finnst ykkur það fjarstæða, ef
til vill ekki.
En eg er uppalinn við öræfin.
Það er stutt leið til fjallsbrúnarinn-
Ofan við bæinn. Og baerinn stend-
ur i mynni á miklum og ririkaleg-
um, óbyggðum dal. Um dalinn hefi
eg átt leið í júnílágnætti og á mis-
viðra haustdögum. Og uppi á fjall-
inu hefi eg dvalið yndislegar sól-
stöðunætur. .Þetta hefir kennt mér
að meta fjallaheiminn. — Og til við-
bótar fyrir þá, sem telja vilja hlý-
hug minn til fjallanna fjarstæðu,
vildi eg t. d. mega benda á, að
margar ágætustu íslenzku þjóðsög-
urnar gerast, eða eru látnar gerast
uppi til öræfa. Það sýnir hve mikil
itök öræfin hafa átt í huga þjóðar-
innar. Allt var heilt, traust og tígið
sem frá óbyggðum kom og máttugra
en flest í byggð. — Einnig hafa
ýms góðskáld þjóðar vorrar orkt
mörg sín beztu kvæði í faðmi viltr-
ar náttúru. Nægir að minna á
»Skjaldbr'eið< Jónasar Hallgrímsson-
ar og »Va!agilsá< Hannesar Hafstein.
Einnig »Sólskinsbletti< Sigurðar Vil-
hjálmssonar. Aðrir hafa orkt beztu
kvæði sfn um fslenzka náttúru, þótt
þeir hafi setið við skrifborðið með-
an þeir voru að því. —
Og hvað sem öllum fjarstæðum
og ekki-fjarstæðum Ifður, vildi eg
mega slá fram þeirri staðhæfingu,
að menn geti sótt meira af styrk
og þreki og heilum tilfinningum til
fjallaheima og eyðifláka, en fhvers-
dagslega kirkjumessu, aðeins ef
þeir viljaog kunnaað njóta
og s k i 1 j a að þeim er þetta skylt
og sjálfsagt.
Það má jafnvel taka svo djúpt í
árinni að segja, að samband við
vilta n o r r æ n a náttúru, sé fyrsta
skilyrðið til að geta orðið menntað-
ur maður. En þjóðafarsæld er alveg
undir þvi komin að þegnarnir séu
sann-menntaðir. Rousseau krafð-
ist fráhvarfs, — frá menningunni tii
moldarinnar. Skyldi ekki vera réttara
að krefjast þess af mannkyninn, að
það tileinki sér allt það bezta, sem
menningin hefir að bjóða, láti sor-
ann eiga sig, en taki í hans stað
gjafir viltrar náttúru.
íslendingar hafa einna bezta að-
stöðu til þessa af öllum þjóðum.
Og hver einstaklingur ætti að
finna hvöt hjá sér til að rétta fram
hendur og hjálpa til að ryðja skril-
háttunum úr rúmi. Og jafnframt að
yrkja fegurstu hillingar í Ijóð og III.
Siguröur Kristinn Harpann.
------o------
var haldið á Hótel Oullfoss s. I.
mánudagskveld. AIIs voru þar mætt-
ir 27, að gestum meðtöldum, ræður.
voru þar haldnar margar, og aðal-
lega rætt um samband og samstarf
milli Austur og Vesturíslendinga.
Þessir fluttu ræður: Héraðslæknir
Steingrímur Matthíasson, Frímann
B. Arngrímsson, Stefán Jónsson á
Munkaþverá, Lárus J. Rist, Gunn-
laugur Tr. Jónsson ritstjóri, frú
Ouðrún Jóhannsdóttir frá Ásláks-
stöðum, frú Hansína Benedikts-
dóttir, Sigfús Halldórs skólastjóri
og F. H. Berg.
Söngfélagið Geysir, — fimmtíu manna
blandaður kór, undir stjórn Ingimundar
Árnasonar, syngur í kvöld, kl. 9, í sam-
komuhúsinu.
Sumarfagnað heldur U. M. F. A, í sam-
komuhúsi bæjarins, sumardaginn fyrsta,—
Þar heldur Davíð skáld Stefánsson stutta
ræðu í byrjun skemmtunarinnar kl. S1/*
stundvíslega, Geysir (blandaður kór) syngur,
skólastjóri Sigfús Halldórs les upp. — Sjá
götuauglýsingar.
Sumarfagnað hefir Menntaskólinn áAk-
ureyri á morgun. Verða þar sýndar margs-
konar íþróttir (kappróður, fimleikar, hlaup,
stökk og knattspyrna, sbr. auglýsingar),
Einnig flytur Davíð Stefánsson skáld frá
Fagraskógi, erindi um Gustav Fröding.
Þá verður og sungið og stiginn dans.
Ágóði rennur f NEMENDASJÓÐ skólans.
Ættu sem flestir að sækja þessa fjöl-
breyttu skemmtun og styðja gott málefni.
Brynleifur Tobiasson brá sér vestur f
Skagafjörð með Brúarfossi f gærkvöldi,