Dagur - 07.05.1931, Blaðsíða 1

Dagur - 07.05.1931, Blaðsíða 1
DAGUR fcwnur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlf. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- lon í Kaupfélagi Eyfirfi- inga. / Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin vifi ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. daa. •••••• XIV . ár. | Akureyri , 7. maí 1931. 19. tbl. Hér með gefst vjnum og vandamönnum til kynna, að Guð- rún Árnadóttir andaðist að heimili sínu Hraukbæjarkoti 3. þ. m. Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 13. maí og hefst með hús- kveðju kl. 11 f. h. frá heimili hinnar látnu. 7. maí 1931. Valdimar Guðmundsson. Samanbuiður á rökum. Fyrveraadi þingmenn íhaldsflokks- ins, 14 að tölu, ásamt 3 iandskjörn- um, hafa birt »Avarp til íslendinga* í blöðum sínum. í »ávarpi« þessu kalla íhaldsmennirnir þingrofið 14. f. m. »ofbeldisverk« og fullyrða að það »sé alveg eins dæmi*. Með þessu eiga þeir auðvitað við það, að hliðstætt dæmi finnist alls ekki í þeim löndum, þar sem stjórn- skipulagið sé hið sama og hjá okkur fslendingum. Eitt hefir þessum friða 17 manna íhaldshóp sézt yfir. Hann hefir gleymt rökunum, en ætlast til að íslendingar láti sér nægja fullyrð- ingar einar. í Tímanum 25. apr. s.l. er grein eftir forsætisráðherra Tryggva Pór- hallsson, með yfirskriftinni »Pjóð- ræðic Einn kafli hennar er á þessa leið: „Þingræði og þingrof. Pví er haldið fram, f blákaldri alvöru að þvi er virðist, að þingrofið sé brot á almennum þingræðis- reglum. Er þá brotaminnst að rifja upp nokkur hin nýjustu dæmi úr sögu þingrofanna hjá nágrannaþjóðunum. Árið 1924 fór jafnaðarmannastjórn njeð völd á Englandi í fyrsta sinn. MacDonald var forsætisráðherra. Jafnaðarmenn höfðu ekki meirihluta. Frá síðustu kosningum studdist stjórnin við hlutleysi frá frjálslynda fiokknum. Út af ýmsu er á milli halði boriö, en sérstaklega út af einu máli — verzlunarsamningum við Rússa — sagði frjálsiyndi flokkurinn upp hlutleysinu og snerist gegn sljórninni. Daö lá pannig íyrir að stjórnin var komin i minnihluta. Hvað var pá gert? Dingið var pegar rofið og málum llokkanna pegar skotið undir dómstúl pjóöarinnar með nýjum kosningum. Árið 1926 fór jafnaðarmannastjórn með völd f Danmörku. Th. Stauning var forsætisráðherra. Jafnaðarrnenn höfðu ekki meirihluta. Frá siðustu kosningum studdist stjórnin við hiutleysi frá radikala flökknum< Út af ýmsu er á milli hafði borið, en sérstaklega út af einu máli - mjög hækk- uöum tekjuskatti al hátekjum - sagði radíkali flokkurinn upp hlutleysinu og snerist gegn stjórninni. Dað lá pannig fyrir að stjórnin var komin i minnihluta. Hvað var pá gert? Dingið var pegar rolið og málum flokkanna pegar skotið undir dómstól pjóðarinnar með nýjum kosningum. Árið 1929 fór vihstrimannastjórn með völd f Danmörku. Madsen Mygdal var forsstisráðherra. Vinstri- menn höfðu ekki meirihluta. Frá síðustu kosningum studdist stjórnin við hlutleysi frá ihaldsmönnum. Útaf ýmsu er á miili hafði boriö, en sérstaklega útal einu máli - fjárveitingum til hermála- sagði ihaldsllokkurinn upp hlutleysinu og snerist gegn stjórninni. Daö lá pannig tyrir, að stjórnin var komin í minnihluta. Hvað var pá gert? Dingið var pegar rofið og málum llokkanna pegar skotið undir dómstól pjóöarinnar með nýjum kosningum. Svo kemur hliðstæða dæmið frá íslandi. Árið 1931 fór Framsóknarstjórn með völd á Islandi. Tryggvi Pór- hallsson var forsætisráðherra. Fram- sóknarmenn höfðu ekki meirihluta. Frá síðustu kosningum studdist stjórnin við hlutleysi frá jafnaðar- mönnum. Útaf ýmsu er á milli hafði borið, en sérstaklega útaf einu máli—stórfelldum breytingum á kjördæmaskipuninni - sögðu jafnaðarmenn upp hlutleysinu og snerust gegn sijórninni. Dað lá pannig fyrir að stjórnin var komin i minnihluta. Hvað var pá gert? Dingið var pegar rofið og málum flokkanna pegar skotið undir dómstól pjóð- arinnar með nýjum kosningum. Pað liggur í augum uppi að að- staðan á Alþingi íslendinga 1931 var nákvæmlega sama og aðstaðan í enska þinginu 1924 og í danska þingínu bæði 1926 og 1929. Pingrofið á íslandi 1931 er fram- kvæmt af nákvæmlega sömu ástæð- um sem þingrofið á Englandi 1924 og þingrofið í Danmörku 1926 og 1929. Dingrofið nú á fslandi er framkvæmt í nánasta samræmi við pær reglur, sem gilda f öðrum pingræöislöndum. Allt hjal um pingræöisbrot í sambandi við pingrofið er gripið úr iofti. Sannleikurinn er sá að ef Alpingi hefði ekki verið rofið nú, pá liefði veriö tramið brot á peim reglum, sem gilda i pessu elni hjá öðrum pingræðispjóöum. Pingrofið er framkvæmt til þess að fullnægja hinu sanna þjóðræði.* Nú geta menn borið saman rök fhaldsmanna og forsætisráðherrans. 17 menn, sem gegnt hafa þingstðrf- um fyrir íhaldsflokkinn, staðhæfa, að þingrofið sé einsdæml. Peir staðhæfa ennfremur, að það sé »skýlaust stjórnarskrárbrot* og »al- gert brot á þingræðisreglum*. Allt þetta staðhæfa þeir, án þess að sýna nokkra viðleitni til rökstuðn- ings fullyrðingum sínum. Tryggvi Pórhallsson sannar, svo að ekki verður um villst, að nákvæmlega hliðstæð dæmi þing- rofinu 14, apríl sl. hafa átt sér stað f nágrannalöndunum, Englandi og Danmörku, þrisvar sinnuni á sifiasta áratug, og engum manni hefir dottið í hug, svo vitanlegt sé, aó hreyfa mótmælum gegn þessu eða telja það á nokkurn hátt nokk- urt brot á nokkrum stjórnarfars- reglum. Um öll þessi dæmi úr þingsögu Englands og Danmörku er hinum 17 íhaldsmönnum fullkunnugt. Engu að síður staðhæfa þeir í »ávarpi til fslendinga*, að þingrofið hér sé »ofbeldisverkc,og »alveg einsdæmic. Pessir 17 íhaldsmenn segja með öðrum orðum vísvitandi ósatt f »ávarpi til fslendinga*. Ekki er að furða þó að þessir menn kríti liðugt um andstæðinga sfna f einkabréfum til flokksbræðra sinna, þegar þeir skýra algerlega rangt frá staðreyndum í ópinberu ávarpi til allrar þjóðarinnar. Fyrir þessari framkomu forvíg- ismanna íhaldsflokksins er hægt að gera sér grein á þessa leið: Mennirnir eru orðnir þvi svo van- ir að segja ósatt i einkabréfum og einkasamtölum, að þeir getá ekki lagt þá venju niður f opinberum skrifum sfnum. Pegar þeir eru að ávarpa íslendinga i heild sinni, gæta þeir þess ekki, að þá eru þeir að tala við fleiri en eingöngu sína menn, sem trúa öllu þvf, er í þá er látið. Islenzkir kjósendur! Berið sam- an rökin f »ávarpi til íslendingac og rök þau, er forsætisráðherrann færir fram og upp eru tekin hér að framan og metið svo málstaðina eftir þeim. -----o------- Lfðræði. - Skrílæði. Pegar Alþingi var rofið f síðasta mánuði, skiftust Reykvíkingar í tvær sveitir. Annarsvegar var stjórnin og flokksmenn hennar, sem lögðu ágreiningsmálin í hendur allra kjós- enda landsins og sýndu með því, að þeir vildu þjóna lýðræðishug- sjóninni f verki. Á hinn bóginn voru foringjar stjórnarandstæðinga, þeir Ólafur Thors, Héðinn Valdimarsson, Jón Porláksson, Magnús Jónsson o. fl. Peir þoldu það ekki að lýðræðinu væri gert svona hátt undir höfði og óttuðust líka dóm þjóðarheildarinnar yfir hinum stórfeldustu og ógeðs- legustu »hrossakaupum<, milli for- ingja fhaldsins og jafnaðarmanna, sem nokkru sinni höfðu gerð verið á Alþingi íslendinga. Fyrstu tildrög þessara »hrossa- kaupac er fullyrt að hafi verið á þá leið, að Ólafur Thors hafi verið orðinn hræddur um sig í kjördæmi sínu, Oullbringu- og Kjósarsýslu, Hann hefir hingað til setið þar f skjóli Björns Kristjánssonar, en nú fýkur f það skjól, þegar B. K. hættir þingmennsku. Hér við bættist það að fylgi Framsóknar hefir aukist mikið í Oullbr.- og Kjósarsýslu á sfðustu timum, og augu ýmsra kjósenda f því kjördæmi hafa opnast fyrir þvf, hve mikil smán það er að láta Ól. Th. vera á þingi. Pessi hræðsla Ól. Th. um fall sitt við næstu kosningar knúði hann til þess að bjóða f laumi Héðni Valdi- marssyni pólitískt fóstbræðralag: Héðinn brást vel við þessari mála- leitun Ól. Th. og hugði gott til aðstoðar hans við verndun og um- önnun hins ,hrjáða verkamannalýðs', sem hann ber mjög fyrir brjósti! Náðist skjótt samkomulag með þess- um tveimur mönnum, sem meðal annars var f því fólgið, að jafnaðar- mannaflokkurinn hefði mann f kjðri f Oullbr.- og Kjósarsýslu, til þess að spilla fyrir Framsókn en tryggja Ólafi þingsætið áfram. Nú verður þessi hrossakaupasaga ekki rakin Iengra að sinni, en horf- ið að hinu aftur, hvernig stjórnar- andstæðingar hegðiiðu sér eftir að Alþing var rofið. Peir byrjuðu með því að hrópa: »Niður með stjórnina!« »Niður með kónginnlc En hvorugt fór niður. Síðan var hrópunum haldið áfram f nokkra daga. Forystumenn íhalds- flokksins tylltu sér á húsþökin og hrópuðu þaðan til mannfjöldans niðri á gðtunum. Jafnframt hrópun- um voru haldnar æsingaræður af verstu tegund.Jón Porláksson sagði f einni æsingaræðunni, að Framsókn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.