Dagur - 07.05.1931, Blaðsíða 2

Dagur - 07.05.1931, Blaðsíða 2
76 DAGUR 19. tbl. i WH K •m »*IS*ff«?f«ISSI»fil«*SI Grammofónplötur. Höfam Grammofónplötur frd heimsfirmunum: Broadcast Twelve, His Master’s Voice, Odeon, Columbia, Fonotipa. — Ennfremur: Artiphon, Porlaphon, Elektrola, Polyphon. islenzkar plötur sungnar af Pétri fónssyni. Sigurði Skagf, Eggert Stefdnssyni, EinariMarkan, Guðm. Kristjánssyni, Hreini Pdlssyni, Rikarði Jónssyni, Dóru Sigurðss. Signie Liljequist, Karlakót K. F. U. M. og Landskórið. Kaupfélag Eyfirðinga. Qamla búðin. liiiiiiiiiiiiliiiililiiis Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. væri mein, sem hann óskaði að manngrúinn, er á hlýddi, skæri í burtu. En æsingarræður sínar endaði hann jafnan á þá Ieið, að hann bað menn að sýna ekki ofbeldi. Voru í þessu auðsýn hin megnustu óheil- indi, því ræðurnar voru að öllu öðru leyti hvatning til upphlaups og iil- verka. Magnús Jónsson, kennari við há- skólann i guðfræði og góðum sið- um, benti áheyrendum sínum á það, að Englendingar hefðu kunnað góð ráð til þpss að losna við Karl kon- ung I. árið 1649t Peir hefðu bara höggvið af honum höfuðið. Varð þetta ekki skilið öðruvísi en svo, að guðsmaður þessi væri að eggja flokksmenn sína til manndrápa. Pegar forsætisráðherra hafði lesið upp boðskap konungs um þingrof- ið, skaut einn af andstæðingum hans því að honum að honum myndi hollast að ffytja konu sína og börn burt úr Rvík. Sýnilega var hér á ferðinni hótun um ofbeldi gagnvart saklausum börnum. Mun svo óheyrileg fúlmennska fátíð, jafnvel hjá lítt siðuðum mönnum. En ihaldsmenn létu heldur ekki sitja við orðin tóm. F*eir komu sér upp æpandi skríl, aðallega úr liði »ungra sjálfstæðismanna*, sem sótti að bústað forsætisráðherra, einkum um nætur, hrópuðu þar ýms ókvæð- isorð, kváðu níðvisur og bönnuðu svefnfrið. Peir, sem komu skrílslát- um þessum á stað og stóðu að baki þeim, vissu, að á heimili for- sætisráðherra voru mörg ung börn, sem illa þyldu árásir óhlutvandra hálftryltra siðleysingja, þeir vissu, að þarna var viðkvæmur blettur á heimili andstæðings síns og rudda- legt eðli þeirra visaði þeim leiðina þangað. Eitt sinn fór Jón Porláksson með um 2000 organdi manna á hælum sér heim að bústað forsætisráðherra til þess að freista þess, hvort ekki væri hægt að skjóta honum og fjöl- skyldu hans skelk í bringu, svo að hann neyddist til að biðja um lausn frá stjórnarstörfum. Herferð J. P. og skrílsins bar ekki tilætlaðan ár- angur» Að þessari för lokinni flutti J. P. ræðu og varaði lýð sinn við að beita ofbeldi. Pá eru herferðir ihaldsmanna á hendur gluggarúðum frægar orðnar. Peir réðust t. d. á rúður í húsi Ás- geirs Asgeirssonar og skeyttu skapi sínu á þeim, líklega í hefndarskyni fyrir það að hann var forseti sam- einaðs þings, en neitaði að kalla fyrv. andstöðuþ ngmenn stjórnarinn- ar á þingfund, eftir að þingið var rofið. Pess skal getið, að þegar þessar >sjálfstæðishetjur< unnu á gluggaglerinu í Laufási, var hús- bóndinn ekki heima og um það var þeim kunnugt. Pessi prúðmenni hrópuðu svo níð og skæting yfir börnum Ásgeirs. Pá heimsótti þetta lið sendiherra Dana að nóttu til og sýndu hon- um þá mestu ruddamennsku, sem þeir gátu í té látið og höfðu við orð að ráðast á hús hans með grjótkasti. Af þvi varð þó ekki. Pessi móðgun í garð fulltrúa er- lends ríkis sýnir mætavel hve hinu >unga sjálfstæði* er annt um sóma landsins út á við. Hefir nú hér að framan verið brugðið upp lítilli mynd af menn- ingarástandi Reykjavíkur íhaldsins. Nægir hún til að sýna hve vel færi á þvi, að þessi manntegund tæki við yfirráðunum í landinu. í stað 1 ý ð r æ ð i s kæmi þá s k r í 1 æ ð i. Ábyrgðina á öllu þessu skrílæði bera fórkólfar íhaldsmanna í Reykja- vík. Peir stofnuðu til allra hermd- arverkanna með ófyrirleitnum æs- ingaræðum. Peir komu á fót götu- skríl, sem ekki skorti efni í, og létu hann æpa í rúma viku, eftir að þingið var rofið. Pann tíma héldu þeir fólki sínu í stöðugunt spenningi með loforðum um, að eitthvað hrífandi og skemmtilegt kæmi fyrir. >Við erum að verða ofan á, ef þið ekki linið á«. — >Brúará er enn til og pokar líka eins og á dögum Jóns Gereksson- ar«. —>Við tilkynnum ykkur af svðl- um Alþingishússins hvað gengur«. Petta voru daglegar eldkveikjutil- raunir foringjanna. Peir gáfu út fregnmiða um, hvenær fundur ætti að vera í Alþingishúsinu, sem þeir notuðu í algerðu heimildarleysi og sýnir það vel yfirgang og hóflausa frekju þeirra manna, sem kaila sig ylirstétt. Peir tilkynntu, hvenær þeir töluðu á svölum Alþingishúss- ins Qg skýrðu frá þeim niðurstðð- Gagnfræðaskóla Akureyrar verður sagt upp laugardagskvöldið 9. maí, kl. 8. Skólastjórinn. um, er fengist hefðu á hverjum tima. Og fólkið safnaðist þangað þúsundum saman fullt eftirvænting- ar og logandi af forvitni eftir að heyra nýjustu fréttirnar. En þessi dýrð íhaldsins í Reykja- vík fékk snöggan enda. Pegar hug- ir hins æpandi lýðs stóðu á al- spennu, nærðir af æsingarorðum foringjanna, hljómaði þessi boðskap- ur af vörum Jóns Porlákssonar: Nú er öllum skemmtunum fyr- ir fólkið lokið, pvi að Gunnar frd Selalæk vill ekki halda þeim dfram. Farið heim og takið d ykkur ndðir. Pá var það, að hinn vonsvikni íhaldslýður sneri ópum sínum að foringjunum. Pá heyrð- ust hrópin: >B . . . ræfillinn« »h . . . sementskj . . .« og fleira þvílíkt. Síðan hefst undanhaldið. Pá varð aðaláhugamál stjórnar- andstæðinga þetta: Hvernig eigum við að bjarga okkur á flóttanum svo að sem minnst beri á ósigr- inum? Úrfæði alþýðuforingjanna var þetta: Við tökum lýðveldi á kosn- ingastefnuskrá okkar og bjóðum >sjálfstæðinu« að vera með. Peir vissu, að þetta var hættulaust, því að >sjálfstæðishetjurnar< myndu al- drei taka boðinu um stofnun lýð- veldis. Enda varð sú raunin á. Pær vildu ekki fara i þenna björgunar- hring með foringjum alþýðunnar. Eina úrræði >sjálfstæðismanna« varð því að kenna Gunnari frá Selalæk um allar hrakfarir sínar. Aumingja- legri lokaþáttur skrílæðisins og skrípaleiksins var ekki hugsanlegur. Og nú sitja þeir Héðinn Valdi- marsson, Ólafur Thors Jön Por- láksson, Magnús Jónsson og aðrir þeir, er stofnuðu til skrílæðisins í Reykjavik og stjórnuðu því, uppi með skömmina, sem blasir við út á yztu annes og inn til afdala. Og svO ætlast þessir foringjar skrilæðisins til þess, að þjóðin feli þeim að fara með völdin i landinu eftir næstu kosningar. Pað er mesta smdnin. ------0------ S im s k ey i i. (Frá FB). Rvík, 3. maí Ahrenberg sneri aftur í gær; lagði af stað í morgun kl. 10 á- leiðis til Grænlands. Rvík, 4. maí. London: Sidney Cottau flug- major leggur af stað á eimskipi frá Hull til íslands á þriðjudagskvöld að öllu forfallalausu. Vanur flug- maður frá Labrador hefir flugvél meðferðis. Óðinn kom í morgun. -----o------ Stjórnmálaumræður. i. Það varð að ráði með flokkun- um þremur, Framsóknar-, Al- þýðu- og íhaldsflokknum, að þreyttar yrðu stjórnmálaumræð- ur í útvarpið og hófust þær kl. 8 eftir hád. á mánudaginn var. Til- högun var þannig, að af hendi hvers flokks talaði einn maður fyrst í 35 mínútur hver, síðan hver þeirra í 15 mínútur og loks í 5 mínútur. Klvöld þetta talaði af hendi Alþýðuflokksins Jón Bald- vinsson, af hendi Framsóknar- flokksins Tryggvi Þórhallsson og af hendi íhaldsflokksins Jón Þor- láksson í þeirri röð, sem þeir nú voi*u nefndir. Skal nú hér vikið nokkuð að umræðum þessum þetta kvöld. Eins og áður er sagt, hóf Jón Baldvinsson fyrstur máls. Minnt- ist hann fyrst á kosningarnar 1927 og myndun Framsóknar- stjórnarinnar. Jafnaðarmenn hefðu lofað stjórninni hlutleysi fyrst um sinn; hefðu þeir þó ekki gert sér háar vonir um stjórnina og flokk hennar, en hefðu hins- vegar haft illt eitt að segja af í- haldinu. Framsókn hefði að vísu stutt fulltrúa Alþýðuflokksins í því að koma fram ýmsum nytja- málum fyrir flokksins hönd, svo sem togaravökulögunum, lögum um verkamannabústaði og fl. Samkomulagið hefði því reynst sæmilegt þar til á þinginu 1930, þá hefði það farið að versna og þó einkum á síðasta þingi. Breyting á kjördæmaskipuninni væri nauð- synleg, því kaupstaðimir væru svo afskiftir. Framsókn ætti reyndar hrós skilið fyrir skift- ing Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi, en hún hefði aftur á móti snúizt öndverð gegn hlut- bundnum kosningum um land allt og einnig á móti fjölgun þing- manna Reykjavíkur og því að gera Siglufjörð að sérstöku kjör- dæmi. Færsla kjördagsins hefði verið bein árás á verkamennina. Alþýðuflokkurinn gæti því ekki vænst neins góðs af Framsókn um breytta kjördæmaskipun. Færsla aldurstakmarks við al- þingiskosningar niður í 21 ár hefði verið gott ákvæði, en það hefði ekki verið sprottið af dyggð Framsóknarflokksins, heldur af því að kröfumar í þéssu efni hefðu verið orðnar svo háværar. Þá minntist ræðumaður á Sogs- virkjunina og andstöðu stjómar- innar gegn því, að ríkið gengi í ábyrgð fyrir láni til hennar. Sú ábyrgð væri nauðsynleg, því Reykjavík gæti ekki fengið fé til hennar með öðru móti. íhaldið í bæjargtjóm Rvíkur hefði staðið á,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.