Dagur - 07.05.1931, Blaðsíða 3

Dagur - 07.05.1931, Blaðsíða 3
19. tbl. DAGUR 77 móti því, að virkjun þessi kæmist á, þar til nú nýlega. Ábyrgðina sagði J. B. alveg hættulausa. Lög um verkamannabústaði hefðu getað komið að góðu gagni, ef Framsóknarstjórnin hefði haldið vel á því máli. Hún hefði að vísu útvegað 200,000 kr. vegna þessa máls, en fulltrúar Alþýðu- flokksins vildu fá hálfa miljón, og það fé hefði mátt taka af láninu, sem tekið var í nóv. sl. Lögin hefðu verið aðeins pappírslög að þessu. Þá bar J. B. stjórninni það á brýn, að hún hefði notað lögregl- una á vinnulýðinn í kaupdeilumál- um. Vaxandi ágreiningur milli flokkanna hefði að síðustu leitt til vantrausts á stjórnina. J. B. sagði, að mikið hefði verið um opinberar framkvæmdir árið 1930 en yrði lítið í ár. Þótti hon- um framkvæmdirnar of miklar síðastl. ár, en of litlar á þessu ári. Að lokum lýsti ræðumaður yfir því, að fulltrúar alþýðunnar væru ekki hræddir við að ganga í bandalag við sjálfstæðismenn (nú nefndi hann þá sjálfstæðismenn og lagði áherzlu á orðið) um viss mál, og að þeir mytidu berjast til þrautar fyrir breyttri kjördæma- skipun. Næstur tók til máls Tiyggvi Þórhallsson forsætisráðherra. Sagði hann, að nú stæði fyrir dyrum að gera upp reikningana eftir fjögra ára stjóm Framsókn- ar. Þjóðin hefði gert greinilega upp í kosningunum 1927. Þá hefði hún heimtað meiri framfarir og kosið öflugan meirihluta gegn í- haldinu, sem áður hefði farið með völdin. Með. sameiginlegu átaki andstæðinga íhaldsflokksins hefði verið hrundið á stað meiri fram- förum á öllum sviðum en nokkru sinni fyr. Síðan gaf ræðumaður stutt en glöggt yfirlit um hinar stórfelldu framfarir, sem orðið hefðu á síðasta kjörtímabili. Landbúnaðarmálin hefðu verið studd af miklum krafti, samgöng- ur á sjó og landi í þágu atvinnu- veganna sömuleiðis. Ræktun landsins hefði stigið áfram risa- skrefum við það, sem áður hefði verið. Verkfærakaupasjóðurinn hefði komið að ágætu gagni. Nær 100 starfandi dráttarvélar væru nú í gangi. Þrír snjóbílar störf- uðu nú þegar í þágu samgangn- anna og flutninganna. Tilraunir í jarðrækt væru að hefjast við bændaskólana. Ýtarleg löggjöf um búfjárræktina og önnur um inn- flutning lifandi fjár til slátur- fjárbóta væru í uppsiglingu. Menntamál þjóðarinnar hefðu ekki verið vanrækt. Ný menning- artæki væm sett á fót í sveitum landsins, þar sem væru héraðs- skólamir og húsmæðraskólamir. Byggingar- og landnámssjóður og stofnun Búnaðarbankans mörk- uðu tímamót í sögu landbúnaðar- ins. í Búnaðarbankann hefði ver- ið lagt yfir 5 milj. kr. á síðasta ári. Gengi peninganna hefði verið haldið föstu allan tímann, síðan Framsókn komst til valda, til ó- metanlegra hagsmuna fyrir at- vinnuvegina og viðskiftin. Hið nánasta og heilbrigðasta samstarf hefði ríkt milli landstjórnarinn- ar, samvinnufélaganna og Búnað- arfélags íslánds um heildarfélags- mál landbúnaðarins. I því sam- bandi væri það eftirtektarvert, að annar þeirra ráðherra, sem nú færu með völdin, væri forstjóri Sambands ísl. samvimiufélaga, en hinn formaður Búnaðarfélags is- lands; og af þeim tveimur fyrv. ráðherrum Framsóknar, hefði annar verið sístarfandi að fræðslu í samvinnumálum, og hinn verið formaður stærsta kaupfélags í landinu. Þá gerði ræðumaður grein fyr- ir hvernig mjólkurbúin hafa ver- ið styrkt, hvaða tökum áveitumál Sunnlendinga hafa verið tekin og hvernig vísindalegar rannsóknir í þágu atvinnuveganna eru nú að rísa á legg. Þá skýrði hann og frá því, að löggjöf um nýtt skipulag landbúnaðarmálanna væri nú í undirbúningi. Þá fór Tr. Þ. nokkrum orðum um þær merkilegu réttarfarsbæt- ur, sem gerðar hefðu verið á síð- ustu árum, þar sem jafn réttur er látinn gilda fyrir ríka og fátæka. Eftir að ræðumaður hafði sann- að með fjölda dæma og skýnim rökstuðningi, að Framsókn hefði efnt allt, er hún hefði lofað að gera til framfara, vék hann að því, að nú væri ekki sparað að vekja óánægju út af hinum miklu framkvæmdum og á þessari óá- nægju væri reynt að ala í skjóli heimskreppunnar. Miklum alhliða framkvæmdum væri ekki hægt að koma áleiðis, nema að notaðir væru peningar. Nú væi'i reynt-að vekja tortryggni verkamanna, vegna þess að draga yrði úr verk- legum framkvæmdum í bráðina. En Tr. Þ. kvaðst treysta því, að ekki yrði hægt að fá þjóðina til þess að sjá eftir því, að peningar hefðu verið notaðir til að efla framfarirnar. Lánin, sem til þessa hefðu verið tekin, sköpuðu nýjan þjóðarauð. Þá gat Tr. Þ. þess, að sigurvon- ir íhaldsflokksins hefðu að engu verið orðnar. Þá hefðu íhalds- menn í vandræðum sínum snúið sér til jafnaðarmanna og boðið þeim að breyta kjördæmaskipun- inni. Þá hefði hið nýja bandalag myndast. En þetta launmakk flokkanna á bak við kjósendur sína, væri með öllu óheimilt. Fyrst þegar kjósendur hefðu veitt heimild til samvinnu milli íhalds og jafnaðarmanna, mættu þeir bræða sig saman; fyr ekki. Spumingar þær, sem nú yrðu lagðar fyrir kjósendur, væru á þessa leið: Á að leggja niður gömlu kjördæmin, nema Reykja- vík eina? Á að hleypa Reykjavík- urvaldinu í algleyming? Þetta er stefna andstæðinga Framsóknar. Vilja kjósendur aðhyllast hana? Eða vilja þeir hallast að stefnu Framsóknar um það, að endur- skoða kjördæmaskipunina á þeim grundvelli að tryggja byggðavald- ið gegn Reykjavíkurvaldinu? Að lokuxn hvatti ræðumaður heyrendur sína til þess að halda fast við trúna á landið, þrátt fyr- ir erfiða aðstöðu nú í svip vegna heimskreppunnar. — Stefna Framsóknar væri: Alhliða fram- farir á grundvelli núverandi þjóðskipulags. Síðast spurði ræðumaður: Hver getur látið sig dreyma um heppi- lega samvinnu milli íhaldsmanna og jafnaðarmanna, t. d. í vinnu- deilum? Mundi ekki sú samvinna snúast upp í vargöld og vígaöld? Þegar forsætisráðherra hafði lokið máli sínu, kom Jón Þorláks- son í pontuna. Hann sagði, að Framsóknarstjórninni hefði mis- tekizt. Hún hefði byrjað á því að brjóta varðskipalögin og nú væri hún líka búin að brjóta stjórnar- skrána með þingrofinu. Stjórnin hefði auk þess fjölgað starfs- mönnum og aukið skuldir ríkis- ins. Fjárhagur ríkisins væri svo slæmur að stöðva yrði fram- kvæmdir, aðallega vegna starfs- mannafjölgunar. Munurinn væri því mikill frá því að íhaldið var við stjórn, því þá hefði ríkið búið vel og skuldir hefðu minnkað (sbr. 33 miljónirnar, sem töpuð- ust). Mjög raunalegt kvað Jón það, að framkvæmdirnar gætu ekki haldið áfram. Þingrofið sagði hann einsdæmi í allri sögunni. Tiyggvi Þórhalls- son hefði rofið þingið í konungs- nafni, einmitt þegar íhaldsmenn hefðu lokið því að búa sig undir að ræða vantraustið og ráðast á stjórnina. Með þessum aðförum hefði verið framið þingræðisbrot og þjóðræðisbrot líka, af því að þjóðinni hefði ekki verið gefinn kostur á að hlusta á umræður í sambandi við vantraustið. Enn- fremur sagði J. Þ. að þingrofið væri skýlaust stjórnarskrárbrot, því þingi mætti ekki slíta fyr en fjárlög væru samþykkt. Reyndar væru flestir lögfræðingar á sama máli og stjómin í þessu falli, en þeir notuðu allir lagaflækjur, nema Einar Arnórsson, sem einn lögfræðinganna bæri sannleikan- um vitni. Við vitum, sagði J. Þ., hvers- vegna stjórnin vildi ekki hleypa nýjum mönnum inn í stjómar- ráðsskrifstofurnar, en ekki kvaðst hann ætla að segja ástæð- una fyrir því núna. Það kæmi seinna 1 Ijós. (Dylgjur). Um kjördæmabreytingúna væri það að segja, að hún ætti að byggjast á höfðatölunni. Afieitt kvað J. Þ., hversu fram- kvæmdir hefðu verið miklar á síðasta ári. Mikið .hefði verið gert fyrir sveitirnar á síðasta kjörtímabili, en þrátt fyrir það myndu bændur ekki vera sælli nú en þeir hefðu verið 1927. Að lokum gat Jón þess, að »Sjálfstæðismenn« hefðu jafn- mikla trú á landinu og aðrir flokkar. (Framh.). ------o----- - Á viðavangi. Nýja stjórnin. Isl. minntist á nýju stjórnina á þann veg, sem getið var í síðasta blaði; sagði að hún mætti hvarvetna fyrirlitningu, enda verðskulduðu Júdasar ekki annað. Dagur benti samvinnumönnum á að þenna vitnisburð gæfi íhaldið ráðherranum nýja, Sigurði Kristins- syni, og lagði f þeirra dóm hve sanngjarn hann væri. Hverju svarar fslendingur? Með »nýju< stjórninni segist hann alls ekki hafa átt við nýja ráðherr- ann.Sigurð Kristinsson. Með »nýju< stjórninni hafi hann meint ráðherr- ann, sem farin var úr stjórninni, Jónas Jónsson fyrv. dómsmálaráð- herra! Mðnnum verður á að spyrja: Er íslendingur af ásettu ráði að haga orðum sínum svo, að sem mest verði að honum hlegið fyrir lok- leysur? Eða er það hitt, að þegar út í skömmina er komið, ætli blaðið að bjarga sér úr henni með því að gera sig að fábjána? Peir leituðu til konungs. Forsætisráðherrann rauf þingið og skaut þar með ágreiningsmálunum undir dóm þjóðarinnar. Fyrv. fhaldsþingmenn símuðu til konungs og báðu hann, ef mögulegt væri, að taka þenna kaleik — þ. e. þingrofið — frá sér og lofa sér að halda áfram þingstörfum. Með þessu leituðu fhaldsmenn i raun og veru til konungsins í þeim tilgangi að biðja hann að vernda sig fyrir dómi þjóðarinnar. Prjár stórplágur. Eitt íhaldsblaðið minnist nýlega á 3 stórplágur, sem gengið hafi yfir þetta Iand. Fyrsta plágan var Svarti dauði, sem gekk hér í byrjun 15. aldarog drap þriðjung til helming Iands- manna. Önnur plágan var einokunarversl- un Dana á 17. og 18. öld, sem dró mjög kjark og kraft úr landsmönnum sem kunnugt er. Þriðju og verstu pláguna telur blaðið þingrofið 14. þ. m., sem svifti íhaldsmenn tækifæri til að undirbúa breytingu á kjðrdæmaskip- un í landinu sér i hag og flýtti kosningunum til Alþingis um 3 vikur. f tveimur síðarnefndu plágunum voru sendar bænarskrár til konungs og hann beðinn að létta plágun- um af. Það var ekki Morgunblaðið, sem um plágur þessar fjallaði. Rikislögregla á sjálfa slg. Það er kunnugt að þingmenn íhaldsflokksins lögðu mikla áherzlu á þörfina fyrir ríkislögreglu, til þess að berja á verkamönnumr þegar þeir gerðust frekir um kaupkröfur. Framsókn hjálpaði foringjum alþýð- unnar til þess að kveða ríkislögregl- una niður. Nú er það í Ijós komið að íhaldsmönnum í Reykjavík hefði verið full þörf á öflugri ríkislögreglu, til þess að belta henni á sjálfa sig, ..... 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.