Dagur - 11.06.1931, Qupperneq 1
D AOUR
temur ót & hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsimi lli.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
■on í Kaupfélagi Eyfirö-
inga.
• ••••• -
Uppsögn, bundin við áia-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XIV
Akureyri, 11. júní 1931. j
31. tbl.
Reykjavik á að fá 11
þíngmenn, Akureyri
engan.
í samningum milli íhaldsmanna
og jafnaðarmanna, sem Héðinn
Valdimarsson vill ekki skýra frá,
af því þeir séu leyndarmál milli'
flokkanna, var gert ráð fyrir að
Reykjavík fengi 9 þingmenn
minnst, þegar kjördæmabyltingin
kæmist á. Nú hefir Magnús Jóns-
son lýst yfir því á fundi í Reykja-
vík, að hún skuli fá 11 þingmenn,
ef hans flokkur fái að ráða. Er
ekki loku fyrir það skotið að sú
tala fari enn hækkandi í hugum
Reykjavíkur-burgeisanna; er því
sýnilegt að hverju þeir stefna:
Þeir ætla, ef þeir fá aðstöðu til
þess, að draga valdið yfir þjóð-
málunum til Reykjavíkur á kostn-
að annara landshluta, sveita og
kaupstaða.
Þar næst vár það atriði í samn-
ingunum, að skifta öllu landinu
utan Reykjavíkur niður í 5 stór
kjördæmi; þannig átti að steypa
saman í eitt kjördæmi öllu svæð-
inu frá Geirólfsgnúp og austur á
Tjörnes, eða Stranda-, Húna-
vatns-, Skagaf jarðar-,. Eyjaf jarð-
ar- og Suður-Þingeyjarsýslum að
meðtaldri Akureyri. Akureyri á
með öðrum orðum að hverfa úr
sögunni sem sérstakt, sjálfstætt
kjördæmi.
Hvernig mundu íbúar höfuð-
staðar Norðurlands kunna þessu?
Getur Akureyri fellt sig við það,
að niður falli réttur hennar í
framtíðinni til þess að senda sinn
eiginn fulltrúa, einn eða fleiri, til
Alþingis? Hvaða Akureyrarbúar
eru það, sem gera sig ánægða með
að verða þannig lítill hlekkur í
stórri keðju og hafa engan á-
kvörðunarrétt um val þingmanna,
til þess að gæta hagsmuna bæjar-
ins?
Nú er Akureyri og öðrum kjör-
dæmum utan Reykjavíkur boðið
upp á það af íhaldsflokknum að
veita frambjóðendum hans fylgi
og kjósendur beðnir að greiða
þeim atkvæði, svo að þeir nái
þingsetu. En hvert á svo aðaler-
indið að vera á þing? Það er í því
fólgið að taka réttinn frá núver-
andi kjördæmum til þess að mega
framvegis velja sér þingmenn að
eigin vilja og veita þeim umboð
til þess að koma fram á Alþingi
sem fulltrúar þeirra. Um þetta
eru forvígismenn jafnaðarmanna
og kommúnista íhaldsmönnum
sammála. Allir kalla þeir það
réttláta kjördæmaskijmn, að Ak-
ureyri hætti að kjósa sér sinn
eiginn þingmann og vald Reykja-
víkur eflist, en vald og réttur Ak-
ureyrar rýrni. Með framboði frá
þessum þremur flokkum er mælt
við kjósendur á Akureyri á þessa
leið:
Viljið þið vera svo góðir að
kjósa okkur á þing, svo að við
getum tekið af ykkur réttinn til
þess að kjósa ykkar eiginn þing-
mann framvegis?
Það væri gaman að sjá framan
í þann kjósanda hér í bæ, sem
upphátt svaraði þessari spurn-
ingu játandi. Slík óhæfa getur
ekki orðið framin nema í einrúmi
og þegar aðrir sjá ekki til.
Það er aðeins einn af frambjóð-
endum hér í bæ, sem er því and-
vígur að þessi réttur verði tekinn
af kjósendum á Akureyri, sem er
því andvígur að Akureyri verði
lögð niður sem kjördæmi og að
þingmönnum Reykjavíkur verði
fjölgað upp í 11. Aðeins einn
frambjóðandinn telur það rang-
látt, að Reykjavík fái 11 þing-
menn, en Akureyri engan. Það er
frambjóðandi Framsóknar
doktor Kristinn Guðmundsson.
-----0----
Peir konunokjðrnu..
Fyrir 16 árum var konungkjör
þingmanna afnumið með nýrri
stjórnarskrá og landskjör sett í
staðinn.
Þó að í hinni konungkjörnu
sveit fyrri tíma væru ýmsir
sæmdarmenn á marga lund, var
það lið yfirleitt miður þokkað af
landsmönnum fyrir afskifti sín
af opinberum málum, þóttu þeir
konungkjörnu löngum lítið þjóð-
hollir og lingerðir gagnvart út-
útlenda valdinu.
Flestir munu líta svo á, að kon-
ungkjörnir alþingismenn sé nú
orðið aðeins sögulegt atriði, bund-
ið við liðna tíma og með öllu úrelt
skipulag, sem engum dytti í hug
að horfið yrði að aftur.
Um þetta hefir þó önnur reynd
orðið.
Þegar umboð aílra þjóðkjörinna
þingmanna var niður fallið með
þingrofinu í apríl sl., gat enginn
nema kjósendur landsins veitt
umboðin aftur lögum samkvæmt.
Engu að síður snúa 17 íhaldsmenn
og 5 jafnaðarmenn sér til kon-
ungs og fara þess á leit, að hann
veiti þeim þingmennskuumboð
þegar í stað og gangi fram hjá
réttum hlutaðeigendum, kjósend-
um landsins.
Þess er með öðrum orðum kraf-
izt, að 22 umboðslausir menn séu
allir gerðir að konungkjörnum
þingmönnum.
í fyrsta lagi var hér farið fram
á, að konungur ryfi stjórnskipun-
arlög landsins, og þó höfðu allir
þessir fyrv. þingmenn unnið eið
að stjórnarskránni.
í öðru lagi var með þessu stung-
ið upp á, að horfið yrði að löngu
afnumdu og úreltu skipulagi, og
það svo greinilega að hin konung-
kjörna sveit átti að vera nær fer-
falt mannfleiri en í gamla daga,
eða meiri hluti af tölu alþingis-
manna.
Sú stefna, sem beinist að því að
hverfa aftur að afnumdu og úr-
eltu skipulagi — hún nefnist aft-
urhald.sstefna (Reaktion). Hún
gengur lengra aftur á bak en í-
haldsstefna (Konservatisme).
»Sjálfstæðismennirnir« í gæsa-
löppunum eiga því ekki einu sinni
skilið að kallast íhaldsmenn; eftir
síðustu atburði er þeirra rétta
nafn aftivrhaldsmenn.
Að réttu lagi ætti því »Sjálf-
stæðis«-flokkurinn — hann nefnd-
ist næst áður íhaldsflokkur, þar
áður Borgaraflokkur, þar áður
Sparnaðarbandalag, þar áður
Kosningabandalag o. s. frv. —
enn að breyta um nafn og kalla
sig afturhaldsflokk.
Þegar það brást að koma á fót
22 manna konungkjörinni sveit,
þá ætluðu hinir umboðslausu að
gera sig sjálfkjörna og -veita sér
umboðin sjálfir. Allir vita hvernig
það endaði. Foringjar afturhalds-
og byltingarmanna tilkynntu há-
tíðlega, að Gunnar nokkur frá
Selalæk hefði tortímt öllum stór-
um áformum. Ævintýri' hinna
væntanlegu konungkjörnu var á
enda kljáð, hin fyrirhugaða
st j órnarbylting af turhaldsmann-
anna var að engu orðin, en hvort-
tveggja þetta varð aðhlátursefni
landshornanna á milli.
Nú gengur dómur þjóðarinnar
yfir afturhaldsmennina, sem ætl-
uðu að verða konungkjörnir.
Næstu kosiiingar,
Nú standa kosningar til Alþing-
is fyrir dyrum. Undirbúningur
undir kosningabardagann er þeg-
ar haf^nn af öllum flokkum fyrir
alllöngu, en hörðust verður sókn-
in á kjördegi.
Það er afar áríðandi fyrir alla
kjósendur að athuga vel atburð-
ina á stjórnmálasviðinu, áður en
þeir festa atkvæði sitt. Ef allir
málavextir eru skoðaðir af kjós-
anda og hann kýs síðan eftir
beztu sannfæringu, að vel rann-
sökuðu máli, er ekki hægt að
segja að hann kjósi blindandi. En
fari hann aðeins eftir blindri
flokkstrú, án þekkingar á mál-
efnum þjóðarinnar, er varla hægt
að segja að hann noti rétt sinn
vansalaust við kosningarborðið.
Þessar kosningar, sem nú
standa fyrir dyrum, eru án efa
þær mikilverðustu, sem enn hafa
farið fram á þessu landi, og þess-
vegna aldrei nauðsynlegra fyrir
alla en nú, að nota kosningarrétt
sinn þannig, að hann verði landi
og lýð til gagns og hamingju. Mun
eg síðar drepa á það, hvers vegna
kosningarnar séu svona þýðingar-
miklar í þetta skipti.
Bardaginn við kosningarnar
verður aðallega á milli tveggja
flokka. Að vísu leggja fjórir
flokkar til orustu, en aðeins
tveimur kemur til hugar að ná
hreinum meirihluta við kosning-
arnar.
Annar er íhaldsflokkurinn, sem
uppnefndi sig fyrir stuttu »Sjálf-
stæðisflokk« (til að dylja innræti
sitt!). Það er flokkur kaupmanna,
embættis- og stórútgerðarmanna
eða yfirleitt hinna efnaðri í þjóð-
félaginu. Það er flokkur þeirra
manna, sem hafa nóg fyrir sig að
leggja. Verkalýðurinn hefir með
vinnu sinni, skapað þeim lífsþæg-
indin og komið peningavaldinu í
hendur þeirra. Það eru menn sem
kæra sig ekkert um alþjóðarfram-
farir, en vilja sitja rólegir í dún-
hreiðrum sínum og láta þræla
mikið fyrir sig, fyrir litla borgun.
Þessir menn, sem byggja upp áð-
urnefndan flokk, vilja veita pen-
ingastraumi landsins að sjónum,
en láta landbúnaðinn svelta. Þetta
er aðalstefna þeirra. Hinn flokk-
urinn er Framsóknarflokkuri'nn,
flokkur bænda og samvinnu-
manna og yfirleitt allra þeirra,
sem bera hag alþjóðar fyrir