Dagur - 18.06.1931, Blaðsíða 1

Dagur - 18.06.1931, Blaðsíða 1
DAOUR Mmur út & hverjnm fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi íyrir 1. júll. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirft- inga. Afgreiðslan er hjá Jáni Þ. Þór, Norðurgötu 3. T&lslmi 11K Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til aí- greiðslumanns fyrir 1. des. Hinn 12. þ. m. andaðist á sjúkrahúsinu ástkær eiginmaður, faðir og tengdafaðir okkar, Jóhann Friðfinnsson. Jarðarför hans er ákveðin laugardaginn 20. júní og hefst með húskveðju frá heimili hins látna, Eyrarlandsveg 29, kl. 1 e. h. Akureyri 17. júní 1931. Helga Jónsdóttir. Soffía Jóhannsdóttir. Ingibjörg Jónsdóttir. Einar Jóhannsson. Júníus Jónsson. Urslit kosninganna 12. júní. A k u r e y r i: Kosinn var Guðbrand- ur ísberg (S.) með 598 atkvæðum. Einar Olgeirsson (K.) fékk 434 atkv., Kristinn Ouðmundsson (F.) 305 og Erlingur Friðjónsson (J.) 158 atkv. Seyðisfjörður: Kosningu hlaut Haraldur Guðmundsson (J.) með 274 atkvæðum. Sveinn Árnason (S) fékk 145 atkv. ísafjörður: Par var Vilmundur Jðnsson, (J.) kosinn með 526 atkvæð- um. Sigurður Kristjánsson (S.) fékk 339 atkv. Hafnarfjörður: Kosinn var Bjarni Saæbjörnsson (S.) með 741 atkv. Steíán Jóh. Stefánsson (J.) fékk 649 atkv. Vestmannaeyjar: Jóhann JÖS- efsson (S.) var kosinn með 753 atkv. Porsteinn Víglundsson (J.) fékk 235 atkv., ísleifur Högnason (K) 220 atkv. og Hallgrímur Jónasson (F.) 34 atkv. Reykjavík: A-listi - jafnaðar- menn — fékk 2628 atkvæði; B-listi — kommúnistar — 251 atkv.; C-listi — Framsókn — 1234 atkv.; D-listi — Sjáifstædismenn — 5576 atkv. Sjálfstæðislistinn kom þahnig að þremur þingmönnum, og eru þeir þessir: Jakob Möller, Einar Arnórssou, Hagnús Jónsson. Héðinn Vaidimarsson náði einn kosn- ingu af hálfu jafnaðarmanna. A u s t u r-S k a f t a f e 11 s s ý s 1 a: Kosningu hlaut Dorleifur Jónsson (F.) með 317 atkv. Sigurður Sigurðsson (S.) fékk 138 atkv. og Einar Eiríks- son 9 atkv. Vestur-Skaftafellssýsla: Kosinn var Lárus Helgason (F.) með 390 atkv. Qísli Sveinsson (S.) fékk 377 atkv. Rangárvallasýsla: Parhlutu kosningu: Jön ÚlafSSOn (S.) með 761 atkv. og Sveinbjöru Högnason (F) með 603 atkv, JSkúli Thorarensen (S Xfékk 581 atkv., Páll Zophoníasson (F.) 557 og Qunnar frá Selalæk (Utanfl.) 237 atkv. Árnessýsla: Par hlutu kosn- ingu: Jörundur Brynjólfsson (F.) með 974 atkv. og Magnús lorfáson (F.) með 904 atkv. Eiríkur Einarsson (Utanfl.) fékk 642 atkv., Lúðvík Nordal (S.) 546 atkv., Einar Magnússon (J.) 211 og Felix Quðmundsson (J.) 137 atkv. Mýrasýsla: Bjarni fisgeirsson (F.) hlaut kosningu með 449 atkv. Torfi Hjartarson (S.) fékk 349 atkv. Snæfellsnessýsla: Halldór Steinsson (S.) var kosinn með 492 atkv. Hannes Jónsson dýraiæknir (F.) hlaut 475 atkv. og Jón Baldvinsson (J) 246 atkv. Vestur-ísafjarðarsýsla : Par hiaut kosningu fisgeir fisgeirsson (F.) með 541 atkv. Thor Thors (S.) fékk 233 atkv. óg Sigurður Einars- son (J) 35 atkv. V e s t u r-H únavatnssýsla: Kosinn var Hannes Jönsson, kaupfé- lagsstjóri (F.), með 345 atkv. Pétur Magnússon (S.) fékk 275 atkv. og Sigurður Qrímsson (J.) 21 atkv. A u s t u r-H únavatnssýsla: Kosningu hiaut Guðmundur Ölafsson (F.) með 513 atkv. Pórarinn Jónsson (S.) fékk 417 atkv. Skagafjarðarsýsla: Par náðu kosningu: Sfeingrímur Steinpórs- son (F.) með 813 atkv. og Magnús Guðmundsson (S.) með 793 atkv. Bryn- leifur Tobiasson (F.) fékk 778 atkv., Jón Sigurðsson (S.) 776 atkv., Stein- þór Guðmundsson (J.) 47 atkv. og Laufey Valdimarsdóttir (J.) 37 atkv. N o r ð u r-M ú 1 a s ýs 1 a: Kosnir voru: Páll Hermannsson (F.) með 619 atkv. og Halldór Stefánsson (F.) með 611 atkv. Árni Jónsson (S.) fékk 313 atkv. og Árni Vilhjálmsson (S.) 307 atkv. Gullbringu-og Kjósar- s ý s 1 a: Úlafur Thors (S.) náði þar kosn- ingu með 1039 atkv. Brynjólfur Magnússon (F.) hlaut 368 atkv. og Guðbrandur Jónsson (J.) 101 atkv. D a I a s ý s 1 a: Jónas Dorbergsson (F.) var kosinn með 385 atkv. S g- urður Eggerz fékk 310 atkv. Suður-Múlasýsla: Kosn- ingu hiutu: Sveinn Ölafsson (F.) með 854 atkv. og Ingvar Pálmason (F. með 845 atkv. Magnús Qíslason (S.) fékk 675 atkv., Árni Pálsson (S.) 618 atkv., Jónas Quðmundsson (J.) 445 atkv. og Arnfinnur Jónsson (J.) 421 atkv. Barðastrandarsýsla: Kosn- ingu hlaut Bergur Jónsson (F.) með 747 atkv. Hákon Kristófersson (S.) fékk 332 atkv., Árni Ágústsson (J.) fékk 61 atkv. Borgarfjarðarsýsla: Par var Pétur Ottesen (S.) kosinn með 603 atkv. Pórir Steinþórsson (F.) fékk 428 atkv. og Sveinbjörn Oddsson (J.) 32 atkv. Norður-Pingeyjarsýsla: Kosningu hlaut Björn Kristjánsson (F.) með 344 atkv. Benedikt Sveinsson (F.) fékk 254 atkv. FrambjóðandaSjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi er að engu getið. Er þá aðeins ófrétt um kosninga- úrslit úr þessum fjórum kjördæm- um: Eyjafjarðarsýslu, S.-Pingeyjar- sýslu, Strandasýslu og Norður- ísafjarðarsýslu. En ekki leikur það á tveim tungum, hverjir ná kosningu í þessum kjördæmum. Eru þá heild- arúrslitin sýnileg nú þegar. Pau verða þessi: Framsókn hefir 23 þingsæti, »sjálfstæðið« 15 og AI- þýðuflokkurinn 4. Framsókn fœr pannig hrein- an meiri hluta. ------O---- Brot úr m Aljiingis. AlþýduskólinnáLaugum Á A'þingi 1923 ber fjárv.nefnd Nd., eftir beiðni þingeyskra ung- mennafélaga, fram tillögu um bygg- ingarstyrk til Laugaskóla, 2/s kostn- aðar, allt að 35 þús. kr. Mótmæli komu fram frá Hákoni Kr., byggð á því, að ekki megi að svo stöddu leggja fé til þessháttar skóla; það verði að biða uns fjár- hagur batnar. Pétur Ottesen tekur líkt í málið og H. Kr. Till. var samþykkt með 21 atkv. gegn 7, Allir Framsóknarmenn voru með henni. I Ed. ber Jón Magn. fram breyt- ingartill. um að fella styrkinn niður. í umræðum um málið segir hann meðal annars: »Menntamálanefndin (þ. e. Sig. Sivertsen og Ouðm. Finnbogason, skipaðir af Alþ. 1919) vill hafa hina eiginlegu ungmennaskóla 4, auk Eiðaskóla. Oert var ráð fyrir, að ríkið legði fram helming stofnkostn- aðar og 3U hluta reksturskostnaðar. Eg lagði ekki fyrir á þingi i fyrra frv. þeirra, af því mér virtust gerðar of miklar kröfur til ríkissjóðs. En nú virðist mér að hyggilegra hefði verið að gera það. Hér eru á ferð- inni kröfur, sem ekki er auðvelt að sjá hverjar afleiðingar hafa.. Eg væri ekki að amast við þess- um styrk, ef eg vissi ekki, að hér fylgdu eftir kröfur, sem ógerlegt verður að neita. Auk þess virðist nokkuð undarlegt að veita mikið fé til þessa skóla, en verða að neita sér um nauðsynleg hús handa Eiðaskóla : . . . . En af því eg veit, að það þýðir ekkert að halda br.till. áfram, þá tek eg hana aftur«. Á Alþ. 1925 kemur fram till. frá fjárv.nefnd um að veita 5 þús. kr. til sundlaugar við Laugaskóia. Jón Sig. lýsir yfir því, að nefndin hafi ekki getað orðið sammála um þenna styrk. Telur hann styrkinn varhuga- vert fordæmi, þar sem síðar kunni að koma óskir um styrk til slíkra lauga og leikfimishúsa, sem þá verði að hlýta sömu reglum. Tryggvi Pórhallsson er framsögu- maður nefndarinnar og mælir með styrknum. Var styrkveitingin samþ. með 16 gegn 12 atkv. íhaldsmanna. Fjárveitinganefnd Ed. leggur til að fella styrkinn niður, en ætla Laugaskóla hlutdeild í 3 þús. kr. framlagi til sundlauga, sem á að skiftast milli margra og má hvergi néma meiru en byggingarkostn- aðar. Jónas Jónsson mælir fyrir, að styrkurinn standi óbreyttur. Bendir hann á, að annað verði að gilda um þessa laug en aðrar, sem um sé að ræða, þar sem í henni verði kennt sund mest allt árið, mönnum víðsvegar að. Tillaga nefndarinnar um að fella styrkinn niður var felld með 7 gegn 7 atkvæðum. Pá eru sett f þeirri sömu deild þau ákvæði um héraðsskóla, að styrkur skuli ekki veitast til bygg- ingar þeim, nema 2—3 sýslufélög standi að skólastofnuninni. í umræðum um málið bendir Jónas Jónsson á það, að samþykkt þessi muni tefja um ófyrirsjáanlegan tíma fyrir því, að reistur verði skóli á Suðurlandsundirlendinu, þar sem sýnt sé, að sýslurnar komi sérekki satnan um skólastaðinn. Framsðgumaður, Jóh. Jóhannes- son, ber ekki á móti því, að þetta sé rétt. en leggur þó til að ákvæðið sé samþykkt. Var það síðan samþ. f Ed. med

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.