Dagur - 18.06.1931, Blaðsíða 2

Dagur - 18.06.1931, Blaðsíða 2
122 DAGUR 32. tbl. IIHHHHHHHHHHHUI Rek-síldarnet uppsett og slöngur. Preseningar — ýmsar stærðir. Taumar með áhnýtt- um önglum. Línuverk, allar tegundir, tjargað og ótjargað. Ávalt fyrirliggjandi með lœgsia verði. Kaupféiag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. BilimillMiiIlllillllBB My ndastof an Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. 9 gegn 4 atkv. Neðji deild fellir síðan ákvæðið burtu, en setur inn i staðinn, að skóiastaður skuli ákveðinn og áætlun og teikning samþ. af stjórnarráðinu. Var þetta samþykkt með 15 gegn 7 atkv. Framsögum. fjárv.nefndar í Ed., Jóh. Jóh., telur >þessa breytingu til hins verra .... Meiri hluti nefnd- arinnar álitur, að héraðsskólar eigi ekki að vera of margir .... Hins- vegar er þvi ákvæði haldið, sem skilyrði fyrir styrkveitingunni úr rikissjóði, að trygging sé fyrir nægu fjárframlagi á móti ríkisstyrknum, ekkiaðeins til að koma væntanlegu skóiahúsi upp, heldur og til rekst- urs skólans. Treysti eg hæstv. stjórn til að gæta þessa«. Oeta má þess, að ef það skilyrði hefði í upphafi verið sett fyrir styrk- veitingu til stofnunar héraðsskóla, að 2 eða fleiri sýslufélög slægju sér saman, hefði Laugaskóli aldrei kom- ist upp. Einnig hins, að meðan íhaldsflokkurinn, sem vildi fylgja þessu, hélt um stjórnartaumana, komst Laugarvatnsskóli ekki á iagg- irnar; samkomulag náðist ekki milli sýslnanna um skólastaðinn. Árið 1927 kemur erindi til Alþ. frá Kvenfélagi Suður-F*ingeyinga um styrk til húsbyggingar fyrir hús- mæðradeild fyrir Alþýðuskólann á Laugum. Fjárv.nefnd Nd. leggur til að veita til þess 11 þús. kr., eða 2/5 byggingarkostnaðar. — Fram. sögumaður er Tryggvi Pórhallsson. Um þessa tillögu segir Björn Lin- dal: »Pað væri þðrf á að tala langt mál um þetta skipulagslausa skóla- fargan, sem nú gengur eins og farsótt um þetta land, en eg ætla þó ekki að gera það að sinnUi Pá segir hann um kostnaðaráætl- unina: »Pá eykur það ekki trú mína á þessa áætlun, að þessi stofnun á að standa f sambandi við Lauga- skólann, sem lðngu er orðinn al- ræmdur fyrir það, hvernig fjármálum hans er stjórnað*. Enn segir sami þm. um Lauga- skóla: »Pað er rétt, að aðsókn þangað er mikil, en hitt mun orka tvímælis, hver þjóðarheill stafar af þeirri aðsókn. Eg vil biðja þá hátt- virtu herra, $em alitaf þykjast vera að berjast fyrir aukinni fræðslu og fleiri skólum, að athuga vel, hvort það muni alltaf vera full sönnun fyrir ágæti hvers skóla, að mikil sé aðsókn að honum. Eg tel það ekki sérlega eftirsóknarvert, að mæðurnar og feðurnir séu alein og hjálparlaus heima, meðan börn þeirra þyrpast saman í stofnanir, sem skólar eru kallaðir, en stjórnað er á þann hátt og í þeim anda, að betra væri að unglingarnir hefðu aldrei þangað kornið*. Ennfremur segir hann um tiliðg- una: »Ef svo hraklega tekst til að þetta verði samþykkt«. Siðar segir sami þm. í umræðum um sama mál: »Eg vil byrja á að taka það fram, að eg tel það ekki rétt af Alþ, að styðja að því með ógætilegum fjár- veitingum, að sýslusjóðum landsins sé stofnað í fjárhagslegan voða. Hv. þm. Suður-Pingeyinga veit eins vel og eg, að sýslusjóður Suður-Ping- eyjarsýslu er ekki svo vel stæður, meðfram sakir fjárframlaga til Lauga- skóla og ábyrgðar fyrir hann, að á hann sé bætandi nýjum fjárfram- lögumc. Aðdróttunum þessum, um fjárhag Suður-Pingeyjarsýslu og Laugaskóla, mótmælti þm. Suður-Pingeyinga, tngólfur Bjarnarson, og bauðst til að láta þingm. í té skýrslur i þvi efni. Síðar segir B. L. um Laugaskóla : »Mér er kunnugt um að í Lauga- skóla fær unga fólkið sannarlega að leika sér. Pað er verið að læra sund og dans og eitthvað verið að káka við bókleg fræði. En það hef- ir lítið verið prófað hvað fólkið kann eftir þenna lærdóm, Og með- an mér er ekki grunlaust um, að þetta unga fólk læri þar sumt það, sem góðir foreldrar vilja helzt ekki láta börn sín læra heima hjá sér, tel eg þetta aðstreymi að skólanum til engra bóta.< Og enn segir hann: »Pað er alkunnugt, að skólar hér á landi eru engin gróðafyrirtæki, jafnvel þó reknir séu með forsjálni og fyrirhyggju, hvað þá heldur þegar reksturinn er í höndum þeirra manna, sem engu kunna vel að stjórna.* Samþ. var við 2. umræðu, með 15 gegn 12 atkv. að veita styrkinn. Oekk þannig nálega hver og einn ihaldsmaður í deildinni i lið með B. L. Við 3. umræðu í Nd. ber B. L. fram tillðgu um 70 þús. kr. Ijár- veiting til húsmæðraskóla Norður- lands, sem samkv. lögum nr. 37, 26. okt. 1917 á að standa í grennd við Akureyri, en til vara leggur hann til að styrkur til húsmæðradeildar við Laugaskóla falli niður, en þessi komi i staðinn. í umræðum viðurkennir flutnings- maður tillögunnar, B. L;, að skóla- staður sé óráðinn og engin kostn- aðaráætlun til. Síðar segir hann: »Eg vil um leið benda á, að í rauninni er meiri þörf húsmæðra- fræðslu í kaupstöðum en í sveitum. .... Pað er í stuttu máli sagt hugs- un norðlenzkra kvenna að koma á fót sameiginlegum húsmæðraskóla fyrir sveita- og kaupstaðastúlkur svo nærri Akureyri, að stúlkur þaðan geti skaplega sótt skó!ann.« Aðaltillagan var felld með 19 gegn 8 atkv., og varatill. einnig felld með 16 gegn 10 atkv. Rétt er að taka það fram í sam- bandi við þetta, að aldrei síðar hef- ir verið leitað eftir styrk til að reisa húsmæðraskóla Norðurlands, þann er B. L. bar fram tillögur um. Sannar það, að þær hafa aðeins verið bornar fram i þeim tilgangi að spilla fyrir húsmæðradeildinni við Laugaskóla.* í Ed. gerir fjárv.nefnd tillögu um að fella styrkinn til húsmæðradeild- arinnar niður. Myndar þar I. H. B. meirihluta í nefndinni og mæiir á- kveðið með því í umræðum að fella hann. Pá segir hún meðal annars: »Pað sem okkur hefir greint á um, er það, að eg vil koma föstu skipulagi á húsmæðrafræðsluna. En öli þau ár, sem hún situr á þingi, gerir hún ekkert f því efni, nema að reyna að gera Kvennaskóla Reykjavfkur að ríkisskóla. Jónas Jónsson bendir á í þessu sambandi, að frá fjárv.nefnd Ed. komi fjórar br. till., sem rýri aðstöðu húsmæðra- fræðslu I landinu, og að h H. B. hefði haft aðstöðu til að koma f veg fyrir þær allar þar í nefndinni. Pessu er ekki mótmælt, enda sýnir atkvæðagreiðsla, að Einajr Árnason og Ouðm. Ól., sem báðir eru f nefndinni, greiða atkv. á móti breyt. tillðgunum. Tillaga nefndarinnar var samþ. með 8 gegn 6 atkv. Allir íhalds- menn í deildinni sðgðu já. I neðri deild verður það að sam- komulagi, að taka aftur allar br.till. sem fram komu við fjárlögin, eftir að þau komu frá Ed. og þar á meðal tillögur um að taka aftur inn á fjárlögin styrkinn til skólans. Var það gert til þess að opna þau ekki, svo þau þyrftu ekki aftur til Ed. Á fjárlagafrv. því, er stjórnin (þ. e. Tr. P., J. J. og M. K.), leggur fyrir þingið 1928, leggur hún til að veittar séu 11 þús. kr. til hús- * Þó ber Ingibjörg H. Bjarnason fram á þingi 1928 till. til þingsál, um að stofna skólann, en ekki er hægt að sjá, að hún hafi haft neitt umboð til þess frá neinum, því ekkert erindi fylgir frá norðlenzkum konum. Verður því þessi tillaga varla tekin alvarlega, Hún var aldrei rædd og I. H. B. virð- ist hafa unað því vel, því á þeim tveim þingum, sem hún situr eftir þetta, hreyfir hún ekki málinu, mæðrafræðslu við alþýðuskóla Ping- eyinga, * i 2h byggingarkostnaðar: Fjárv.nefnd leggur til að þessi styrkur sé hækkaður upp f 13 þús. kr. með tilliti til þess, sem er einn- ig tillaga hennar, að styrkur til að reisa alþýðuskóla í sveitum verði framvegis ‘/2 f stað 2ls byggingar- kostnaðar. — Pét. Ottesen og Jón Sig. bera fram breyt. till. um að feila þenna styrk niður. Breytingartillagan var felld með 17 gegn 9 atkv. 0 ' Kristneshæli. Eins og kunnugt er, brann þak- hæðin á Kristneshæli í vetur. Er nú fyrir nokkru lokið við að reisa hana aftur. Var bygging þessi boðin út og komu fram eftirfar- andi tilboð: Eggert Guðmundsson og Sigtr. Jónsson kr. 16880.00. Jón Guðmundsson og Einar Jó- hannsson kr. 16400.00. Þorsteinn Þorsteinsson kr. 16000.00. Eggert Melstað kr. 14900.00. Guðm. ólafsson. kr. 9200.00. Var gengið að síðasta og lægsta tilboðinu og hefir nú G. 6. lokið verkinu eins og áður er sagt. Seg- ist hann hafa hagnast vel á því. Eftirlitsmaður með verkinu var Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistari. ------0----- Þau hjónin Sigurbjörn Á. Gíslason og Guðrún Lárusdóttir frá Reykjavík, sem eru nýkomin hingað til Akureyrar með 4 börnum sínum uppkomnum, til að vera í brúðkaupi Halldórs sonar síns og ungfrú Valgerðar Ragnars, ætla að flytja erindi annað kvöld í Samkomu- húsi bæjarins, til að styrkja elliheimil- issjóð Kvenfélagsins »Framtíðin« hér í bænum. Frúin mun tala um starfsamar konur en Sigurbjörn um elliheimili. Hann er formaður nefndar þeirrar, er stofnaði og reisti elliheimilið í Reykja- vík. I , 0 — Morgunn, 1. hefti þ. á., er fyrir nokkru út kominn. Er ritið að vanda prýðilega vel skrifað og hið læsileg- asta. Efnið er á þessa leið: »Hugmyndirnar um annað lif«, eftir ritstjórann Einar H. Kvaran.— »Nýjar raddir«, eftir síra Ragnar Ei Kvaran. — »Fundir Einers Nielsen*, eftir síra Kristinn Daníelsson. — »Stjörnur og líf«, eftir sr. R, E. Kvaran. — »Spiritisminn og enska biskupakirkjan*. — »Hjá líkamninga- miðlum*, eftir A. V. Peters. — »Margir heirnar*, eftir Jakob Jóh. Smára. — »Andrés P. Böðvarsson«. — »Peir koma«, kvæði eftir J. J. Smára. — »Pascal Forthuny*, eftir sr. Kristinn. Daníelsson. Pað er alltaf hressandi að lesa tímaritið Morgun og ekki sízt það sem þeir skrifa feðgarnir Kvaran. Tapast hefir grár hestur, dökkur á tagl og fax, nýlega afrakaður ogjárnaður. Mark: fjöður aftan bæði eyru, Hver, sem kynni að verða var við hest þenna, er vinsaml. beðinn að gera mér undirrituðum aðvart, eða Benedikt “Eínarssyni söðlasm. á Akureyri, geen greiðslu á fyrirhöfn. Syðsta-Samtúni í Olæsibæjarhr. lö.júní 1931, HERMAMN VALQEIRSSON,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.