Dagur - 09.07.1931, Síða 3

Dagur - 09.07.1931, Síða 3
35. tbl. DAGUR 135 Björn Líndal ber fram tillögu til rökstuddrar dagskrár þess efn- is að vísa tillögunni frá í trausti til þess, að ríkisstjórnin sjái sér fært að veita fátækum nemendum frá Akureyrarskóla ferðastyrk til þess að fara til Reykjavíkur að taka próf. Þó tekur hann fram, að eigi megi taka það sem fordæmi fyrir því, að þannig lagaður styrkur verði veittur áfram. Framsögumaður, Jónas Krist- jánsson, segist taka ummæli há- skólaráðsins til greina og snúast að tillögu B. L. og á móti sinni eigin tillögu. Umsögn háskólaráðsins um þetta mál hafði einnig verið fengin ár- inu áður og þar segir meðal ann- ars: »Ef sama eftirlit er með stú- dentsprófi á Akureyri og í Eeykjavík, sér háskólaráðið ekk- ert athugavert við það, að Akur- eyrarskóli fái rétt til að útskrifa stúdenta svo framarlega sem það verður ekki talið koma í bága við háskólalögin. Og jafnskjótt og' Akureyrarskóli fær eins góða kennslukrafta og menntaskóli Reykjavíkur virðist mega telja þá jafngilda, og munu þá stúdentar frá Akureyri fullnægja skilyrðum háskólalaganna«. Tryggvi Þórhallsson bendir á, að ekkert nema prófið geti skorið úr, hvort skólarnir séu jafngildir. Það sé algengt að menn hafi tekið stúdentspróf og farið í háskólann án þess að vera í nokkrum lærð- um skóla. Þar hafi prófið verið látið sýna getuna, og nú sé stjórn- inni vorkunnarlaust að skipa þá prófdómendur að Akureyrarskóla, sem lagt geti dóm á kunnáttu nemendanna. Það sé ekki annað en vantraust á stjórnina að treysta því ekki. Umsögn háskóla- ráðsins sé aðeins notuð til þess að hindra Norðlendinga í því að ná rétti sínum. Rökstudda dagskráin frá B. L. var felld með 22 atkv. gegn 20. Með henni voru allir íhaldsmenn að undanteknum Einari Jónssyni. Aðaltillagan var felld með 21 atkv. gegn 21. Allir íhaldsmenn voru á móti. Vorið 1927 fóru nemendur suð- ur til Reykjavíkur og tóku þar próf. En með bréfi, dags. 25. okt. 1927 tilkynnir dóms- og kirkju- málaráðuneytið skólameistaranum á Akureyri, að Gagnfræðaskóli Akureyrar skxili framvegis hafa heimild til að halda uppi lærdóms- deild og útskrifa stúdenta eftir reglugerð, sem ráðuneytið muni seinna gefa út. Sú reglugerð kom vorið 1928. Jafnframt því sem Ihaldsmenn eru að berjast á móti því, að Ak- ureyrarskóli fái rétt til að út- skrifa stúdenta, eru sumir þeirra að reyna að gera Menntaskóla Rvíkur að samfelldum lærðum skóla og slíta þar með alveg því sambandi, sem verið hafði á milli skólanna. Á Alþ. 1925 ber Bjarni Jónsson fram frv. um þetta. Um það segir hann: »Á það legg eg höfuðáherzl- una, því samband hans (Mennta- •••••••••••••••••••«••••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••••••••••••••••••••••• • • • • • • • • • ••• • ••• • ••• • • • • • ••• • •• • • ••• • ••• • •• • • ••• • • • • • • • • • • • • • ••• • • • • • ••• • •• • • • • • • •• • • •• • • ••• • ••• ■■■■ ■ ■BK ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ • • % • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • ••• • •• • »••• • • • « • ••• • • • • • • • • • • • • • ••• • ••• • ••• • ••• • ••• • ••• ■ ••• • ••• • ••• • •o»| VERÐLÆKKUN. í dag og næstu daga seljum við ýmsar vörur með mikið lækkuðu verði. T. d. 25 karlm.föt með 20 —30% afsl. 100 karlm.föt með 10% afsl. 75 kven- kjólar ullar og tricotin með 10—25°/0 afsl. 40ryk- frakkar við peysuföt með 10—25% afsl. 100 hr. sportskyrtur nú á kr. 4.50 stk. 50 hr. sportbuxur nú á kr. 7.50 stk. Nœrföt, karlm. með 10—25% afsl. ódýrust á kr. 3.00 settið. Nœrföt, kvenna með 10% afsl. ódýrust á kr. 2.50 settið. Telpubuxur (á ca. 8—15 ára). Nú kr. 0.75 st. Bómullarteppi ágæt, áður 5,50 nú á kr. 4.00 st. Telpusvuniur með 10—25% afsl. Undirsœngurdúkur, sá bezti sem völ er á. Kr. 14íverið. Yfirsœngurdúkur kr. 7.50 í verið. Kvensokkar mjög ódýrir o, m. fl. NOTIÐ YÐUR VERÐFALLIÐ. BRAUNS VERZLUN. Páll Sigurgeirsson. • •• • ••• • ••• • • • • • ••• • ••• «••• • ••• • ••• • ••• • •• • • • • ••• • ••• • ••• • ••• • ••• • ••• • ••• • ••• • ••• ■ ■■■ ■ ■■■ ■■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ • • • • • ••• • • ■• • ••• • • • • • ••• • •• • • • • • • ••• • ••• • •• • • • • • • • • • • • • • ••• • ••• • ••• • • • • • ••• • • • • • ••• • ••• • ••• • ••• TTTTTTTTVí® •••*••«•••• • •■■■■bqbmb ■■■■■■■■■■■■• • »•••«.. ••••••••••••••••••••••••■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■•••••••• •••••••••••*••••••••••••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••••••• .»«««»«•>•••••••••••••••■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■•«••••« skólans) við Gagnfræðaskólann er mjög svo óeðlilegt«. Frumv. var vísað til mennta- málanefndar. Hún leggur til að vísa málinu frá með rökstuddri dagskrá. Umræður ui’ðu allmiklar; mæltu aðallega með málinu Bj. Jónss., Magn. Jónss. og Jak. Möller, en á móti Ásgeir Ásgeirsson, Tr. Þórh., Bernh. Stef. og Ben. Sv. Hákon lagði til að vísa málinu til stjóm- arinnar og var það samþ. með 14 gegn 13 atkv. Árið 1926 ber stjórnin fram frv. þetta í lítið eitt breyttri mynd. Var því vísað til mennta- málánefndar. Hún klofnar. Fram- sögum. meiri hl., sem vill samþ. það, var Magn. Jónss., en minni hl., sem vill fella það, Ásgeir Ás- geirsson. Frumvarpið varð ekki útrætt. • Þetta framanskráða yfirlit um skólamálin, þó stutt sé, sýnir glögglega, að íhaldsmenn hafa ekki átt neina hagnýta tillögu í þeim málum. Þeir berjast á móti styrkjum til alþýðuskólanna og húsmæðraskólanna. Þeir slá því oft fram, að þeir séu ekki á móti þessum málum, ’en þeir vilji bara skipuleggja þau áður en ráðizt sé í framkvæmdir. En þó varast þeir eins og heitan eldinn að bera fram nokkrar tillögur um, hvernig þau skuli skipulögð og viðurkenna sjálfir, að þeir hafi sezt á það, sem til þeirra hafi komið í því efni. Enda er það lokatilraun þeirra, þegar ekki er unnt að drepa eitthvert mál, að vísa því til stjórnarinnar, henni mátti treysta til að svæfa það. Að öðru leyti skýrir yfirlit þetta sig sjálft, en nánari upplýs- ingar um framkvæmdir Fram- sóknarflokksins í þessum efnum er að finna í skýrslum þeim um opinberar framkvæmdir á síðasta kjörtímabili, sem stjórnin hefir gefið út. o---- Jómfrú Ragnheiður. Fyrir nokkru las eg ritdóm, sem byrjaði á þeim athugasemdum, að þó íslenzk alþýða væri óneitan- lega mjög leshneigð, þá væri hún svo »ókrítisk« sem framast mætti verða. Læsi allt, sem hendur á festi, án nokkurs greinarmunar. Þessvegna bæri þeim, sem vitið hefðu, að vega og meta þær bæk- ur, sem út kæmu, alþýðu til leið- beiningar. Fávís alþýðan átti að geta slegið upp á ritdómum menntamannanna og lesið sér þar til, hvort þessi eða hin bókin væri í húsum hæf eða ekki. Eg hygg að 'alþýða manna sé alls ekki eins ódómbær á bækur og sumir menntamenn virðast álíta. Þorri hennar myndi máske hika við að nota þau slagorð fullyrðinga, er þeir menn hafa á takteinum, er allt þykjast meta á mælikvarða þekkingarinnar. En hver skynbær maður finnur, hvort sagan er eðlileg eða eigi. Hvort bókin, sem hann les, hefir góð og göfgandi áhri'f eða hið gagnstæða; hann hefir sína eigin réttarmeðvitund sem mælikvarða á gildi hennar. Allt, sem menn lesa, skilur eftir spor sín í hugum þeirra, — engu síður það ógeðfellda en hitt, sem geðþekkt er. Bækur hafa stór- felld uppeldisáhrif á menn, vitan- lega mest á unglinga, en líka nokkuð á þá eldri; það er því alls ekki lítilsvert, hvaða bækur eru lesnar — og tæplega ábyrgðar- laust af þroskaðri alþýðu að taka þegjandi og andmælalaust við þeim bókum, sem vissulega eru engum til þroskunar og geta jafn- vel verið mörgum skaðlegar, — bókum, sem flytja villandi og ó- sannar myndir af lífinu. — I haust sendi Guðm. Kamban skáld- söguna SJcálholt á bókamarkað- inn. Atriðið, sem hann yrkir um, er hverjum landsmanni kunnugt og hefir fyr verið haft að yrkis- efni. Vandinn er að fylla í eyð- urnar milli sannsögulegu atrið- anna með sönnu eðlilegu lífi. En hefir þá Kamban tekizt það? Nei, vissulega ekki. Höfuðpersónan, Ragnheiður BrynjólfscLóttir, er svo óeðlileg, að það vekur undrun að svo reyndur rithöfundur* skuli opinbera sig að svo miklu þekk- ingarleysi á eðli kvenna. Engin átján ára unglingsstúlka myndi ganga svo frekt eftir jáyrði karl- manns, sem Ragnheiður er látin gera. Þó bónorð hennar sé að vísu óeðlilegt, þá er það þó hverfandi fjarstæða hjá því er síðar kemur. Kamban lætur kynhvötina vefa sterkasta þáttinn í ást Ragnheið- ar. Nóttina eftir eiðinn fer hún í rúm til Daða með það eitt fyrir augum, að fullnægja henni — og að það er ekki' augnabliksbrjál- semi þrjózkunnar, sprottin af þrengingum eiðsins, sézt bezt síð- ar í bókinni, því þar er það tekið fram, að löngu fyrir þessa nótt * Aths. setjaram, S. O. B.: Reyndur kvennamaður, finnst mér eðlilegra að standi þarna. Oiíu-pils og svuntur Járn- og glervörudeildini Guöm. Kwrl Pétursson frá Blómstur- völlum hefir lokið embættisprófi í lækn- isfræði við Háskólann í Rvík með ágæt- iseinkunn. Er hann fyrsti kandidatinn, sem hlýtur ágætiseinkunn við Háskóla Islands. hafi Ragnheiður legið nætur í röð andvaka af brennandi þrá ófull- nægðrar kynhvatar. Yfir samfundum þeirra Daða þessa nótt hvílir heldur engin al- gleymissæla óvita ástar. Ragn- heiður er einhuga. Hún ætlar ekki að láta Daða »hafna sér«. Með siíkum aðförum var ekki að búast við að hún gæti vakið ást hans, samúð, né skilning, enda er langt frá því. Sigur hennar er sá einn, að fá vakið hjá honum grimma ástríðu karldýrsins, en það virðist líka fullnægja henni, því hún var ekki að leita samúðarríkrar sálar, heldur aðeins líkama. í samtali við föður sinn fyrir eiðinn hikar Ragnheiður ekki við að afneita ást sinni á Daða — og þá »kemur lygin frá dýpsta grunni ástarinnar«; sömuleiðis býðst hún strax til að vinna eið- inn fyrir fjölskyldu sinni saman. En ef sú afneitun gat komið frá dýpsta grunni ástarinnar, þá gat hún það alveg eins í kirkjunni frammi fyrir prestum og söfnuði, því vitanlega var það aðalatriðið, að Ragnheiður sjálf sór fyrir ást sína, en ekki það hvað margir hlýddu á þá afneitun. Eiðurinn sjálfur var það sem máli skifti, en ekki áheyrendumir. f ritgerð sinni um Daða og Ragnheiði segir Kamban svo: »Hún hefir svarið af sér lygina, nú sver hún á sig frelsiðc. Þvílíkt

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.