Dagur - 10.09.1931, Blaðsíða 1
D AGUR
tamur út á hverjum fimtu-
dep. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir £ júlí.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanns-
lon I Kaupfélagi Eyfirfr-
inga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 8. Talsimi 118. ”
Uppsögn, bundin við ára<
mót, sé komin til af-
greiðslumanna fyrir 1. dss.
..............................................
XIV. ár. T Akureyri,
10. september 1931.
44. tbl.
Hérmeð tilkynnist, að 1. þ. m. andaðist að heimili sínu hér í bæn-
um Jón Jónsson (rá Bændagerði. — jarðarförin er ákveðin mánudaginn 14.
sept. n. k. og hefst með húskveðju á heimilinu, Oddeyrargðtu 10, kl. 1
e.h. Að henni lokinni verður Ifkið flutt til greftrunar að Lögmannshlíð
sama dag.
Aðstandendurnir.
Kjötsalan.
Markaðshorfur vœnkast.
F*að er siðvenja erlendis, að op-
inber verðskráning landbúnaðaraf-
urða fari fram við og við. Jafnaðar-
lega er þessi verðskráning nokkru
lægri en heildsöluverð hinna skráðu
vara. T, d. má nefna, að skráning
á dðnsku smjöri hefir verið 6 au.
lægri á kg. en heildsöluverðið. Eins
og kunnugt er, hefir verðfall á land-
búnaðarafurðum verið geysi mikið
erlendis á undanförnum tímum. T.
d. var verðskráning á fleski ekki
alls fyrir löngu komin niður í 72
au. á kg. og skráning á smjöri
niður í 1.82 kr„ en nú á siðustu
tímum hefir orðið nokkur breyting
& þessu til hins betra, og það svo,
að skráning á smjöri var, síðast er
fréttist, stigin upp í 2,12 kr. og
skráning á fleski upp í 1 kr. Hvort
hér er um varanlega verðhækkun
að ræða, eða skyndisveiflu einungis,
verður reynzlan að leiða f Ijós, en
vfst er um það, að danskir bændur
horfa nú nokkru vonglaðari fram á
veginn, en meðan skráningin var
sem lægst.
Jafnaðarlega er litið svo á.að verð-
skráning flesksins sé nokkuð ábyggi-
legur grundvöllur undir almennum
kjötsöluhorfum. Lágt eða fallandi
verð á fleski bendir til óvænlegs
kjötmarkaðs yfirleitt. Stígandi verð
á fleski ber vott um vænkandi sölu-
horfur á öðru kjöti. Fleskverðið er
þannig talinn einskonar kjötmark-
aðsviti á hverjum tíma.
íslenzkir kjötframleiðendur hafa
verið og eru mjög uggandi um
sölu á þessari framleiðslu sinni í
ár, og það ekki að ástæðulausu.
Hin hækkandi verðskráning flesks-
ins, sem getið er hér að framan,
ætti að geta gefið mönnum vonir
um að eitthvað kunni að rætast
betur úr með sölu þessarar framleiðslu
en vænzt hefir verið hingað til. Þó
er alltaf hyggilegt að gera sér ekki
of bjartar vonir, en bíða átekta.
En hér kemur annað til greina,
sem bendir i sömu átt með vænk-
andi kjötsöluhorfur. í sjálfu mark-
aðslandi frosna kjötsins, Englandi,
hefir nýlega farið fram skráning á
þeirri vöru.ogerhún nokkru hærri en
áður hefir vcrið. Ber þannig enn að
sama brunni með það, að leyfilegt
sé að ætla, að kjötsöluhorfurnar séu
að fara batnandi.
A ofangreindar staðreyndir utan
úr verzlunarheiminum virðist rétt að
benda kjötframleiðendum. Á þess-
um tímum ættu þeir að varast að
leyfa verzlunarbröskurum að smeygja
sér inn i kjötsöluna, til þess að
valda þar truflunum og skipulags-
glundroða.
----o----
NauðsvnjamaL
Fátt hefir staðið meira f vegifyr-
ir aukinni túnarækt hjá bændum
undanfarið, en vöntun á áburði.
Ymsir dugnaðarmenn í bændastétt-
inni hafa klifið þritugan hamarinn
til að brjóta land til nýræktar, en
þá hefir jafnan, fram undir þenna
tíma, viljað stranda á þvf skerinu,
að áburð hefir skort til að koma
landinu f fulla rækt.
Eftir stjórnarskiftin 1927 hefir
þetta þó breyfzt til batnaðar fyrir
aðgerðir Framsóknarstjórnarinnar,
eins og svo margt annað er snert-
ir landbúnaðinn.
Rikið hefir nú tekið að sér einka-
sölu á tilbúnum áburði og gert
ráðstafanir til að lækka verð á hon-
um, meðal annars með því, að
greiða flutningskostnað áburðarins
bæði á skipunum og jafnvel frá
kaupstöðunum inn í sveitir. Petta,
meðal margra annara ráðstafana
Framsóknarflokksins, hefir orðið til
þess, að víða hafa tún og brotið
land aukist á 4 sfðustu árum um
helming eða meira en áður hafði
verið á þúsund árum. Að sama
skapi hefir notkun tilbúins áburðar
margfaldast á þessum árum. En
þessi miklu innkaup á tilbúnum á-
burði kosta talsvert fé, sem allt fer
út úr landinu. Nú er kreppa öf heim
allan, og allar þjóðir keppast við að
flytja sem minnst inn og búa sem
best að sínu til að verjast krepp-
unni. Petta þurfum við að gera
svo sem framast er unt. Eitt af því,
sem við ættum að hætta að láta fé
fyrirútúr landinu, ertilbúinn áburð-
ur. Enginn skilji þó orð mfn svo
að eg vilji láta notkun tilbúins á-
burðar minnka í landinu, heldur
þarf hún þvert á móti að vaxa
ennþá meira. En við eifluni að framleiða
ábuiðinn í landinu sjálfu, þvf eg hygg,
að við stöndum þar sæmilega vel
að vígi. Við höfum jötunafl foss-
anna til að knýja áfram áburðarverk-
smiðjurnar. Ekki vantar andrúms-
loftið hér, sem að 3I* hlutum er
köfnunarefni (N— Nitrogenium). Við
höfum líka nóg kalk (Ca™ Calsium)
og eru þá upptalin þau hráefni, sem
til þess þarf að framleiða köfnunar-
efnisáburð f kalksamböndum, t. d.
kalksaltpétur (Ca (N03)2) o. fl. teg-
undir kalkköfnunarefnis; en það er
einmitt köfnunarefnið, sem tilfinn-
anlegast vantar vfða hér á landi í
jarðveginn. Af þessu er auðsætt að
ekkert er því tif fyrirstöðu, frá nátt-
úrunnar hendi, að framleiða köfn-
unarefnisáburð hér á landi. Hvað
snertir fosforsýru og kalíáburð þá
er framleiðsla á þeim tegundum
erfiðari hér vegna hráefnaskorts, en
þá er þess að gæta, að beinamjöl
úr fiskbeinum getur mikið bætt úr
fosforsýruskorti jarðvegsins. Hér er
talsvert framleitt af beinamjöli úr
hertum ósöltum fiskbeinum og
þyrfti að rannsaka áburðargildi þess
og gera bændum fært að nota það
meir en verið hefir. T. d. væri
hægðarleikur að láta síldarverksmiðju
ríkisins mala fiskbetn að vorinu og
láta svo bændur fá mjölið með
sannvirði; þetta mundi líka skapa
nokkra atvinnu og verðmæti úr
beinunum. Eins og nú er ástatt í
landinu virðist í fljótu bragði ekki
vera tilfinnanleg þðrf á innlendri
áburðarframleiðslu, bændur fá á-
burðinn fremur ódýran utanlands
frá, eins og eg hefi getið hér að
ofan. En auk þess, sem það er ó-
hagstætt á kreppuárum, að flytja inn
þær vörur, sem má framleiða i land-
inu sjálfu, þá ber þess að gæta að
á ófriðarlfmum er oft aíls ekkki hægt að
llytia áburð til landsins vegna siglingateppu.
Ef t. d. heimsstrið bæri að hönd-
um, sem búast má við þá og þeg-
ar, hvað yrði þá um alla þánýrækt
sem komin er i landinu á síðustu
árum? Hún mundi brátt eyðileggj-
ast af áburðarskorti, er ekki væri
hægt að flytja inn áburð vegna
siglingateppu. Pá væri líka of seint
að byrja á áburðarframleiðslu, enda
óvíst að vélar fengjust þá til slíks
nema með afarkostum. Ekkert er
okkur meir áriðandi á komandi ár-
um, en að tryggja sem bezt land-
búnaðinn á öllum sviðum, svo að
hann verði fær um að fleyta þjóðar-
skútunni yfir kreppurnar og rétta
öðrum atvinnuvegum hjálparhðnd
er að þeim kreppir. Til þess að
þetta geti orðið, má ekki horfa i
neinn kostnað. Ein sú bezta bak-
tryggiiíg, sem landbúnaðurinn get-
ur eignast, er skynsamlega rekin
innlend áburðarframleiðsla. Pað fé,
sem í það væri varið, lenti líka inn
i landinu sjálfu og væri þá hægt
að skaffa mðrgum atvinnu, sem nú
ganga atvinnulausir. Ef til vill mætti
lika verja nokkru af fé, sem Alþingi
veitir nú tii atvinnubóta, i vinnu-
iaun handa verkamönnum við stofn-
un slíks fyrirtækis og væru þá tvær
flugur slegnar i einu höggi. Við
Framsóknarmenn viljum láta þunga-
miðju þjóðlifsins halda áfram að
vera i sveitum landsins. Til þess að
það geti orðið þarf á allan hátt að
gera landbúnaðinn tryggan, svo
hann geti skapað lifsskilyrði fyrir
sem flesta i sveitunum.
Þess vegna eigum við helzt að
hefjast handa á næsta vori og koma
á stofn verksmiðju til að framleiða
tilbúinn áburð. Það er lifsnauðsyn
fyrir landbúnaðinn i framtiðinni.
P. t. Akureyri 16. ágústl931.
Jón Horman Jónasson
frá
Hróarsdal.
o
Heimskringla frá 1. júlí þ. á. skýr-
ir svo frá:
»Blað frá Humboldt, Sask., fer
svofeldum orðum um söng landa
vors, Sigurðar Skagfields, sem nú
er að syngja þar um slóðir:
»Það var söngur, sem þess var
virði að hlýða á«. »Eg þreytist ai-
drei á að hlýða á slíkan söngvara<;
»hann er annar McCormack«. »Eg
teldi ekki eftir mér að ferðast 100
milur til að heyra hann syngja*.
»Bezti söngur, sem eg hefi nokkru
sinni heyrt«. Þessi og því um lik
voru ummæli á vörum manna hér,
eftir að hafa hlýtt í fyrsta skifti á
Mr. Sig. Skagfield syngja. En það
var á árssamkomu, sem haldin var á
St. Peters College Humboldt. Á
söngskránni voru nokkur lög spil-
uð af College Orchestrunni og mjög
mikið og fjölbreytt úrval einsöngva,
sungin af hinum fræga fsienzka
tenórsöngvara.