Dagur - 10.09.1931, Side 2

Dagur - 10.09.1931, Side 2
170 44. tbl. DAGHR Gúmmískófatnaður._______________ Karlmannaskóhlifar frá kr. 4.50. Kvenskóhlífar af öllum stærðum. Barna og unglingaskóhllfar. - Gúmmístígvél. Reimuð gúmmístfgvél •• nieð flóka f botninum. AHar stærðir á drengi og fullorðna. - ÓDYR, HLYR og ENDINGAR- GÓÐUR skófatnaður i bleytu og snjó. Kaupfélag Eyfirðinga. SS Vefnaðarvörudeildin. •• ðiiiiiiiiMliiiiftÍMÍfiiÍÍ My ndastof an Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. t fullan hátftíma hélt hann áheyr- endum sínum dáleiddum með sinni töfrandi rödd. Og upp aftur og aftur linnti ekki lófakiappið, fyr en hann endurtók lagið. Aheyrendurnir, bæði Pjóðverjar og Bretar, voru sérlega hrifnir af þýzku söngvunum, sem sumir voru gamlir og hugðnæmir alþýðusöngvar og sumir valdir óp- erusöngvar. í kröftugum og óbreytt- um orðum sagt, urðu áheyrendur blátt áfram trylltir (wild).< — Sig. Skagfield hefir skrifað grein i Heimskringlu frá 8. júlí þ. á. og minnist þar á sólósöng sinn i hátíðarkantðtu Björgvins Guð- mundssonar. Telur hann að félagi því (Choral Society), er stóð fyrir kantötusöngnum og réði bann til að syngja, hafi farist ómyndarlega við sig. 26.356.000 kr. Aflinn á sama tfma var 394.946 þur skippund, en fisk- birgðir 264.143 skpd. Alþýðuskáldið Sveinbjörn Björns- son er Iátinn. Erling Olafsson heitir ungur sðngmaður úr Reykja- vik, sem á morgun ætlar að gefa Akureyrarbúum kost á að hlýða á sig. Hann er aðeins tvítugur að aldri, en hefir þó náð næstum þvi futl- komnum raddþrúska i skínandi fail- egum baryton. Hann mun lítið hafa lært, en sungið hefir hann síðan hann var um fermingu, Hann er einn allra vinsælasti sóiisti úr Karla- kór Reykjavíkur, og á hann vissu- lega sinn þátt í hróðri þess félags suður þar. Pað er því óhætt að hvetja menn til að hlusta á hann, og ætti að verða mannmargt hjá honum þetta eina kveld, er hann lætur hér til sin heyra. Söngurinn hefst kl. 9 siðdegis i Sa iikomuhúsi bæjarins. Símskeyti* (Frá FB). Rvík 8. sept. Genf: Rikisstjórnin í Ungverja- iandi hefír leitað ásjár Pjóðabanda- lagsins um að koma fjármálunum i gott horf. Friedrichshaven: Graf Zeppélin er kominn heim úr Suður-Ameríku- fluginu. London: Ping Breta kemur saman í dag. Bretakonungur hefir boðist til að láta draga út úr iaunum sín- um og borófé, svo nemi 50 þús. sterlingspundum, meðan kreppan stendur yfir. Rvik 9. sept. London: Ping Breta kom saman i gær. MacDonald fluttí ræðu og kvað nauðsynlegt að samþykkja sparnaðar- og tollatillögur stjórnar- innar, til þess að koma í veg fyrir fjárhagshrun. — Opinberlega er til- kynnt, að atvinnuieysingjar i Bret- landi séu' 2.726.219, éða 701.775 fleiri en á sama tírtia í fyrra. — Stjórnin hlaut traustsyfirlýsingu i neðrimálstofunni með 309 atkv. gegn 250. Útflutningur frá íslandi i ágúst- mánuði nemur 6.270.590 kr., en það sem ai var árinu nam hann Sveitirnar og úívarpið. Fyrir nokkrum árum kom út smá- saga eftir Guðmund skáld á Sandi, sem hafði fyrirsögnina: »Konan, sem þögnin drap«. Pað mun ekki fjærri sanni, að það hafi verið þögnin, sem verið hefir að drepa islenzku sveitirnar að undanförnu. Á meðan sama þögnin rikti allstaðar, var hægt að una henni, og i henn gat jafnvel lifað og þróast þjóðleg menning, að vísu fábreytt og fátæk, en kjarnmikil eins og háfjallagróð- urinn. En þegar ólgandi lifið með nýum straumum menningar — og ómenningar — var farið að svella á næstu grösum, þá brast flótti í lið það, sem um margar aldaraðir hafði sótt lífsuppeldi sitt i skaut moldarinnar, og er það ekki sagt þvi iiði til lasts, því það er einn æðsti aðall mannsins að þrá alltaf eitthvað betra og fullkomnara. En afleiðingin varð sú, að sveitirnar, þar sem þjóðin hafði háð baráttu sina f meir en þúsund ár, stóðu nú hálfauðar. Pessi breyting kom svo skyndiiega, að þeim, er stýrðu málefnum þjóðarinnar, vannst ekki timi til að stöðva fióttann með þvi að veita hinum nýu menningar- straumum upp í sveitirnar, en á því veltur öll þeirra framtíð að það verði hægt. Um nokkurt skeið hafa »vötn öll fallið* til bæjanna og kauptúnanna, og sá straumur hefir verið svo þungur, að það tekur langan tlma að stöðva hann, og það verður ekki gert betur með öðru, en að opna alla glugga sveitanna fyrir hinni nýu menningu, jafnt tækni vélamenningarinnar sem hugarstefn- um hinna andlegu hreyfinga. Pað hefir verið nokkuð að þvi gert á síðustu tímum, bæði I blöð- um og tímaritum, að bera saman menningu og Hfsskilyrði sveita og kaupstaða, og hafa sumir komist að þeirri niðurstöðu, að í hinum íslenzku sveitum eigi þjóðin ekki lengur neina framtlð. Pótt ýmislegt satt og rétt hafi fram komið í skrif- um þessum, þá hefir þó meira borið á pólitiskum eintrjáningsskap heldur en samúð og skilningi; þessvegna verða skrif þau varla tekin alvar- lega. Pví eins og það er víst, að islenzk menning á sfnar styrku stoðir kaupstððunum, svo er hitt jafnvlst að sveitirnar geta einnig orðið óðul íslenzkrar menningar, og það því fremur sem hin lifandi náttúra býr yfir dýpri og hollari uppeldisáhrifum en margbýlið i kaupstððunum. Fyrir skömmu hefir tekið til starfa hér á landi sú stofnun, sem öllum öðfum fremur getur haft alþjóðlegt menningargildi, sú stofnun er út- varpið. En það Ilða Iangar stundir, áður en menningaráhrif þess geta borist út um byggðir landsins, svo nokkru nemi, þvi sannleikurinn er sá, að það er langsamlega mestum hluta almennings ofurefli að veita sér viðtökutækin, og það þeim, sem helzt þyrftu þess með, fátæku ein- angruðu bændafólki út um byggðir landsins, sem enn berst þar baráttu sinni í þögninni, og fátæku verka- fólki i kaupstöðum og kauptúnum, sem hvorki hefir tima eða peninga til að njóta þess fróðleiks, sem þar er á boðstólum. Pó er aðstaða þess öllu betri en sveitafóiksins, i fyrsta lagi af þvi að það á ekki við ein- angrun að búa, og í öðru lagi komast þar margir af með að kaupa sér aðeins gjallarhorn. Sérstaklega er þetta tilfinnanlegt á Norður- og Austurlandi, þar sem ekki er hægt að komast af með nema dýr tæki. Á Austurlandi verður " t. d. ekki komist af með ódýrari tæki en kr. 400 uppsett, og er það meiri upphæð en allur fjöidinn get- ur lagt fram. Og ef ekkert verður gert til að Iétta undir með almenn- ingi að veita sér tækin, þá verður útvarpið aðeins fyrir efnaðri hluta þjóðarinnar. Hinn hlutinn, megin- þorri alþýðunnar til sjávar og sveita, verður að fara á mis við menning- aráhrif útvarpsins, sem bylgjur raf- magnsins flytja þó jafnt til allra, og munu allir kannast við að það sé öðruvisi en ætti að vera. Eg hygg, að heppilegasta leiðin til að greiða úr þessum vanda sé sú að hverfa að því að seija tækin með afborgunum á fieiriárum. Við það myndi vinnast tvennt. t fyrsta lagi það, sem mest er um vert, að I ErlingKrogh ’norski sön|varinn al- kunni, kemur hingað með Dettifossi Þriðju- daginn 15. þ. m. Ef tími vinst til, syngur hann í Nýja-Bíó sama kvöldið, og aftur á miðvikudagskvöld áð- ur en skipið fer. Nánar á götuauglýs- ingum söngdagana. I Vandláfar húsmæður Jnota eingöngu heimsfræga suðusúkkulaði margfalt fieiri myndu þá njóta menningaráhrifa útvarpsins, og i ððru Iagi myndu tekjur þess auk- ast að stórum mun. Petta eru þau hðfuðrök, sem mæla með því, að þessi Ieið verði farin, og þó ókost- ir séu einhverjir á þessu fyrirkomu- lagi, þá hygg eg, að þeir muni vega minna. Frumvarp þessa efnis lá fyrir slðasta Alþingi en fékk ekki afgreiðslu, en. kjósendur ættu að krefjast þess af þingmönnum sfnum, að þeir leituðu úrlausnar á þessu máli, sem bæði einstaklingarnir og ríkið mætti við una. Pað er hægt að reikna f krónum ogaurum tekjuhalla á rekstri útvarps- ins og rikisins, en hitt er aftur á móti ekki hægt að reikna út, þann tekjuhalla sem verður á afköstun og afkomu hins andlega búskapar þjóð- arinnar við að fara á mis við þá menningarstrauma, sem hún á þó yfir að ráða. 31/a 1931. Hannes J. Magnússon. Nokkur munur. »íslendingur« telur nafnbreytingu íhaldsflokksins hliðstæða þvi, er Ingimar Jónatansson tók sér ættar- nafnið Eydal. Á þessu er þó meðal annars sá munur, að Ingimar greiddi að Iðgum fulit gjald fyrir ættarnafnið og hnuplaði þvf ekki frá neinum, en (haldsmenn stálu »sjálfstæðis»- heitinu frá öðrum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.