Dagur - 29.10.1931, Blaðsíða 2
198
ÐXXrOB
51. tbl.
BHIHHIIHmHBIllHíi
,MASONITE‘ '
er ómissandi við allar húsabyggingar.
IHart »Masonite« í skilrúmsveggi. [
Hálfhart —»— undir gólfdúka.
Lint —»— til einangrunar
innan á útveggi. H
Sendið fyrirspurnir og vér munurp senda yður um
hæl bækling um notkun og meðferð þessa efnis.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Ðyggingavörudeildin.
HiiiliiillllllllllllllllÍ
My ndastof an
Oránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funcfi-Rasmussen.
verið eins mikil og hún hefir mest
veriðásíðariárum (um 16 af þúsundi),
þá yrði sú fjölgun ekki nema um
1700 manns. Hefði þá afgangurinn,
um 600 manns, átt að flytjast inn
i landið umfram þá, sem út úr þvi
hafa fiutzt. En það er harlaósenni-
legt. Liklega iækkar talan eitthvað
dálitið við nánari rannsókn (tvítain-
ing), en annars er talan við aðai-
manntalið æfinlega hærra heldur
en við ársmanntölin, þvi að þau eru
ekki eins nákvæm og eitthvað af
mannfjöidanum fellur þar undan.
Virðist þetta einkum eiga sér stað
í kaupstöðunum, en lítið sem ekki
í sveitunum. Einkuin virðist fjölg-
unin vera tortryggilega mikil á Ak-
ureyri og er ekki ólíklegt, að það
stafi að nokkru af þvi, að vantað
hafi þar inn í ársmanntalið áður.
Á síðastliónum 10 árum, eða
siðan næsta aðalmanntal á undan
fór fram, hefir mannfjöldinn sam-
kvæmt bráðabirgðayfirlitinu vaxið
um 13954 manns, eða 14.7%. Sam-
svarar það þvi, að árieg fjölgun
hafi verið að meðaltali 1.38% þessi
10 ár. Er það töluvert meiri fjölgun
heldur en á undanförnum áratugum.
1910—20 var árieg fjölgun að með-
aitali 1.06%, 1901-10.0.91%, 1890
—1901 0.92% og milii 1880—90
fækkaði fólkinu (vegna Vesturheims-
ferða).
Öll fjöigun landsmanna á þessum
10 árum hefir lent hjá kaupstöðun-
um 8, sem nú eru, og meira tii,
þvi að i sýslunum hefir fólkinu
fækkað um rúml. 2000 manns (nái.
3V3%). Pó hefir orðið nokkur
mannfjölgun i 6 sýslum (Oullöringu-
og Kjósarsýslu, Borgarfjarðarsýsiu,
Strandasýslu, Eyjafjarðarsýslu og
Suður Múlasýslu). í einni af þessum
sýslum, Oullbringu- og Kjósarsýslu,
hefir fjöigunin jafnvel verið töluvert
mikil, um 900 manns (eða yfir 20°/o).
En við nánari athugun sést, að
mestöll fjölgunin kemur á verziunar-
staðina Skildinganes og Keflavík
(um 760 manns). í Borgarfjarðar-
sýslu hefir fjölgunin verið rúml.
8% eða um 200 manns. EníAkra-
nesverzlunarstað hefir fjölgað um
340 manns, svo að annarsstaðar i
sýslunni hefir orðið ntannfækkun;
f hinum sýslunum hefir fjðlgunin
orðið mjög lítil (undir 4%) og mun
mest stafa frá verzlunarstöðum. í
12 sýslum hefir orðið mannfækkun
á síðasta áratug, tiltölulega mest i
Árnessýslu, um 800 manns (14%),
en þar næst i ísafjarðarsýslu og
Dalasýslu (12%) og Húnavatns-
sýslu (10%).
f kaupstöðunum hefir fólkinu
fjðlgað um 16 þús. manns á sið-
astliðnum áratug, % af þessari
mannfjölgun hefir lent á Reykjavik,
en þriðjungurinn á hinum kaup-
stöðunum 7. í samanburði við
mannfjöldann, sem fyrir var við
byrjun tímabilsins, hefir mannfjöig-
unin verið mjög mikil í þeim öllum,
nema Seyðisfirði.
Mannfjðldi i verzlunarstöðum méð
yfir 300 ibúa var talinn sem hér
segir:
Keflavík......................828
Skildinganes..................522
Akranes 1270
Borgarnes....................<418
Sandur........................550
Ólafsvik......................440
Stykkishólmur <<,,,. 642
Patreksfjörður ...... 606
Bíldudalut............: . 323
Pingeyri í Dýrafirði .... 360
Flateyri i Önundarfirði . . . 327
Suðureyri i Súgandafirði . . 356
Boiungarvik................. 688
Hnifsdalur....................380
Blönduós......................324
Sauðárkrókur..................775
Ólafsfjörður..................539
Hrísey . . ...................318
Húsavík ........ 889
Eskifjörður...................748
Búðareyri i Reyðarfirði . . . 311
Búðir í Fáskrúðsfirði . . . 630
Stokkseyri ....... 521
Eyrarbakki............i . 600
fbúum þessara verzlunarstaða hef-
ir fjölgað alls um 2045 á áratugnum
1920—30. Pessir verzlunarstaðir eru
allir taldir með sýslunum, en samt
hefir ibúum sýslnanna fækkað um
rúmlega 2000 manns á áratugnum.
Hefir þvi fólkinu fækkað um rúm-
lega 4000 manns í sveitunum, þegar
stærri verzlunarstaðirnir (með yfir
300 ibúa) eru ekki taldir með.
Hagtfðindi.
■ -.0
Minningarorð.
Látinn er 10. þ. m. að Mýri i
Bárðardal, Karl Friðriksson, hátt á
áttræðisaldri. Pingeyingur að ætt og
fóstursonur héraðshöfðingjans Sig-
urðar Ouðnasonar að Ljósavatni.
Karl var kvæntur Pálinu dóttur
Jóns Benediktssonar á Stóruvöllum,
bjuggu þau hjón þar lengi og var
Karl oft kendur við þann bæ. Er
Páfína dáin fyrir 2 árum.
Mér verður að renna hugan-
um til þess, að næstliðin missiri
hafa látist 2 aldurhnignar konur í
Bárðardal, sem á mínum bernsku-
og unglingsárum veittu forstöðu
einhverjum stærstu og umsvifamestu
heimilum sveitarinnar, mikilsmetnar
atgjörfiskonur, að nú, að entu starfi
hefir eigi þótt ómaksins vert að
minnast þeirra einu orði f norð-
lenzku blöðunum; hygg eg þó margt
skráð sem síður skyldi. — Hefi eg
hér í huga Páiínu konu Karls og
Jakobinu konu Jónasar á Lundar-
brekku. — Pykir mér eigi hlýða að
sama þögn riki um minningu Karls.
Margt breytist frá fyrstu sýn,
menn og mannaverk. Karl var eigi
mikill fyrir mann að sjá, smár vexti
og eigi talinn fríðleiksmaður, af
þeim er litið þektu hann, en kunn-
ugum fanst jafnvel hið gagnstæða
og vist er ura það að fjölmargt
var ánægjulegt i fari mannsins.
Hann var fjörmaður, leiftursnar f
hreyfingum en þó nettur í fram-
göngu og. viðmótsþýður, skarp-
greindur, skýr og ákveðinn i máli
og orðhagur, .srniður góður og
lék hvert verk í hendi, skrifaði
prýðilega rithönd og raddmaður
ágætur. Kímni var honum iagin og
létt og óþvingað spaug. Pótti gott
með honum að vera og vinsæll
var hann um fram flesta menn.
Mikill >selskapsmaður«, sem svo
er kallað á yngri árum, og hneigður
mjög til vins, eins og fleiri i þá
daga, en aidrei vissi eg miklu skeika
um snyrtimensku hans, þrátt fyrir
það.
Ekki var Karl af almannarómi
EFNAGERDAR-VHRUR
eru þekktar um allt land, vörugæði og
verðlag viðurkennt af öllum sem reynt hafa
íslendingar 1 Kaupiö íslenzkar vörur.
Umboðsmaður vor á Akureyri ér
Eggert Stefánsson
Brekkugötu 12. — Sími 270.
H|f Efnagerð Reykjavíkur.
settur á bekk með miklum búmönn-
um, þótti mörgum honum græðast
minna fé en efni stóðu til. Ekki
deili eg um það, en bendi á hitt,
er eg sannast veit. Hann var vand-
ur að virðingu sinni, sem meðal
annars kom fram í því, að hann fór
vel með sína jörð, vel með sínar
skepnur og vel með það fóik, sem
hjá honum vann. Var skiiamaður,
er galt hverjum sitt og meira þó.
Mat meira en eigin hagsmuni vel-
liðan smælingja og einstæðinga.
Skylduómegð var ekki mikil á
þeim hjónum, Karli og Pálfnu, þvf
þau áttu aðeins einn dreng, Jón,
sem nú býr á Mýri. Annan dreng
fóstruðu þau upp og komu til
mennta, Karl Finnbogason nú
skólastjóra á Seyðisfirði.
Margt gamalmenna og umkomu-
lausra barna átti athvarf og dvðldu
árum saman á heimilinu, var á
orði haft, nærgætnin, kurteisin og
hlýjan, sem Karl miðlaði þessu fólki
Jafningjar Karls urðu þess varir
að lundin var óþolin og að honum
var vandgert til hæfis. Störf hans
öll voru drengileg, hvort heldur
þau voru unnin f þágu heimilisins
eða sveitarinnar.
18. okt, 1931.
Þorl. Maiteinsson.
---—O-------
Simskeyti*
(Frá FB).
Rvík 27. okt,
London: Almennar þingkosning-
ar fara framídag. Kosningabardag-
inn harðari en nokkru sinni áður.
Búist er við meiri þátttöku en dæmi
eru tii við fyrri kosningar. Kosn-
ingahorfurnar taldar þannig, að
þjóðstjórnin vinni. Frambjóðendur
eru alls 1293, þar af 62 konur.
Fyrstu úrslit væntanleg í kvöld.
Tollverðirnir hér f Reykjavik fundu
sjö hálfflöskur af whisky f Botnfu
i fyrrakvöld. skipsþernan befir játað
að vinið væri eign sín. Hefir hún
hlotið 200 kr. sekt.
Olsen veitingamaður á hótel
Gott Ijós.—— Góð vinna.
iltpÉ!)
; nvy, 1 Mj£&.:
— aukin framleiðsla ’
— meiri gæði
— minni eyðsla
— færri slys
Látið sérfræðinga koma fyrir
hinum rétta Ijósaútbúnaði