Dagur - 10.12.1931, Blaðsíða 1

Dagur - 10.12.1931, Blaðsíða 1
DAGUR i'tmur út á hverjnm degi. Eoster kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júll. Gjaldkeri: Ámi Jóhanna- *on f Kaupfélagi Eyfiró- inga. Afgreiðslan *r hjá JM P. Wr, Norðurgötu 8. Talalmi 118. Uppsögn, bundin rið ára- mót, aé komin tii af- greiðalumanns fyrir 1. dae. XIV. ár. Akureyri, 10. desember 1931. " 57. tbl. Bjargráðið. I. Atvinnu- og viðskiftakreppan er nú á hvers manns vörum. Að- steðjandi vandræði af hennar völdum er tíðasta umræðuefnið manna á meðal. Verkamenn og bændur, ejnbættismenn, stjórn- málamenn og blaðamenn, allir ræða um kreppuna. Og þó mönn- um komi saman um fátt, þá eru þó allir sammála um það, að hún sé ill og að einhverra ráða þurfi að leita til þess að draga úr þeim þjáningum, sem hún veldur. En þegar leggja skal á ráðin, þá skilja leiðir. Stjórnmálaflokkunum íslenzku kemur ekki saman um það, hvaða lækningaaðferð eigi að beita við hið sjúka atvinnu- og viðskiftalíf, sem er afleiðing af heimskrepp- unni. fhaldsmenn telja eina úrræðið vera í því fólgið, að kaup verka- manna' þeirra, er að framleiðsl- unni vinna, falli mikið frá því sem nú er. Á þann eina hátt geti tilkostnaður við framleiðsluna færst niður og atvinnurekendur haldið áfram rekstri' sínum. Jafnaðarmenn telja það ráð hina háskalegustu villu. Kaupið eigi þvert á móti að hækka, því þá eflist kaupgeta verkalýðsins ogþað bjargi við atvinnuvegunum. Ráð þessara manna við kreppunni fer því í þá átt að hækka kaup verka- fólks sem mest, svo að atvinnu- vegirnir geti rétt sig við. Framsóknarmenn geta ekki fall- ist á þetta ráð jafnaðarmanna. Þeir líta svo á, að hátt kaupgjald geti ekki verið neitt læknislyf við lömun atvinnuveganna, sem fram er komin vegna hríðfallins verðs á framleiðslunni. Framsóknar- menn líta svo á, að lækkun kaup- gjalds sé óumflýjanleg nauðsyn, en sú lækkun ein út af fyrir sig megni þó ekki að bægja afleiðing- um kreppunnar frá atvinnuveg- unum. Það verði því að leita ann- ara ráða jafnframt, og bjargráð- ið felst í gamla heilræðinu: Eyddu ekki meiru en þú aflar. Sparnað- ur út á við og inn á við er það eina, sem að haldi getur komið. II. í samræmi við ofangreinda skoðun Framsóknarmannaábjarg- ráðum gegn kreppu þeirri, er nú geysar, hafa innflutningshöftin verið sett. Stefna sú, sem fram kemur í þeirri ráðstöfun, er í því fólgin að koma á hagkvæmum verzlunarjöfnuði, flytja ekki meira inn í landið en verðmæti út- flutningsins nemur og efla um leið innlenda framleiðslu, sem eykur vinnuna í landinu. Við erum svo settir, íslending- ar, að við komumst ekki hjá því að sækja allmikið af nauðsynjum okkar til erlendra þjóða. Enginn vafi er þó á því, að við getum sjálfir framleitt margt og mikið af þeim nauðsynjum, sem við er- um nú upp á aðrar þjóðir komnir með. Hitt er þó enn verra að hrúg- að hefir verið inn í landið allskon- ar varningi, sem vel er hægt án að vera algerlega að skaðlausu. Það er því tvennskonar ágalli á innflutningi okkar. I fyrsta lagi flytjum við inn vörur, sem okkur er kleift og ber að framleiða sjálf- um, og í öðru lagi kaupum við ó- grynni af erlendum varningi, sem okkur er með öllu ónauðsynlegur. Nú er það öllum vitanlegt, að til þess að greiða allan innflutn- inginn höfum við ekkert annað en innlenda framleiðslu. Þegar sú framleiðsla er í jafnlágu verði og nú, ætti öllum að vera það skiljan- legt, að ekkert vit er í því að flytja annað inn í landið en það, sem brýna nauðsyn ber til. Það má að vísu segja, að alónauðsyn- legur innflutningur sé óhyggileg- ur á hvaða tíma sem er, en þó einkum á krepputímum eins og nú eru. Samkvæmt verzlunarskýrslun- um fyrir árið 1929 hefir innflutn- ingur til landsins numið alls 77 miljónum króna. Af þeim inn- flutningi voru ostar fyrir 46 þús. kr., niðursoðin matvæli fyrir 140 þúsund, egg fyrir 140 þúsund, feiti fyrir 260 þúsund, mjólkur- afurðir fyrir 517 þús., garðávext- ir og aldini fyrir hátt upp í 2 miljónir, innflutningur á efni í ullarfatnað nam nærri einni milj. og tilbúinn fatnaður var fluttur inn fyrir 5l/2 ínilj. króna. Enn- fremur var innflutningur á skó- fatnaðí um 2 miljónir og tilbúin net voru flutt inn fyrir 900 þús. kr. Það má að vísu segja að þetta allt séu nauðsynjar, en það eru nauðsynjar, sem við getum og ætt- um að miklu eða mestu leyti að framleiða sjálfir og hætta að kaupa þær frá útlöndum. Að því ber okkur að stefna með festu og einbeittni. Innfluttum vörum má skifta í tvo aðalflokka, þeim er lúta að framleiðslunni er þá skipað í ann- an flokkinn, en svonefndum neyzluvörum í hinn. Talið er að í fyrnefnda flokknum séu um % af öllum innflutningnum eða nálægt 45 milj. kr. þegar miðað er við árið 1929. Eftir eru þá rúmar 30 miljónir, sem farið hafa fyrir neyzluvörur. Um framleiðsluvör- urnar er það að segja, að þær má ekki skerða á kostnað framleiðsl- unnar sjálfrar. En líklega má komast hjá innflutningi nokkurs hluta þeirra með því að fram- leiða þær meira en nú er í land- inu sjálfu. Má í því efni t. d. benda á tilbúning neta og annara veiðarfæra, sem hægt er að búa til hér á landi, eftir þörfum. En þeg- ar til neyzluvaranna kemur, er enginn vafi á að spara má í stór- um stíl, ef menn vilja, sumpart með því að hætta að nota það, sem menn komast vel af án, sumpart með því að framleiða sjálfir meira og fleira en nú er gert. Fyr meir var kornmatur aðalinnflutn- ingsvara islendinga. Nú er svo komið, að sú vörutegund er ekki nema tíundi parturinn af allri innfluttri neyzluvöru. Þó ekki væri horfið með öllu að búskapar- hætti fyrri tíma, mun engum dylj- ast að leikur einn væri að draga úr innflutningi á þessum vörum svo næmi mörgum miljónum og það án. þess að almenningi væri að nokkru meini. Til þess þarf aðeins vilja og samtök. III. Það væri of lint að orði kveðið að segja að andstöðuflokkar Framsóknarstjórnarinnar hefðu snúist illa við sparnaðarráðstöf- unum hennar. Foringjar flokk- anna hafa umhverfst og ærst yfir því að takmarka ætti innflutning á brjóstsykri, karamellum, sykur- gúmmíi, konfekt, gosdrykkjum, ilmvötnum, hárvötnum, silkihött- um, floshöttum, skrautfjöðrum, flugeldum o. s. frv. Það er eins og augu þessara manna séu svo hald- in, að þeir telji líf og velferð þjóð- arinnar bundið við þessa og því- líka hluti. Og ekki mælast sparn- aðarhvatningar til heimilanna betur fyrir hjá þessum mönnum. Jónas Jónsson dómsmálaráðherra drap nokkuð á það í Tímanum fyrir nokkru, að þörf væri lífs- venjubreytinga á þessum örðugu tímum. fhaldsmenn sögðust hafa skolfið af hlátri, þegar þeir sáu þá ráðleggingu, að þeir ættu að fara að spara. Jafnaðarmenn héldu því fram, að ráðleggingin hefði eingöngu verið stíluð til verkamanna og voru hinir reið- ustu. Var það að vonum, þar sem þeir staðhæfa að hátt kaupgjald og aukin eyðsla sé læknisdómur gegn harðæri. Jafnvel halda sum- ir þeirra (kommúnistar) því að mönnum, að það sé dyggð að svíkjast um að greiða skuldir sín- ar. Þannig snúast íhaldsmenn og jafnaðarmenn við því eina bjarg- ráði gegn kreppunni, sem veru- legan árangur gæti borið. IV. íslendingar verða að taka á móti kreppunni eins og hugrökkum mönnum sæmir, en ekki eins og mannskræfur og hlátursfífl. í stað þess að láta kreppuna beygja sig, verða þeir að sigrast á henni. Til þess að ná því sigurtakmarki verður að fara þessar leiðir: 1. fslendingar verða að draga úr innflutningi erlendra vara svo tugum miljóna nemi, flytja ekki inn meira en það, að hin verðlága framleiðsla nægi til greiðslu inn- flutningnum. Þess vegna eru regl- ur um innflutningshöft réttmæt og sjálfsögð. 2. Allir íslendingar eiga að leggjast á eitt um eflingu inn- lendrar framleiðslu á nauðsynja- vörum, framleiða sjálfir allar þær nauðsynjar sínar, sem unnt er, og venja sig á að læra að búa sem mest að sínu. 3. í stað einhliða streitu til kauphækkunar eiga fslendingar að taka höndum saman um það að skapa sem mesta og jafnasta vinnu í landinu; sú atvinnuaukn- ing kemur af sjálfu sér, ef lögð er rækt við fyrgreint atriði. Þessu þríþætta bjargráði vilja Framsóknarmenn beita í barátt- unni við kreppuna. Fengjust allir fslendingar til' að vilja eitt og hið sama í þessum efnum, þá er sigurinn viss. En til þess þarf nokkra sjálfsafneitwn og drenghmd. V. Það er til gömul saga um bláfá- tæk hjón, sem ákváðu að taka

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.