Dagur - 10.12.1931, Blaðsíða 4

Dagur - 10.12.1931, Blaðsíða 4
224 DAGUR 57. tbli u þegar jeg var ung stúlka/* segir húsmóÖirin, Þvotturinn verður hvítari með v RINSO LEVER BROTNfM LIMITIti PORT 3UNLIOHT. KNðLANO var þvottadagurinn kvaladagur. Eg núði og nuddaði klukkutimum saman til að fá þvott- inn hvítan og þessi sterku bleikjuefni sem við notuðum þá, slitu gðt á þvottinn og gerðu mig sárhenta. Nú þvæ eg með Rinso það losar mig við allan harðan núning úg gerir þvottinn miklu hvítari. Auk þess að flíkurnar endast lengur nú, þarf eg ekki að nota bleikjuefni til að halda þeim hvítum. Þannig sparar Rinso mér bæði fé og erfiði. Er atSeins selt i pökkum — aldrei umbúíSalaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki —55 aura W-R 19-047* 1® (® (® 0 m 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 JÓLAPLÖTUR eru nú fyrirliggjandi í mjðg miklu úrvali. Jólasálmar sungnir af Hreini Pálssyni og Sig. Skagfield; fiðlu-, piano , cello , orkester- plðtur spilaðar af heimsins frægustu hljóðfæraleikurum, einsöngs- plðtur sungnar af beztu söngvurum íslenzkum Og úílendum, ennfremur mikið úrval af útlendum og islenzkum kórplðtum. Athugið! að kærkomnustu jólagjafir eru góðar grammofonplötur! Oeysimikið úrval af allskónar dansplðtum og harmonikuplðtum og selst nú mikill hluti þeirra á Kar ÚTS0LU -sa sem stendur til jóla. Piötur, sem áður kostuðu kr. 4.50, kosta nú aðeins kr. 3.00, kr. 2.50 og kr. 2.00. Ennfremur seljast gipsmyndir af frægustu tónskáldum fyrir allt að HÁLFVIRÐI. Mjðg hentugar jólagjafir. — Mikið úrval af DANSNÓTUM seljast nú fyrir aðeins kr. 0.50 stykkið. — Verð miðast við staðgreiðslu. s Sími 303. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Uftrygging gegn drukknunum. Erindreki Slysavarnafélags Is- lands hefir sent Slysavamasveit Akureyrar og umhverfis svohljóð- andi tilkynningu: Vátryggingafélag enskt hefir gefið Slysavarnafélagi íslands kost á, að tryggja meðlimi þess gegn drukknanaslysum ef nægileg þátttaka fæst innan félagsins og deilda þess út um landið. Líftryggingarupphæðin hefir verið ákveðin kr. 10,000 — tíu þúsund krónur — fyrir hvern og jöfn fyrir miga sem gamla, konur jafnt og karla, en iðgjöld fyrir hvern fara ekki fram úr kr. 25,00 á ári, en kunna að verða minni ef þátttaka verður góð. Vátryggingarfélagið vill þó ekki skuldbinda sig til að greiða meira en 10 þúsund sterlingspund eða 220,000 kr. í tryggingargjöld sam- tals á einu ári. Ef þannig 22 fé- lagar eða færri drukkna á einu ári af þeim, sem tryggðir eru, verður vátryggingarupphæðin, sem aðstandendum hvers einstakl- ings yrði greidd, kr. 10,000. Et aftur á móti fleiri en 22 drukkna á einu ári af tryggðum félögum, minnkar útborgun fyrir hvern einstakan hlutfallslega við það, sem fleiri drukkna en 22. út af þessari tilkynningu vil ég undirritaður leyfa mér að skora á þá meðlimi Slysavarnasveitar vorrar hér á Akureyri, er sinna vilja þessu vátryggingartilboði, að gefa sig hið allra fyrsta fram við mig eða meðstjórnarmenn mína, Gunnar Schram símstjóra og Júlíus Sigurðsson fyrv. banka- stjóra. 'i Því meiri þátttaka, þess meiri líkur eru til að samningar takist við enska félagið á þeim grund- velli, sem að ofan er getið. — Eins og fyr er sagt gefst aðeins þeim kostur á vátryggingu, sem eru meðlimir Slysavarnafélagsins og sveita þess. Akureyri 17. nóv. 1931. Stgr. Matthíasson, p. t. form. Slysavarnasveit- ar Akureyrar og umhverfis. Jóhanna Jóhannsdóttir syngur í Sam- komuhúsinu naestkomandi sunnudags- kvöld. Rúsalandsfaramir komu til Reykja- víkur með Brúarfossi um helgina. Eru þeir farnir að skýra frá förinni að láta prýðilega yfir. Bjöm Björmson hefir látið af for- stöðu Hótel Borgar, en við hefir tekið maður að nafni Einar Guðmundsson. Innflutningur til laindsins frá áramót- um til 1. nóv. er talinn 37 miljónir, en útflutningur yfir sama tíma 38 milj. »Glaumbær«, eign útgerðarfélagsins >Kári« í Viðey, brann til kaldra kola á sunnudagskvöldið. U. M. F. A. heldur fund næstk þriðju- dag kl. 8% e. h., í »Skjaldborg«. — Laugamálið til umrseðu. Fréttir. □ RÚN 593112157 = □ RÚN 593112158 - Frl.\ Aðalfundwr Síldareinkasölunnar hefir staðið yfir að undanfömu í Rvík. Af fundinum berast þær fregnir, að skuld-, ir Einkasölunnar séu yfir 2 miljónir króna, en að hún eigi rúmar 100 þús. tunnur síldar óseldar. Frá fulltrúum útgerðarmanna sunnanlands kom fram tillaga um að Einkasalan gefi sig upp sem gjaldþrota fyrirtæki, sem gert verði upp. Tillögu þessari var vísað frá með rökstuddri dagskrá. 1 útflutningsnefnd Síldareinkasölunn- ar voru kosnir: Erlingur Friðjónsson Akureyri, Finnur Jónsson Isafirði, Gunnlaugur Sigurðsson Siglufirði, Jón Pétursson Reykjavík. — Til vara: Hall- dór Friðjónsson, Jón Kristjánsson, Þor- steinn Sigurðsson, Haraldur Gimnlaugs- son, allir á Akureyri. Annar endurskoðandi var kosinn Þor- steinn Þorsteinsson Akureyri. Ríkisstjórnin tilnefnir fimmta mann- inn í útflutningsnefnd og annan endur- skoðandann. Fulltrúar útgerðarmanna sátu hjá við kosningamar. Látin er á Kristneshæli frú Eva Magnúsdóttir, eiginkona Brynjólfs Jó- hannessonar veiðiformanns, myndar- kona, rúmlega þrítug að aldri. Hjónaefni: Ungfrú Þóra Guðmunds- dóttir frá Arnarnesi og Þorsteinn Davíðsson verksmiðjustjóri. — Ungfrú Kristín Valdimarsdóttir frá ísafirði og Jakob Þorsteinsson, Jónssonar, bóksala. o— — DAGSKRÁ útvarpsins i Reykjavik. Fastir liðir á hverjum degi: Kl. 10.15 — 16.10 — 19.30 veðurfregnir. 20.30 fréttir. FÖSTUDAGUR 11. des. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 er- indi: Gunnlaugur Briem. 21 grammó- fónhljómleikar. LAUGARDAGUR 12. des. Kl. 18,40 barnatími. 19,05 og 19,35 fyrirlestrar Búnaðarfél. ísl. 20 upplest- ur: Halldór Kiljan Laxness, 21. hljóml. SUNNUDAGUR 13. des. Kl. 14 messa í Fríkirkjunni (séra Árni Sigurðsson). 18,40 barnatími. 19,15 grammófónhljóml. 19,35 erindi: Séra Magnús Helgason. 20 fréttir, 20,15 hljóml. Danslög til 24. MÁNUDAGUR 14. des. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 er- indi: séra Magnús Helgason. 21 hljóml. ÞRIÐJUDAGUR 15. des. Kl. 19,05 Þýzka. 19,35 enska. 20 er- indi: Ámi Friðriksson. 21 hljóml. 21,15 upplestur. 21,35 grammófónhljóml. MIÐVIKUDAGUR 16. des. Kl. 18,40 barnatími. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 erindi: Frá útlöndum. Sigurð- ur Einarsson. 21 grammófónhljóml. FIMMTUDAGUR 17. des. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 erindi: Jón Bergsveinsson. 21 grammófónhljóm- leikar. 21,15 upplestur. 21,35 grammó- fónhljómleikar, Jólasálmarnir njóta sfn bezt spilaðir á og sungnir meðTh. Mannborsrsorgelharmonium. Nokkur fyrirliggjandi hjá undirrituð- um. Hafa enn ekki hækkað I verði þrátt fyrir gengishækkun. Sveinn Bjarman. Nýtt piano mjög vandað er til sölu með tækifærisvérði. Hljóöfæraverzlun Gunnars Sisurgeirssönar. Harmonikur i miklu úrvali nýkomnar. Verð frá kr. 35,00 til kr. 185.00 Mjög hentugar jólagjafirl líifinn blOK SiptpSSIB. Ritstjóri: Ingímar Eydal, Gilsbakkaveg 8. Prentsmiðja Odds Bjömssonar-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.