Dagur - 17.12.1931, Blaðsíða 1
DAOUR
ctmur út á hvarjum flmtu-
d«gi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. JúlL
Gjaldkeri: Árni Jóhanna-
son f Kaupfélagi Eyfirfi-
inga.
Afgreiðslan
•r hjá JM Þ. Þór,
Norðurgötu S. Talsími 112.
Uppsögn, bundin rið ára-
mót, sé komin tii af-
grsiðslumanns fyrir 1. d«?.
XIV.
ár. |
Akureyri, 17. desember 1Q31.
58. tbl.
Trúin á landið.
I.
Árið 1927 markar tímamót í
þróunarsögu íslenzkra atvinnu-
vega. Fram að þeim tíma höfðu
kyrrstöðumenn sett mjög mót sitt
á stefnur í þjóðmálum. Flest þau
stórvirki frá hendi stjórnarvald-
anna, er til framfara horfðu í
landinu, voru að miklu leyti óunn-
in. Þjóðin var orðin óþolinmóð og
óskaði heitt eftir meiri fram-
kvæmdum. Þá var það, að hún
hratt af stóli kyrrstöðumönnun-
um, en setti í staðinn framsóknar-
öfl landsins í hreyfingu. Síðan
hófust hinar stórkostlegustu
framkvæmdir á öllum sviðum
þjóðlífsins, svo að ekki eru dæmi
til annars eins í sögu íslendinga.
Á þeim fáu árum, sem síðan eru
liðin, hefir ræktun landsins stigið
áfram risaskrefum, samgöngu-
bætur hafa mjög færst í aukana,
vélanotkun stórum farið vaxandi,
hafnarvi'rki og. vitar hafa risið
upp, strandvamirnar kömizt í
betra lag, eftirlit með embættis-
mönnum og réttarfarið tekið stór-
felldum umbótum, héraðs- og hús-
mæðraskólar verið settir á stofn í
sveitum o. s. fi*v. Þannig mætti
lengi' telja þær framfarir og um-
bætur, sem orðið hafa á árunum
1927—1930. Hvar sem litið er,
blasa við hátindar framfaranna,
þó margt sé óunnið og margt
skarðið skilji enn hnjúkana. Það
þarf lengri tíma en 3—4 ár til
þess að leiða íslenzku þjóðina inn
í fyrirheitna landið, jafnvel þó við
stýrið á þjóðarskútunni sitji stór-
huga og ódeigir framsóknarmenn.
En eitt má ekki gleymast í þessu
sambandi: f allri þeirri framfara-
viðleitni, er þjóðin, með leiðtoga
sína í fararbroddi, hefir sýnt á
undanförnum árum, bi'rtist í full-
komnari og hreinni mynd en
nokkru sinni áður trúin á landib.
Það er þessi trú, sem jafnt í
góðæri og harðæri er líftaug þjóð-
arinnar. Trúin á landið er fjöregg
íslendinga á öllum tímum. Ef það
fjöregg er óspillt, á þjóðin góða
og glæsilega framtíð í vændum.
En hvenær sem landsins börn
kasta trúnni á sitt eigið land, þá
er þjóðin í hinum mesta háska
stödd.
II.
Heimskreppan hefir um sinn
truflað framsóknarviðleitni ís-
lenzku þjóðarinnar. Sú mikla
sólm, sem áður var hafin á fram-
farabrautinni, hefir nú snúizt upp
í vöm gegn aðsteðjandi og utan-
aðkomandi áhrifum. Framleiðsla
landsmanna hefir fallið gífurlega
í verði og sumt af henni er nær
óseljanlegt. Hér er ekkert undan-
færi. Við verðum að stefna inn á
þær brautir að búa að okkar eigin
framleiðslu eftir beztu föngum.
Nú reynir á manndóm íslendinga
að geta hagað seglum eftir vindi.
Til eru þeir menn, sem hátt lætur
í um hallæri og hungurvofur, sem
bíði við dyr allra eignalausra
manna. Þessi óp eru á litlum rök-
um byggð. Það er ekki fram-
leiðsluskortur lífsnauðsynja, sem
bagar, heldur sölutregða þei'rra.
Á meðan framleiðslumáttur þjóð-
arinnar er óbugaður, er engin
hallærishætta eða hungurvofu-
reimleiki fyrir dyrum. Hallæri
fyrri tíma stöfuðu blátt áfram af
matvælaskorti. Nú er því ekki til
að dreifa. íslendingar eiga við að
búa góðæri til lands og sjávar og
hafa gnægðir matarforða.
Þegar svo er ástatt, er lítt verj-
andi að vera að hræða fólk á upp-
hrópunum um hallæri og hungur-
vofur, enda munu slík hróp ekki
hræða aðra en ístöðulitlar og auð-
trúa sálir.
Svo eru enn vissir menn, sem
hyggjast færa sinni hugarstefnu
kreppuna í nyt á þann veg að
hræða landsmenn á framförunum
og gera almenning þeim fráhverf-
an. Nú á tímum prédika kyrr-
stöðumenn á þessa leið:
Þarna sjáið þið, bræður góðir!
Ykkur var talin trú um að vellíð-
an ykkar kæmi með framfara-
bröltinu. Aldrei hafið þið átt erf-
iðara en nú, eftir að búið er að
sóa mörgum miljónum til hinna
svokölluðu umbóta í landinu. Þið
hafið hlotið dýrkeypta reynslu
fyrir því, að þýðingarlaust er að
ausa fé í framfarirnar, því ykkur
líður bara enn ver eftir en áður.
Fé ríkissjóðsins hefir verið eytt
til ónýtis í allskonar framfara-
glingur í stað þess að láta það
liggja óhreyft í kassanum, geyma
það til hörðu áranna og eta það
þá upp.
Þetta er sá fagnaðarboðskapur,
sem kyrrstöðumennirnir hafa að
flytja þjóðinni. Þeir eru með öðr-
um orðum að vinna að því að upp-
ræta trúna á landið. Þeirra kenn-
ing er, að öll orka landsmanna
eigi í góðærum að beinast að því
að safna fé, sem hægt sé að grípa
til í harðærum, til þess að halda
lífinu í þjóðinni. Allt starf manna
á samkvæmt þessari kenningu
kyrrstöðumanna að snúast um
tómar, beinar hallærisráðstafanir
á þenna hátt. Og jafnaðarmenn
virðast einnig hafa skoðanir mjög
í samræmi við þetta. Þeir barma
sér líka yfir fjár-»sóun« til fram-
fara síðustu ára.
Þarna skilja leiðir íhaldsmanna
og framsóknarmanna. Hinir síð-
artöldu trúa því að fénu sé bezt
varið á þann hátt að leggja það í
landiö sjálft, verja því til marg-
víslegra framkvæmda með það
fyrir augum að tryggja sem bezt
undirstöðu atvinnuveganna. Þeir
trúa því, að með þessari aðferð
þoli landslýðurinn bezt harðæri og
kreppur, sem óhjákvæmilega
heimsækja okkur við og við. Þeir
trúa því, að ræktun lands og lýðs
reynist ólíkt traustari grunnur
að standa á þegar harðnar um,
heldur en samansafnaðir og
geymdir peningar góðæranna.
Þeir trúa með öðnim orðum meira
á landið en peningana.
Góðir fslendingar! Látið ekki
kyrrstöðumennina drepa í ykkur
trúna á landið. Varðveitið hana
sem ykkar hjartfólgnustu eign, þó
nú blási kaíSan um sinn.
o ----
Frá Iðnaðarmannafélagi
Akureyrar.
Á fundi félagsins, sem haldinn
var fyrra sunnudag, var meðal
annara mála mikið rætt um þá
nýju ráðstöfun rafveitunefndar
bæjarins, að hér eftir skyldi selja
hitunarrafmagn í þágu iðnaðarins
á 25 au. kw.-stundina eins og
straum til iðju, en ekki á 12 au.,
eins og verið hefir og annar hit-
unarstraumur er seldur fyrir.
Fannst fundarmönnum þessi
hækkun mjög ranglát og að bæj-
arstjórn bæri frekar að létta und-
ir með þeim vísi til iðnaðar, sem
sprottinn er hér í bænum, en að
gera honum erfiðara fyrir en
nauðsynlegt væri. Var samþykkt í
einu hljóði eftirfarandi áskorun
til bæjarstjórnar:
Iðnaðarmannafélag Akureyrar
skorar á bæjarstjóm Akureyrar:
1. Að samþykkja ekki fram-
komna samþykkt rafveitunefnd-
ar um að hækka verð á rafstraum,
sem notaður er til hitunar við ým-
iskonar smáiðju, en selja hann
sama verði og straum til annarar
hitunar, og eins og verið hefir frá
upphafi.
2. Að lækka verð á rafstraum
til iðju yfir sumartímann í sama
hlutfalli og straumur til hitunar
er lækkaður á þeim tíma.
Ennfremur voru ræddar eftir-
farandi tillögur viðvíkjandi iðnaði
í landinu yfirleitt, sem höfðu
komið fram á fundi Iðnaðar-
mannafélags Reykjavíkur fyr á
vetrinum:
Iðnaðarmannafélagið gangist
fyrir því, að safnað sé skýrslum
frá iðnrekendum:
1. Um ástandið í iðngreinum
þeirra, með tilliti til framleiðslu-
möguleika og sölumöguleika.
2. Um ósamræmið milli inn-
flutningstolls á hráefnum þeirra
og aðfluttum tilbúnum vörum,
sömu tegundar og þeir framleiði.
3. Að hve miklu leyti þeir noti
Eimskipafélagsskipin til vöru-
flutninga.
4. Hvaða áhrif innflutnings-
höftin hafi á iðngreinina, með til-
liti til hráefnanna og verndunar.
Sveinbjörn Jónsson hafði fram-
sögu í málinu. Var það síðan rætt
á víð og dreif og eftirtaldir menn
skipaðir í nefnd til þess að safna
þessum skýrslum hjá iðnrekend-
um hér í bæ: Sveinbjörn Jónsson,
Jón Guðmundsson og Einar Jó-
hannsson. Gott væri að iðnaðar-
menn færu að hugsa um þessa
skýrslugerð, . og æskilegt að
skýrslurnar verði sem ítarlegast-
ar, um þessi mikilvægu atriði.
Stjómin.
-----o-----
Iðnaðarrafmagnið
Á fundi bæjarstjórnarinnar
fyrra þriðjudag, var meðal ann-
ars tekin fyrir samþykkt rafveitu-
nefndar, þar sem hún samþykkir
að rafstraumur, til hitunar í þarf-
ir iðnaðarins í bænum, skuli hér
eftir seldur á 25 au. kw.-st., eins
og straumur til iðju. Umræður um
þennan lið voru sérstaklega fjör-
ugar. Tómas Björnsson hafði orð
fyrir nefndinni, og lýsti yfir þvl,