Dagur - 17.12.1931, Blaðsíða 2
226
DAGUB
58. tbl.
200 DANSPLÖTUR,
þar á meðal mikið af þeim nýjustu, ásamt nokkru af tiarmonikuplötlim,
sel eg, meðan birgðir endast, á kr. 2.50 stk., kostuðu áður kr.
4.50. Notið þetta einstaka kostaboð og fáið ykkur, fyrir lftið verð,
góða dansplötu fyrir jólin.
JÓN GUÐMANN.
RmRWfmm
Hitunartæki.
»KREFFT« ELDAVÉLARNAR hvít emaileruðu hafa reynst
öllum eldavélum ódýrari en eru þó viðurkenndar
fyrir gæði.
2® »SCANDIA«-MIÐSTÖÐVARELDAVÉLARNAR ný endur-
bættar, hafa reynst bezt af þeim eldavélum, sem reyndar
hafa verið hér.
■* Kaupfélag Eyfirðinga.
IP# Ðyggingavörudeildin.
SiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiilS
Myndastofan
Oránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
að hingað til hefði rafstraumur til
áðurnefndrar notkunar verið seld-
ur eins og annar straumur til hit-
unar, án vitundar nefndarinnar og
af yfirsjón rafveitustjóra. Nú
vildi nefndin leiðrétta þetta, sagði
hann, og láta notendur greiða
fyrir þennan straum sem til ann-
arar iðju. Formaður nefndarinn-
ar, Jón Sveinsson bæjarstjóri,
hélt margar ræður um málið, og
þær fyrstu langar. í endir þriðju
ræðu sinnar lýsti bæjarstjórinn
því yfir, að rétt mundi vera að
rafveitunefnd athugaði þetta at-
riði nánar, því satt að segja væri
hann mjög fáfróður í þessum efn-
um og gæti ekki gert sér glögga
grein fyrir málinu. í fjórðu ræðu
sinni, sem hann hélt, eftir að
Brynleifur Tobiasson var búinn
að taka fáfræði bæjarstjórans og
allrar rafveitunefndar til athug-
unar, lýsti hann yfir því, að hann
fyndi sig ætíð skorta þekkingu á
öllum málum, en þó hefði það oft-
ast sýnt sig, að bæjarfulltrúana
skorti enn meira á nægilega þekk-
ingu á málunum. r
Við þessa sneið espuðust með-
nefndarmenn bæjarstjórans í raf-
veitunefndinni og lýstu því yfir,
að þeir teldu sig hafa næga þekk-
ingu á rafmagnsmálum bæjarins.
Jón Guðlaugsson vildi þó álíta, að
áskorun iðnaðarmannafélagsins
og skilningur þess á þessu atriði
hefði við rök að styðjast. Gísli
Magnússon og ólafur Jónsson
tóku í sama strenginn, og benti
sá síðarnefndi sérstaklega glöggt
á, að eðlilegt og algengt væri, að
flokka rafmagn í þrjá aðalflokka,
eftir því, hve rafstraumurinn
gæti keppt við eldsneyti eða afl-
gjafa annarar tegundar. Rafmagn
keppti vel við ljósmeti, því væri
ljósastraumur alstaðar seldur
hæstu verði. Það keppti lakar við
aflgjafa til hrejrfinga, því væri
iðjustraumur seldur lægra verði.
En allra lakast keppti rafmagnið
við eldsneyti til hitunar, því væri
hitunarstraumur allstaðar seldur
lægstu verði. Við þessa skýringu
málsins espaðist framsögumaður
á ný, og vildi álíta, að bæjarstjórn
kæmu samþykktir rafveitunefnd-
ar ekkert við.
Brynleifur Tobiasson bar fram
tillögu um að frestá þessum lið,
vegna framkominnar áskorunar
iðnaðarmanna og yfirlýstrar fá-
fræði bæjarstjórans, en sú tillaga
var felld með litlum atkvæðamun,
og samþykkt að vísa málinu til
annarar umræðu, ásamt öðrum
liðum dagbókar rafveitunefndar,
að einum undanskildum, sem var
út af sölu hitunarrafmagns til
eins iðnaðarfyrirtækis hér í bæn-
um.
Flestir bæjarfulltrúarnir tóku
til máls um þetta atriði, og voru
allir, nema rafveitunefndin sjálf,
andvígir þessari hækkun á raf-
straum til iðju. Töldu þeir frekar
ástæðu til að létta undir með iðn-
aðarmönnum en íþyngja þeim.
Rafveitunefndin upplýsti, að raf-
veitan hefði borið sig vel að und-
anförnu og að búið væri að af-
borga upphaflegan stofnkostnað
fyrirtækisins um 40%, og að það
svaraði til þess að hann yrði full-
greiddur á 25 árui% frá því raf-
veitan tók til starfa.
Bæjarstjóri talaði mikið um
olíumótorinn, sem keyptur var, til
þess að hafa til vara á vetrum, ef
vatnslítið yrði. Vildi hann álíta,
að mótorinn hefði orðið að kaupa,
vegna aukinnar notkunar á
straum, sem seldur væri til iðju
og hitunar át.,25 og 12 au kw.-st.
Og væri slíkt vitanlega fjarstæða,
að framleiða rafmagn með olíu-
mótor og selja svo lágu verði. Af
því að þetta atriði snýr sérstak-
lega að iðnaðarmönnum, skal það
tekið til nánari athugunar.
Bæjarstjóri upplýsti, að raf-
magnsstjóri hefði reiknað út, að
rafmagn, framleitt með þessum
mótor, kostaði 21 eyri kw.-stund-
in. Væri þá aðeins reiknuð olía til
mótorsins, viðhald og afborgun,
en enginn kostnaður við leiðslur
út um bæinn, eða eftirlit við mó-
torinn. — Nú mundi mega álíta,
að þau atriði þyrfti rafstöðin ekki
að reikna sér til verðs, þar sem
mótorinn er aðeins til vara, og
kostnaður við leiðslur og pössun
stöðvarinnar eykst ekkert þótt
hann sé settur í gang. í fyrravet-
ur mun hann hafa verið settui'
tvisvar í gang.
Setjum nú svo, að eitthvert iðn-
fyrirtæki vilji setja sig niður hér
á Akureyri, og fái 10 kw. til iðju
og önnur 10 kw. til hitunar, hvort-
tveggja 10 st.ádag. Rafstöðin hef-
ir yfirdrifið afl allt sumarið og
mestan hluta vetrarins. Iðnfyrir-
tækið fær iðjustrauminn fyrir 25
au. kw.-st. og í 200 starfsdaga
verða það 20000 kw.-st. eða kr.
5000.00. Hitunarstraumurinn
kostar 12 au. og verða það einnig
20000 kw.-st. og með 12 aura
verði 2400 kr. eða til samans 7400
kr. um árið. Setjum nú svo, að
vegna vatnsleysis og aukins álags
yrði að láta olíumótorinn ganga í
30 daga, 10 stundir á dag, og
þetta iðnfyrirtæki fengi sinn
hluta af því eða 6000 kw.-st. Ger-
um einnig ráð fyrir, að það kost-
aði 21 éyri kw.-st., eins og bæjar-
stjóri hefir eftir rafmagnsstjóra.
Yrði þá þetta samtals 1260 króna
beinn aukakostnaður fyrir raf-
veituna, fram yfir það að hafa
ekki tengt þetta iðnfyrirtæki við
sig. Eftir hefir hún samt 6140
kr., sem skiftist á 34000 kw.-st.,
og verða það 18 au. á kw.-stund-
ina. Ekki er rétt að telja þessa
upphæð hreinan arð rafveitunnar,
af því að hafa tengt þetta fyrir-
tæki við kerfi sitt, því einhver
kostnaður er við heimtaug, aflesn-
ing mæla og innheimtu gjalds. En
jafnvel bæjarstjórinn ætti að geta
séð, að þetta væri nokkuð meiri
hagnaður fyrir rafstöðina, en þótt
að hitunarstraumur til iðju væri
hækkaður um helming.
Ef iðnfyrirtækið er mjög lítið,
verður útkoman auðvitað ekki
eins glæsileg, en þó alls ekki óhag-
stæð rafveitunni. Setjum sem svo,
að lítið iðnfyrirtæki þurfi 2 kw.
til iðju 5 klst. alla 300 virka daga
ársins til jafnaðar, og annað 2
kw. til hitunar, jafnlangan tíma.
Iðjustraumurinn kostar þá 750 kr.
og hitunarstraumurinn 360 kr.
eða til samans 1110 kr. um árið.
Gerum ráð fyrir, að olíumótorinn
þurfi einnig nú að ganga í 30
daga, 5 st. á dag, vegna ýmiskon-
ar smáiðju og hitunar, og að þetta
fyrirtæki taki sinn hluta, eða 600
kw.-st. Með 21 au. verði verða það
126 kr. hreinn aukakostnaður.
Eftir eru samt 984 kr., sem raf-
stöðin fær fyrir að hafa tengt
þetta iðnfyrirtæki við kerfi sitt.
Er vonandi að rafveitunefnd sjái,
að þessi sala er mjög hagkvæm
fyrir rafstöðina og það þótt auka-
kostnaðurinn, vegna olíumótors-
ins, yrði enn meiri, og þótt sá
hluti iðjurafmagnsins, sem notað-
ur er yfir sumarmánuðina, væri
seldur sem hitunarstraumurinn,
Rafmagnsnefnd talaði mikið um
nýja rafstöð, sem þyrfti að byggja
fyrir bæinn. Og þótt ótrúlegt sé,
þá gat bæjarstjórinn þess, að
nauðsynlegt væri að bæjarbúar
yrðu búnir að læra að nota sem
mest rafmagn, þegar sú stöð tæki
til starfa, því hún yrði sjálfsagt
svo stór (2 milj. króna nefndi
hann sem stofnkostnað), að hægt
yrði að selja ótakmarkað raf-
magn, og að það yrði því ódýrara,
sem meira yrði keypt. Hvort raf-
veitunefndin hefir ætlað að hafa
þessa nýju ráðstöfun sína um sölu
rafmagns til hitunar sem sína
kennshi við þennan annars svo
skynsamlega færdóm, er ekki gott
að segja. En iðnaðai’mönnum
finnst gagnstæð aðferð mundi
duga betur.
Það var mjög ómaklegt af raf-
veitunefnd að álasa rafveitustjóra
fyrir sölu rafmagnsins. Það vita
allir að hr. Otterstedt stendur
mjög vel í stöðu sinni, og að hann
muni hafa sett upp hitunar-
straumsrafmælana eftir algildum
reglum um sölu rafmagns. f
Reykjavík er allt hitunarrafmagn
selt sama verði og orka til véla
eða iðju sérstöku verði. Er sú teg-
und rafstraumsins flokkuð mjög
vel niður, og kw.-st. aðeins seld á
16 au. utan ljósatíma. En ljósa-
tími er talinn síðustu 5 til 9 kl.st.
sólarhringsins yfir 8 vetrarmán-
uðina. Er auðvelt fyrir iðnaðar-
menn að láta vera að nota vélar
sínar þann tíma. Ef eitt fyrirtæki
notar mikið af iðjuorku, er auk
þessa gefinn afsláttur á verðinu
utan ljósatíma, þannig að sá, sem
notar 20000 kw. yfir árið, greiðir
12 au. fyrir kw.st. yfir 4 sumar-
mánuðina og 16 au. yfir 8 vetrar-
mánuðina. Sá, sem notar 40000
kw.-st., greiðir 12 au. allt árið.
Næstu 40 þús. kw.-st. þar fyrir
ofan kosta alltaf 10,8 au., 80 þús.
9,6 au. 160 þús. 8,4 au., 360 þús.
7,2 au., og öll orka þar fyrir ofan
kostar aðeins 6,0 au. hver kw.-st.
allt árið.
Vonandi sér bæjarstjórn Akur-
eyrar, af þessu yfirliti, að full-
komin þörf er á að taka til nýrrar
athugunar sölu á iðjustraum hér
í bænum, og að það ber að lækka
hann mikið og haga sölunni þann-
ig, að næturorkan sé notuð sem
mest, en létt á ljósatímaorkunni.
Þetta er algengt sölufyrirkomulag
og alveg sjálfsagt þar, sem svo
stendur á sem hér í bæ.
Iðnaðarmenn munu framvegis
gefa raforkumálinu, og öðrum
málum í bæjarstjórn, er snerta
hagsmuni þeirra, meiri gaum en
verið hefir.
/ðmðamoðwr.