Dagur - 17.12.1931, Blaðsíða 4

Dagur - 17.12.1931, Blaðsíða 4
228 DAGUR 58. tbl. RAFTÆKJAVERZLUN EINKAUMBOÐ FYRIR ÍSLANDS H. F ALLGEMEINE ELEKTRICTÁTS GESELLSCHAFT Útsala: Vesturgðtu 3. Sími 1510. Skrifstofa: Sambandshusinu. Sími 1126. Hefir til sýnis og selur allar teg. af rafmagnstækjum og áhöldum. AEGI eldhúsmótorinn má ekki vanta í neitt eldhús. Hann vinnur störfin fljótt og vel og er húsmóð- urinni til sannrar gleði. er nafnið á ryksugunni, sem hefir mest sogafl. Vampyr ryksugan er létt í meðförum og henni fylgja 9 aukahlutir, þannig, að bæði má hreinsa með henni, föt, teppi, bækur og fleira. Vampyr er bezta og ódýrasta ryksug- an. Verð aðeins kr. 175.00. RAFMAON SB ÖKTJN AROFN. Hafið þér reiknað út, hvort ekki sé virkilega ódýrast að sjóða og baka við rafmagnshita? Enda þótt ekki sé tekið tillit til þess, hve rafmagnssuða er marfalt hreinlegri en annarskonar suða, er samt óhætt að fullyrða, að rafmagnssuða sé í mörgum tilfellum ódýrust hér á landi. En ef þér kaupið AF? SPARN- AÐAR-SUÐUVÉLAR, verður suðan miklu ódýrari. Sparnaðar-suðuvélarnar sjóða »automatiskt« og stilla sjálfar hitagráðuna. KAUPFELAG EYFIRÐINGA hefir nú fyrirliggjandi: Rafmagnsofnar, suðuplötur, bakaraofnar, straujárn, skaftpottar, hárþurkur, rafmótorar af ýmsum stærðum, brauðristarar og útvegar auk þess allar ofantaldar vörur. Fréttir. Skilanefnd hefir verið sett, til þess að gera upp bú Síldareinkasölunnar. Nefndina skipa Lárus Fjeldsted og Svafar Guðmundsson. Kom hinn síðar- nefndi hingað norður með »Drottning- unni« síðast og vinnur að því að rann- saka hag dánarbús Einkasölunnar. Ríkið stendur í hálfrar milj. kr. á- byrgð fyrir Sildareinkasöluna og auk þess skuldar hún ríkissjóðnum hátt á þriðja hundrað þús. kr. útflutningstoll af síld. Hæstaréttard&mur er fallinn í máli því, er Kristján Karlsson fyrv. banka- stjóri Islandsbanka höfðaði gegn Út- vegsbanka íslands. Krafðist Kristján þess, að bankinn greiddi sér eins árs laun, eftir það að hann lét af banka- stjórninni. Dómur Hæstaréttar féll á þá leið, að Útvegsbankinn var sýknaður af kröfunni og Kristján dæmdur í 300 kr. málskostnað fyrir Hæstarétti. Leikfélag Akureyrar sýndi leikinn »Húrra krakkik á Siglufirði um síðustu helgi við góða aðsókn. Leikendumir fóru vestur með »Drottningunni« og komu aftur með Brúarfossi í fyrradag. Látin er nýlega á Kristneshæli frú Þorbjörg Stefánsdóttir, kona Jóhanns Haraldssonar næturvarðar á símastöð- inni hér. Þorbjörg sál. var kornung myndarkona. Riddarakrossi Fálkaorðunnar hefir nýlega verið sæmdur Magnús Einarsson organisti hér í bæ. Mun öllum sýnast hið sama, að hann sé vel að þeirri sæmd kominn fyrir ósérplægið starf við söng- kennslu um langa æfi og útbreiðslu á söngþekkingu. Hjónaband: Á laugardaginn var voru gefin saman af sóknarprestinum hér ungfrú Anna Árnadóttir, gjaldkera K. E. A., og Kristján Valdemarsson bíl- stjóri hér í bæ. Skarlatssótt og mislingar hafa stung- ið sér niður hér í bænum. Mislingar eru sagðir á tveimur stöðum svo vitanlegt sé. -----o----- Simskeyti. (Frá FB). Rvík 15. des. Gengi sterlingspunds fer nú hækkandi og komst upp í 3,451/2 dollar í New York. Tveir norskir bankar, Den Norske Kreditbank, með 33 milj. kr. hlutafé, og Bergens Privat- bank, með 30 milj. kr. hlutafé, hafa stöðvað útborganir. Báðir bankarnir hafa fengið þriggja mánaða greiðslufrest samkvæmt bankagj aldþrotalögunum. Talið er líklegt, að Kreditbank hafi nægilegt fjármagn til að halda á- fram viðskiftum á öruggum grundvelli, en hinsvegar búizt við, að Bergens Privatbank muni af- skrifa núverandi hlutafé og reyna að afla sér nýs hlutafjár. Maður sá, sem stal hér í sumar 10 þús. kr. út á sparisjóðsbók gamallar konu, hefir verið dæmd- ur í 12 mánaða betrunarhúsvinnu. Norðmaðurinn Johansen hefir verið dæmdur í 10 daga fangelsi og 1000 kr. sekt fyrir vínbruggun. Skúli fógeti hefir selt afla sinn fyrir 1101 sterlingspund, en Tryggvi gamli fyrir 1829 pund. Togararnir Baldur, Hannes ráð- herra og Ver búast á veiðar. Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6. Prentsmiðja Odds Bjömasonar. DAGSKRÁ útvarpsins f Reykjavfk. Fastir liðir á hverjum degi: Kl. 10.15 — 16.10 — 19.30 veðurfregnir. 20.30 fréttir. FÖSTUDAGUR 18. des. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 er- indi: Jón Bergsveinsson. 21 grammófón- hljómleikar. LAUGARDAGUR 19. des. Kl. 18,40 barnatími. 19,05 og 19,35 fyrirlestrar Búnaðarfél. Isl. 20 leikrit: Soffía Guðlaugsdóttir. 21 Grammófón- hljómleikar. Danslög til 24. SUNNUDAGUR 20. des. Kl. 11 messa í dómkirkjunni (sfra Friðrik Hallgrímsson). 18,40 barnatími. 19,15 hljómleikar: Jólamusik. 19,35 og 20 óákveðið. 21 grammófónhljómleikar. MÁNUDAGUR 21. des. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 er- indi. 21 hljóml.: Jólalög. Einsöngur. Grammófónn. ÞRIÐJUDAGUR 22. des. KI. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 er- indi. 21 Grammófónn: Islenzk einsöngs- lög. 21,15 upplestur. 21,35 grammófón- hljómleikar. MIÐVIKUDAGUR 23. des. Kl. 18,40 barnatími. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 erindi: Frá útlöndum (Vilhj. Þ. Gíslason), 21 grammófónhljóml.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.