Dagur - 21.01.1932, Page 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
*on í Kaupfél. Eyfirðinga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XV ár.
Akureyri, 21. janúar 1932.
3. tbl.
Jarðarför Hinriks B. Péturssonar trésmiðs fer fram laugardag-
inn 23. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hins látna,
Gránufélagsgötu 33, kl. 1 e. h.
Börn og tengdadœtur.
Eiðaskóli.
Skýrsla um Alþýðuskólann á
Eiðum skólaárið 1930—1931 hefir
Degi borizt fyrir nokkru. f efri
deild voru 15 nemendur, en 21 í
yngri deild. Kerinaraskifti urðu á
þá leið, að Hólmfríður Árnadóttir
og Guðgeir Jóhannsson hættu
störfum við skólann, en í stað
þeirra voru þeir Eiríkur stúdent
Magnússon frá Akureyri og Þór-
arinn guðfræðikandidat Þórarins-
son frá Valþjófsstað settir kenn-
arar við skólann. Kennslugreinar
voru: islenzka, íslandssaga, mann-
kynssaga, trúarbrögð, stærðfræði,
eðlisfræði, grasafræði, dýrafræði,
heilsufræði, landafræði, félags-
fræði, danska, enska, teiknun,
söngur, leikfimi, hannyrðir. Auk
þessa flutti skólastjórinn 1—2 er-
indi á viku um trúarbrögð, lífs-
skoðanir og menningu fyrir báðar
deildir sameiginlega.
Til fyrirlestranámskeiðs við
skólann var stofnað snemma í
febrúar. Þrátt fyrir það að illfært
var um sveitina vegna snjóa, sóttu
hátt á annað hundrað manns að
Eiðum þessa dagana. Voru mörg
erindi flutt á námsskeiði þessu um
margvísleg efni. Ennfremur var
námsgestum skemmt með söng,
upplestri, gamanleikjum o. fl.
Allir nemendur eldri deildar
skólans tóku burtfararpróf. Hlutu
12 þeirra 1. einkunn, þar af 4 á-
gætiseinkunn, en 3 aðra einkunn.
Á þingi 1930 var veitt fé til
nýrrar vatnsleiðslu í skólann og
var að henni unnið og verkinu lok-
ið á síðastl. sumri. Var þetta hin
mesta nauðsyn, því að ónógt
neyzluvatn og erfiðleikar í sam-
bandi við það hefir bagað skólann
í mörg undanfarin ár. En ennþá
skortir rafmagn til ljósa og suðu í
skólanum.
Fæðiskostnaður pilta varð að
þessu sinni kr. 1,96 á dag, en
stúlkna kr. 1,72.
Málfundafélag skólans starfaði
eins og áður. Á fundunum voru
rædd ýms mál, svo sem skólamál,
bindindismál, um skemmtanir,
fornbókmenntir íslendinga o. fl.
Félagið gaf út blað, er nefnist
Helgi Ásbjarnarson, og var það
lesið upp á sunnudagsfundum.
Skemmtanir ýmiskonar höfðu
menn í skólanum, svo sem dans,
vikivaka, fimleikaæfingar, glím-
ur og knattspyrnu. Skólalífið virð-
ist hafa verið hið ánægjulegasta
á allan hátt, enda mun leitun á
jafn fögru og skemmtilegu heim-
ilislífi eins og þar sem skóla-
stjórahjónin á Eiðum eiga húsum
að ráða.
Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir
úr Reykjavík dvaldi um tíma á
Eiðum þenna vetur og flutti þar
nokkur erindi. Hefir hún skrifað
grein í eitt sunnanblaðanna um
veru sína þar og kynni þau, er
hún hafði af skólanum. Segir þar
meðal annars:
»Skólastjórinn á Eiðum er nú
síra Jakob Kristinsson; hygg eg
að óhætt sé að segja, að honum
hafi tekizt á þeim þremur árum,
sem hann hefir haft skólastjórn-
ina á hendi, að ávinna sér hylli
Héraðsbúa og elsku nemenda
sinna. Varð eg þessa mjög vör í
vetur vegna þess að til orða kom,
að hann segði af sér skólastjórn-
inni, og eg var einmitt á ferðalagi
um sveitina á þeim tíma, sem það
kvisaðist fyrst og heyrði því mik-
ið um það talað. Var sorg manna
almenn yfir því, ef skólinn ætti
nú svo fljótt að missa hans við og
fleiri en einn bónda heyrði eg
segja, að þá létu þeir ekki börn
sín í skólann fyrst um sinn. En
þegar talað er um skólastjórn síra
Jakobs, þá má ekki gleyma því,
hve ágæta og sér samhenta konu
hann á, þar sem Helga Jónsdóttir
er. Hún er svo yfirlætislaus, að
vel getur verið, að ókunnugir taki
ekki eftir því í fyrstu, hversu
mjög starfs hennar og áhrifa gæt-
ir í skólanum og öllu skólalífinu.
Áður en hún giftist, var hún
skólahjúkrunarkona, kemur sú
þekking hennar sér vel á Eiðum,
þar sem svo langt er til læknis,
enda er ráða hennar leitað ekki
eingöngu af skólafólkinu á Eiðum,
heldur einnig af mörgum ná^
grannanum«.
Um skólalífið segir frú Aðal-
björg meðal annars:
»Skólalífið á Eiðum er afar
frjálslegt. Virtist mér mest ein-
kenna það ástúð og hreinskilni,
bæði á milli nemenda og kennara.
Það var ekki verið að fela neitt og
það virtist vera gengið að því
vísu, að allir væru fullir af vel-
vild hver til annars...«
Þar sem slíkur andi, sem hér er
lýst, ríkir í skóla eða á heimili,
þar er allt með feldu og á réttum
kili, hvað sem öllum prófeinkunn-
um líður.
Skammt norðan við Eiða er all-
stórt stöðuvatn. í því er hólmi
einn örskammt frá vesturbakka
þess. Þar er skógargróður marg-
breytilegur, mikill og fagur. Þeg-
ar út í Eiðahólma kemur, angar
að vitum manns skógarilmur og
blómskraut hrífur augað. Þægi-
legt fuglakvak berst að eyrum ut-
an af vatninu. Þarna er einn dýrð-
legasti staður til sumardvalar,
sem hægt er að hugsa sér. Bros-
andi náttúran býður þar aðkomu-
manninum faðm sinn, ljúf og ást-
úðleg. Skógurinn veitir ágætt
skjól gegn næðingum. Eiðahólmi
ætti það skilið, að ítarlegri lýsing
væri af honum rituð, en hér eru
tök á. En því er hann nefndur í
þessu sambandi, að allir þeir, sem
menntun .og menningu unna,
munu óska þess einhuga, að Al-
þýðuskólinn á Eiðum megi verða
vermireitur fyrir andlegan gróð-
ur i sálum þeirra æskumanna, sem
þangað leita, að sá sálargróður
verði hliðstæður gróðrinum og
fegurðinni í ríki náttúrunnar i
Eiðahólma.
-----o------
Að utan.
Ritstjóri »Dags« hefir farið þess á
leit við mig, að ég flytti lesendum blaðs-
ins erlendar fréttir, eftir því sem færi
gefst. Er þessi grein upphaf þeirra
frétta.
Sigfús Halldórs frá Höfnum.
* *
*
Fréttaritari New York stór-
blaðsins Herald Tribune, sá er bú-
settur er í Berlín, lýsir mjög átak-
anlega ástandinu í Þýzkalandi, í
grein, ritaðri skömmu fyrir jólin.
Þrettán ár eru nú liðin síðan
Þjóðverjar losuðu sig við keisar-
ann og áhangendur hans; gjör-
breyttu um stjórnskipulag í þeirri
von, að sigurvegararnir, fjand-
menn þeirra, myndu gefa þeim
grið og frið gegn sæmilegum og
sanngjörnum skilmálum. En eftir
að hafa notið Versalafriðarins í
þrettán ár, ofan á ófriðarhörm-
ungarnar, er ástandið verra í
Þýzkalandi en það hefir verið síð-
an 1806, eftir orustuna við Jena,
eða jafnvel síðan að þrjátíu ára
stríðið geysaði yfir landið.
Um miðjan nóvember voru
4.600.000 atvinnulausir samkvæmt
opinberum skýrslum og haft eft-
ir Dr. Brúning, ríkiskanzlara, að
hann búizt jafnvel við 7.000.000
atvinnuleysingjum fyrir vetrarlok.
Strætin í Berlín eru troðfull af
mönnum og konum, er reyna að
selja eldspýtur eða skóþvengi, til
þess að ná í nokkra aura fyrir
mat, ef það þá ekki blátt áfram
betlar. Aðrir slangra um húsa-
garða, syngjandi eða með ein-
hverja hljóðfærisnefnu, í von um
að brjóstgóðir húsabúar fleygi í
þá fáeinum koparhlunkum. Fall-
byssuvagnar þjóta iðulega um
strætin, ekki til þess að bæla nið-
ur eitthvert minniháttar upp-
hlaupið, þótt þau séu daglegir
viðburðir, heldur til þess að safna
gömlmn og slitnotuðum fataræfl-
um handa aumustu allsleysingj-
unum.
Kauphöllin hefir lengst af lok-
uð verið síðan í júlímánuði. Þrátt
fyrir það og síauknar söluhöml-
ur á útlendum gjaldeyri, hefir
gullið flætt til útlanda svo að gull-
forði ríkisbankans (Reichsbank)
var í nóv. kominn niður í 27% í
stað 40%, er hann mátti minnstur
vera, samkv. fyrirmælumlaganna.
Kaup hefir farið sílækkandi, enda
hefir fjárm.ráðgjafarnefnd sú, er
ríkisstjórnin skipaði sér til að-
stoðar haldið hvern fundinn á
fætur öðrum fyrir luktum dyrum
til þess að ráðgast um hvernig
færast sé að lækka í einu kaup og
vöruverð, svo að Þýzkaland fái
haldið því meti, er þjóðin hefir
sett undanfarið í útflutningi af-
urða. Kjnúið hvössum spora nauð-
synjarinnar á því að ná í sem
mest af erlendum gjaldeyri, hefir
Þýzkaland með þessu meti skák-
að bæði Bretlandi og Bandaríkj-
unum, er til skamms tíma hafa
mest flutt út af iðnaðarvarningi
og öðrum afurðum. Fyrstu tíu
mánuði ársins sem leið var verzl-
unarjöfnuður Þjóðverja þeim í
hag svo að nam 2,358,000,000
mörkum. Af þeirri gífurlegu upp-
hæð færði októbermánuður þeim í