Dagur


Dagur - 21.01.1932, Qupperneq 2

Dagur - 21.01.1932, Qupperneq 2
10 DAGUR •- m 3. tbl. gHffmHHHHHHHHHg | Eldauélar 3 ■N svartar og emaleraðar af ýmsum 2« stærðum. Verðið enn óbreytt. £|| 32 Miðstöðvareldavélar 35 fyrir lítil heimili — mjög ódýrar. 8* Kaupfélag Eyfirðinga. Byggitigavörudeildin. hlut 396,000,000 mörk, og er það dæmalaust í sögu landsins. Það sem öliu i'ramar hefir knú- ið þýzka iðjuhölda til þessara heljar átaka í framleiðslunni og svo ósleitilegs framboðs á erlend- um markaði, er hin sírýrnandi kaupgeta þjóðarinnar sjálfrar, sökum ítrekaðrar launalækkunar verka- og embættismanna og óð- vaxandi skatta. Stjórnin hefir þótzt tilneydd að lækka nú laun allra starfsmanna hins opinbera nm 10—20 af hundraði. Verka- menn verða að greiða tilfinnanleg- an hluta af sínum lágu launum í þarfir atvinnuleysingja. Embætt- ismenn verða að greiða allt að 20 af hundraði í skatta, er einnig koma afarhart niður á öllum kaupsýslumönnum. Allt er skatt- að, að kalla má, hver tegund smá- söluvarnings og hver sopi sem neytt er á veitingahúsum. En þrátt fyrir þessa skatthækkun gerir Dietrich fjármálaráðherra ráð fyrir því, að tekjuskattur fjárhagsársins sem leið, muni nema aðeins 2.159.000.000 mörk- um, samanborið við 3.026.000.000 árið 1929, og hrökkva þá ekki upp í þann mismun þau 700.000.000 mörk er ríkið sparar á gjaldfresti stríðsskuldanna, er kenndur er við Hoover Bandaríkjaforseta. f búðunum býðst hvert tæki- færiskaupið öðru betra, en aðeins örfáir eru svo fjáðir að þeir geti nýtt þau boð. Fyrir fáum árum var húsnæðisskorturinn í Berlín eitt helzta áhyggjuefni borgarbúa, en nú er sagt að um 30.000 íbúðir standi auðar. Og fram úr þessum hörmungum sést ekki rofa. Þvert á móti búast Þjóðverjar nú við að Briining rík- iskanzlari hafi sannspá mælt, er hann sagði: »Þetta verður erfið- asti veturinn er enn hefir yfir oss gengið«. Og því er skiljanlegra að þeim fari fjölgandi í Þýzka- landi, er hugsa og segja sem svo, að betra sé að þetta taki enda með skelfingu en að hjara við enda- lausa skelfingu, og grípi, sem drukknandi menn eftir hálmstrái, eftir loftköstulum þeim er hillir undir við sjóndeildarhring Adolfs Hitler og þjóðernissinna (»Naz- ista«) hans. Enda hefir á daginn komið við hverskonar kosningar er fram hafa farið í haust — í Hamborg, Anhalt, Mecklenburg og Hessen — að minni háttar borg- araflokkarnir eru að syngja út- gönguversið og meðlimir þeirra óðum að flykkjast í herbúðir Hit- lers. »Þjóðernissinnar« hafa hver- vetna unnið stórkostlega sigra, jafnvel í samanburði við sigur þann, er þeir unnu við ríkisþings- kosningarnar í sept. 1930, svo mjög sem hann óx þó öllum í aug- um þá. T. d. bættu þjóðernissinn- ar 67% við atkvæðatölu sína í Mecklenburg nú síðast, og langt yfir 100% í Hessen. Enda telja nú margir — líklega flestir — að ef gengið yrði til alþjóðarkosninga á næstunni, þá myndu þjóðernis- sinnar fá fleiri atkvæði en nokkur annar flokkur. Hin langvarandi ■fjárkreppa hefir skift Þjóðverjum, að undan- skildum miðflokknum kaþólska (Centrum) í tvo fjandsamlega andstöðuflokka. Miðstéttirnar og æðri stéttirnar fylla að mestu flokk Þjóðernissinna Hitlers, en verkamannastéttirnar flokk jafn- aðarmanna eða kommúnista. Jafn- aðarmannaflokkurinn, er að þessu hefir fjölmennastur verið í ríkinu, hefir stórum skarðast á fylgi því, er hann hefir veitt Briining kanzl- ara, til þess að koma í veg fyrir alræðishrifs »Fascistanna«. Ekki svo að skilja, að jafnaðarmenn hafi skundað í herbúðir Hitlers, heldur hefir fjöldi þeirra haldið lengra til vinstri en áður voru þeir, alla leið undir merki komm- únista. Fyrir ári síðan var allt samband milli jafnaðarmanna og kommúnista talið óhugsandi, en nú hefir óttinn við alræðis- mennsku Hitlers rekið ýmsa leið- toga jafnaðarmannaflokkanna á ráðstefnur bak við tjöldin. Höfundur greinar þessarar, er getið var um hér að framan, álít- ur að Hindenburg gamli forseti sé sá maðurinn, er framar öllum öðr- um haldi meirihluta þjóðarinnar saman ennþá. Aðalþröskuldurinn á leið Þjóðernissinna sé þó núver- andi stjórn, en formaður hennar Bruning kanzlari, er einmitt vild- armaður Hindenburgs og her- málaráðherrann, Gröner, gamall vopnabróðir hans. örlög Brúnings veltá nú á teningskasti að kalla má; á því hver hluturinn uppi verður, í síðasta lagi í lok næsta mánaðar, þegar á enda er gjald- frestur hinna "~»stuttu« erlendu lána, er Þjóðverjar fengu fram- lengd til þess tíma. Einkum verð- ur það undir Frökkum komið, hvernig þeir snúast í því máli með það reginvald er þeir hafa, því í raun og veru hefir Hoover forseti falið þeim forystuna, er til nýrra samningaumleitana kemur. Virð- ist nú allt á valdi Frakka, hvort nokkurn verulegan árangur eða engan eiga að bera tilraunir þær til sátta og samkomulags, er hafn- ar voru á Locarnofundinum fyrir sex árum síðan, fyrir forgöngu þeirra Briands og Stresemanns. Má segja, að flestra augu — og fleiri en Þjóðverja — mæni nú með ótta og eftirvæntingu á Frakka. Rudolf Breitscheid, sem er mikill vinur þeirra, og hefir orð fyrir þýzkum jafnaðarmönn- um um utanríkismál, hefir í ræðu, er víðvarpað var, varað Frakka við því, að ef þeir misbeiti nú því valdi, er þeim er í hendur lagt, þá muni aldrei framar um heilt gróa á milli þeirra og Þjóðverja; að úr því verði hverskyns friðsamleg mök og gagnkvæm samvinna ó- hugsandi. í Berlín óttast menn, að Frakk- ar muni neyta fjárhagslegs afls- munar, til þess að kúga á einhvern hátt það loforð af Þjóðverjum, að þeir skuli aldrei, um einhvem til- tekinn árafjölda, leita endurskoð- unar á friðarsamningunum (Ver- salasamningunum) né á landa- mæraskiftum milli Þýzkalands og Póllands. Léti Bruning Frakka fá sig til þess að lofa því, er víst tal- ið, að hann þar með hafi skrifað undir sinn eiginn pólitíska dauða- dóm. Því svo má kalla, að allir stjórnmálaflokkar Þýzkalands séu samhuga um það, að brýna nauð- syn beri til þess að endurskoða friðarsamningana, a. m. k. þann hluta þeirra, er fjallar um landa- mæri Póllands og Þýzkalands. Nái Brúning ekki viðunanlegum samningum við Frakka um skaða- bótagreiðsluna, er honum og talið vantraust víst, er ríkisþingið kem- ur saman í næsta mánuði. Og þá er einnig talið víst að Þjóðemis- sinnar muni að völdum komast, sennilega með tilstyrk hægri- manna Miðflokksins kaþólska. Hefir sá möguleiki þegar all á- kaft verið ræddur í þýzkum blöð- um, og eigi miklu frekar verið dreginn í efa, þótt leiðtogar kaþólska flokksins hafi afneitað Þjóðernissinnum. Að vísu gera menn ekki ráð fyrir því, að sá at- burður myndi til ófriðar leiða milli Frakka og Þjóðverja, þótt Hitler láti vígmannlega. En víst má telja, að það myndi algjörlega koma í veg fyrir það, að nokkur árangur yrði af starfi hinnar fransk-þýzku fjárreiðunefndar, er fyrir skömmu settist á rökstóla. Þá myndi tortryggni Frakka gagnvart Þjóðverjum undir stjóm »Stálhjálma« og Þjóðernissinna Hitlers hefja líkhringinguna yfir Locarnostefnunni. Eftir að greinargerð þessa fréttaritara Herald Tribune birt- ist, hefir Hitler opinberlega gerzt nokkuð skorinorður um stefnu sína í utanríkismálum, er hann kæmist til valda, er hann telur sér bráðlega víst. Lýsti hann því yfir við fréttaritara erlendra blaða, frá aðsetursstað sínum í Berlín, á gistiskála, beint á móti utanríkis- ráðuneytinu þýzka, að hann myndi að fullu greiða erlendar verzlun- arskuldir Þjóðverja, en engar frekari skaðabætur. Sló töluverð- um óhug á marga við það að Brúning skyldi engu svara þessari yfirlýsingu, og þótti það helzt benda til þess, að sannast myndu spár þær, er hér eru að framan greindar, eftir fréttaritara Herald Tribune, og það "því fremur, sem síðari heimildir virðast telja litl- ar líkur til þess að leiðtogum jafn- aðarmanna og kommúnista, þeim er að því hafa unnið, muni takast að sameina flokka sína svo ramm- lega sem þyrfti, til þess að hefta sókn Hitlers og Þjóðernissinna hans að endanlegu takmarki, í ein- ræðissess á Þýzkalandi. -----o---- 16 IL5F.iL 12. Hljóðs vil ek biðja. Hér vil ek flytja Ungmenna félagi Akureyrar Ljóðkveðju litla. Ok á lofti halda Fordæmi fyrstu Frumherjanna. Ár vas þat alda Uppi váru Jóhannes Jósefsson Hinn jörmunefldi. Þórhallur Bjaniarson Ok þrennir fjórir Akureyrar æskumenn ítui*vaxnir. Lék þeim muni Til lýðreisnar. Sló þeim heitt Hjarta í barmi. Vekja þeir vildu Af vanadvala Alla æskumenn íslands sveita. Stigu þeir á stokk. Strengdu þeir heit. Svall þeim sefi. Sjáaldur hvesstist. Hvítnuðu hnúar. Hnikluðust vöðvar. Mæltu þeir á fornhelgri Feðra tungu. Hétu þeir fslandi Hollustu sinni. Tungu fomhelgri Tryggðir sóru. —• Vöktu þeir ok vígðu Til viðhalds henni

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.