Dagur - 04.02.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 04.02.1932, Blaðsíða 1
1 th DAOUR k kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. ^aaur Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- í greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 4. febrúar 1932. 5. tbl. Ábyrgðir rlkissjóðs og Samvinnufél. ísfirðinga. Árið 1928 var svo komið hag al- mennings í ísafjarðarkaupstað, að öllu í rústir, og að þeir yrðu bjargarlausir, væri ekkert að gert. öll fiskveiðiskipin var búið að selja burt úr bænum og fyrir verkamönnum og sjómönnum þar lá því ekki annað en hungur eða flótti frá heimilum sínum. óreiða og skipulagsleysi þeirra, er yfir fiskiveiðunum höfðu ráðið, vai undirstaða þessa bágboma á- stands. Hér varð þvi að leita nýrra ráða, til þess að firra ísfirðinga þeim voða að atvinnuvegur þeirra legð- ist í fulla auðn. Var þá horfið að því ráði á Isafirði að stofna þar samvinnufélag. til þess að skipu- leggja fiskiveiðarnar og verzlun sjávarafurða. Þeir menn, er að þessum félagsskap stóðu, voru þess ekki umkomnir fátæktar vegna að geta af eigin ramleik hrundið máli þessu í framkvæmd. Leituðu þeir þá til Alþingis um hjálp í þessu efni. Árangur þeirr- ar málaleitunar varð sá, að Al- þingi veitti ríkisstjórninni heimild til að ganga í ábyrgð fyrir lánum til félagsmanna í Samvinnufélagi ísfirðinga til kaupa á fiskiskipum, samtals allt að 320 þús. kr., og máttu lánin eigi nema meiru en 4/b af kaupverði skipanna tilbú- inna til fiskiveiða. Lánin voru tryggð með fyrsta veðrétti í skip- unum, sjálfskuldarábyrgð eigenda og ábyrgð ísafjarðarkaupstaðar. Samvinnufélagið gat ekki feng- ið lán innanlands og varð því að taka lán erlendis með þeim skil- yrðum, að þau borguðust upp á 10 árum. Félagið á nú sjö skip og kostuðu þau um 60 þús. kr. hvert. Fimm þeirra eru þriggja ára gömul. en tvö aðeins tveggja ára. Þau eru viðurkennd hin beztu, hvort held- ur er til síldar- eða þorskveiða. Eins og áður er sagt, var félag- ið aðallega stofnað til atvinnu- bóta. Þessi tilgangur hefir náðst á þann hátt, að starfsmönnum þess á sjó og landi hefir verið greidd um ein og hálf miljón kr. á þrem- ur árum. íhaldsmenn héldu því mjög á lofti þegar í upphafi, að ríkisá- byrgð þessi væri mjög svo hættu- leg fyrir ríkissjóðinn. Og vitan- lega var hún ekki hættulaus frek- ar en hver önnur ábyrgð. Áhætta ríkissjóðsins vegna ábyrgðarinnar valt að sjálfsögðu mest á árferði, aflabrögðum og markaðssölu af- hrynja í rústir. eða að ríkið rétti því hjálparhönd, þó nokkur á- hætta fylgdi, þá er ekki óeðlilegt, þó hinir framsýnni og framsækn- ari menn hverfi að síðari kostin- um. Því verður ekki neitað, að þjóðfélagið allt er í samábyrgð og að neyð og bjargarskortur nokk- urs hluta þess verkar á alla heild- ina. Lán Samvinnufélagsins, sem nú hvíla á öllum skipum þess, eru um 273 þús. kr., eða 39 þús. á hverju skipi. Nú hefir það borið að höndum, að Samvinnufél. ísfirðinga hefir ekki getað staðið að fullu í skilum til lánardrottna sinna á síðasta ári. Hefir því ríkissjóður orðið að hlaupa undir bagga og greiða fyrir félagið hálfs árs afborganir og vexti og auk þess eftirstöðvar af vátryggingargj aldi. Nemur þessi upphæð, sem ríkissjóður hefir orðið að leggja fram félagsins vegna, um 26 þús. ísl. krónum. Það er að vísu ekkert undarlegt fyrirbrigði, þó að Samvinnufélag ísfirðinga hafi komizt í hann krappann með greiðslur á síðasta ári eins og flestir aðrir, ekki sízt þegar litið er til þess hve afborg- unartími á lánum félagsins er skammur. Þrátt fyrir það hefir aðalmálgagn íhaldsflokksins og blað kommúnista í Reykjavík sam- tímis og 1 innilegum bræðralags- anda veitzt að félaginu fyrir þess- ar sakir og eru hávær út af ríkis- ábyrgðinni. Er þetta því hlálegra, þar sem Morgunblaðið hefir látið sér vel lynda, að ríkisábyrgðir væru veittar í aðrar áttir og ekki verið að sýta, þó að ríkissjóður fengi dálítinn skell af þeim. Má í þessu sambandi benda á grein eina, er birtist í Alþýðublaðinu 14. s. m. og er rituð af Finni Jóns- syni á fsafirði. Segir þar meðal annars um ríkisábyrgðir, er í- haldsmenn hafa staðið fyrir að koma á: >Ábyrgð, scm ríkissjóður hafði tekizt á hendur fyrir Kárafélagið, er nýlega fallin. Ríkissjóður verður að greiða þar um 187 þús. kr., sem er alveg tapað fé, því að aðrar veðskuldir þar á undan voru 214 þús. krónur í togaranum Kára einum saman. Engrar bæjarábyrgðar hafði verið krafizt, engrar samábyrgðar af hluthöfum, og veðrétturinn í skipinu var einskis virði. Þegar lánið var fyrst veitt, var skipið þó ekki svona þræl- veðsett, en Jón Þorláksson hafði tveim dögum eftir næstsíðustu kosningar fært veðrétt fyrir ábyrgðarláni ríkissjóðs talsvert mikið aftur á bak, eftir kröfu íslandsbanka, án lagaheimildar. Þá hefir ríkissjóður verið í ábyrgð fyrir hafnarsjóð Vestmannaeyja, sem er einskonar paradís íhaldsins og komm- únismans hér á landi, þó íhaldið að vísu stjórni fjármálunum. Vestmannaeyjar er aflasælasta verstöð landsins og gæti sennilega verið hin auðugasta. Um á- standið þar gerist eigi þörf að fjölyrða. Iiærinn hefir til skamms tíma talið skipulagsuppdrátt sinn af kaupstaðn- um til ei^gnar, til þess að eiga fyrir skuldum. Hafnargjöldin eru þau allra hæstu er þekkjast, en þó er fjármála- sukkið svo mikið, að ríkissjóður mun vera búinn að greiða um eina miljón kr. vegna Eyjanna. Um tryggingar er mér ókunnugt, en líklega eru þær bara hin góðu andlit íhaldsmeirihlutans í Vestmannaey j um. Þetta er það, sem mér er kunnugt um ábyrgðir íhaldsins og tryggingar þær, er þeir krefjast ríkissjóði til handa af sínum mönnum. Mörgum kann að blöskra, en þó er þetta eigi nema sára- lítill hluti þess, er bankarnir hafa lán- að út á þessi sömu góðu andlit. Hvern- ig hafa hinar 33 miljónir, er bankarnir hafa afskrifað sem tapað, verið lánað- ar? Stærstu upphæðirnar skjóta stund- um upp kollinum, en þó eru flestar al- menningi ókunnar«. ------o------ B Æ K U R. J örö, 2.—3. hefti 1. árg., hef- ir Degi verið send. Fyrsta heftis þessa tímarits hefir áður verið getið hér í blaðinu, og standa þessi síðari hefti því ekki að baki á nokkurn hátt. Þar hefst meðal annars íslenzk þýðing á einhverri merkustu bók síðustu ára: »Krist- ur á vegum Indlands«. Þá skrifar ritstjórinn, sr. Björn O. Björns- son, meðal annars um Indland og Indverja, alþýðlega og fróðlega grein. Fylgja henni nokkrar myndir. — »f gamla daga« nefn- ast frásögur úr Skaftafellssýslu, mjög læsilegar og sagðar af sjón- arvottum. Enn má nefna grein um norska skáldið Jónas Lie og fjöl- margt annað. Efni ritsins er mjög fjölbreytt; það ræðir um líkams- rækt og heilsufræði, siðgæðismál og trúmál; það flytur sögur og margskonar alþýðlegan fróðleik. Ritstjórinn leggur auðsjáanlega mikla vinnu í það og mikla rækt við það. Hann er sýnilega jarð- ræktarmaður á alla lund. Á áhugi hans og dugnaður lof skilið. Einnar uppástungu sr. Björns skal hér getið. Hann leggur til að gefið sé út úrval af ræðum síra Páls Sigurðssonar frá Gaulverja- bæ, — »en ósvikinn 20. aldar-mað- ur yrði sá að vera, er veldi ræð- urnar«, bætir hann við. Síra Páll var einhver hinn djarfasti og snjallasti' kennimað- ur þessa lands, og myndi úrvali úr ræðum hans verða tekið tveim höndum af öllum frjálslyndum kristindómsvinum. Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar hljóta að vera meðal vinsælustu bóka, er út hafa verið gefnar á síðari árum. Frásögnin er svo létt og ljós, að lesaranum finnst hann lifa og ferðast með höfundinum og horfa á menn þá og atburði, sem hann er að lýsa. Þriðja hefti annars bindis þessa verks kom út á síðasta ári. Segir höf. þar enn frá sjóferðum sínum fjarri föðurlandi sínu og veru sinni í útlöndum og loks frá ferð sinni heim til íslands vorið 1893, og er byrjaður að skýra frá fiski- veiðastarfi sínu hér við land. Munu margir vera óþolinmóði'r að bíða eftir framhaldinu. — Þessar skemmtilegu Ferðaminningar er ein af þeim bókum, er Þorsteinn M. Jónsson gefur út. Saga lúns heilaga Fra/ns frá Assisi er ein þeirra bóka, er út komu á síðasta ári. Söguna hefir ritað síra Friðrik J. Rafnar, en Þorsteinn M. Jónsson hefir gefið hana út. Mælt er að bók þessi selj- ist illa. Er raunalegt til þess að vita, að menn skulrtaka ómerki- lega reyfara fram yfir æfisögu eins hins mei'kilegasta manns, er uppi hefir verið. N áttúrufræðingurinn, er þeir Guðm. G. Bárðarson og Árni Frið- riksson gefa út, hefir nú komið út í eitt ár. Er allt hið bezta um þenna 1. árgang þessa alþýðlega fræðslurits í náttúrufræði að segja, enda mun Náttúrufræðing- ekki lá annað fyrir en aðalat- vinnuvegur bæjarbúa legðist með urðanna. Þegar um það tvennt var að velja, að láta heilt bæjarfélag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.