Dagur - 04.02.1932, Blaðsíða 3

Dagur - 04.02.1932, Blaðsíða 3
5. tbl. DAGUR 19 til þess er að láta þau skrifa upp úr bók. Læra börn meira á þeirri einföldu aðferð en margan grunar<> Bókin er samin með tilliti til og í fullu samræmi við Ritreglur Frey- steins skólastjóra Gunnarssonar og Málfræði Benedikts Björnssonar skólastjóra, ágætar bækur, er útg. þessarar bókar, Porsteinn M. Jóns- son hefir einnig gefið út, ásamt stafsetningarorðabók Freysteins. A útgefandinn mikla þökk skilið fyrir dugnað sinn f þvi að koma á mark- aðinn þessum nauðsynjabókum, er til ættu að vera á bverju íslenzku heimili, þar sem tekið er á penna, og sjálfsögð eign allra barna, ungl- inga og skólanemenda. S. H. f. H. ------o------ v Fréttir. Hjúhruncvrfélagið Hllf er 25 ára í dag. Hefir það unnið mikið og þarft verk hér í bæ á þessum síðasta aldar- fjórðungi, létt undir með fátækum og sjúkum á margan hátt. Nú lítur félagið svo á, að síður sé þörf fyrir starfsemi þess á sama hátt og áður, þar sem Rauði-Krossinn starf- ar á því sviði með góðum árangri. Þess- vegna var ákveðið á aðalfundi félags- ins, að það breytti um starf og jafn- framt um nafn að nokkru leyti. Heitir það hér eftir Kvenfélagið Hlif og breyt- ir um starfsemi þannig, að það leggur eingöngu áherzlu á að koma sem fyrst upp sumarbústað fyrir veikluð börn. Þær stofnanir munu annarstaðar hafa reynzt vel, meðal annars til að hefta út- breiðslu berkla. Hefir nú félagið tekið sér fyrir hendur að safna í sjóð í þess- um tilgangi og heitir á alla, konur jafnt og karla, að styðja að því, að það komi þessari hugsjón sinni í framkvæmd hið allra fyrsta. Formaður félagsins er frk. Anna Magnúsdóttir. Kvöldskemmtun. — N emendasamb and Gagnfræðaskólans efnir til ágætrar kvöldskemmtunar í Nýja Bíó nsesta þriðj udagskvöld, 9. febrúar. Verður nánar auglýst á götum bæjarins. Frú Þorbjörg Halldórs frá Höfnum leikur á flýgil; þeir Sigurður O. Bjömsson og Sigfús Halldórs frá Höfnum syngja s>Glunta« með aðstoð frú Þorbjargar, og Sigfús les upp kafla úr s>Sögu Gösta Berling«, snilldarverki Selmu Lagerlöf. Og að auki verður sýnd ágæt kvikmynd: »Vitavörðurinn«. Frekari meðmæli með slíkri skemmtun ættu að vera óþörf. Dómur er nýlega fallinn í hæstarétti í máli því, er dr. Helgi Tómasson höfð- aði gegn ríkisstjóminni í sambandi við frávikningu sína úr Kleppsspítala. Hafði Helgi krafizt eins árs launa og greiðslu ferðakostnaðar frá Kleppi og auk þess 10 þús. kr. í skaðabætur. Rétt- urinn dæmdi H. T. eins árs laun, en sýknaði stjómina af kröfunni um ferða- kostnaðargreiðsluna og 10 þús. kr. skaöabætumar. Rétturinn lét þess get- ið að hann legði engan dóm á geðveikis- þátt málsins. Enskur toga/ri strandaði austur á Melrakkasléttu nú nýlega. Varðskipið JEgir náði honum út og kom með hann hingaö 1 fyrradag. Helga Torvö skíðaíþróttakennari kom hingað til bæjarins með Lagarfossi í síðustu viku. Er hann ráðinn kennari við fyrirhugað skíðanámsskeið á vegum Knattspymufélags Akureyrar. En nú sem stendur verða skíðaíþróttir ekki iðkaðar hér vegna snjóleysis. Á mánudagskvöldið flutti Helge Torvö erindi í Akureyrarbíó og sýndi jafn- framt skuggamyndir. Skýrði hann þar frá skíðaþróttum og lýsti gagnsemi þeirra. Var erindi þetta vel sótt og því vel tekið. Rlkisútvairpið ætlar á komandi vori að láta hljóðrita íslenzkan söng. Standa nú yfir samningar milli þess og söngfélaga landsins um að syngja á plötur. Stend- ur nú meðal annars í samningum milli söngfólagsins Geysir hér í bæ og út- varpsins um þetta. Geysir söng í Samkomuhúsinu á sunnudaginn var við dágóða aðsókn og ágætan orðstír. Eitt nýtt lag eftir Björgvin Guðmundsson varð söngflokk- urinn að þrítaka. Vinnudeilumar í Keflavík eru komn- ar í hendur sáttasemjara ríkisins. Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrún í Reykjavík var haldinn á sunnudaginn var. Formaður var kosinn Héðinn Valdimarsson og varaform. Ól- afur Friðriksson með á 4. hundr. atkv. hvor. Formannsefni kommúnista fékk milli 90 og 100 atkv. Jónas Sveinsson læknir á Hvamms- tanga er skipaður læknir í Blönduós- héraði. Drukknun. Ungur maður, Hjalti Sig- mundsson að nafni, féll nýskeð út af bryggju á Isafirði og drukknaði. -----o----- DAGSKRÁ útvarpstns i Reykjavík. Fastir liðir: Veðurfregnir kl. 10,15 (á sunnud. 10,40) — 16,10—19,30. Kl. 19,05 þýzkukennsla, 19,35 enskukennsla, nema á laugardögum og sunnudögum. Kl. 20,30 fréttir (á sunnud. kl. 20). Á laug- ard. kl. 19,05 og 19,35 fyrirlestrar Bún- aðarfélags íslands. FÖSTUDAGUR 5. febr. Kl. 20 erindi (Gunnlaugur Einarsson). 21 grammófónhljómleikar. LAUGARDAGUR 6. febr. Kl. 18,40 barnatími. 20 upplestur (Halldór K. Laxness). 21 hljóml. SUNNUDAGUR 7. febr. Kl. 11 messa í dómkirkjunni (sr. Friðr. Hallgrímsson). 18,40 barnatími. 19,15 grammófónhljóml. 19,35 erindi (Pálmi Hannesson). 20,15 Opera. Dans- lög til 24. MÁNUDAGUR 8. febr. Kl. 20 bókmenntafyrirlestur (Gísli Guðmundsson). 21 hljóml. ÞRIÐJUDAGUR 9. febr. Kl. 20 erindi (Jón Eyþórsson). 21 grammófónhljóml. 21,15 upplestur. 21,35 grammófónhljóml. . MIÐVIKUDAGUR 10. febr. Kl. 18,15 háskólafyrirlestur, 20 erindi: Félag llligfa Framsöknarmanna heldur fund n. k. sunnudag, 7, þ. m., kl. 1 e. h. á skrifstofu Framsóknarflokksins í nýja verzlunarhúsi Kaupfélags Eyfirðinga. Mikilsvarðandi mál á dagskrá. Stjórnin. Irsfundur Mjólkursamlags K. E. A. verður haldinn á Ak- ureyri laugardaginn 27, febrúar n. k. og hefst kl. 1 eftir hádegi. Dagskrá samkvæmt reglugerð Samlagsins. Félagsstjórnin. Frá útlöndum (sr. Sig. Ein.). 21 gram- mof ónhl j ómleikar. FIMMTUDAGUR 11. febr. Kl. 20 erindi. 21 hljóml. 21,15 upplest- ur. 21,35 grammófónhljómleikar. -----o------ Fyrr og nú. (Pýtt úr amerísku blaði). Fyrir nokkrum áratugum voru Bretar framsækin og vinnufús þjóð. Brezk skip sigldu um 511 hðf með fullfermi af hverskonar framleiðslu til allra heimsins landa og fluttu hráefni heim til Bretlands til vinnslu. Brezkir bankar urðu öflugustu pen- ingastofnanir f heimi. 1 öllum verk- smiðjum og námum landsins var unnið af kappi. Verkamenn voru ánægðir með kjör sin og komust yfirleitt vel af. Velmegun ríkti í Bretlandi á 19. öld og fram á þá 20. — En nú er öðruvísi ástatt í Bretlandi. Skipin liggja í höfnum f þúsundatali, — þau hafa ekkert að flytja. í flestum verksmiðjum er enn unnið, en aðeins nokkurn hluta sólarhringsins. Margar kolanámur Bretlands eru ekki starfræktar. At- vinnuleysingjar, sem mist hafa alla vinnulöngun, ráfa sinnuleysislega um götur og torg. Fjöldi þeirra myndi hafna vinnu, er i boði væri. Og hvemig ætti öðruvisi að vera, þegar menn fá allt að því eins mikið fyrir að ganga iðjulausir og að stunda heiðarlega vinnu helganna á milli? Brezkir atvinnuleysingjar í þúsundatali hafa verið árum saman styrkiir vegna atvinnuleysis, allt frá þvl að þeir hættu skólagðngu. Peir hafa aldrei unnið. Dæmi eru til þess, að piltar og stúlkur láti gefa sig saman, þótt þau hafi ekkert sér til lifsviðurværis annað en atvinnu- leysisstyrkinn. Pað er farið í kring- um lögin, til þess að geta komið svo ár sinni fyrir borð. Pað virðist auðgert. Atvinnulausri verksmiðju- stúlku býðst L d. að fara í vist fyrir gott kaup. En hún kann ekkert að heimilsstörfum og fær vottorð um það og getur þá haldið áfram að fá atvinnuleysisstyrk. Ogþegarpilt- ur og stúlka, sem bæði eru atvinnu laus, fá atvinnuleysisstyrk, geta þau hæglega lifað áhyggjulausu Iífi á kostnað rfkisins, þótt þau stofni heimili. Undir slikum kringumstæð- um drepa menn f sér allan metnað. Menn og konur hafna auðlærðri vinnu til þess að geta lifað áfram í iðjuleysi á sveita annara. Pannig er sama vinnukonuleysið f Bretlandi og víða annarstaðar, þótt verksmiðju- stúlkur í tugþúsundatali gangi at- vinnulausar. — En það er skemmti- legra að vera frjáls og láta rfkið sjá fyrir sér. Dæmi eru einnig til þess, að drykkjumenn fái atvinnuleysisstyrki, hafi fé handa á milli til þess að greiða sektir o. s. frv. í kolanámu-héruðunum er víða aumlegt ástand. Sum kolanámuþorp eru nú mannlaus meðöllui íbúðar- húsin hafa verið rifin eða standa auð og úr sér gengin. En ekki ein- göngu í þessari atvinnugrein, kola- iðnaðinum, heldur mörgum öðrum, er slæmt ástand, og allt frá árinu 1920, hefir stórhrakað f baráttunni að koma iðngreinum áleiðis, svo Bretar gæti orðið samkeppnisfærir aftur við aðrar þjóðir. Vefnaðar-, kola-, járn- og stáliðnaðurinn, hafa orðið harðast úti og má rekja erf- iðleika þessara iðngreina að miklu leyti til þess, að óhagstæð aðstaða til samkeppni við þjóðirnar á meg- inlandinu skapaðist, er horfið var aftur að gullinniausn. Hvernig ræt- ist úr erfiðleikum Breta, er enn óvíst, en eigi er ólíklegt, að breyt- ing verði til batnaðar, þar sem horfið hefir verið frá gullinnlausn og auk þess hafa Bretar loks lært það á ósigrum sínum í viðskiftasam- keppninni við aðrar þjóðir, að þeir verða að skipuleggja atvinnugreinir sínar betur en áður. (Heimskringla). % —--- 0 Hvað veldur? Fyrir nokkru var þess getið í fréttum í Degi, að nafngreind stúlka á Nolli i Grýtubakkahreppi væri trúlofuð nafngreindum manni á Jarlsstöðum. Alþýðublaðið í Reykja- vík, er út kom á gamlársdag, tekur þessa trúlofun upp, en gefur jafn- framt i skyn, að stúlka þessi sé trúlofuð tveimur, og nefnir blaðið þetta »sparnaðarráðstðfun«. Hvað veldur því, að Alþýðublaðið er á þenna hátt að reyna að kasta skugga á mannorð saklausrar stúlku, sem það að iíkindum ekkert þekkir? Er það strákskapur, eðahvað? Spurull.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.