Dagur - 04.02.1932, Blaðsíða 4

Dagur - 04.02.1932, Blaðsíða 4
20 DAGUR 5. tbl. Þakkarávarp. Hjartans beztu þakkir faeri eg hér með hjónunum Sveinbirni Lárussyni og konu, ennfremur ungfrú Hlíf Eydal, fyrir það, sem þau sendu mér og börnum mínum, og bið eg góðan guð að launa þeim það á sinn ríkuiega hátt. Grímsstöðum í Glerárþorpi 31. jan. 1932. Sigríður Jónsdóttir. Pétur Sigurðsson tónskdld. Minningar æskudaganna. L Oft er það, þegar maður er fjarri æskustöðvunum, þar sem maður hefir hlaupið á bamsskónum sínum í gleði og sorg, að minningarnar gleymast, sem þó eru þær kærustu og ógleyman- legustu allra þeirra minninga, sem haft hafa mest áhrif á líf vort. Þessar gömlu minningar verða oft á margan hátt vaktar til nýs lífs í hugum vorum, ann- aðhvort með gleði- eða sorgarfréttum. Komi minninga-dísin með gleðifréttir inn í hús vor, frá æskustöðvunum, þá er það aðeins stutta stund, sem maður hugsar með barnslegri gleði um sporin, sem liggja þar, en vinna og alvara lífs- ins fyrir hinu sífelda »ég« tekur mann tökum og þrýstir manni til að hugsa um hina líðandi stund. En komi minninga- dísin með sorgarfréttir, að einhver æskuyinurinn hatfi farið yfir á landið, þar sem skáldið segir að sé »grösugra og grænna en jörðin — og — geislar stafi af hafi blá«, verður manni þó þungt fyrir brjósti — þó maður viti að æskuvinurinn sé kominn tii landsins, þar sem fullkommm fullkomnunarinnar er. Og það sé aðeins um stutta stimd að ræða að hittast aftur og fá notið samvinnunnar, eins og á æskudögunum, aðeins í fullkomnari mæli. Þegar minninga-dísin ber að dyrum okkar með slíkar fréttir, hverfur alger- lega úr huganum manns eigið »ég« og hugurinn hverfur heim til æskustöðv- anna, með vininum látna, og upplifir með honum fegurstu minningamar, sem æskudagaxnir komu með til okkar. II. Það eru nú mörg ár síðan; ég var 19 ára, en Pétur 17 ára. Við vorum mikið skyldir, og að mörgu líkir, elskuðmn söng og músík og góða hesta. Pétur spilaði ágætlega á orgel, lærði hjá hinum góðkunna orgel-spilara Sig- urgeir Jónssyni á Akureyri. Við áttum heima hjá pöbbunum og mömmunum okkar, Pétur á Geirmund- arstöðum, en ég á Litlu-Seylu á Lang- holti — það var »í góðri færð« tveggja tíma ferð á milli bæjanna, og komum við oft saman, Pétur spilaði og ég söng. Það voru yndislegir tímar, sorgir þekkt- um við engar, og sungum og spiluðum af hjartans ánægju og tókum himinlif- andi glaðir á móti öllum þeim nýju sönglögum, sem við gátum fengið. Eitt sinn kom Pétur með þá uppá- stungu, að stofna karlakór í sveitinni, og kom okkur saman um að biðja 8 af beztu söngmönnum sýslunnar að taka þátt í þeim félagsskap, en það voru þessir. Benedikt Sigurðsson, Fjalli. Jónas Sigurðsson, Fjalli. Þorvaldur Guðmundsson, Sauðárkr. Þorbjöm Bjömsson, Heiði. Sæmundur Ólafsson, Dúki. Kristján Hansen, Sauðárkróki. Bjarni Sigurðsson, Sauðárkróki. Sigurður, bróðir Péturs. Viðvíkjandi málaleitun okkar voru undirtektir þessara manna allar á einn veg, að þeir með gleði vildu styðja fé- lagið með söng sínum, ráðum og dáð. Allir voru þessir menn ágætir dreng- ir og söngmenn góðir, sérstaklega var Benedikt á Fjalli ágætur bassamaður, og hefi ég aldrei heyírt jafn fallega bassarödd, nema ef vera skyldi hjá Kúban-Kósakkakórnum. Þá var Þor- björn á Heiði ógleymandi tenoristi — tárhreinn og hljómfagur tenor. Æfingar voru ákveðnar tvisvar í viku og meðlimirnir skyldugir að mæta á Sauðárkróki, hvemig sem veður væri, aðeins veikindi var afsökun. Margir af okkur áttum langt að sækja, 30—50 km., en við létum það ekki fyrir brjósti brenna, en sóttum æfingarnar, eins og lög félags okkar ákváðu. Félag okkar starfaði í 5 ár, og var Pétur alltaf söngstjóri þess, og engin þótti sú samkoma góð í Skagafirði eða Húnavatnssýslu ef ekki söng »Bænda- kórinn skagfirzki« þar. Nafnið á flokknum var valið þannig, af þvl að allir félagsmenn voru bændur og bænda- synir. Minningarnar þyrpast til mín frá þessum góðu, gömlu dögum. Eg sé og heyri okkur félaga syngja »Ólaf Tryggvason«, »Brúðarförina í Harð- angri« og »Grænlands-vísur«, sem kann- ske gerðu alltaf mesta, »luklcu« hjá okk- ur. Pétur, alltaf myndugur og ákveðinn söngstjóri; hans minnstu hreyfingu fylgdum við sem einn maður. Og félag- arnir allir innbyrðis sem einn maður; aldrei kom upp misklíð í þau 5 ár, sem við störfuðum saman; allir unnum við í bróðerni og vináttu; öfund og illvilji þekktist ekki í hugum okkar. Nú smáfækkar þessum æskuvinum mínum. Tveir eru dánir fyrir nokkrum árum, báðir ungir menn, þeir Sæmund- ur og Sigurður bróðir Péturs, og svo nú 25. ágúst dó söngstjórinn okkar, Pétur, 33 ára gamall. III. Pétur Sigurðsson var orðinn kunnur um allt ísland sem eitt af beztu yngri tónskáldum. Lögin hans »Erla«, »Harp- an mín«, »Vor«, »Litli Jón og litla Gunna« og »Hún kom« eru þekkt og sungin af öllum heima á Fróni. Enda eru þau lög hreinustu perlur í íslenzkri tónlagagerð. Fjölda mörg önnur lög var Pétur búinn að semja; hann var snill- ingur að raddsetja lög. Eg minnist þess, þegar ég söng lagið hans »Erla« á hljómplötu í Berlín, að sá sem sþilaði fyrir mig, Erg. Salomon, er var mjög þekktur pianisti og afar »kritiskur« á alla músík, taldi að lagið »Erla« sem vöggulag gæti staðið við hlið Schuberts og Brahms-sönglögum. Pétur var að mestu sjálfmenntaður, en tónfræði — Kontrapunkt — og fuga- form kimni hann og skrifaði merkilega vel af ólærðum manni. Pétur naut aldrei neinnar peningahjálpar frá neinum. Hann starfaði aðallega að húsabygging- um síðustu árin og sýndi þar sömu at- orkuna og frábsera dugnaðinn sem 6 Skattanefnd Akureyrar verður til viðtals á skrifstofu bæjarstjórans, kl. 8 —10 siðdegis virka daga, febrúarmánuð út. Á þessum tíma eru skattskyldir menn í bænum beðnir að afhenda framtalsskýrslur sínar og vitja eyðublaða undir skýrslur, ef einhverjir skattgreiðendur skyldu ekki hafa fengið þau. Skorað er á atvinnurekendur að gefa hinar lögboðnu skýrslur um starfsmannakaup á tilsettum tíma. Akureyri, 1. febrúar 1932, Skattanefndin. Jörð til leigu. Jðrðin Mýrarlón i Glæsibæjarhreppi er laus til ábúðar í næstkomandi fardögum. Eftirgjald er áskilið kr. 700,00 og má væntaniegur ábúandi vinna af sér 2/s eftirgjalds í jarðabótum. Væntanlegir umsækjendur skili umsókn til mín fyrir lok febrúarmán- aðar n. k. Akureyri, 28, jan. 1932. Jón Sveinsson — bæjarstjóri. — sviði tónlistarinnai'. Með framúrskar- andi dugnaði vann hann fyrir fjöl- skyldu sinni, og var orðinn sæmilega efnaður maður. Lög Péturs eru ólík sumra annara lögum að því leyti að hann átti þau sjálfur, hann tók ekki eina nótu frá öðru tónskáldi, hann var svo ríkur af skáldskap, að hann þurfti þess ekki. Organisti, eins og ég áður hefi sagt, var Pétur ágætur, erfið verk eftir Bach og Hándel spilaði hann ágæta vel. »Minningarnar mætar mýkja hverja þraut«, segir eitt góðskáldið íslenzka, og einmitt mætu minningarnar frá æskudögum okkar Péturs og hinna tveggja vina minna, gera mér léttara í skapi. Eg finn í huganum nálægð þeirra, ég sé broshýru andlitin þeirra, og hlusta á fjörugar samræður þeirra — eins og svo oft heima í Skagafirðin- um fagra, á laugardagskvöldum á sumrin, þegar við þeystum á góðhestum okkar fram Skagafjörðinn, eftir að hafa sungið og æft allan laugardaginn, ell- egar eftir vel-góðan konsert, annað- hvort I Skagafirði eða hjá Húnvetning- um. Þá vorum við bamslega glaðir og ánægðir; það var líka eins og kláramir okkar fyndu það á sér, að við vomm í góðu skapi, því þeir voru þá alltaf til- búnir að gefa okkur góðan sprett, frís- uðu, spertu eyrun og drógu taumana af okkur; það var eins og þeir vissu, að við söngmennirnir hefðum sungið vel það og það kvöld, og vildu gera sitt til að fullkomna ánægju okkar. Kæri æskufélagi minn, vinur og frændi. Eg þakka þér allar þær yndis- stundir, sem við áttum saman í æsku okkar, og eins eftir að við urðum full- orðnir, aldrei hefi ég kynnst betri dreng en þér, og ég á svo bágt með að trúa því, að þú sért farinn, og Skagafjörður- inn minn verður mér svo eyðilegur og hljómlaus. En lagið þitt síðasta, sem þú samdir við kvæði mciataraakáldsins okk- ar íslenzka, Stefáns frá Hvítadal, veit ég' að »Nökken« í skagfirzku fossunum syngur, og spilar á hörpuna sína — að Oft er söngvari sár, þráir samúð og tár. Drottinn himnanna hár mér er hrollkalt í ár; þegar hretviðrið hvín, Fægiduítið ,Dyngja‘ (kraftskúripúlver) er ómissandi í hverju eldhúsi og baðherbergi, til að hreinsa með: potta, pönnur, eldavélar, eldhús- borð, vaska, baðker, flísar, gamla málningu óhreinar hendur o. fl. o. fl. »DYNGJA« er ódýrasta og bezta efnið til þesskonar hreins- unar. »DYNGJA« fæst hjá öll- um sem verzla með hreinlætis- vörur. »D Y N G J A« er íslenzk framleiðsla. Styðjið islenzkan iðnað, með pví að kaupa — ætíó það íslenzka. — „IÐJ A“ Akureyri. Sími 190, Box 111. leitar hugurinn þín. Sendu dýrðlegan dag yfir draumalönd mín. Eg hef óskamergð átt, fundið æskunnar mátt, þá var heiðið svo hátt. Lífið hamingju-blátt. Hvort er sólminning sú aðeins sveimhugans trú; blær hins fjarlæga fjalls vill hann freista mín nú? Guð í hæðunum hátt, þetta heimslán er smátt, tak mig særðan í sátt, veit mér söngvanna mátt; verði harpan mín hlíf, inní heiðið ég sveif. Heyr þú barnshugans bæn. Ó, ég bið þig um líf. St. Peters-klaustri í október 1931. Sig. Skagfield. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.