Dagur - 04.02.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 04.02.1932, Blaðsíða 2
18 DAGUR 5. tbl. ■HHfWHIHWWWWWng Eldavélar 1 svartar og emaleraðar af ýmsum stærðum. Verðið enn óbreytt. Miðstöðvareldavélar fyrir Htil heimili — mjög ódýrar. Kaupfélag Eyfirðinga. Byggingarvörudeild. urinn nú þegar vera orðinn út- breytt tímarit, og það á hann fylli- lega skilið. Úr þessu kemur ritið út reglulega annan hvern mánuð, 2 arkir í hvert skifti, eða 12 arkir á ári, og kostar árgangurinn 6 kr., en hvert hefti 1 kr. o---- Að utan. Mantsjúría, Japanar og Pjóðabandalagið. Sem stendur verður ekki annað séð en að Japanar hafi tekið Mantsjúríu fyrir fullt og allt, enda hefir Þjóðabandalagið og Bandaríkin haft vansæmd eina af því máli, enn sem komið er, og því miður ekki miklar líkur til þess,r að úrslitadómurinn verði á annan veg upp kveðinn. Japanar hafa lengi haft auga- stað á Mantsjúríu. Er þar land- rými mikið og landskostir ágætir, en þéttbýli mikið í Japan. Hefir þeim verið mjög í muna að færa út kvíamar til Mantsjúríu, síðan þeir, hljóða- og fyrirhafnarlítið, náðu Kóreu algjörlega á sitt vald. í haust ruddust þeir inn í Mant- sjúríu og tóku Mukden herskildi 18. sept. Orsökina kváðu þeir samningsrof af hálfu Kínverja, ofbeldi beitt við Japana, er þar búa og almennt aga- og stjórn- leysi. Þjóðabandalagið skarst þeg- ar í leikinn til þess að mótmæla, er það frétti um innrásina og sömuleiðis Bandaríkjastjórn, sam- kvæmt yfirlýsingum frá henni, án þess að enn hafi orðið fyllilega Ijóst, hversu duglega hún hefir gert það. Krafðist yfirráð Þjóða- bandalagsins þess af stjórninni í Tokio, að hún skyldi hafa kallað herinn heim frá innrásinni eigi síðar en 16. nóvember. Um kröf- ur Bandaríkjanna vita menn, sem sagt, eigi gjörla, en sérlega skor- inorðar hafa þær ekki verið, því f fyrstu var svo að sjá, sem stórblöð Japana teldu Bandaríkin sér vi'n- veitt, enda eigi trútt um að sumir Þjóðabandalagsfulltrúar hafi grunað Stimson um græsku. Mun það þó tæplega réttmætt talið. Loðin svör greiddi stjórnin í Tokiq Þjóðaþandalaginu, Kvað í fyrstu þessa innrás gerða án sinn- ar vitundar og vilja, og algjörlega á ábyrgð yfirhershöfðingja Jap- ana á meginlandi Asíu, og hefði hann eigi lengur getað daufheýrst við bænum og kveinstöfum landa sinna í Mantsjúríu. Frekari mála- leitunum var svarað með vífi- lengjum, en stórblöð Japana létu óspart í ljós, að þessar »nauð- synjaráðstafanir« þeirra í Mant- sjúríu kæmu harla lítið við Þjóða- bandalaginu og Bandaríkjamönn- um, enda hefðu Japanar aðeins farið þar nákvæmlega eins að og Bandaríkjamenn í Mið-Ameríku- ríkjunum, og hafa þeir þar óneit- anlega rétt að mæla. Þjóðabandalagið var enn hið öruggasta og þóttust flestir þess fullvissir, að nú myndi það ekki láta að sér hæða, ef Japanar yrðu ekki við óskum þess h. 16. nóv., heldur láta til skarar skríða, énda kom almenningsálitinu í öllum löndum saman um það, að álit þess þyldi ekki aftur þá misþyrm- ingu, er það varð fyrir af Musso- lini fyrir nokkrum árum, er lítil- trúaðir töldu sönnun þess að það myndi æ gagnslaus stofnun verða, ef eitthvert stórveldið ætti í hlut. En svo kom 16. nóvember og leið, að engin tákn urðu á himni eður jörðu. Japanar sátu hinir ró- legustu, þar sem þeir voru komn- ir, og kváðust verða að »friða landiðc, A þeim beiska kaieik varð Pjóða- bandalagið að bergja. Stjórnin í Tokio hefir ekki annað ónæði siðan af þvi baft, en að svara nokkrum bréfum til málamynda. Og er Jap- anar höfðu barið dálftið meira á Kínverjum, sýndist Pjóðabandalag- inu ráðlegast að sötra bikarinn til botns, og lýsti þá yfir því, að það myndi skipa nefnd til þess að rann- saka málið. En f hverju skyni, er öðrum dauðlegum hulið. Pvf ekki á sú nefnd að reyna að komast fyrir eða ákveða hvor aðilinn skuli sekur um friðrof teljast. Ekki á hún heldur að koma f veg fyrir frekari blóðsúthellingar, Pvert á móti er þvi lýst yfir »að ekki skuli það i valdi nefndarinnar, að blanda sér f hernaðarráðstafanir annars aðilans eða beggjac. Er þetta óbein en augljós játning þess, að Japanar megi fyrir Pjóðabandaiaginu fara fram f Mantsjúríu sém þeim sýnist, unz þeir hafa lagt landið undir sig. Enda er það auðséð á blöðum Jap- ana, að þau eru ekki f vafa um það að svo beri að skilja þessayf- irlýsingu, og að hún réttlæti algjör- lega allar ráðstafanir þeirra þar, að þessu og framvegis. Stjórnarskifti urðu og f Japan, þegar þessi yfirlýsing Pjóðabanda- lagsins var heyrum kunn orðin. Lét þá af ráðuneytisstjórn Wakat- suki barón, foringi Minseitoflokks- ins, er frekar frjálslyndur og Htt stórveldissinnaður hefir verið talinn, en ráðuneytismyndun tók að sér Seiyukiflokkurinn, hinir fhaldssöm- ustu stórveldissinnar, er mest bar á í stjórnartíð Tanaka baróns (sem nú er látinn), er ákafastur talsmað- 'ur var fyrir landvinningum Japana i Mantsjúriu og Austur-Mongólfu. Að visu höfðu stórveldissinnar fengið Wakatsuki að nokkru leyti til þess að fallast á landvinninga- stefnu sfna. En talið var þó að Shidehara barón, utanríkisráðherra f Wakatsuki-ráðuneytinu spyrnti við þeirri stefnu sem hann gæti, enda hefir hann verið talinn einn hinn einlægasti friðarvinur meðal jap- anskra stjóramálamanna. Sess hans skipar nú Kenkichi Yoshizawa, hinn ákafasti stórveldissinni. Kfnverjar eru vanbúnir við ófriði við slfkt stórveldi sem Japanar eru. Eru þeir ekki svipað því eins bún- ir að vopnum og verjum, enda ör- þreyttir af langvarandi innanlands- óeirðum. Hafa þeir heldur ekki hugsað sér að sigra með vopnum í þessari deilu. En þeir brugðust á annað ráð f haust, er þeim hefir áður vel gefist: að leggja kaupbann á allar japanskar vörur, í október í fyrra keyptu þeir 46.000.000 fer- metra af baðmullarvefnaði af Jap- önum en síðastliðinn októbermán- uð aðeins 400,000 fermetra. Og skömmu fyrir jól lýsti verzlunar- ráðuneyti Japana yfir þvf opinber- lega, að siglingar og verzlun, er kreppan hafði þegar áður lamað, hefðu að marki beðið frekara tjón við kaupbann Kínverja*. Láu þá 534 kaupskip aðgjörðalaus og tóm á verzlunarhöfnum Japana. Petta kaupbann hefir orðið Jap- önum mjög tilfinnanlegt. Er þeim lífsnauðsyn að koma iðnaðarfram- leiðslu sinni f peninga, þótt eigi sé um almenna viðskiftaóáran að ræða, hvað þá heldur nú, á hinum verstu krepputfmum. Var það spá margra sérfróðra manna í haust, er Kín- verjar tóku til kaupbannsins, að þeir myndu með því koma Japön- um á kné áður en lyki. En nú hafa Japanar gengist svo upp við magn- leysi Pjóðabandalagsins, sem sjá má af síðustu fréttum, að þeir hafa sent flotadeild til Shanghai, og látið sprengikúlum rigna yfir hinn kín- verska hluta borgarinnar til þess að kúga Kínverja til þess að létta af kaupbanninu. Er þetta því augljós- ara merki um algjðrða fyrirlitningu Japana á Pjóðabandalaginu, sem Shanghai er miðstöð evrópiskra viðskiftamanna f Norður-Kína, og fjöldi þeirra búsettur þar. Samkvæmt nýlegum fréttum hafa Japanar þegar skipað landstjóra f Mantsjúrfu; Jiro Minami, fyrverandi hermálaráðherra, þótt japönsk blöð skýri svo frá, að bann hafi >aðeins verið sendur þangað ttil þess að undirbúa aðkomu japansks Iand- stjóra þar«. En vfst er, að Japanar hafa skipað þar málmyndar Iands- höfðingja kínverskan, Tsang-Shih-yi, er þeir hafa algjörlega haft á sínu valdi, sem hálfgerðan fanga, sfðustu þrjá mánuðina. Má telja vist, að þeir ætli sér að ná Mantsjúríu undir sig á sama hátt og Kóreu, að gera alla helztu andstæðinga sina land- ræka þaðan, og setja þá eina f æðstu embættin, er þeir hafa fullt tangarhald á, og láta þá smám saman viðurkenna sívaxandi íhlutunarrétt Japana um öll iandsmál. Ef Japanar þá ekki með opinberu ofbeldi taka völd öll og yfirráð í sínar hendur á næstunni. En hörmulegt er það hversu van- megna Pjóðabandalagið hefir reynst i þessum viðskiftum. Pví þótt bálið sé eigi mikið enn, þá er þó þar eystra sú arfasáta, að vel má, hve- nær sem er, þaðan breiðast sá eldur er logatungur teygi til Norðurálf- unnar og jafnvel um öll menning- arlönd. Lesendur eru beðnir að athuga, að sú skekkja hafði orðið i síðasta blaði, að þar var utanríkisráðherra Dana nefndur Edvard Munch, en átti auðvitað að vera Peter Munch. -----o---- Bókafregn. FRIÐRIK HJARTAR: Réttritunarœf ingar, kennslubók handa börnum og ungling- um. Önnur útgáfa aukin og endurbætt. Útgefandi Porst. M. fónsson. Prentsm. Odds Björnssonar. Akureyri 1931. Á þessari bók var hin mesta nauðsyn. Að visu hefir hún verið gefin út áður, en var þá eigi i samræmi við hina nýju stafsetningu, sem nú er lögboðin f öllum skólum. Er þvf bráðnauðsynlegt fyrir nem- endur i barna- og unglingaskólum að eignast sem fyrst þessa útgáfu. Hún er og nokkuð frábrugðin hinni fyrri um niðurröðun efnisins, og hefir höfundi tekist prýðilega að gera hana sem gleggsta og til mikils flýtisauka fyrir nemendurna. Sjáifsagt er að hvert barn eigi þessa bók og læri að nota hana. íslenzk réttritun er erfið, enda er langt frá að allur fjöldi manna hafi þar næga þekkingu til brunns að bera< Er hún þó slzt erfiðari en ensk réttritun, en hana læra menn yfirleitt prýðisvel, a. m. k. þar sem eg þekki bezt til í Ameríku. Er líka sérstök alúð Iðgð þar við réttritun- aræfingar. Eru þó börn hér sízt ógreindari, en hentuga kennslubók befir skort að þessu. Höfi bendir réttilega á það, að flest börn læra mest stafsetningu á þvi að sjá fyrir sér sem oftast mynd orðsins. >Byrjunarstig stafsetningar- kennslunnar verður þvf, a. m. k. að öðrum þræði. að vera fólgið i þvf, kynna börnunum réttar myndir, rétta stafsetningu orðanna. Bezta ráðið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.