Dagur - 03.03.1932, Síða 4

Dagur - 03.03.1932, Síða 4
36 9. tbl. Boðorð Nazista og Kommúnisia. Amerískur blaðamaður, Knicker- bocker, ritar merkilegar greinar um ástandið í Pýzkalandi, i danska blað ið Politiken. Hann gerir í einni grein sinni að umtalsefni deilurnar milli kornmúnista og Nazista eða Nati- onalsozialista, hinna þýzku svartliða (Hitlersmanna). Bendir hann rétti- lega á, að rnargt sé líkt með þess- um öfgaflokkum> Hatrið er aflfjððr- in í þeirra athðfnum. Nazistar hata hér um bil í þessari röð: 1. Kommúnista. 2, Oyðinga. 3. Socialdemokrata (hægfara jafnað- armenn) 4. Frakka og bandamenn þeirra. 5. Versalasamninginn. Verstu féndur Kommúnista eru: 1. Nazistar. 2. Lðgreglan. 3. Social- demokratar. 4. Auðvaldið og banda- menn þess. 5. Versalasamningurinn. Jafnt og þétt berjast þessir flokk- ar, svo að kalla má, að borgarstyrjöld geisi flandinUi Síðastliðiðalmanaks- ár voru ca. 5500 Nazistar særðir og um 9500 Kommúnistar. Um 180 af báðum þessum flokkum biðu bana á sama tima í skærum þessum. Taldar eru 36 miljónir kjósenda i Pýzkalandi. Par af 6 milj. Komm- únistar og 12 milj. Nazistar, eða helmingur kjósenda i landinu fjand- samlegur núverandi þjóðskipulagi (þýzka lýðveldinu). Socialdemokrat- ar hafa, eftir lauslegri áætlun, á að skipa 6 milj. atkvæða. ,-0' -- Fréttir. □ Rún 5932388 - Frl.‘. BátStapÍ. Vélbáturinn »Sæunn< iráSandi á Snæiellsnesi iórst í fiskiróðri fyrra mið- vikudag. Á bátnum voru fjórir kvongaðir menn, er láta eftir sig ekkjur og 11 börn, flesfí ómegð. Sparisjóöur Akureyrar. Nokkrir menn hér i bænum hafa gengist fyrir sjóöstofnun með ofnangreindu heiti. Var stofnfundur haldinn fyrir uokkru, lög samin og stjórn kosin. Stjórnina mynda O. C, Thorarensen lyfsali, Hallgrímur Davíðsson verzlunar- stjóri og Jón Ouðmundsson byggingameist- ari. Ríkisstjórnin hefir veitt sparisjóönum starfsleyfi, og er gert ráð fyrir að hann taki til starfa innan skamms. Jótiann Skattason héðan úr bæ hefir lokið embættisprófi í lögfræði við háskól- ann í Reykjavík með góðri 1. einkunn. Grundarprestakall í Eyjafirði er auglýst laust, og er umsóknarfrestur til 31, marz næstk., en embættið veitt frá 1. júní í vor. Látinn er hér á sjúkrahúsinu Helgi Ouð- mundsson til heimilis í Norðurgötu 2 hér í bænum, eftir langa legu í berklaveiki. Hann var rúmlega þritugur að aldri. Hjónabönd. Ungfrú Elín Friðriksdóttir frá Neðri-Vindheimum ogý<arl Hallgríms- son símalagningamaður. — Ungfrú Anna Jónsdóttir og E. Andersen vélsmiður. Tóku þau aér far til útlanda með ísiandi síðast. JÓn Stetlensen hefir verið ssettur læknir í Miðfjarðarhéraði. Hatísinn er á reki fyrir Norðurlandi á austurleið. Hann er enn svo fjarri landi, að hann hefir ekkert teppt skipagöngur, og veðráttan er allt annað en i$aleg. DAGUR í HAUST var mér dregið lamb með mínu marki: sýlt, fjöður framan hægra, hvatt vinstra. Lambið á eg ekki. Jón Pétursson, fiuðnum. S. Þing. FæSÍdUÍi jDyngja' (kraftskúripúlver) er ómissandi í hverju eldhúsi og baðherbergj, til að hreinsa með: potta, pönnur, eldavélar, eldhús- borð, vaska, baðker, flísar, gamla málningu óhreinar hendur o. fl. o. fl. »DYNGJA« er ódýrasta og bezta efnið til þesskonar hreins- unar. »DYNGJA« fæst hjá öll- um sem verzla með hreinlætis vörur. »D Y N G J A« eríslenzk framleiðsla. Styðjið íslenzkan iðnað, með pví að kaups — ætíó það íslenzka. — „I Ð J A" Akureyri. Sími 190, Box 111. Dánardægur. Síðastliðinn föstudag and- aðist hér á sjúkrahúsinu Ragna Stefáns- dóttir, Marzsonar, eftir aðeins 12 daga legu í svæsinni brjósthinmubólgu. Hún var gift Svafari Jóhannssyni bifreiðastjóra hér í bæ og er dáin frá tveimur ungum börnum þeirra, á 3. og 1. ári. Hún varð aðeins25 ára gömul, Ragna sál. var vel gefin myndarkona og hugþekk öilum, er hennl kynntust. Hún var mjög söngelsk og hafði einkar fagra söngrödd, Er sár harmur kveðinn aðöidr- \ eVóO. 91J nota-0’. og et hletwt- eitvastt m eV^3; % »r<S:fS ^sotiö gi ftjótt .lit.x.io ULtíÖ- HVER BROTHGRS LIMITED, PORT SDHLIOHT, BNGLAND M-V 1 58-50 IC uðum foreldrum hennar og eiginmanni við hið sviplega fráfall hennar í blóma lífsins. Striöið í austri. Að undanförnu háfa Jap- anar sótt ákaft á í Kína og hefir verið barist snarplega frá báðum hliðum. Síð- ustu fregnir herma, að nú séu þó meiri friðarhorfur þar austur frá en nokkru sinni áður. ------o------- Svarfdæiingamót verður haldið í Samkomuhúsínu 12. marz ef næg þátttaka fæst. Aðgang að mótinu hafa allir sem fæddir eru í Svarfaðardal, hjón ef annað er Svarfdælskt og börn þeirrá. — Áskriftarlistar liggja í verzlun Eyjafjörður, brauðbúð K. E. A, og Hljóðfæraverzlun Gunnars Sigurgeirssonar. NEFNDIN, Arsfundur Mjólkursamlags K.E A. var haldinn á Akureyri 27. f; m. Á fundinum mættu 29 fulltrú- ar og um 50 aðrir samlagsmenn. Samlagsstjóri, Jónas Kristjánsson, flutti greinilega skýrslu um starf- sernina á liðna árinu. Á þvíárinara innvegin mjólk í Samlagið 1,491,401 kg. og var það 178,720 kg. meira £n næsta ár á undan. Fitumagn mjólkurinnar reyndist að meðaltali 3,46°/o og er það fvið minna en árið 1930, og taldi samlagsstjóri það að likindum koma af minni fóðurbætisgjðf og af miklum hitum í sumar. — Mjólkursalan hafði auk- ist um 37000 Iítra frá því, sem hún var árinu áður. Ur þeirri mjólk sem ekki seldist, var unnið smjör, skyr og ostar eins og hér segir: Smjðr 20 þúsund kg. Skyr 70 - Mjólkurostur 24 —»— — Mysuostur 9,5—»— — Qreitt hafði verið inn í réikninga samlagsmanna fyrir innvegna mjólk á árinu 284,000 kr. Meðalverð inn í reikninga fyrir lítrann var 19,1 eyrir og reksturskostnaður 6,1 eyrir á 1. Verð á osti og smjðri hafði fallið til muna á þessu ári. Mjólkurafurðabirgðir voru í árslok 27 þús. kr. að verðmeti. ÍBÚfíTW í Samkomuhúsi bæjarins ásamt veitingaréttindum er til leigu frá 14. maí n. k. Leigutilboðum sé skilað til mín fyrir 12. mars n. k. Bæjarstjórinn á Ákureyri 26 febrúar 1932, Jón Sveinsson. TILKYNNING. Hinn 28. jan. síðastl. framkvæmdi notarius publicus á Akur- eyri útdrátt á skuldabréfum samkvæmt skilmálum um 6°j0 lán bæjarsjóðs Akureyrar til raforkuveitu fyrir bæinn. fíessi bréf voru dregin út: Litra A. nr. 7, 41, 50, 60, 71, 131, 138. Litra B. nr. 90, 112, 132. Skutdabréf þessi verða greidd gegn afhendingu þeirra 1. júlí n. k. á skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri Bæjarstjórinn á Akureyri, 31. janúar 1932. JÓN SVBINSSON. Ritstjóri: Prentsmiðja Odds Bjömssona?. Ingimar Eydal. Gilabakkavsg 6.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.