Dagur - 23.03.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 23.03.1932, Blaðsíða 1
DAGUR i kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XV. ár. " Akureyri, 23. marz 1032. " 12. tbl. Alúðarþakkir til allra, sem veittu okkur hjálp og hluttekningu við andlát og jarðarför ástvinar okkar, Bernharðs Guðjónssonar. Einnig þökkum við öllum sem hjúkruðu honum eða gerðu sitt til að gleðja hann í hinum löngu veikindum. Kristín Sigurjónsdóttir. Hreinn Bernharðssoní Svar til H. G. Aspars. íslendingur frá 11. marz flytur furðulega ritsmfð eftir Aspar. Á hún að vera svar til min, og auk þess vill hðfundur láta Ijós sitt skfna og sýna, hversu djúpan skilning og víðtæka þekkingu hann hefir á hagfræðilegum viðfangsefn- um. Par eð engum er vfst kunnugt um, að Aspar hafi aflað sér þess- arar þekkingar með kappsamlegu námi og rannsóknum, þá hlýtur andagift hans að stafa af innblæstri. En innblásturinn virdist hafa verið nokkuð sterkur, þvi að maðurinn hefir fyllzt af vindi, sem eðlilega leitar út aftur. Er það óheppiiegt fyrir Aspar, að hann skuli vera svo útblásinn, að hann hefir ekki vald yfir sjálfum sér, og skal eg að minu leyti taka það sem máls- bætur, að. grein hans hafi verið •ósjálfráð skriftc. Orein Aspars ber vott um mörg Ieiðinleg einkenni höfundarins, þvf að f henni koma fram hroki, fljót- færni, grunnfærni, ritmennskuleg ósvífni, ósannsögli og, samkvæmt eigin játningu, vangæfir skapsmun- ir. Aspar hefði getað sparað sér þær hrellingar að auglýsa þannig á- galla sfna, ef hann hetði ekki, vegna póltfsks ofstækis, farið að rita um mál, sem hann botnar ekkert i og er algjörlegaópólitfskt, þvi aðþað kem- ur ekki við ísienzkri póiitík, þótt minnzt sé á það, að verðgildi skuld- ar minnki, þegar mynt sú, sem hún hljóðar á, fellur f verði. En Aspar finnst þetta vera óaðskiljanlegur hluti sinnar pólitfsku stefnu, sem á þá fulltrúa, er vekja vilja óhug i þjóðinni fram yfir það, er þörf ger- ist, og hlakka yfir óförum hennar eins og fuglategund ein yfir hræi. Ósannsögli Aspars og útúrsnún- ingar koma merkilega oft i ijós i jafn-stuttri grein. Hann segir, að eg hafi kallað hann ósiðaðan mann og likt honum við götustrák, en hvor- ugt hef eg gert. Hann segir, að eg hafi stuðzt við útreikninga hagstof- unnar á skuldum ríkissjóðs á þing- málafundinum. Eg studdist við Morgunbiaðið, þar sem það neyð- ist til að játa, að fslenzka rfkið skuldi tiltölulega minnst af öllum rfkjum. Skuldirnar eru umreiknaðar f gull af óhlutdrægum erlendum hag- fræðingum, sem ekki hafa verið svo hamingjusamir að kynnast vfsinda- manninum Aspar. Og enn ferAsp- •r með ósannindi, þegar hann full- ytðir, að fjármálaráðherrann sé á sama máli og hann. Póttist hann hafa heyrt það í fjármálaræðunni, sem var útvarpað. Pað er til máls- háttur sem segir: Lygarinn þarf að hafa gott minni. Aspar virðist hafa gleymt þvf, að útvarpsræðan er þegar löngu prentuð, óstytt. Eg hef hana og skal lána Aspar hana, ef hann vill. Mun hann þá geta séð. að þessi ummæli fjármálaráðherrans er skáldskapur. Finnst mér furðu- legt, að Aspar skuli nota jafnmikið af ósannindum og hann gerir. Er þetta, ef til vill, allt ósjálfráð skrift hjá Aspar. Aspar játar það bljúgur, að hann hafi reiðst á þingmálafundinum, af því að eg hafi talað eins og áheyr- endurnir væru heimskingjar. Kveðst hann ávalt reiðast, þegar talað sé eins og eg talaði. Samkvæmt játn- ingu Aspars virðist þetta koma nokkuð oft fyrir og eftir þessu að dæma virðist hann komast þráfald- lega f þær kringumstæður að vera álitinn heimskingi. Hann ætti þvf að fara að venjast þessu áliti og hætta að reiðast, því að reiðin ger- ir illt verra; menn tala þá og skrifa ýmislegt, sem þeir myndu láta ó- gert. Eg get ekki annað en kennt f brjósti um Aspar vegna þessara skapgalla hans og vona, að hann sé ekki jafn langrækinn og hann er uppstökkur. Hann veit þó, að sól- in má ekki ganga undir yfir hans reiði. Aspar segir, að sér og sinum Ifk- um hafi blöskrað, hvað lærður hag- fræðingur gæti haldið fram miklum fjarstæðum. Pað er ekki svo lítill hroki, sem kemur fram f þvf, að Aspar tekur sér það dómsvald, að dæma það fjarstæðu, sem eg held tram um >teoritiskt< atriði hagfræðinnar. Sá dómur er einskis virði, þvi að hann hefir engin skil- yrði til að geta rökstutt hann. Pað sýnir aðeins, hversu grunnfær hann er, að hann staðhæfir óðar, að mál mitt sé vitleysa, þótt h a n n skilji það ékki. En slikt fyrirbrigði er engin ný bóla; grunnbyggnir þver- hausar haga sér oft þannig. Eg tek það ekki nærri mér og reiðist ekki einu sinni eins og hann, þótt Asp- ar vilji telja fólki trú um, að hann sjálfur, smjörlíkisgerðarforstjórinn herra H. O. Aspar, viti meira og betur f hagfræði en eg, Mér er nær skapi að halda, að því trúi enginn nema hann sjálfur. Pað er óskemmtilegt fyrir læknana, lög- fræðingana, guðfræðingana o. fl. að vita það, að til skuli vera maður, sem heitir Aspar, sem hefir það til, ef honum sinnast við þá, að sanna, að þeir kunni ekkert f sfnum sér- greinum. Hinir efnislegu liðir f svari Asp- ars bera bæði vott um fáfræði á þessu sviði og fádæma ritmennsku- iega ósvffni. Ósvffni hans kemur fram f þvf, að hann vogar að skrifa f opinbert blað um mál, sem hann skilur ekki einu sinni svo mikið sem gera má ráð fyrir að almenn- ingur skilji almennt. í svari minu gerði eg ráð fyrir, að Aspar hefði rugiað saman greiðslugetu og skuldar- hæð og afsakaði að nokkru frum- hlaup hans með þessu. Aspar svar- ar þvf mjög mikilmennskulega með >Ónei«. Svo skýrir hann nokkrum línum seinna, að greiðslugeta sé sama og gangverðll Petta er svo fáránlegur skilningur, að það yfir- gengur allar vitleysur, sem ritaðar hafa verið um þessi mál. Pað kem- ur þó nógu skýrt fram f svari mfnu, hvað eg á við með greiðslugetu. Greiðslugeta er ekki annað en geta einstaklinga eða stofnana til að greiða. (A þýzku Zahlungsfáhigkeit. Betalingsevne á dönsku. Ef til vill er Aspar að rugla saman kaup- krafti og greiðslugetu. Kaupkraftur (Kaufkraft, purchasingpower) pen- inga finnst með þvf að bera sam- an það vörumagn, sem fæst fyrir hverja einingu peninga á mismun- andi timum). Oangverð aftur á móti er það verðlag, sem myndast við tiða sölu og kaup á lausafé, fast- eignum eða verðbréfum til mót- setningar við mats- eða nafnverð. Pað er t. d. hægt að tala um greiðslugetu H. O. Aspars, en tæp- lega um gangverð hansl Pað er ekki að kynja, þótt við Aspar verð- um ekki sammála um ýmis atriði, þegar hann misskilur svo herfilega aðalatriðin f svari mfnu. Aspar seg- ir, að svar mitt hafi verið útúrsnún- ingar rökþrota manns. Hann ætti ekki að minnast á rök, þar eð skrif hans sýna, að hann veit ekki, hvað rök eru. Aftur á móti virðist hann eiga hægt með að bregða fyrir sig ósannindum og >hunda!ogik<. Hvert einasta orð f svari mfnu er óhrakið af Aspar, og ber eg það óhikað undir dóm annara hagfræð- inga og manna, sem hafa vit og vilja, til þess að lita hlutlaust á mál, þótt flutt sé af pólitfskum and- stæðingi. Svar Aspars hefir að öllu leyti farið fram hjá markinu, sem eðlilegt er, vegna skilningsleysis hans á almennum hugtökum. Eg skal samt reyna að gera skoðun mfna Aspar og öðrum en skiljan- legri. Aspar heldur þvf fram, að rfkis- skuldirnar hafi ekki getað breytzt við fall enska pundsins, af þvf að þær séu jafn-margar krónur og áður. Aftur á móti held eg fram, aö þótt skuldirnar séu jafn-margar krónur, þá sé heildargildi skuldanna annað, af því að pappírskróna, sem hefir 82% gullgildi af nafnverði, sé annar mælikvarði en króna, sem er tæp 60%. Öðru hefi eg ekki haldið fram. Aspar gengur á snið við þetta at- riði, og blandar hér inn f óskyldu máli, sem sé greiðslugetu fslend- inga. Eg þarf ekki að fá neinar upplýsingar um það hjá Aspar, að erfiðara er að borga skuldir, þegar tekjurnar minnka, Mér blandast ekki hugur um það, að erfiðara er fyrir íslendinga að borga skuldir sfnar, þegar útfluttar afurðir eru í lágu verði, en eg tek það enn fram, að gengi enska pundsins og verð afurðanna er sitt hvað. Afurðaverð- fallið byrjaði 1929 og mun hafaað meðaltali komizt lengst niður seinni hluta síðast liðins sumars, en pundið fellur siðast í september. Ef pundið hefði ekki fallið og krónan með, hefðum við fengið ennþá færri krón- ur fyrir afurðir okkar en ella. Vegna krónufallsins verður þvi útflutning- ur okkar hærri f krónutali, en hlut- fallið á milli krónu og punds er óbreytt, og niðurstaðan verður sú, að við þurfum færri fiskpakka eða færri ullarpund til þess að greiða sama pundafjölda, en við hefðum þurft, ef pundið hefði ekki fallið. Ennfremur ber að gæta þess, sð það er óleyfileg rökfærsla, að miða við verð afurðanna á örstuttu tfmabili. Pess er vfst almennt vænzt, að það heldur hækki en lækki úr þvf sem komið er, vegna þess að óhugsandi er, að framleiðsla sé möguleg til lengdar með núverandi afurðaverði. Á hinn bóginn erulftil lfkindi til þess, að Englendingar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.