Dagur - 23.03.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 23.03.1932, Blaðsíða 2
40 D AGUB 21. tbl. Aðjitan. Farm af B- S. Y. A. H. EIMKOLUM fáum við nú um mánaðamótin. — Verða seld á bryggju, meðan á uppskipun stendur, fyrir kr. 40 tonnið. — Skrifið pantanir yðar á pöntunarlista, sem eru á ferðinni um bæinn, eða hringið í síma Kaupfélagsins 8« Kaupfélag Eyfirðinga. mmmmmmmmm i reyni til að koma pundinu upp i gullgengi aftur, eins og þeir gerðu eftir stríðið, þvert ofan I ráðlegg- ingar inniendra og erlendra hag- fræðinga. Nú vil eg spyrja Aspar, hvort hann álíti, að það hefði engináhrif á skuldir vorar f Englandi, ef það kæmi fyrir, að pundið félli t. d. um 90°/o, þótt íslenzka krónan félli með. Pundið yrði þá tæpra 2 gullkróna virði og krónan 10 aura virði. Eg býst við, að hann mundi álíta það hafa einhver áhrif. Ef sú tilgáta min er rétt, þá vil eg enn spyrja, hversu mikið þarf þá pundið að falla, til þess að það hafi áhrif á skuldarupphæðina? Út af rugli Aspars á skuldarupp- hæð og greiðslugetu, vil eg koma með dæmi. Segjum að Aspar eða eg skulduðum 10000.00 kr. og hefð- um 6000.00 kr. tekjur. Nú lækkuðu tekjurnar niður í 4000.00 kr. í bili. Mundi þá vera hægt að segja að skuldin hefði breytzt við það ? Eg hygg ekki. Oreiðslugetan hefir aðeins breytzt, en ekki skuldin. Ein áf mðrgum kórvillum í »rök- um* Aspars er sú, að hann notar sem verðmælikvarða ýmist pening- ana fyrir vörurnar eða vörurnar fyrir peningana, en það getur ekki gengið. Hann verður annaðhvort að nota peningana eða einhverja vöru sem mælikvarða. Upprunalega notuðu menn einhverja gjaldgenga vöru til þessa, en komust svo að lokum að góðmálmunum, og Aspar veit það eins vel og eg, að hinn alþjóðlegi verðmælikvarði er gull. Hann þarf því ekki að leika fifl með að rugla saman sykurpundum og sterlings- pundum. Eg ætla að lokum að benda Aspar á eitt atriði enn, sem sannar mál mitt. Skuldir allra ríkja eru við og við gerðar upp af erlendum hag- stofum. T. d. hefir Pjóðabandalagið látið framkvæma þetta. Skuldirnar eru þá venjulega umreiknaðar i guilfranka, til þess að hægt sé að bera saman skuldir landanna. Slikur samanburður var framkvæmdur í fyrra. Verði þetta nú gert aftur i ár, þá mun koma i Ijós, að skuldir allra þeirra landa, sem skulda i pundum eða öðrum myntum, sem hafa falllð f verði, verða lægra en i fyrra. Og þar á meðal íslands, Ætlar þá »margarinsfabrikkuforstjór- innc Aspar að rfsa upp og slengja reiðiþrungnum mótmælum sinum framan í beztu hagfræðinga heims- ins og segja þeim, að þeir hafi ekkert vit á þvf, sem þeir eru að gera, eins og hann hefir gert við mig? Eg hygg þeir myndu ekki taka það til greina, þótt Aspar segði þeim að reikna skuldirnar eftir greiðslugetunni, því að hana er erfitt að ákveða. Hún þarf ekki einu sinni að breytast í réttu hlutfalli við afurðaverðið, því að alutðamagnið kem- ur einnig til greina. Áhrif krónufallsins og pundfalls- ins eru þegar farin að koma fram á verðlagi útfluttra afurða. ísfisk- salan gekk f vetur miklu betur en búizt var við og mun pundfallið hafa átt nokkurn þátt i því. Raunar yrði það of langt mál að rekja það hér. En áhrifin eru greinileg í salt- fisksmarkaðslöndunum. Fiskurinn er að vísu seldur þangað aðmestu leyti í pundum, en Spánverjar þurfa nú, vegna pundfallsins, færri peseta fyrir pundið en áður, og þess vegna geta þeir boðið fleiri shillinga fyrir pakkann, án þess að hækka verðið innanlands. Verðið verður því hærra, hvort sem miðað er við krónur eða pund, og niðurstaðan verður sú sama og áður er tekið fram, að við þurfum færri fiskpakka til þess að greiða sama pundafjölda, en við hefðum þurft, ef pundið hefði ekki fallið. Annars hlýtur Aspar sem öðrum að vera þetta Ijóst, og það getur ekki verið annað en þver- hausaskapur, sem honum gengur til, að vilja ekki viðurkenna villu sina, nema um óvenjulegt skilnings- leysi sé að ræða. Eg er reiðubúinn að ræða um málið áfram við Aspar.efhann vill, og á hvaða vettvangi, sem hann óskar, t. d. á fundi i verzlunar- mannafélaginu. Aspar má stefna þangað til móts við mig öllum þeim, sem hann álitur hafa stærri skilning á máli þessu en mig, t. d. Gunn- laugi Tryggva. Eg vona nú að lokum, að Aspar biði ekki tjón á heilsu sinni, þótt hann reiðist einu sinni enn, er hann fær svar mitt. Hann má sjálfum sér um kenna, þótt hann fái ráðn- ingu nokkra, þvi að hann byrjaði að áreita mig. Vona að hátiðagleði hans spiltist ekki fyrir þetta og óska honum gleðilegra hátfða. K, G. Þýzkaland. Einn af hinum kunnari sendi- fréttariturum i Bandarikjunum, Hu- bert Renfro Knickerbocker, sem er í þjónustu blaðanna »New York Evening Post« og »Public Ledger«, kvekarablaðs í Philadelpíu, hefir ferð- ast um Pýzkaland i vetur, ásamt öðrum fréttaritara, til þess að kynn- ast sem bezt ástandinu þar. Hefir hann birt skýrslu sína i þessum blöðum, i 24 köflum, alllöngum, og hefir hún vakið allmikla eftirtekt víða um heim. New York blaðið íeilletrar það, að orsökin til þess að þeir félagar voru gerðir út í þessa ferð sé sú, að Banúarikin, sem eigi $ 4,000,000,000 (um 24 púsund miljon krónur, sem stendur) á hættu i Dýzkalandi, krefjist sem ítarlegastrar vitneskju um pað hvort pýzka ríkið, er nú sé á milli tveggja elda, Hitlersmanna og kommúnista, svo að óttast megi borgarastyrjöld, geti, eða vilji greiða skuldir sínar. Aðalefni skýrslunnar er sem hér segir: Um J5,000,000 manns i Pýzkalandi verði nú að framfleyta lifinu á atvinnuleysisstyrk. Ógurleg neyð eigi sér stað i fátækrahverfum Berlínarborgar, — þar sem þá lika flestir hafa snúist á band kommún- ista, — f ægilegri mótsetningu við taumlausan svalllifnað og næturslark stórgróðahákarla borgarinnar. At- vinnuleysið sé almennara en auðvelt sé að gjöra sér i hugarlund í mörg- um borgum. f Faikenstein á Sax- landi, verði t. d. heimingur borgar- búa að tóra á atvinnuleysisstyrk; i fjölda þorpa á Pýringalandi (Thúr- ingen) svelti fólk og liggi við hung- urmorði. í Essen kvíði menn hverjum morgundegi af ótta við nýja innrás Frakka i héraðið, og séu enn skelfd- ari við þá tilhugsun en af óttanum við kommúnista, sem sé þó ekkert smáræði. Allstaðar sé Hitierstefnan (Nazistastefnan) f uppgangi. Pvinær þrir fjórðu hlutar allra stúdenta i hinum fornfræga háskólabæ Heidel- berg séu Nazistar. Allir Pjóðverjar séu sammála um að krefjast afnáms skaðabótakvaðarinnar, á hverju sem gangi, enda búist öll þjóðin í raun og veru við ríkisgjaldþroti þá og þegar. Hitler og annar helzti maður Nazista, Franz von Epp, hershöfð- ingi, kváðu Knickerbocker og þá félaga mega skila þvi opinberlega tii Bandaríkjanna fyrir hönd Nazista, að búist Frakkar til innrásar á Pýzkaland, þá vænti Pjóðverjar þess að Bandarikin skerist f leikinn, elia muni Pjóðverjar engar skuldir greiða. Aðalályktanirnar, er Knickerbocker dregur af þessum og öðrum for- sendum, eru þessar: »Pjóðverjar geta engar skaða- bætur greitt sem stendur. Peir myndu geta borgað, ef kreppunni væri af létt, og allt gengi sinn vana gang, en eru þvi aigjörlega móthverfir, þvi úr þessu er það vfst, að Pjóð- verjar verða ekki f neinu við ákvæð- um Versalasamningsins, nema þeir séu tilneyddir, en likurnar fyrir því að á nokkurn hátt sé mögulegt að neyða þá til þess, eru nú minnien nokkru sinni áður. Pjóðverjar geta greitt almennar akuldir (aðrar en skaðabæturnar) og munu fúsir til þess, ef Frakkar beita þá ekki ofbeldi. En Pjóðverjar eru fastráðnir f þvi að hervæðast að nýju, ef Frakkar vilja eigi afvopnast láta að einhverju verulegu leyti. Yfirleitt hefir þýzka þjóðin harð- lega mótmælt og hafnað Versála- samningnum. Frakkar álita þann samning sitt eina fjöregg. Ágrein- ingurinn milli Frakka og Pjóðverja hefir mjög ágerst, og allt bendir til þess að enn muni drjúgum i sundur draga. Hvort sem þetta end- ar með ófriói innan einhvers fyrir- segjanlegs tfma eða eigi, þá er víst, að horfur næstu ára í Evrópu eru hlnar ófriðvænlegustu, Amerikumenn mega gjöra sér það Ijóst, að það fé, sem þeir eiga bundið á Pýzkalandi, er fé sem bundið er á ófriðarsvæðic. Frd Genf. í Genf eru nú samankomnir full- trúar frá 57 þjóðlöndum, f því skyni — eða undir því yfirskini, hvort sem menn heldur vilja kalla það — að hefja alvarlegar framkvæmdir til almennrar afvopnunar. Blöðinsegja oss að heimurinn »standi á önd- innic, af eftirvæntingu þess er þar gjörist. Víst gjöra margir sér mikl- ar vonir um árangurinn af þessum fundi, flestir liklegast alltof miklar.því að það er vfst, að engin endanleg á- kvörðun verður þarna um það mál tekin; meira að segja harla vafa- samt, hvort nokkur sýnilegur árang- ur verður af honum fyrst um sinn. Pó skortir þessa fulltrúa ekki hvatningu almennings. Peim hafa borist ákveðnar áskoranir um að skiljast ekki frá þessu máli nú, fyr en fulltryggt sé, að allar þjóðir minnki við sig herbúnað svo um muni. Undir þessar áskoranir hafa 10,000,000 konur og menn ritað nöfn sín, en sá hópur mælir fyrir munn miklu fleiri miljóna; þar hafa meðal annars ritað nðfn sfn fulltrúar 25,000,000 kaþólskra kvenna frá mörgum löndum.fulltrúar 45,000,000 félagsbundinna friðarvina, fulltrúar 50,000,000 meþódista, fulitrúar hins alþjóðlega samvinnu-sambands (In- ternational Cooperative Alliance), er samanstendur af 70,000,000 fjöl- skyldum o. s. frv. En þeir, er litlar vonir gjöra sér um nokkurn endanlegan árangur af skeggræðum hinnar glæsilegu sam- kundu er nú situr i Genf, hafa, þvi miður, margar og mikilvægar ástæð- ur til sins máls, og þessar helztar: 1) Aðeins tuttugu, eða rétt rúm- lega einn þriðji þessara fulltrúa, hefir nokkurt opinbert umboð frá stjórn sinni. 2) Hvorki aiþjóðadómstóllinn né friðardómstóllinn í Haag, hefir nokk- urt dómsvald yfir óháðum ríkjum, f þeim skilningi er hæstiréttur hvers rfkis hefir i innanlandsmálum (en þessir dómstólar eiga að vera al- þjóðlegur hæstiréttur, hver um sig). 3) Staðreyndin hefir nú þegar sannað, — og reyndar ekki í fyrsta sinn,— svo að enginn fullvita mað- ur reynir i móti að mæla, að al- þjóðabandalagið er alls ómegnugt að koma í veg fyrir ófrið, a. m. k. þegar eitthvert stórveldið á f hlut (sbr. aðfarir Japana í Mantsjúriu og Kloa).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.