Dagur - 23.03.1932, Blaðsíða 3

Dagur - 23.03.1932, Blaðsíða 3
12., tbl. DAGUR 47 Innilega þökkum við öllum, fyrir auðsýnda hjálp og samúð við andlát og jarðarför litlu stúlkunnar okkar. Akureyri 21. marz 1932. Agnea Tryggvadóltir. Úskar Gíslason. 4) Enginn þeirra fulltrúa, er fund þenna sitja hefir komiö fram með ákveðnar tillögur, nokkurs nýt- ar, að undanteknum tveimur full- trúum, er enn hafa enga ábeyrn fengið, enda ekki liklegt að þeir fái hana á þessu þingi. Pessir tveir menn eru Maxim Maximovitsj L'tvinov, fulltrúi Soviet- Rússlands, og André Tardieu, full- trúi Frakka. Tillaga Litvinovs var blátt áfram fullkominn allsherjar afvopnun. En fengist hún eigi samþykkt nú þeg- ar, bauð hann, fyrir hðnd stjórnar sinnar, að hún skyldi fúslega sam- þykkja hverja aðra tillögu, frá hvaða riki sem kæmi, er tryggði ákveðið spor í áttina til afvopnunar, þ e.a. s. afvopnun að einhverju leyti fyrst um sinn. — Pessum tillögum hefir alls ekki verið sinnt, bæði af þvi, að mikill meiri hluti fulltrúanna hafa ekkert umboðsvald til samninga eða skuldbindingar frá stjórn sinni, og svo hins, að engin þjóðin, a. m. k. ekkert stórveldanna, sýnist hafa á- kveðinn vilja til nokkurrar veru- legrar afvopnunar. — En þótt Lit- vinov hafi enn enga áhéyrn fengið, þá hefir hann þó á hinn bóginn engar skammir né brfgslyrði hlotið að þessu sinni, eins og fyr á al- þjóðasambandsþingi, er hann kom fram með sömu tillögurnar. Tillögur þær, er Tardieu bar fram, voru allt aðrar, og út af þeim hefir hinn mesti úlfaþytur orðið. Mergur málsins f tillögum hans var sá, að þessari samkundu væri næst að átta sig til fulis á þvf, að allt starf og bollaleggingar um þessi efni er átt hefði sér stað f Qenf undanfarin ár, væri hégóminn ein- ber, og að nú yrðu þessir fulltrúar að ráða það við sig, í eitt skifti fyrir öll, hvort þeir viidu heldur aðhyllast alþjóðabandalag, er hefði við fullkomið framkvæmdarvald að styðjast, eða aiþjóðabandalag, er stæði raunverulega magnlaust gagn- vart hverju fyllilega sjálfstæðu og voldugu ríki. Pessvegna legði hann til fyrir hönd frönsku stjórnarinnar að alþjóðasambandinu skyldi feng- in full umráð yfir: 1) aÖltu lang-dragandi stórskota- liði veraldarinnar. 2) Öllum herskipum veraldarinn- ar, er stærri væru en 10.000 smá- lestir, eða búin öflugustu fallbyssum. 3) Öllum meiri háttar neðansjávar- bátum i veröldinni. 4) Ölium óvfgbúnum flugvélum f veröldinni, þeim er nota mætti ef ófrið bæri að höndum og auk þess flota miklum stórra flugvéla, er búnar væru með sprengjum stærstu tegundar, og smíðaðar væru ein- göngu fyrir alþjóðabandalagið. 5) Alþjóðlegu lögregluliði (á sama stæði hverju nafni það nefndist) tii þess að beita þessum vfgbúnaði gegn hverju þvf rfki, er tif ófriðar AÐA T .FUNDTTR. Aðalfundur Sambands norðlenzkra kvenna verður haldinn að Laxárdal í Pistilfirði dagana 23. og 24. júní n. k. STJÓRNIN. Jörðiii HÁAGERÐi j Svarfaðardal er laus til ábúðar í næstkomandi fardögum. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs, er gefur frekari upplýsingar ef óskað er. Tjðrn 18. marz 1932. Þór. Kr. Eldjárn. Frá Húsavík. stofnaði gegn vilja eður aðvörunum alþjóðabandalagsins. Pessum tillögum hefir verið tekið hið versta, eigi einungis i Qenf, heldur og af blöðum hverrar ein- ustu þjóðar að heita má. Enda er það eðliiegt, þótt fljótt á litið mætti svo virðast, að alþjóða- bandalaginu væri nauðsynlegt að hafa slíkt framkvæmdarvald að baki, ætti það að mega sin nokkurs. Qaliinn er blátt áiram sá, að ef tveimur eða fleiri stórveldum lenti saman i ófriði, þá myndi þetta ai- þjóðlega lögreglulið þegar lamað verða af þvi, að ófriðarlöndin legðu þvf aldrei lið á móti sjálfum sér. I öðru lagi mega allir skilja, að meðan að hvert ríki beldur áfram upptekn- um hætti, að vígbúa sig sem mest það má, þá halda þau lika upp- teknum hætti með það, að bindast samtökum innbyrðis, leynt og Ijóst, eftir þvi sem þau sjá sér hagkvæm- ast þá og þá stundina, og myndu allar framkvæmdir hins alþjóðlega lögregluliðs fara á algjörða ringul- reið i allri þeirri hrossakaupaflækju. Af þessum og öðrum orsökum eru flest riki, a. m. k. stórveldin, alit annað en fús til þess að lofa al- þjóðabandalaginu slikum styrk. Bandarikin fara ekki dult með það, að þeim dettur ekki í hug að fá al- þjóðabandalaginu nokkuð af herliði sinu til umráða. Sama er að segja um Breta, a. m. k. þegar um vígflota þeirra er að ræða, Annars dettur engum i hug að Frökkum sé hin minnsta alvara með þessar tillögur. Hefir það berlega komið í ljós á fundinum. ftölsku fulttrúarnir henda gaman að þvi, að Tardieu hafi eigi þótt nóg að horf- ast þarna í augu við 57 vigbúin ríki, og þvi lagt til að koma á laggirnar hinu 58. hernaðarstórveldi. Annars virðist Dtno Qrandi, næst Litvinov, helzt reiðubúmn til þess að samþykkja ákveðin fyrirmæli um afvopnun, fyrir hönd stjórnar sinnar og er það að vísu i samræmi við ummæli hans i Bandaríkjunum í haust, er eg gat um hér i biaðinu fyrir skömmu. Allir virðast nokk- urnveginn sammála Dr. Curtius, fyrv. utanríkisráðherra Pjóðverja, er hann kvað þetta augljósa tilraun af hendi Frakka til þess að sprengja afvopnunarráðstefnu þessa. Einn helzti fulltrúi Bieta, Cecil vísigreifi, kvað þetta bera öfugt að bjá Frökkum; þeir skyldu fyrst skyra greinilega frá þvi, að hve miklu leyti þeir væru fúsir að afvopnast. Annar helzti fulltrúi Breta Sir John Simon, sneri máli sinu beint til frönsku fulltrúanna, um leið og hann sagði, maðal annars: »Enginn maður leggur nokkurn trúnað á það lengur, að alheimsfriður verði tryggður með vígbúnaði, svo áþreif- anlega hafi sagan og staðreyndirn- arafsannað það á síðustu timum<. En annars hafa, sem sagt, engar ákveðnar tillögur komið fram á þessu þingi, aórar en þær, sem hér eru þegar taldar. En afarmikið hefir verið skrafað um þetta á vfð og dreif, og ekki vantar að fagur- lega sé að orði komist um nauð- synina á allsherjarafvopnun ogalls- herjarfriði. En tillögurnar eru flestar loðnar, þokukenndar og barnalega úreltar. T. d. tillögur SirJohnSimon um að útlægja algjörlega vissar manndrápsaðferðir, t. d. eiturgas og gerlanotkun. Eins og nokkrum lif- andi manni verði lengur á, eftir það sem á undan er gengið, og að fenginni hundrað alda reynslu um mannlegt eðli, að trúa þvf að maó- urinn drepi ekki með öllu sem tiltækt er f-þvf augnamiði.þegar hanná annað borð er f svo krappan kominn, að hann verður að berjast fyrir lífi sfnu. S. H. (. H. -.. o —«" (Niðurl.) Kaupfélag Pmgeyinga hefir jafnan — eins og samvinnufélagi ber — komið sanngjarnlega fram við verka- menn og eru reikningar kembivél- anna hér að framan talandi vottar þess — og það jafnvei um of. Samkomulag milli K. P. og Verka- mannaféi. Húsavíkur hefir líka verið gott til skamms tima, og enn eru hófsamir verkamenn og stjórnendur K. P. í fullri sátt. En þetta þola ekki kommúnistar, sem vilja ófrið umfram alt, — og virðast því miður hata mest þá, sem reynast bezt. Umræddur bréfkafli er glöggtdæmi þessa. Par er hafin árás á það, er sízt skyldi, eins og eg hefi sýnt fram á. Bréfkaflaritarinn verður ekki af- sakaður með ókunnugleika. Mánað- arkaupsráðning okkar sem vinnum við kembivélarnar, lá ekki f láginni, og ekkert var auðveldara en að fá á skrifstofum K. P. upplýsingar um fjárhagslega afkomu kembivélanna. K. P. hefir aldrei haldið leyndum reikningum sínum fyrir þeim, sem sýnt hafa viðleitni i að fylgjast með þeim. í þessu efni þurfti ekki að vaða fram í villu og svima. Og hafi Árni Jónsson, sem stjórnar frysti- vélum K. P. og er ráðinn til að gera að kembivétum þess, þegar þær bila, átt þátt f bréfkaflanum, eins og sumir ætla, þá hefði honum átt að geta verið sérstaklega hæg heimatökin til að afla réttra upp- lýsinga, ef hann hefði kært sig um. Annars skiftir það litlu fyrir aðra en kommúnista hver er höf. bréf- kaflans. Nafnlaus skrif eins og þetta skella á flokknum. Og þó stefna flokksins sé harðvftug og gangi langtíþví að telja að >tilgangurinn helgi meðalið«, þá mun þó ekki hjá þeim, sem skilja hvað kommún- ismi er, vera svo öfug siðfræðin, að þeir telji réttmætt að Ijúga upp sökum og dæma án rannsóknar eins og bréfritarinn gerir. Að minnsta kosti er þvf haldið ákveðið fram af markverðum rithöfundum þessarar stefnu, að fyrirmyndin — Kommún- istaflokkur Rússlands — geri strangar kröfur til félagsmanna um siðferði. Eftir þeim ritum að dæma mundi höf. bréfkaflans teljast hafa svfvirt flokkinn og ekki álitast hæfur til þess að vera f honum. Trúa hinir fslenzku kommúnistar þessu ekki? Eða telja þeir sig svo auðvirðilega, að þeir þurfi ekki að gera slfkar kröfur til sfn og sinna flokksmanna? Eg spyr, þvf umrætt skrif bendir f þá átt og sömuleiðis svfvirðilegt bréf frá Húsavfk, sem »Verkamað- urinn* flutti snemma f vetur. Eg spyr, en vil ekki trúa hinu verra. Og þessvegna ráðlegg eg »Verkamanninum< að fara varlega eflirleiðis f þvf að birta verkamanna- bréf frá Húsavfk. Pá ráðleggingu teldi eg vitanlega þýðingarlaust að gefa, ef eg gerði mér ekki nokkra von um það, að ábyrgðarmeno tx'frá kr. 25.00 tunnan Menntaskóla. Skilist á Eyrarlandsveg 27, gegn fundarl. Austfirðingamót. Fáist næg þátttaka, verður haldið Austfirðingamót nú á næstunni. — Áskriftalistar liggja frammi f bóka- verzlun Porst. M. Jónssonar og á »HóteI Qoðafossc, til 3. apríl n. k. Skíðastaðamenn! Stefnt er ykkur fjalls f fðr; fjærri götuháska; æskunnar að auka fjör annan daginn páska, Komið árla, — kl. 7. á katlinum snemma sýður. Komið einir I Komið 2, kaffið ykkar bfður. blaðsins séu eitthvað vandaðri menn en þeir, sem Húsavfkurbréfin hafa skrifað, — eitthvað sannleikselskari, og dálitið skynsamari menn líka. Pétur Jónsson (rá Kasthvammi. Ofanritaðri grein var synjað rúms í »Verkamanninum« — þótti of löngí □ Rún 59233298 - Frl.\ Fiðlumeistarinn norski, Lorentz Hop, lék á hljóðfæri sitt í Nýja-Bíó á fðstudags- kvöldið. Hann hlaut mikið lof áheyrenda fyrir frammistöðu sína, eu aðsókn var ekki mikil. »Sál(ræði og duiskynjanir« nefndi frd Kristín Matthíasson efni það, er hún ræddi um í Samkomuhúsinu á sunnudaginn var. Aðsókn var mikið meiri í þetta sinn en að fyrsta fyrirlestrinum. Þriðji og síðasti fyrirlesturinn verður kl. 2 á morgun (skír- dag) á sama stað. Fjallar hann um trúar- brögðin og frnmtíð þeirra. Dánardægur. A þriðjudagsnóttina andað- ist hér á sjúkrahúsinu ungfrú Sigrún Pálma- dóttir, Jóhannssonar og Kristínar Sigfús- dóttur skáldkonu. Sigrún var lítið yfir tví- tugt og hin ágætasta stúlka I alla staði. Taugaveiki hefir komið upp í Laugaskóla. Einn aðkomumaður hefir veikst, en aðrir ekki. Skólinn og næstu bæir við hann, er settur í samgöngubann um tíma. Rauða Kross Deiid Akureyrar. a aðai- fundi Deildarinnar annan páskadag kl. 5í Samkomuhúsinu, setlar Bjarni bankastjóri jónsson, að flytja erindi um mannvininn Willard Fiske. — Þeir sem vilja gerast meölimir Deildarinnar eru velkomnir á fundinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.