Dagur - 23.03.1932, Blaðsíða 4

Dagur - 23.03.1932, Blaðsíða 4
48 ÐXGUR 12. tbl. Geysir sðng á sunnudaginn í Samkomuhúsi bæjarins, fyrir fullskip- uðum bekkjum. LOKSINS, varð manni að hugsa. Því »Geysir« hefir mátt þreifa á því í vetur, að völt er veraldarhyllin. Hvað eftir annað hafa þeir boðið og laðað, en lýðurinn daufheyrst og látið þá um hversu þeim tsekist að tjá list sína tóm- um veggjunum, að segja má. Þangað til á sunnudaginn, að maður fékk von um að bæjarbúar væru aftur að glöggva sig á sínum vitjimartíma. Því »Geysir« á það skilið að vera af oss vel metinn. Vér eigum erfitt að- stöðu á ýmsa lund, en því síður megum vér vanrækja nokkuð það, er eflt getur menningu vora á einn og annan hátt. Af þeim stofnunum, er taldar eru, með siðuðum þjóðum, hyrningarsteinar æðri menntunar og hinna fögru lista, eigum vér, enn sem komið er, aðeins tvær, er svo hafa starfað, að vér getum stært oss af út á við. Önnur er hinn ungi menntaskóli, sem í höndum góðs og gáf- aðs skólastjóra og manns, er þegar orð- inn bæjarsómi út á við, og á vafalaust eftir að verða það betur. Það munu all- ir óvilhallir og réttdæmir bæjarbúar sammála um. Hin er söngfélagið »Geys- ir«. Ég efast dálítið um, að bæjarbúum sé jafnljóst hve vel það félag hefir hlaðið, og hleður, undir hróður vom út á við. Það hefir undanfarið verið allt of hljótt meðal vor um félagið og starf- semi þess. Því enginn bæjarbúi má vera óvitandi um það, að hún er oss til hinn- ar mestu sæmdar. Ég er sannfærður um það, af býsna víðtækri kynningu, að mjög fáir bæir — eða þorp — ef nokkr- ir eru, hvar í veröldinni sem leitað er, eiga jafngóðum karlakór á að skipa sem Geysi, hvað þá betri. Söngflokkur- inn er í rauninni aðdáunarverður, ekki sízt, er litið er til þess, að allir með- iimir hafa mikilli skylduvinnu að gegna; margir líkamlegri vinnu, og henni stundum ali erfiðri, og verða að skjótast í æfingarnar á hlaupum frá dagstritinu, að kalla má. Vafalaust er hér allmikið af söng- hæfileikum og góðum röddum. Sérstak- lega hafa norðlenzkir tenórar fengið orð á sig, og maklega. En fremd félags- ins er ekki eingöngu, né endilega fyrst og fremst að þakka góðum röddum, heldur söngstjóranum, hr. Ingimundi Árnasyni. Félagið hefir verið að öllu leyti heppið, að fá að njóta hans. Hann er músíkalskur í bezta lagi, og að eðlis- fari listrænn, smekkvís og ákveðinn stjómari. Það er alkunnugt að hann er sjálfur afburða raddmaður, hitt kann- ske síður, sem eðlilegt er, hversu óeig- ingjarn og starfsfús hann er, hversu mikið starf hann hefir við söngstjóm- ina af mörkum lagt frá önnum dag- legrar atvinnu. Mér datt í hug á sunnudaginn, að ef til vill hefði nafn Hreins Pálssonar haft svona mikið aðdráttarafl á bæjar- búa. Sönghæfileikar hans og framkoma hans öll á það í sjálfu sér vel skilið. En vér ættum ei að síður að viðurkenna það fúslega, að vér höfum eigi verið líkt því nægilega vel vakandi undanfar- ið til þess að votta félaginu og söng- stjóra þess þakklœti og viðurkenningu, meó þv$ aó sækja, wtIð vel samkomur 500 krónur ioo krónur 5° krónur PAÐ GETUR VEl SKEÐ AÐ ÞÚ VINNIR VERÐEAUNIN Sá sem vill vinna verðlaunin skal setja tölur framan vi'S hvem hinna io kosta Rinso í keirri rö'ð sem hann álítur að )>eir skuli teljast. Sá sem t.d. álítur að „Sparar vinnu" sje mesti kosturinn, hann merkir \au or'S meS tölunni „i". Og ef hann svo hyggur aö „Leysist upp í köldu vatni" sje næst besti kosturinn pá setur hann „2“ vi'S pau or'S og svo koll af kolli. VerSlaunin vinnur pú ef listi pinn er í samræmi viS j?á röS, sem alsherjar úrskurSur ákveSur. Þetta kostar ekkert -—séndu bara eina framhlið af Rinso pakka með hverjum seðli, sem þú sendir í samkeppnina. SíSar verSur auglýst hvenær samkeppninni verSur lokiS. °9 AUK ÞESS FIMMTIU VERÐLAUN, HVER: 3STK.^LUX HANDSÁPU RIHSO / ÞVÆR AN NUNINGS SEÐILLiNN 10 RINSO KOSTIR TÖLUSETJIÐ ÞÁ EFTIR YFIRBURÐUM (a) Heldur Hninu drifhvitu (b) Drjúgt í notkun (c) Einfalt i notkun (d) Alt nugg ónauösynlegt (e) Skemmir ekki hendurnar (f) Hreinn þvotturinn ilmar yndislega (g) Einhlítt til allra þvotta (h) SkaSar ekki þvottinn TÖLURNAR HJER (i) (i) Leysist upp í köldu vatni Sparar vinnu Legg hjer innan i (stóra) (litla) framhliö af Rinso pakka Nafn__________ Heimilisfang... Framleiðendur gefa endanlegann úrskurö. Engum fyrirspurnum um samkeppnina verSur svaraö. KHppiö þenna miða ,_ar og sendiö hann tii 'ASGEIR SIGURÐSSON. REYKJAVIK, PÓSTHÓLF 498 . M-R 52-042A IC R. S. HUDSON UMITED, LIVERPOOI., BNGLAND þess og viðurkenna oftar með því, og á annan hátt, opinberlega starfsemi þess. Áhugi vor og viðurkenning gefur félag- inu starfsþrótt og blæs í það sífellt endurnærandi lífsanda. Þögn vor og skeytingarleysi er vissasta vopnið til þess að drepa í dróma starfsgleði með- limanna, er oft eru nógu þreyttir af öðrum störfum, og svæfa sjálfstraust þeirra í þessa átt. Þætti einhverjum, sem oflofi væri hér ausið, þá er því til að svara, að svo er eigi, því öll þessi ummæli mega óhögg- uð standa, þótt það sé vitanlegt að með lengri aldri og auknum viðfangsefnum eigi bæði kór og söngstjóri enn þroska- skeið fyrir höndum. Þau skilyrði getum vér bæjarbúar skapað með samúð og stuðningi, og ekki útlátameiri en það, að sækja fyrst og fremst samkomur þess. Eigi gjörum vér það heldur mest fyrir félagið, heldur fyrir oss sjálf, að hefja oss um leið og vér heyrum góða söngmenn túlka list sína, og þroskum oss þannig til þess að hlynna hér að sem fjölskrúðugustu menningarlífi í heimi, S, B, /. H, Höfum 111: Handverkfæri allskonar og garðyrkjuverkfæri Amerísk, sænsk^og norsk. Beztu gerðir og bezta verð. Samband ísL samvinnufélaga. Ritstjóri: Prentsmiðja Odda Björnasonar. Ingituar Eydal. GUabakkBveg 8. .«1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.