Dagur - 07.04.1932, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þðr,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XV
. ár. |
Akureyri, 7. apríl 1932.
14. tbl.
Brautryöjendur.
Einn þáttur þjóðrækninnar er
að minnast með lotningu og þakk-
læti starfs þeirra fyrri tíðar
manna, er tekið hafa upp nýjar
og hollar stefnur og rutt braut-
ina til frama, farsældar og menn-
tngar fyrir eftirkomendurna eða
óbornar kynslóðir.
íslenzka þjóðin hefir átt á síð-
ustu öldum nokkra slíka braut-
ryðjendur, sem leitt hafa þjóðina
frá vanmáttarástandi þroskaleys-
is, deyfðar og trúleysis út á braut-
ir þroska, framfara og bjartsýn-
is. Starf slíkra manna lýsir og
leiftrar á söguhimninum og vísar
mönnum veg inn í hið fyrirheitna
land, eins og stjarnan í austri
leiddi vitringana að jötu frelsar-
ans fyrr á tímum.
»íslenzka vikan« á að vera ofin
saman úr tveimur þáttum: Annar
er þjóðræknislegur, hinn hags-
munalegur. En svo er fyrir að
þakka, að þetta tvennt getur far-
ið saman og stutt hvað annað.
Lítum þá snöggvast um öxl og
skyggnumst um eftir nokkrum ís-
lenzkum brautryðjendum, sem
varið hafa æfi sinni og kröftum
til þess að hefja þjóð sína úr nið-
urlægingu og aumingjaskap og
gera hana frjálsa og sjálfstæða
bæði í efnislegu og andlegu falli.
Hver var það, sem mest og bezt
vann að því á 18. öld að losa þjóð-
ina undan fargi einokunarkaup-
manna og átti í stöðugum illdeil-
um við þá vegna almennings?
Það var Skúli Magnússon. Loks
komst verzlunarmálið á þann rek-
spöl, að 1787 var verzlunin gefin
frjáls við alla þegna Danakon-
ungs. Hafði þá einokunin staðið
184 ár og gert landi og lýð ómet-
anlegt tjón. Hafði enginn maður
átt meiri þátt í því að losa um
verzlunarböndin en Skúli fógeti.
Hann háði þrekmikla og þraut-
seiga baráttu í þessu efni, jafn-
framt því að hann lagði + fram
krafta sína til þess að reisa at-
vinnuvegi landsmanna úr rústum.
Þá má minna á skáldið og nátt-
úrufræðinginn Eggert ólafsson.
Hann var einlægur ættjarðarvin-
ur og bar hag þjóðarinnar mjög
fyrir brjósti. f ljóðum sínum
brýndi hann þjóðrækni og sið-
gæði fyrir mönnum,jafnframt því
sem hann leitaðist við að kveða
trúna á landið inn í meðvitund
þjóðarinnar. f frægasta kvæði
sínu »Búnaðarbálki«, lýsir hann
unaði og sælu sveitalífsins og leit-
ast við að glæða tilfinningu
manna fyrir fegurð og unaðs-
semdum náttúrunnar. Lét hann
sér ekkert það óviðkomandi, er
horfði til framfara og nytsemdar
þjóðinni.
Skylt er og að minna á Magnús
Stepliensen. Var hann bæði fram-
gjarn og stórhuga. Hann varð að-
alforkólfur og brautryðjandi
fræðslustefnunnar hér á landi. Þá
voru engir alþýðuskólar komnir á
fót, og engin blöð eða tímarit gef-
in út, er alþýðumenn gætu fræðst
af. Alþýða manna var því mjög
lítilsigld og fákunnandi. úr þessu
vildi Magnús bæta og gerðist at-
hafnamikill um bókaútgáfu á ís-
landi í því skyni að glæða nýjan
smekk og nytsaman fróðleik með
þjóðinni og koma löndum sínum í
kynni við erlenda siðmenningu.
Hélt Magnús fræðslustarfi sínu
áfram til æfiloka og horfði lítt í
kostnað þann og erfiði, er af því
leiddi fyrir hann sjálfan, en hlaut
mikið af óþökk í staðinn. Hefir
hann hlotið þann dóm sögunnar,
að hafa verið einn hinn vitrasti
höfðingi og mesti skörungur
þessa lands um sína daga, þó að
ýmislegt mætti finna honum til
foráttu eins og flestum öðrum,
því enginn er algjör.
Um það leyti er Magnús Step-
hensen hætti starfsemi sinni, tók
BalcLvin Einarsson að gefa út
»Ármann á Alþingi«, og tók það
tímarit við af »Klausturpóstin-
um« og öðrum ritum Magnúsar
og hélt að mörgu leyti fram sömu
ffæðslustefnunni, þó að í öðru
sniði væri. Baldvin var bráðgáfað-
ur maður og hafði eldlegan áhuga
fyrir málefnumþjóðarinnar. Hann
var og bráðduglegur til starfa,
sem sézt á því, að hann ritaði að
mestu einn tímarit sitt jafnframt
því að stunda háskólanám sitt af
hinu mesta kappi. Hann lagði
hina mestu áherzlu á uppeldi
þjóðarinnar með nytsamri fræðslu
og örfandi eftirdæmi og vildi
innræta mönnum þann hugsunar-
hátt, er horfði til sannra þjóð-
þrifa. En hans naut styttra við én
skyldi, því hann varð mjög
skammlífur.
Enginn fslendingur fyrr á tím-
um hefir þó verið annar eins
brautryðjandi í bókstaflegum
skilningi og Bjami Thorarensen.
Hann lét ryðja íslenzkum ferða-
mönnum braut yfir Kaldadal og
kostaði til þess fé úr eigin vasa.
Hann gekkst og fyrir víðtækari
vegaruðningi um landið. Ekki
hafa þó þessar framkvæmdir, þó
nytsamar væru, gert Bjarna
frægan. Nafn hans verður uppi,
meðan íslenzk tunga er töluð, af
því að hann var höfuðskáld ís-
lendinga á sinni tíð, og þó einkum
fyrir það, að hann hóf nýja skáld-
skaparstefnu hér á landi í ljóðum
sínum, hina svonefndu »róman-
tisku« stefnu. Hann er tilfinn-
inganæmari og hugsjónaríkari en
skáldin á undan honum. Hann
gerðist því brautryðjandi í skáld-
skaparlegu tilliti. Hann ruddi
ekki aðeins braut yfir Kaldadal
þann, er liggur milli Oks og Geit-
landsjökuls; hann ruddi og braut
yfir Kaldaddl mannlífsvns með
kvæðum sínum. Hann var heitur
og fölskvalaus ættjarðarvinur.
Þá eru hinir nafntoguðu Fjöln-
ismenn: Tómas Særrmndsson, Jón-
as Hdllgrimsson, Konrwb Gíslason
og Brynjólfur Pétursson. Tómas
er þar fremstur í framfaraákafa.
Að afloknu prófi tók hann sér
ferð á hendur suður um lönd, til
að kynna sér menningu og háttu
annarra þjóða; voru slíkar lang-
ferðir fátíðar í þá daga. Á þessu
ferðalagi var ísland jafnan efst í
huga hans. Hann vildi beina er-
lendum menningarstraumum inn
í íslenzkt þjóðlíf, ekki til að gera
það óíslenzkulegra, heldur til að
vekja landa sína af svefni og
hrista úr þeim deyfðina og doð-
ann og hvessa skilning þeirra og
framfáralöngun. Þegar hann kom
aftur úr suðurförinni, var hann
með hugann fullan af heitri þrá
eftir að vinna föðurlandinu gagn
með því að færa því eitthvað af
því fagra og góða, er hann hafði
séð. Þá var það, að þeir félagar
stofnuðu tímaritið »Fjölni«. Með
því riti hefst nýtt tímabil í sögu
íslenzkra bókmennta og í menn-
ingarsögu þjóðarinnar. Tómas
var með sínum brennandi áhuga
lífið og sálin í Fjölnisfélaginu;
hann vildi »brjóta skarð í stífl-
urnar og veita fram lífsstraumi
þjóðarinnar«, eins og hann sjálf-
ur kemst að orði. Hann ritaði á-
hrifamiklar hugvekjur um hag
landsins í öllum greinum og eggj-
aði landa sína lögeggjan að hefj-
ast handa og hrista af sér slenið.
Páll Melsteð, sem þekkti Tómas
vel, kallaði hann »ólman mann«.
Honum mun hafa fundizt hann
þurfa að flýta sér að lifa og
starfa landi og lýð til gagns, enda
dó hann ungur.
'Vinur síra Tómasar og sam-
verkamaður, náttúrufræðingurinn
og »listaskáldið góða«, »hann sem
kveða kunni kvæðin, Ijúfu, þýðu«,
Jónas Hallgrímsson, orti sín
fögru ljóð, sem enn í dag og á
ókomnum tímum munu vekja un-
að og gleði í hverju óspilltu
hjarta. Hann og Konráð Gíslason,
hinn frægi málvísindamaður,
unnu að því í sameiningu að
hreinsa og fegra tungu þjóðar-
innar, svo að hún birtist í fegurri
og tignarlegri búningi en nokkru
sinni fyr. Hefir starf þeirra á
þessu sviði haft ómetanlega þýð-
ingu fyrir íslenzkt þjóðemi.
Um síra Tómas látinn kvað
Jónas:
Lengi mun hans lifa rödd,
hrein og djörf um hæðir, lautir,
húsin öll og víðar brautir,
þá ísafold er illa stödd.
Um Jónas kvað Grímur Thom-
sen:
Náttúrunnar numdir mál,
numdir tungur fjalla,
svo að gaztu stein og stál
í stuðla látið falla.
Um Konráð kvað sama skáld:
Öllu því, sem íslands byggðir
eiga að fornu og nýju gott,
unni hann, feðra táp og tryggðir
taldi hann vorar beztu dyggðir,
en út ef dæju ólánsvott.
Og enn kvað Grímur um Brynj-
ólf Pétursson:
Hverja réð hann rún, sem vildi,
en reikning hjartað aldrei skildi.
Brynjólfur var hjartahreinn
gáfumaður.
Skal þá að lokum minnt á þann
manninn, sem nefndur hefir verið
með réttu »óskabarn Islands, sómi
þess, sverð og skjöldur«. Það er
Jón Sigurðsson forseti. Hann
varði æfidegi sínum til þess
verks, sem bezt er og fegurst, en
það er að leysa þjóð sína úr læð-
ingi, höggva af henni hvem
hlekkinn af öðrum og ávinna
henni frelsi. í verzlunarmálinu
hóf hann baráttuna, þar sem
Skúli Mgnússon hafði orðið að
hætta við hálfunninn sigur og þó
ekki það, og fékk því loks fram-
gengt eftir harða sókn, að verzl-