Dagur - 20.04.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 20.04.1932, Blaðsíða 2
62 16. tbl. O S T A R. Jafnt nú, sem að undanförnu, seljum við MYSUOST, MERKUROST og GOUDAOST, sem viðurkenndir eru um allt land fyrir gæði. — Enginn áskurður er hollari eða Ijúffengari en ostar frá Mjólkursamlagi K. E. A. - - AL-INNLEND FRAMLEIÐSLA; - I heildsölu hjá Mjólkursamlagi K. E. A. { smásöiu í Kjötbúð K. E. A. Kaupfélag Eyfirðinga. Mjólkursamlagið. iiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiii verja því til styrktar andlegri menn- ingu I landinu af þvi tægi, sem nú- tímafólk telur sig hafa þörf fyrir, svo sem til skóla, bókasafna og annarar fræðslustarfsemi úti um landið. Er nægur timi til að átta sig á því. Fyrst er að samþykkja þessa titlögu og siðan lögin, sem æskt er eftir með henni. En jafnvel eftir að lögin eru gengin í gildi, er langt f land til fullra framkvæmda, með þvi að prestsembættin verða að sjálfsögðu ekki lögð niður fyrr en jafnóðum og þau losna. Koma þau þannig af sjálfu sér mjúklega niður á gömlu og íhaldssömu fólki* sem helzt má gera ráð fyrir, að kunni illa þessari breytingu. byggingu, sem það hafi sótt eftir að ná f. Ekki er um að villast að Morg- unbl. er að segja frá þessu i þeim tilgangi að koma þeirri trú inn í lesendur sfna, að Sambandið stand- ist kaupmönnum ekki snúning f samkeppninni. Framkvæmdastjóri Samb., Aðal- steinn Kristinsson, sannar með vottorðum í Tímanum 9. þ. m., að þessar frásögur Mbl. séu upplogn- ar og að enginn flugufótur sé fyrir þeim. Hann sannar, að Samb. keypti sjálft inn alit efni, sem i húsið átti að nægja samkv. útreikningi verk- fræðings. Bygging hússins var síð- an tekin fyrir ákvæðisverð, og sá byggingarmeistarinn sér hag i þvi að kaupa efni til byggingariunar hjá Samb., af því að hann fékk það ó- dýrast þar. Þess skal getið, að villa kom fram f útreikningi verkfræðingsins, svo að steypustyrktarjárn það, er Samb. hafði keypt inn, nægði ekki í húsið. Var þá það, er á vantaði, keypt að verzlunum í Reykjavík. Um þetta atriði segir A, K.: >Skal eg fræða t Mbl. á því, að eftir að eg hafði fengið þessar verzl- anir, sem járnið er keypt af, til að lækka verðið um 10—12°/o, þá var járnið þó um 28% dýrara en það, er Sambandið sjálft keypti inn. — Munu þessar verzlanir þó vera full- komlega samkeppnisfærar við aðrar slíkar heildsöluverzlanir bæjarins.* Að lokum sannar svo Aðalsteinn Kristinsson, að Samband ísl. sam- vinnufélaga gerði lægsta tilboð í efni til verkamannabústaða, og var því tilboði auðvitað tekið. Pessar upplognu sögusagnir Mbl. um Samb. ísl. samvinnufélaga, sem birtar eru í atvinnurógsskyni, hafa orsakað það, að upplýst hefir verið að Sambandið er ekki aðeins sam- keppnisfært gagnvart öðrum heild- söluverzlunum, heldur selur það jafnvel vöru um 40% ódýrara en keppinautar þess. Sumarfagnað heldur U. M. F. A., í Samkomuhúsi bæjarins, 1. sumardag, kl. 8>/ae. h. Erindi flytur séra Sigurður Stefáns- son, >Geysir* syngur nokkur lög, þá verður gamanleikurinn >Upp til Selja< leikinn og að endingu stig- mn dans, (Niðurl.). Par er gert ráð fyrir, að nafngiftir og hjónavígslur fari fram sem ein- föld skrásetning hjá veraldlegum valdsmanni, með öllu seremonfu- laust, og ekki er ætlazt til, að kostn- aðurinn við það verði meiri en svo, að hann borgi aðeins bækurnar og hina sáralitiu fyrirhöfn. Ætlazt er til, að skrásetning við útfarir verði þessu svipuð og jafnframt er heldur ýtt undir það, að útfarir verði sem viðhafnarminnstar, sem ekki er van- þörf á. Hér í Reykjavik kostarútför, sem talin er íburðarlaus, 600—800 kr., en margar útfarir fara hér fram, sem kosta þúsundir króna, Breiðast nú slíkir ósiðir út um landið. Einnig er stutt að þvf, að stöður manna i kirkjugörðum við jarðsetningar verði lagðar niður. Er það fyrst og fremst heiibrigðismál, svo mörgum sem það hefir orðið að heilsutjóni og jafnvel fjörtjóni. Pá er likbrennsla tekin fram yfir jarðsetningu og gert ráð fyrir, að lík séu fremur brennd en grafin, þar sem bálstofum hefir verið komið upp. En rétt þykir að taka hið fyllsta tillit til tilfinninga manna í þessum sökum, svo að hverjum sé frjálst að kjósa þá útför og útfararsiði fyrir sjálfan sig og venzlafólk sitt, er hann fellir sig bezt við. Eg leyni þvi ekki, að þessi tillaga er borin fram af þeirri sannfæringu, að kirkjan hér á landi sé hnignandi stofnun og að skylt sé að haga sér eftir því, með því að fækka við hana starfsmönnum, er þeir sitja orðið unnvörpum auðum höndum, en bakandi ríkissjóði ærin útgjöld. Engu að síður ættu þeir, sern trú hafa á framtíð kirkjunnar, að hugsa sig vel um, áður en þeir leggjast hér á móti. Ef kirkjan á hlutverk að vinna, mundi þá ekki hollara fyrir hana að fækka starfs- mönnum sínum svo, að þeir hafi ærið að starfa, en vanda að sama skapi meira til þeirra og búa betur að þeim? Engum ætti að vera það ástand, sem nú er, meira hneyksl- unarefni en vinum kirkjunnar. Hér verður ekki um það rætt, hvernig réttast muni að verja fé þvf, sem við það sparaðist, ef prests- embættum yrði fækkað, svo sera hér er stungið upp á. Pvf hefir verið hreyft, að bezt væri viðeigandi að Talanditölur Eftfrgfjafirnar í íslandsbanka. Eftirfarandi skrá er um helztu eftirgjafirnar af skuldunum við ís- landsbanka, eins og þær voru reikn- aðar, er Utvegsbankinn tók við þrotabúinu. Tölurnar teknar eftir skýrslu, sem gerð hefir verið um þetta efni. kr. Geo Copland & Co.. . 2546060.51 Helgi Zoéga & Co. . . 1988524.77 Andrés Ouðmundsson. 57966.57 Carl Sæmundsson &Co. 179611.52 Gunnar Sigurðsson frá Selalæk.............. 132679.02 Ólafur Daviðsson Hafnarfirði ,*.... 428448.72 Sigurjón Pétursson og Einar Pétursson ; . . 75837.14 M/B Ulfur 35301.79 Sveinn Jónsson......... 70797.33 Porst. Jónsson . . . . » 261888.11 Ásgeir Pétursson .... 201714.27 Vínlandið ........ 13004269 H/F Stefnir............. 208827.02 Pétur P. J. Gunnarsson 61749.32 Jón Björnsson 8t Co. . 244004.85 H/F Bifröst í Borgarnesi 65000.00 Páll H. Gíslason .... 32865.28 Ólöf Benediktsdóttir . . 101672.35 Sveinn Jónsson......... 70077.92 H/F Kakali............... 23416.28 Nathan & Olsen .... 250519.15 H/F Eggert Ólafsson . 574495.66 K.f. Ingólfur............ 52503.57 Stefán Th. Jónsson . . 1671514.46 Jéns B. Waage.......... 37016.19 Snorri Jónsson......... 112797.91 Friðrik Wathne......... 203634.78 Bjarni Benediktss. & Co. 93000.00 Hálfdán Hálfdánarsson. /238967.75 H/F Andvari á Sólbakka 988194.18 Bræðurnir Proppé . . . 436353.87 Loftur Loftsson . . . , 194935.37 Hannes B. Stephensen . 466104.43 Geo Copland............... 734551.58 Sæmundur Halldórsson 729354.67 Útgerðarfélagið Pingeyri 60800.00 Gísli J. Johnsen .... 1043843.10 Alls hafði þá verið afskrifað af útistandandi skuldum bankans kr. 18588693.86. íhaldsmenn deila fast á núverandi rfkisstjórn fyrir að hafa notað um- framtekjur ríkissjóðs f góðærinu til að skapa varanlegar framfarir f landinu. Pegar slikar ádeilur um ógætilega meðferð ríkisfjár koma úr þeirri átt, er eðlilegast að spyrja. Hvernig hefir fhaldið sjálft stjórnað fjármálum rikis og þjóðar. Er þvf trúanda til að gæta meiri hagsýni, meiri gætni, og meiri samvizkusemi en Fram- sóknarstjórnin hefir gjört. Pað hefir verið sýnt fram á það oft og síðast nú f dag hér i blað- inu, að hinar fyrstu rikisskuldir, sem um munaði, mynduðust i stjórnartíð íhaldsmanna, þegar þeir voru fjár- málaráðherrar Björn Kristjánsson, Sig. Eggerz og Magnús Guðmunds- son, að af þessum gömlu skuldum frá ihaldstímanum hafa verið af- borgaðar rúml. 5 miljónir króna í stjórnartíð Framsóknarflokksins* Og hér að ofan tala skýru máli tölurnar um það, hverskonar þjóð- argifta það er að fela íhaldinu fjár- málastjórn fyrir aimenning. íslandsbanki var rikissjúður íiiaidsins, einnig eftir að það hverf úr stjórn- arráðshúsinu. Tölurnar hér að framan koma harla mikið við hverjum fslendingi. Hver þeirra um sig hefir haft nokk- ur áhrif t— gegnum tilsvarandi hækkandi vexti og rikisframlög til bankanna — á verðið á lífsnauð- synjum þess mikla meirihluta þjóð- arinnar, sem engar eftirgjafir, fær. En þær hafa líka annað gildi nú sem stendur, þvf að þær eru með- mæiin, sem ihaldið leggur fram fyrir þjóðina, þegar það vill fá að taka við ríkissjóðnum aftur. Peningarnir úr fslandsbanka hurfu ekki f ræktun, samgðngubætur eða alþýðuskóla. Pað er satt. Par getur íhaldið djarft úr hópi talað. Pað hefir varið peningunum á annan veg. Stefán Th. Jónsson hefir fengið eftirgefna upphæð sera er álika mikil og öll lán úr Byggingar- og landnámssjóði. Sæmundur Halldórsson hefir fengið andvirði útvarpsstöðvarinnar nýju. Fyrir þá fjárfúlgu, sem fslands- banki rétti að Ólafi Daviðssyni f Hafnarfirði, hefði verið hægt að borga Arnarhvol og Reykjajarðirnar í Ölfusi. Stefán Th. Jónsson hefir fengið sem svarar verði Síldarverksmiðj- unnar á Siglufirði og 250 þús. betur. Upphæðin sem Gísli Johnsen og Proppébræður fengu er álfka mikil og allur jarðabótastyrkurinn 1927 -30. Copland hefir fengið 300 þús. kr. meira en sem svarar öllum vöru tolli og verðtolli, sem inn kom f rfkissjóð árið 1931. Lesendurnir geta haldið saman- burðinum áfram. Meðferð flokka og ríkisstjórna i fjármunum þjóðarinnar geta og hljóta alltaf að orka tvímælis f ein- hverjum atriðum. Um það þarf ekki að deila, Enn óskar þjóðin að stjórnarhættir íslandsbanka færist inn yfir ríkissjóðinn. Ef svo væri ætti fhaldið að taka völdin. Tímlniu ' 0-- '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.