Dagur - 28.04.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 28.04.1932, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 6rg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfiröinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XV. ár. ^ Akureyri, 28. apríl 1932 \ 17. tbl. Starfshættir Ihaldsins. i. Árið 1924 tóku íhaldsmenn við völdunum hér á landi. f ráðuneyti því, er þá var myndað, voru þeir báðir Jón Þorláksson og Magnús Guðmundsson. Þá var kreppa nokkur hér á landi og fjárhagur ríkissjóðsins í talsverðri hættu staddur. Fyrnefndir ráðherrar sneru sér til Framsóknarþing- manna og báðu þá um aðstoð til þess að bjarga við fjárhagnum og gera sér á þann hátt kleift að stjórna landinu. Framsóknarmenn töldu það skyldu sína að bregðast vel við þessari málaleitun, ekki vegna pójitískrar vináttu við Jón Þorláksson og Magnús Guðmunds- son, því til hennar höfðu þeir á engan hátt unnið, heldur vegna á- byrgðartilfinningar gagnvart þjóðinni allri. Framsóknarmenn mátu meira velferð landslýðsins heldur en það, þó andstæðingar þeirra væru við völd. Þess vegna lögðu Framsóknarþingmennirnir verðtollinn og gengisviðaukann upp í hendurnar á íhaldsstjóm- inni. Ef Framsóknarmenn hefðu brugðið fæti fyrir þennan tekju- auka handa ríkissjóði, hefðu and- stæðingarnir, er við völdin sátu, lent í ráðleysi og vandræðum. En Framsóknarmönnum datt ekki neitt slíkt í hug. Þeir unnu að því með andstæðingum sínum að sjá ríkissjóðnum fyrir viðunanlegum tekjum og að afgreidd væru tekjuhallalaus fjárlög. Nú^er skift um hlutverk frá því er var 1924. Framsóknarstjóm situr nú við völd og styðst við hreinan meirihluta þingsins. Stjómarandstæðingar til beggja hliða eru f minni hluta, þó að sam- einaðir séu. Aðstaðan er þó þann- ig, að í efri deild hafa stjórnar- andstæðingar stöðvunarvald, ef þeir sameina sig. Þeir geta eyði- Jagt þar hvaða mál, sem þeim sýn- ist, með jöfnum atkvæðum. Ástæðurnar nú eru hliðstæðar því, er þær voru 1924, að því leyti að nú er kreppa eins og þá, en nú- verandi kreppa er þó stórum ægi- legri en teú fyrri. f nálega öllum löndum taka andstæðir flokkar höndum saman til bjargar og varnar i heimskreppunni, er yfir gengur. Hin sameiginlega hætta leiðir þá til samstarfs, þrátt fyrir allt, sem á milU ber. Þó er ein undantekning frá þessu, og sú undantekning er hér. á íslandi. Forkólfar íhaldsflokksins á Al- þingi hafa haft í hótunum um að fella nauðsynlegar tekjur handa ríkissjóði og jafnvel að hindra af- greiðslu fjárlaga í efri deild. Þá hefir einn af foringjum verkamanna og formaður verka- málaráðsins, Héðinn Valdimars- son lýst því yfir á Alþingi, að fjárlögin skyldu verða felld í efri deild, og jafnframt skoraði hann á íhaldsþingmenn að taka þátt í þessu verki. Það var þessi yfir- lýsing, sem forsætisráðherra nefndi verkfallshótun, og áskor- unina til íhaldsmanna beiðni um samúóarverkfall frá þeirra hendi. Hvort hótun þessari verður komið í framkvæmd eða eigi, er enn ekki hægt um að segja. En hvað sem ofan á verður, eru þess- ar verkfallshótanir ljós vottur þess, hvað stjómarandstæðingum er efst í huga. Hitt er í raun og veru aukaatriði, hvort þeir hafa þor til að framkvæma þær þegar til kemur. Eins og áður er getið, sam- þykktu Framsóknarmenn 1924 tekjuauka handa ráðuneyti, sem þeir höfðu átt í harðri kosninga- baráttu við skömmu áður. Þeir gerðu það til að bregðast ekki skyldum sínum við þjóðina og komu um leið fram eins og hverj- um heiðvirðum stjómarandstöðu- flokki ber að gera. Fyrir það eiga þeir ekkert lof skilið, því það var sjálfsögð skylda. En nú hafa stjórnarandstæðingar í hótunum um að stöðva allar opinberah' framkvæmdir í landinu í hefndar- slcyni fyrir það, að kjósendur fólu Framsóknarflokknum að fara á- fram með stjóm landsins við síð- ustu kosningar. Nú getur hver og einn borið saman starfshætti þá, sem ráða í Framsókn annarsvegar og íhalds- flokknum hinsvegar. Hvort vilja íslendingar heldur aðhyllast stefnu þess flokks, sem beitir drengilegum aðferðum, þó að andstæðingar eigi í hlut, eða stefnu þess flokks, sem rekur heimskulega og þjóðinni skaðlega hefndarpólitík, sem sprottin er af ákafri löngun til þess að koma andstæðingum sínum í sem mest vandræði? II. Það er kunnugt, að sumir af forgöngumönnum fhaldsflokksins halda því mjög fram, að gjör- breyta þurfi kosningafyrirkomu- laginu, og að langmikilvægasta »réttlætismálið«, sem þeir hafi komið auga á, sé það að láta »höfðatöluna« ráða við kosningar. Margt er eftirtektavert í sam- bandi við þessa réttlætisuppgötv- un íhaldsmanna. Þegar íhaldið vann kosningarnar 1923, fór þingmannafjöldi flokkanna ekki eftir »höfðatölu«, og létu íhalds- menn sér það þá vel líka og minntust alls ekki á »úrelta« kjör- dæmaskipun, eða óþolandi rang- læti í sambandi við kosningasigur sinn. Síðan fóru fram kosningar 1927; þá tapaði íhaldsflokkurinn og Framsókn tók við stjórninni. Enn hafði fhaldið ekkert að at- huga við kjördæmaskipunina, og kom það bezt í ljós, þegar einn af ritstjórum flokksins hafði orð á því, að kosningaúrslitin væru að kenna óréttlátri kjördæmaskipun. Gaf þá miðstjórn flokksins út yf- irlýsingu þess efnis, að henni dytti ekki í hug að fara fram á breytingu á kjördæmaskipuninni. En þess ber að gæta, að íhalds- menn lifðu þá í þeirri trú, að kosningaósigur þeirra væri aðeins stundarósigur, og að þeir mundu brátt komast aftur að kjötkötlun- um. En þær vonir hrundu allar í mola við síðustu kosningar. Þá opnuðust augu þeirra til fulls fyr- ir því, að þjóðin mundi ekki trúa þeim fyrir yfirstjórn mála sinna í. framtíðinni. Síðan hafa þeir verið útþembdir af þeirri réttlæt- iskennd, að brýn nauðsyn bæri til að svifta byggðavaldið þeim rétti, sem það lengi hefir haft til að velja sína eigin fulltrúa á þing og neyta áhrifa sinna á löggjafar- samkomunni. Hugsum okkur að kosningarn- ar 1931 hefðu snúist á þann veg, að íhaldsmenn hefðu komist í meiri hluta á Alþingi. Trúir því nokkur maður, að þeir þá hefðu kært sig um nokkra breytingu á kjördæmaskipuninni? Víst ekki. Það er með öðrum orðum á allra vitund, að íhaldsmenn eru ekki að berjast fyrir auknu réttlæti al- menningi til handa, þeir eru ein- ungis að berjast fyrir því að geta komist til valda. íhaldsmenn telja það nú þá stærstu stjórnmálasynd að vilja ekki fallast á tillögur þeirra um breytta kjördæmaskipun, þar sem höfðatalan ein eigi að ráða og þar sem vald sveitanna verði að miklu leyti brotið á bak aftur. Það hefir ekkert að segja, þó þeir áður hafi lýst sig andvíga svona löguðum breytingum og Jón Þorláksson meðal annars teldi höfðatöluregl- una »einstrengingslega« áriðl930. íhaldsmenn segja, að það skuli þrátt fyrir allt vera stærsta stjórnmálasyndin að vilja ekki láta höfðatöluregluna gilda og ráða, þetta »mesta réttlætismál«, sem þeir hafi fundið upp til frels- unar lýðnum. Málið liggur þá þannig fyrir í aðalatriðum: íhaldsmönnum dett- ur ekki í hug að neitt sé athuga- vert vð það skipulag, sem þeir hafa átt við að búa, fyr en þeim sýnist allar horfur á að þeir verði útilokaðir frá því að njóta vald- anna vegna hrörnandi fylgis kjós- endanna. Þá gera þeir leynisamn- inga við höfuðóvini sína um að skifta landinu niður í 6 stór kjör- dæmi og leggja núverandi kjör- dæmi niður. Þessi gjörbylting átti að gerast að þjóðinni fornspurðri. Framsóknarmenn voru mótfallnir byltingunni og þó einkum aðferð- inni og hindruðu hana. .Hinsvegar voru þeir reiðubúnir til að taka upp endurskoðun kjördæmaskip- unarinnar, og bar forsætisráð- herra fram á síðasta þingi tillögu um nefndarskipun í því efni. í þeirri nefnd áttu sæti fulltrúar allra flokkanna. Leiðir skildu í nefndinni. íhaldsmenn gugnuðu að vísu á því að leggja niður gömlu kjördæmin, en heimtuðu aftur á móti ótakmarkaða tölu uppbótarþingsæta. Jafnaðarmað- urinn í nefndinni vildi helzt gera allt landið að einu kjördæmi, en fylgdi þó íhaldsmönnum að mál- um. Framsóknarmenn lögðu meg- ináherzluna á verndun gömlu kjördæmanna og voru mótafalln- ir óvissri og ótakmarkaðri' tölu þingmanna. Umniðurstöðuþeirra, sem birtist í tillögum þeirra í stjórnarskrárnefnd efri deildar, vísast til þess, er áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu. En svo er ofsi sumra íhalds- manna mikill í þessu máli, að þeir hafa við orð að neyta aðstöðunnar í efri deild, gera »samúðarverk- falk, éins og Héðinn hefir farið fram á, og fella ekki einungis verðtollinn og gengisviðaukann, heldur líka fjárlögin sjálf. Taki menn eftir þessum vinnubrögð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.