Dagur - 28.04.1932, Blaðsíða 4

Dagur - 28.04.1932, Blaðsíða 4
68 DZGUB 17. tbl. Svomvinnit Rinso berhitaog þunga þvottadagsins STOR PAKKI 0,55 AURA tÍTILL PAKKI 0,30 AURA M-R 44-047A IC 'er nerhió hœgt segir Mana Þvotturinn er enginn j?ræl- dómur fyi;ir mig. Jeg bleyti Þvottinn í heitu Rinso vatni, kanske }?væli lauslega eSa sýð j?au fötin sem eru mjög óhrein. Síðan skola jeg )?vot- tinn vel og eins og fið sjáið, pá er J>votturinn minn hreinn og mjallhvítur. Reynið ýið bara Rinso, jeg veit að j>ið segið : ,,En sú mikli munur." i R. S. HUDSON UMTTED, LIVERPOOL, ENGLAND m ■» Höfum til: Handsláttuvélar til þess að slá grasbletti í görðum. Samb. ísl.samvinnufélaga. Fréttir. Sumarfagnað béit u. m. f, a. \ sam- komuhúiinu á sumardaginn fyrsta. Til ikemmtunar var: Qeyiir aöng nokkur lög. Sigurður prestur Stefánsion fiutti erindi. Sýndur leikurinn >Upp til seljac. Síðan stiginn dans. Húsfyllir var og skemmtunin hin ánægjulegaita. Var hún endurtekin á lunnudagskvöldið, en eitthvað breytt. Skemmtun var í Menntaskólanum á sunnudaginn. Þar sungu söngflokkar Björg- vlns Quðmundsionar, og fimleikaflokkar Hermanns Stefánssonar sýndu íþróttir. Fátt var aðkomumanna, enda veður hið versta. Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu hófit 22, þ. m, og er nýlokið. Aðalfundur Kaupféiags Eyfirðinga hefit ámorgun. BátUr fórst í lendingu i Vík í Mýrdal fyrir fáum dögum. Þrír af skipverjum drukknuðu, og voru tveir þeirra kvæntir. Stjórnarskrárnefndin í neðri detid er þannig skipuð: Bergur Jónsson, Bjarni Ás- geirsson, Hannes Jónsson, Steingrimur Steinþórsson, Magnúi Quðmundison, Ól- afur Thors, Héðinn Valdimarsson, Fjárlögin voru afgreidd frá neðri deild til efri deildar 18: þ. m. Jafnaðarmannalélag er stofnað hér í bæn- um, og er Erlingur Friðjónison formaður þess. Oánardægor. Á mánudagsnóttlna andað- ist hér á spitalanum Jón Sigurðsson smið- ur, á sextugsaldri. Hann lætur eftir sig konu og nokkur börn. Jón heitinn hafði lengi verið búsettur hér I bænnm. Hann var hæglátur dugnaðarmaður og mjög vel kynntur. Skip. Lagarfois kom hingað á austurleið á laugardaginn og fór aftur á sunnudags- kvöld. Esja kom að austan á sunnudags- kvöldið og »Drottningin« frá Reykjavík á mánudagskvöldið. Gunnar Pálsson frá Staðarhóli hér í bæ var meðal farþega hingað á Dronning Alexandrine siðast. Hefir hann dvalið mörg undanfarin ár í Ameríku. Landrækir afbrotamenn frá Argentinu hafa verlð á sveimi að undanförnu á argentisku skipi milli hafna hér i Evrópu, en hvergl fengið landgönguleyfi. Forsætis- ráðherra íslands hefir fengið aðvörunar- skeyti frá konungsritara um að vera á verði, ef skipið skyldi leita hingað til lands. Slra Halldór Kolbeins hefir tekið attur umsókn sína um Orundarþing, en i hans stað verður í kjöri Konráð Kristjánsson kandidat. Dðmur féll i undirrétti Rvikur í næst síð- uitu viku I smyglunarmáli Björns Björnsson- ar bakarameistara. Var hann dæmdur i 60 daga fangeliisviit og í 24 þús. kr. sekt. En ef sektin yrði ekki greidd, þá í 12 mánaða fangelsi. Brauns Verzlun hér í bæ heftr eigandi hennar selt Páli Sigurgeirisyni verzlunar- stjóra, og rekur hann hana framvegis undir tama nafni. Maður félí útbyrðis úr bát við Vest- mannaeyjar og drukknaði. Hét hannQuð- mundur Quðmundison, ókvæntur, 21 ári grnnallj Hjönaband: UngfrúMarfa Matthíasdóttir, Einarssonar, læknis í Rvík og Sverrir Ragn- ars verzlunarstjóri á Akureyri. Til minningar um látna konu sina hefir Friðjón Jensson læknir gefið Lystigarði Akureyrar 1000 kr. Leyfi til loftferða á Islandi. Pess hefir verið getið hér í blað- inu, að Alþingi hafi samþykkt lög um heimild til loftferða á fslandi. Nokkur atriði þeirra laga fara hér á eftir. Leyfishafi skal vera undanþeginn tekju- og eignarskatti til rikissjóðs og útsvari til sveitar. Ennfremur skal hann laus við að greiða inn- flutningsgjöld af efni og tækjum til flugstöðvanna fyrstu 5 ár leyfistlm- ans; f stað framantalinna gjalda skal hann greiða árlega 5% af brúttó fargjöldum og flutningsgjöld- uni, sem hann tekur við fyrir flutn- inga hérlendis til ákvörðunarstaðar innanlands eða utan. Hundraðsgjaldi af fargjöldum og fiutningsgjöldum eftir þessari grein skal skift eftir ákvðrðun atvinnu- málaráðherra milli rikissjóðs og sveitarfélaga þeirra, er leyfishafi hefir flugstöðvar I. Leyfishafi skal árlega fyrir 31. marz senda atvinnumála- ráðherra skýrslu um fargjöld og flutningsgjöld, er hann hefir tekið hér á landi undantarið ár. Skal skýrsla þessi gefin að viðlagðri þeirri ábyrgð, sem Islenzkir gjald- þegnar sæta fyrir ranga eða ófull- nægjandi skýrslugjöf til skattanefnda. Hundraðsgjald það, sem grein þessi ákveður, skal óbreytt standa fyrstu 10 ár leyfistfmans, og. má þá breyta þvf með lögum, og síðfm á 5 ára fresti, meðan leyfið er í gildi. Að öðru leyti skal fara eftir ákvæðum islenzkra laga um skatt- greiðslur og gjalda til rlkis og héraða. Leyfið skal gilda I 75 ár frá dag- setningu þess að telja. ' Ákveða skal I ieyfinu, að fyrstu 25 árin af leyfistfmanum skuli eng- um einstaklingi, sem á rfkisfesti f Bandaríkjunum f Norður-Amerfku eða rekur þar atvinnu, og engu félagi eða stúfnun, sem stofnsett er samkvæmt lögum einhvers af fylkjum Bandaríkjanna eða rekur þar atvinnu, öðrum en leyfishafa, heimilt að halda uppi loftferðum milli íslands og annara landa til flutninga á mönnum, pósti eða varningi fyrir borgun. Leyfishafa skal heimilt að fram- selja rétt sinn samkvæmt leyfinu, að nokkru eða ðllu leyti, félögum, er stofnsett eru samkvæmt lögum ein- hvers af fylkjum Bandarfkjanna eða Canada, enda sé leyfishafi meðeig- andi eða hluttakandi f þvi félagi. Að loknum leyfistfma, eða ef leyf- Ishafi eða sá, sem löglega er kom- inn f hans stað, hættir starfrækslu, er rfkissjóði íslands áskilinn for- kaupsréttur að öllum lóðarréttindum og mannvirkjum leyfishafa hér á landi, eftir mati, sem framkvæmt skal samkv. lögum um framkvæmd eignarnáms. Ákveða skal f leyfinu, að réttur leyfishafa samkvæmt þvf skuli fall- inn niður, hafi hann eigi komið á föstum loftferðum milli íslands og »nnara landa fyrir árslok 1930, EýðslöSýii Íýífi ára. Samkvæmt útreikningi hagstofunn- ar námu allar ríkisskuldir, þegar með eru taldar skuldir vegna bank- anna, 27,9 miljónum f árslok 1927. En samkvcmt skýrslu fjármálaráð- herrans voru skuldirnar i árslok 1931 38,9 miljónir. Skuldaaukning rfkisins á árunum 1928—1931 eru þvl 11 miljónii. Á móti þessari 11 milj: kr. skulda- áukningu koma eftirtaldar greiðslur: Til greiðslu á stofnfé Landsb. 3.0 milj. »hlutabréfakaupaíÚtvegsb. 1.5 — » Búnaðarbankans 3.6 — » Síldarbræðsluverksm. 1.4 — Petta gerir samtals 9.5 milj. Af þessu er það Ijóst, að til fram- kvæmda rfkissjóðsins sjálfs hefir eigi gengið meira en IV2 milj. af skuldaaukningunni. Á móti þessari IV2 milj. kr. skuldaaukingu má telja byggingu sfmahússins og endurbót á sfmamiðstöð Reykjavíkur og byggingu útvarpsstöðvarinnar. Var kostnaður við þetta allt 1.787 þús. kr. eða 278 þús. kr. fram yfir eina og hálfa miljón, Kemur þannig f Ijós að allar framkvæmdir rfkissjóðs- ins á árunum 1928—1931 hafaver- ið gerðar án lántöku eða skulda- aukningar, nema tvær áðurtaldar byggingar að mestu leyti. íhaldsmenn geipa mjög um það hvað sælt það sé að vera laus við rfkisskuldir og þurfa ekki að taka lán til framkvæmda þeirra, er rfkið hefir með höndum. Alveg er þetta rétt. En fhaldsmenn skildu nú svo við ríkisfjárhaginn, að greiða hefir 'orðjð áárunum 1928—1931 5,2 milj, f afborganir og véxti af gömlum eyðsluskuldum, sem mynduðust á árunum 1917-1923. Ef íhaldsmenn hefðu ekki látið eftir sig þenna arf, þá hefði verið hægt að greiða allar framkvæmdir rfkisins á árunum 1928 — 1931 með rfkistekjunum þessi ár, og þar að auki hefði verið eftir f sjóði 3 milj. og 700 púsund krönur. Pað eru eyðslusyndir fyrri ára, sem nú koma okkur f koll. Ritstjóri: Ingimar Eydai, Gilsbakkaveg 5. Prentsmiðja Odds Bjömssonar:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.