Dagur - 28.04.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 28.04.1932, Blaðsíða 2
06 DXGTJR 17. tbl. Hversvegna þykir „Flóra" smjörlíki bezt ? Vegna þess, að það er búið til úr beztu efnum, sem fáanleg eru og vegna þess, að það er búið til i ný- tízku vélum i vönduðustu smjörlíkisgerð landsins. „Flóra“ smjörlíki gengur næst ÍSLENZKU SMJÖRI. Kaupfélag Eyfirðinga Mjólkursamiagið. BMUiHHHiHHmma um þingmanna íhaldsflokksins! í hefndarskyni fyrir það að Fram- sóknarmenn vilja ekki hoppa inn á byltingarstefnu andstæðinganna í kjördæmamálinu, hóta þeir að níðast á alveg óskyldum málum og svíkjast frá hinum frumstæð- ustu skyldum hvers þingmanns, þeim skyldum að sjá ríkissjóði fyrir þeim tekjum, sem nauðsyn- legar eru til þess að geta haldið ríkisbúskapnum áfram. Og enn á- takanlegri verða þessir starfs- hættir íhaldsmanna, þegar litið er til þess, að fyrir ári síðan töldu þessir sömu menn það stórglæp, að Alþingi væri látið hætta störf- um í bráð, af því ekki hefði verið búið að afgreiða fjárlög! m. Eftir kosningaósigur íhalds- manna 1927 voru Framsóknar- menn og fulltrúar ver^amanna í meiri hluta á Alþingi. Fyrir sam- vinnu þessara tveggja flokka hafa komist á allmiklar umbætur til sjávar og sveita. Þessar um- bætur voru íhaldsmönnum jafnan mikill þyrnir í augum, og reyndu þeir eftir mætti að leggja stein í götu þeirra, eins og sannað var í »Þáttum úr sögu Alþingis«, sem birtust hér í blaðinu á síðastliðnu sumri. íhaldsmenn þreyttust aldrei á að brýna það fyrir bændum, hversu óheillavænleg þeim væri samvinna foringja þeirra við jafnaðarmenn. Þeir margstað- hæfðu, að jafnaðarmenn ætluðu að taka jarðirnar af bændum, og það með »blóðugri byltingu«, ef ekki gengi á annan hátt. íhalds- blöðin ögruðu bændum til að heimta það að foringjum sínum, að þeir slitu allri samvinnu við þessa blóöþyrstu menn, sem hættu ekki fyr en þeir rændu jörðunum frá bændum, ef samvinnan væri látin afskiftalaus. Einhvernveg- inn slóðaðist þetta hú samt af, bændur fengu að sitja óáreittir á jörðum sínum áfram og ekki varð vart við neinar blóðsúthellingar! fhaldsmenn fóru að missa trúna á sína eigin rógmælgi milli bænda og verkamanna, og þá sneru þeir við blaðinu og fóru að kjá framan í verkamannaforingjana og ganga & fund þeirra í biðilsbuxum. Og bónorðið var upp borið á þessa leið: Við tökum höndum saman. Við, íhaldsmenn, ætlum að fara að elska verkalýðinn, og við skul- um styðja ykkur, jafnaðarmenn, í því að koma fram ykkar aðalá- hugamálum, en þið hjálpið okkur aftur til þess að ganga svo frá bændavaldinu, að það verði okkur ekki hættulegt framar. Og því verður nú hreint ekki neitað, að jómfrúareðli Héðins og félaga hans meyrnaði nokkuð við þessi kjassmæli ólafs Thors og annara slíkra velþekktra alþýðuvina! Hitt er aftur meiri vafa undir- orpið, hversu mikla trú óbreyttir verkamenn hafa á kærleiksríku þeli alþýðubiðlanna í liði íhalds- flokksins. Sú trú er talin vera nokkuð takmörkuð og það af góð- um og gildum ástæðum. Eins og áður er fram tekið, vöruðu ihaldsmenn bændur ákaft við því að hafa nokkur mök við jafnaðarmannaíoringjana, af því þeir ætluðu að ræna þá réttmæt- um eignum þeirra, jörðunum. Slík blóðug ránsíör væri eitt af þeirra heitustu áhugamálum. Nú væri fróðlegt að fá upplýsingar um það hjá íhaldsmönnum, hvort jafnað- armenn séu enn sama sinnis og þeir áður voru í þessu máli, að því er íhaldsmönnum sagðist frá. Og ef svo er, er það þá ætlun íhalds- manna að hjálpa jafnaðarmönn- um til þess að k^ma þessu áhuga- máli þeirra til framkvæmda? Ætla þeir að taka þátt í blóðugri ránsferð á hendur bændum? Þá mætti með sanni segja, að stór á- form hefðu búið að baki æsingun- um í Reykjavík í fyrra, þegar þeir ólafur Thors og Héðinn Valdi- hiarsson tóku höndum saman, ef í því handsali hefir átt að felast aö fyrst ætti aö ræna bændwr pólitískum réttindum þeirra og þar á eftir aö ræna þá jöröum þeirra. Svo að talað sé á máli Morgun- blaðsins: Þetta ættu bændur að athuga. Bækur Þjóðvinalélagsíns eru komnar. Þær eru þessar: 4. og nsst síðasta bindi hlns mikla ritverks um Jón Sigurðsson eftir Pál Eggert Ólason; Andvari (með mynd af Sigurði Stefánssyni presti f Ögurþing* utn) oq Almanak fyrlr árið 1933, „Jeg hefi reynt um da- gana óteljandi tegundir af frönskum handsápum, en aldrei á æfi minni hefi jeg fyrir hitt neitt sem jafnast á við Lux hand- sápuna ; vilji maður hal- da liörundinu unglegu og yndislega mjúku “ Allar fagrar konur nota hvítu Lux handsápúna vegna þess, hún heldur hörundi þeirra jafnvel enn þá mýkra heldur en kostnaðar- samar fegringar á snyrtistofum. LUX HANDSÁPAN '\o/5o aura ™ M-LTS 209-50 1C LEVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLANÖ Á viðavartgi. Sjálfstæðismenn ætla að bjarga S. I. S. Einu íhaldsblaðinu farast svb orð 2. þ. m.: »Verða gætnari menn og víðsýnni en Tfmaflokkurinn hefir völ á, að beita sér fyrir þvf, að bætt verði úr fjárhagsðrðugleikum S. í. S. - En aðeins hinum beztu sjðlfstæðis- mðnnum er til pess treystandk (Leturbr. Dags). Blaðið segir ennfremur um þetta efni: >. . . og má eigi tæpar standa ef vel á að fara«. 1 sömu andránni og það er upp- lýst i sundurliðaðri skýrslu, að ýms- ir >bestu sjálfstæðismenn* Ihalds- flokksins hafi fengið eftirgefnar um 20 miljónir af fé þvf, er íslands- banka hafði verið trúað fyrir, láta fhaldsmenn blöð sín hrópa: Sam- band íslenzkra samvinnufélaga er að fara á hausinn! Beztu menn >Sjálfstædisflokksins< verða að bjarga þvíl Pað er svo sem sjálfgefið, að Sigurður Kristinsson og samstarfs- menn hans við S. í. S. verða hið skjótasta að hverfa frá stjórn þess og við að taka menn eins og Stefán Th. Jónsson, Oísli J. Johnsen og Sæmundur Halldórsson, þvf efa- laust munu þeir vera taldir meðal >beztu sjálfstæðismannac. Eftirgjafir þeirra samtals námu 3444712,23 krónum. Þetta eru karlar sem, kunna að fara með annara fé. Er eigi Ift- ill munur á stjórn fyrirtækja þess- ir« »be?tu sjálfstæðismannat þeg«r hún er borin saman við stjórnina f Sambandinu. Sambandið hefir ekki þurft að biðja lánstofnanir landsins að gefa sér upp skuldir; á kreppuárinu mikla, 1931, skuldaði það minna en næsta ár á undan og á þvf sama ári minnkaði það skuldir við bankana um 350 þús. kr. Auk þess hefir Sambandið komið upp sjóðeignum, sem munu vera nokkuð á aðra milj. Og nú bjóða íhaldsmenn fram sjálfboðaliða úr gjaldþrotarústum slnum til þess að bjarga Samband- inu úr hðndum þeirra manna, sem stjórnað hafa máium þess að und- anförnu á þann hátt, sem að ofan getur. Samvinnumenn meta hina fram- boðnu hjálp frá >beztu sjálfstæðis- mönnumc að verðleikum. Fimmardómsírumvarpið og »ósvííin rikis- sljórn«. Sama íhaldsblað, sem býður fram hjálp >beztu sjálfstæðismannac, til þess að koma Sambandinu úr fjár- hagsörðugleikunum, segir um fimrat- ardómsfrumvarpið: >Llkur eru til, að fimmtardóms- frumvarpið verði afgreitt sem Iðg frá þessu þingi. Verður þá æðsti dómstóll landsins lagður niður, en lögfestur dómur, sem ósvifin rikisstjórn getur hagnýtt sér f póli- tiskum tilgangic. Þetta um »ósvffna ríkisstjórn< í sambandi við æðsta dómstól lands- ins er barla eftirtektarvert. Ihalds- blöðin eru sem sé búin að kunn- ger« þjóðinni það, að stjórnartiro-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.